Morgunblaðið - 02.12.1975, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.12.1975, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 t Móðir okkar, RAGNHEIÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR, andaðist í Landakostsspitala, sunnudaginn 30 nóvember Þorbjörg Danielsdóttir, Gróa Magnúsdóttir. Kalman Steinberg Haraldsson - Minning Fæddur 8.3. 1907. Dáinn 24. 11. 1975. Hann andaðist í Borgarspítalan- um 'eftir erfið veikindi um nokk- urra mánaða skeið. t Eigmmaður minn og faðir okkar, ALEXANDER GUOJÓNSSON, Borgarholtsbraut 43. andaðist í Landspitalanum 28 nóvember Guðrún Erlendsdóttir og dætur. t Föðursystir min og systir, GUORÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Patreksfirði andaðist á Landspítalanum 29 nóvember s I Magnús S. Magnússon, Jóhannes Brynjólfsson t Útför móður okkar tengdamóður og ömmu, OLGU DALBERG, Austurgerði 1 Kópavogi verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. des kl 1.30 Þórður Guðmundsson Erla Gunnarsdóttir Finnbogi Guðmundsson, Edda Dungal og barnabörn t Sonur minn, faðir okkar og bróðir GUNNAR SIGUROSSON, Óðinsgötu 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 3 desember kl 1.30 e.h. Sigrún Einarsdóttir. Sigrún Gunnarsdóttir, Ólafur R. Gunnarsson og systkini hins látna. Foreldrar hans voru Haraldur Sigurðsson, síðast trésmiður í Vestmannaeyjum, og Kristfn Ingvarsdóttir. Haraldur var sonur Sigurðar Ólafssonar bónda á Butru í Fljóts- hlíð og Guðbjargar Sigurðardótt- ur. Sigurður var ættaður úr Land- eyjum. Var hann mikill hagleiks- maður og margt ættmanna hans. Guðbjörg var frá Barkarstöðum í Fljótshlfð, af hinni kunnu Högna- ætt, en ættfaðirinn var séra Högni Sigurðsson pre&tur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Var móðir Guðbjargar Ingibjörg, syst- ir séra Tómasar Sæmundssonar á Breiðabólsstað, en faðir hennar Sigurður Isleifsson frá Selja- landi. Kristfn, móðir Kalmans, var dóttir Ingvars Ingvarssonar bónda I Junkaragerði I Höfnum. Hann var ættaður úr Landeyjum og bjuggu forfeður hans i Rangár- vallasýslu mann fram af manni. Voru þeir margir gervilegir menn og miklir þrek- og kraftamenn. Kona Ingvars, en móðir Kristínar, var Kristín Stefáns- dóttir Sveinssonar bónda á Kalmanstjörn I Höfnum, en móðir hennar var Ráðhildur Jónsdóttir, mikil atgerviskona. Stefán var ættaður norðan úr Skagafirði, og var hann annar maður Ráðhildar, sem var úr Árnessýslu. Voru mikil umsvif til lands og sjávar á búskaparárum þeirra á Kalmans- tjörn, og eins eftir að Stefán fórst á sundunum árið 1864, við lend- inguna á Kalmanstjörn. Þau Haraldur og Kristín bjuggu um skeið I Vestmannaeyjum, en slitu samvistir meðan börn þeirra voru enn I ómegð. Þau höfðu átt saman sex börn, en þegar Kristín fluttist til Reykjavíkur voru fimm þeirra á lífi: Ragna, Kalman, Trausti, Sigurður og Fjóla. Voru þrjú þeirra lengst af með móður sinni á æskuárunum: Kalman, Trausti og Fjóla. Þau urðu öll að byrja snemma að vinna fyrir sér og heimilinu, þó Kristín legði sig alla fram nægði það ekki, enda voru áratugirnir milli styrjald- anna erfiðir sakir atvinnuleysis og dýrtíðar. Framan af fór Kristin á sumrum til Siglufjarðar til þess að vinna I síldinni og hafði þá börnin með sér. Stundum fór hún I kaupavinnu um sláttinn. t KRISTÍN ÖGMUNDSDÓTTIR frá Görðum I Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju I Vestmannaeyjum, i dag þriðju- daginn 2 desember kl 2. Blóm vinsamlega afþökkuð Þeir sem vildu minnast hennar, láti llknarstofnanir njóta þess Sigurlna Friðriksdóttir, Markús Guðjónsson, Sigurjóna Ólafsdóttir, Bjöm Guðmundsson. