Morgunblaðið - 02.12.1975, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.12.1975, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 Hjalti húsmannssonur fólkinu til syndanna, óskaði hann þess, að það yrði ánægð með að búa í nýju höll- inni, sem hann byggði og vildi aldrei hreyfa sig þaðan. Svo gerðist hann sjálf- ur stjórnandi ríkisins og hundurinn og kötturinn urðu að konungssyni og kon- ungsdóttur aftur og kvæntist Hjalti þeirri konungsdótturinni, sem var miklu betri en hin. Og rottan var hjá þeim meðan hún lifði, í besta yfirlæti, enda var þetta alveg einstök rotta. Gullhöllin sem sveif í loftinu EINU SINNI var fátækur maður, sem átti þrjá syni. Þegar hann andaðist, ætluðu tveir þeir elstu út í heiminn að freista gæfunnar, en þann yngsta vildu ^COSPER------------- Nei þetta er ekki númer fimm, _það er þarna uppfrá við hávöxnu trén! V____________ ii, --------------s LEIÐRÉTING Lesendur eru beðnir velvirðingar á því, að verulegur rugiingur hefur orðið á framhaldssögunni síðustu þrjá daga. Þar af leiðandi verða birtir aftur síðustu kaftarnir. þeir ekki með nokkru móti hafa með sér. ,,Þú getur nú ekki neitt annað en setið og rótað í töskunni, lagsi, og svoleiðis náungar fá ekki að fara með okkur.“ — Jæja, þá verð ég víst að fara einn, hugsaði yngsti bróðirinn, þá verð ég að minnsta kosti ekki ósáttur við samferða- menn mína. Nú lögðu bræðurnir tveir af stað, og þegar þeir höfðu ferðast í nokkra daga, komu þeir inn í stóran skóg, þar settust þeir niður, til þess að hvíla sig og ætluðu að fara að fá sér nestisbata úr malpokun- um sínum, því þeir voru bæði þreyttir og svangir. Og þegar þeir nú sátu þarna, kom gömul kerling upp úr þúfu nokkurri og bað um svolítinn mat. Hún var ósköp gömul og hrörleg, titraði öll og skalf, og tannlaus var hún líka. Hún gat varla skreiðst áfijam og sagðist ekki hafa smakkað matarbita í hundrað ár. En piltarnir hlógu bara að kerlingar- aumingjanum og sögðu, að fyrst hún hefði ekkert fengið að borða svona lengi, þá gæti hún líklega beðið með það að fá eitthvað í gogginn örlftið lengur, þeir hefðu lítið nesi og mættu ekkert missa af því. Þegar þeir höfðu borðað sig vel sadda og hvílt sig, lögðu þeir aftur af stað og eftir langa ferð komu þeir til konungs- hallar einnar og fengu þar vinnu báðir tveir. Nokkru eftir að þeir voru farnir að heiman, safnaði yngsti bróðirinn saman *A — • 00 B C • • D • E • • —• • P G 0 0 0 0 H • • 1 4 K • — • • L 0 N O P Q • — • R • • • S T • • — U 0*0 — V W — • • — X V ““ • m z A A Ö' T KRAKKAK hafa alllaf haft gaman af mors- morkjum loflskeylatækjanna. Þetta merkjamál hefur staðið nú allt frá árinu 1837 og stendur enn fyrir sínu. Teiknarinn hefur sett hér upp mors-merkjamálið við hlið stafrófsins. kafp/nu w r® A morgun verðurðu að fara til læknisins vcgna stirðleikans I hnakkanum. lakkið? Jæja, það stendur hér I blaðinu að sjö af hverjum 10 geri sér ekki grein fyrir þvl að þeir þurfi gleraugu. Tveir rihhaldar réðust á mann á förnum vegi. Hann tók hraustlega á móti þeim, og voru þcir báðir illa leiknir, þegar þeim tókst loks að slá manninn I rot. Árásarmennirnir leituðu nú I vösum mannsins og gerðu ráð fyrir að finna þar mikil vcrð- mæti. En það eina, sem þeir fundu, var krónupeningur. Sá, sem fann peninginn, horfði fullur aðdáunar á manninn þar sem hann lá. — Jón, sagði hann lágt við félaga sinn, hefði þessi maður haft þúsund kall á sér hefði hann drepið okkur. Nú kom fórnarlambið til sjálfs sfn aftur og opnaði augun. — Heyrðu, lagsi, sagði annar árásarmaðurinn, hvað kom þér til þess að berja svona