Morgunblaðið - 02.12.1975, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
27
„PHILIPS
KANN TÖKIN
*
A
TÆKNINNI“
heimilistæki sf
Sætún 8 -15655 Hafnarstræti 3 - 20455.
„Holdið er torvelt að temja”
Ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur
Litli Leikklúbburinn
sýnir Júnó og páfuglinn
KOMIN er út ný skáldsaga eftir
Snjólaugu Bragadóttir, „Holdið
er torvelt að temja“. Er þetta
fjórða bók höfundar. Fyrri bækur
hennar, sem voru uppseldar,
koma nú einnig á markað sam-
tfmis nýju bókinni.
I fréttatilkynningu frá út-
gefanda segir, að „Holdið er tor-
velt að temja" sé samtímasaga úr
borgarlífinu, „um listamenn og
Snjólaug Bragadóttir.
lífsglatt fólk, þar sem ástin á það
til að hafa endaskipti á tilverunni
og enginn veit hver annars 'konu
hlýtur að Iokum.“
Otgefandi er Bókaútgáfan Örn
og Örlygur.
Frímerki næsta árs
ÁKVEÐNAR hafa verið fimm frí-
merkjaútgáfur á næsta ári — að
þvf er segir í fréttatilkvnningu
frá Póst- og sfmamálast jórninni.
Fyrst verður gefið út frfmerki
hinn 4. marz með málverki eftir
Ásgrfm Jónsson, en þá verður öld
liðin frá fæðingu hans, þá verður
gefið út Evrópumerki með mynd
af þjóðlegum munum, hinn 13.
maf kemur og út frfmerki f tilefni
200 ára afmælis póstþjónust-
unnar á tslandi, út kemur frf-
merki með mynd af fyrstu aura-
frfmerkjunum, en þau voru sex
og loks verða gefin út olvmpíufrf-
merki f tilefni Olvmpfuleikanna,
sem haldnir verða næsta sumar f
Montreal.
Nánar verður getið verðgilda
sfðar — segir f fréttatilkynning-
unni.
LITLI Leikklúbburinn á ísafirði
frumsýndi s.l. fimmtudag leikrit-
ið Júnó og páfuglinn eftir írska
leikritaskáldið Sean O’Casey.
Leikstjóri er Sunna Borg, en aðal-
leikendur eru þau Guðni Ás-
mundsson sem fer með hlutverk
páfuglsins, og Sigrún Vernharðs-
dóttir, sem fer með hlutverk
Júnó. Þetta er 23. verkefni Litla
Leikklúbbsins, en hann hefur nú
starfað í tíu ár. Fyrsta verkefnið
var barnaleikritið Lína langsokk-
ur og er fyrirhugað að sýna það að
nýju á þessu leikári og hefjast
æfingar væntanlega í febrúar. Á
myndinni sjást leikendur f Júnó
og páfuglinum. Ljósm. Haukur.
— Siggi Grfms.
Hötundar 1. bindis cru: borlcifur Hinarsson, Siguröur Þórarinsson, Kristján Eldjárn, Jakob Bencdiktsson, Siguröur Líndal.
Höfundar Z. bindis cru: Gunnar Karlsson, Magnús Stcfánsson. Jónas Kristjánsson. Björn Th. Björnsson, Hallgríniur Hclgason, Árni Björnsson.
, Saga
Islands
Islenskar tónmenntir, bókmemitir og myndlist.
Þjóðhœttir og fornminjar. Trúarbrögð, stjórnmál og
valdabarátta. Landið sjálft ,folkiö og umheimurinn.
Útgáfa sögu íslands hófst síðastliðiö ár.
Verkið verður í 5-7 bindum.
ANNAÐ BINDIÐ ER KOMIÐ ÚT
Hið íslenzka bókmenntafélag
Vonarstræti 12, Reykjavík. Sími:21960.
[ Sendið mér fyrsta bindi Sögu Islands gegn póstkröfu.
] Sendið mér annað bindi Sögu íslands gegn póstkröfu.
] Eg óska inngöngu í hið íslenzka bókmenntafélag.
Nafn:______________________
Heimili:______________________________
Simi:___________________________________________
Búðarverð þess er kr. 3.600.-. Félagsmenn,-
og að sjálfsögðu þeir sem gerast félagsmenn
nú, fá bókina fyrir kr. 2.886.- í afgreiðslu
Hins íslenska bókmenntafélags að
Vonarstræti 12 í Reykjavík.
Af Sögu íslands kemur út viöhafnarútgáfa í
1100 eintökum innbundin í geitarskinn og
árituö. Viöhafnarútgáfan veröur aóeins seld
í afgreiðslu bókmenntafélagsins.
Hiö íslcnzka bókmenntafélag