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, GUÐMUNDAR G. KRISTJÁNSSONAR frá isafirði. Lára f. Magnúsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Hrefna Magnúsdóttir, Kristján S. Guðmundsson, Guðmunda Guðmundsdóttir, Páll S. Guðmundsson, Unnur Ágústsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Hallgrimur Árnason. Lárus Þ. Guðmundsson, Sigurveig Georgsdóttir, börn og barnabörn. Lokað í dag frá kl. 2—5 vegna jarðarfarar Kalmans Haraldssonar. Vélsmiðjan Þrymur. Borgartúni 27. Kalman fór snemma á sjóinn. Fyrir fermingu varð hann létta- drengur á björgunarskipinu Þór og var hann skráður á skipið 29.3.1920 um leið og það byrjaði björgunarstörf sín við Vest- mannaeyjar. Síðan hélt hann áfram sjó- mennskunni um árabil. Hann var á skipum Einskipafélagsins, Gull- fossi og Lagarfossi, og togurum og fiskibátum. Hann var snemma á vélstjóranámskeiði og varð vél- stjóri á mótorbátum. Kalman var að upplagi mikill hagleiksmaður og hafði löngun til þess að læra smíðar. Hann komst I járnsmíðanám hjá vélsmiðjunni Steðja i Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi 14.5. 1930, en meistarabréf tók hann 'þó ekki fyrrí en 27.11.1942. Eftir að hann lauk sveinsprófi vann hann ýmist I smiðjum eða var til sjós bæði á bátum og togurum, og var þá oft- ast vélstjóri þó hann hefði ekki réttindi á togaravélar. Var veitt undanþága, því ekki vantaði þekkinguna. Hann var t.d. all- lengi á bv. Agli Skallagrimssyni. Á stríðsárunum siðari siglda hann í ígripum. En árið 1952 hætti hann sjómennskunni og vann í vélsmiðjum eins lengi og heilsan útlaraskreytingar ff ■»”**'*.«» ■ ' blcxnouol Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770 leyfði, eða fram á mitt s.l. sumar. Hann var góður starfsmaður og naut margur hans högu handa. Kalman fékk árið 1936 góðrar og duglegrar eiginkonu, Auðar, dóttur Hjálmars Þorsteinssonar skálds og bónda á Hofi á Kjalar- nesi og Önnu Guðmundsdóttur. Þau eignuðust fjórar dætur: Svölu, Kristínu, Önnu og Dröfn. Áður en Kalman kvæntist eignaðist hann tvö börn: Birgi rafvirkjameistara, sem á nú heima í Bandaríkjunum, og Kristrúnu Osk, húsfreyju á Stokkseyri. Ég minntist á það hér á undan, að Kalman hefði verið mikill hag- leiksmaður, og hafði hann yndi af því að gera fagra gripi úr eir. Td. renndi hann og fægði úr eir fagra flaggstöng, listavel gerða, smíðaði úr sama málmi smáskrín og myndaramma. A þessu öllu og hverju, sem hann vann, var fag- urt handbragð. Man ég alltaf hve sveinsstykki hans var fagurlega unnið. Hann hafði gott skaplyndi, en fór stundum sinna ferða. Að hans nánustu er mikill harmur kveðinn við fráfall hans, en hann lætur eftir sig gott eftirmæli. Útför hans fer fram þriðju- daginn 2. desember nk. Jóh. Gunnar Ólafsson. Minning: Ingveldur Rögnvalds- dóttir frá Stgkkishótmi Hún var fædd að Straumi á Skógarströnd 1. okt. 1902 og því rúmlega 73 ára er hún lést 31. okt. s.I. Með henni er gengin ein af þeim grandvörustu og samvisku- sömustu konum sem ég hefi kynnst. Foreldrar Ingu voru þau Guðrún Kristjánsdóttir og Rögn- valdur Lárusson siðar skipa- smiður í Stykkishólmi. Alls voru þau systkinin 5. Þegar Inga var barn að aldri missti hún móður sina sem varð til þess að fjölskyld- an flutti til Stykkishólms þar sem hún var æ síðan. Það var svo lán Rögnvalds og barna hans að systir konu hans, Ragnheiður, kom á heimilið og annaðist það og börn- in sem móðir væri og þess naut Inga í ríkum mæli og sýndi að hún kunni að meta það, þegar Ragnheiður þurfti þess við. Um sama leyti og Inga missti móður sína fékk hún lömun í fótinn sem bagaði hana alla ævi og varð hún jafnan að ganga við staf. Oft leið hún mikið vegna þessa fótar- meins og því var það samferða- manninum undrunarvert hversu Inga gat sinnt slnum störfum, en hún starfaði hjá Pósti og sima I Stykkishólmi I 43 ár og naut ég um mörg ár hennar þjónustu og bar þar ekki skugga á. Ef til vill var það eina hvað hún tók sér nærri ef ekki allt stemmdi að kveldi, sem kom alveg sárasjald- an fyrir sem betur fór. Gat þetta haldið henni vakandi um nóttina. Svona var samviskan sterk. Ég benti henni á að þarna væri kannski einum um of að verið, en hún hélt sitt strik. Áhyggjulaus gat maður skilið starfið eftir I hennar höndum. Ég vissi llka það að fyrirrennari minn I starfinu, Möller póstmeistari, kunni að meta starf Ingu, þvi svo skipaðist einu sinni málum að hún kaus sér annað starf, en ekki var árið fyrr liðið en hún var komin aftur i sitt fyrra starf. Inga hafði fallega rit- hönd og frágangur allur á því sem hún sendi frá sér var hinn vandaðasti. Aldrei var hún var hugsa um hvað klukkunni leið og ég held að þetta mínútutal dags- ins I dag hefði farið I taugarnar á henni. Fyrst og fremst var það I huga hennar að Ijúka dagsverk- inu. Það var ekki ósjaldan að komið var með bréf á póstinn eftir lokunartíma og það man ég einnig að hún mætti manni með bréf við útganginn þegar hún hafi gengið frá pósti. Lægi mikið á að koma þessu bréfi, mat hún það og það var snúið aftur ef hún var sannfærð um að með því væri hún að gera gagn. Og um laun var ekki spurt. Ég minnist varla kröfu um aukavinnu meðan við vorum saman, enda það ekki I tísku I stofnuninni. Þegar hún svo hætti störfum flutti hún suður. Þær voru svo samrýndar Guðrún systir hennar á Þóroddsstöðum og fjölskylda hennar að ekki kom annað til greina en að þangað lægi leiðin. Þar var hún svo seinustu árin. Þangað heimsóttu vinir hennar hana og þar átti hún góða Ibúð, eins og I Stykkishólmi. Rausn var henni i blóð borin og þeirri rausn hélt hún til hinstu stundar. Þess naut Inga að eign- ast góða vini. Það voru hennar dýrustu fjársjóðir Einnig gat hún þrátt fyrir veikindi stundað starf sitt og var þvf fremur veitandi alla ævi. Mér og minum var Inga traust vinkona og er það mesta þakkar- efni nú að leiðarlokum þessarar tilveru. Ekkert gat slitið þau bönd. Einlæg alla tlma og loforðin þurfti ekki að skjalfesta. Að slík- um þegnum þjóðfélagsins er sómi. Þeir eru máttarstólpar þrátt fyrir allt. Ég vil þakka henni hvernig hún reyndist mér og mínu heimili, um leið og ég kveð traustan samverkamann. Guð blessi hana á nýjum áfanga á landi hinna lifenda. Arni Helgason. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast I slð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnuhili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.