á okkur? Ef ein einasta króna hefur svona mikla þýðingu fyrir þig, geturðu fengið hana aftur. — Það er ekki upphæðin, sem máli skiptir, sagði maður- inn, mér leiðist bara að láta aðra menn komast á snoðir um fjárhag minn. X Forstjórinn leit fram í kaffi- stofuna til þess að Ifta eftir, hvernig nýju stúlkunni, sem hann hafði ráðið, vegnaði. Þegar hann Ieit inn I eldhús- krókinn, sá hann lögregluþjón, sem hafði falið sig þar. — Hvernig stendur á því að þessi maður er hér? spurði hann höstuglega. — Hvernig ætti ég að vita það svaraði stúlkan kuldalega. Ætli stúlkan, sem var hér á undan mér, hafi ekki gleymt honum. X Maður, sem kom í heimsókn á geðveikrahæli, mætti sjúkl- ingi, sem ók hjólbörum á hvölfi. — Svona á ekki að aka hjól- börum, sagði gesturinn. Þær snúa öfugt hjá þér. — Það er skrftið, svaraði sjúklingurinn. Þcgar ég ók þeim á hinn veginn, settu þeir múrsteina I þær. Moröíkirkjugaröinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 45 nema um það bil eitt hundrað þúsund krónur, þegar hún tuttugu og átta ára gömul gat slitið sig úr þrældóninum og vol- æðinu við andlát föðurins. Allir nágrannar þeirra sem til þekktu höfðu mikla samúð með henni. Vinnuveitendur hennar í öster- sund háru henni mjög vel söguna. Lektorsfjölskyldan mundí vel eftir Arne Sandell og sagði að hún hefði blómstrað upp þann tfma sem þetta samband þeirra stóð. Þau héldu þó ekki að hún hefði tekið það mjög nærri sér, þegar hann för. Og annað og meira um Iljördísi Hólm hef ég nú ekki á reiðum höndum og svo virðist sem frekari upplýsinga- söfnun um hana bcri ekki árangur. — Hér sést hvergi nein vfs- bending um það, sagði ég — hvort hún hefur verið haldin stelsýki og hefði þar af leiðandi verið kjörin sem kirkjugripaþjóf- urinn? Christer brosti við. — Nei, því miður. Og við vitum reyndar að það var ekki hún sem batt sjal um andlitið á Lottu úti f kirkjugarðinum. Það vitið þið vel. Þið verðið að láta ykkur detta fleira I hug . . . Jóhannes, þú hefur ekkert haft þig í frammi. Lát oss heyra hvert álit þitt er? Faðir minn hristi hvítan koll- inn. — Þú veizt hvaða álit ég hef á svona viðra'ðum. Mér finnst hreint og beint viðbjóðslegt að sitja og ræða þetta eins og ekkert sé eðlilegra og skemmta sér við að volja hugsanlega morðingja, eiginlega meira eftir tilfinning- unni en beinum staðreyndum. En ég get þó ekkf ncitað þvf að ýmis- legt í þessu máli vekur ólýsanlega forvitni mína og ég get ekki lýst þvf heldur, hve eftirvænting mín er mikil að vita hvcrnig það á endanum leysist. Hann horfði hugsandi á Christer gegnum þvkk gleraugun og loks bar hann fram einaspurn- ingu og ég fann þó tregðuna í honum þegar hann mælti þessi orð: — Hver er skoðun þín á Teklu Motander? — Ja, sagði Christer og dró seiminn. — Venjulega er það Puck sem kemur með sálfræðina inn f málið. En hvað snertir Teklu Motander verð ég sannarlega að lýsa því yfir að ég tel að hún GÆTI FRAMIÐ MORÐ. Hún er kaldrifjuð og svffst einskis, þegar henni býður svo við að horfa og hún tekur það óstinnt upp ef maður rfs upp gegn vilja hennar. Það er alls ekki útilokað að hún hafi rutt eiginnianni sfnum úr vegi, og að Arne Sandell hafi fyrir tllviljun orðið vitni að sfðasta stigi glæps hennar og þar með hafi lífi hans stöðugt verið ógnað. Kannski hefur hún haft eitthvað tak á honum, sem ekki var raunhæft lengur, kannski hafði eitthvað annað komið til sem varð þess valdandi að hún ákvað á aðfangadagskvöld að þagga niður f honum . . . Hún býr áreiðanlega yfir þeim líkamlega þrötti sem til þarf til að lemja hann með öxinni og hvað fjarvistarsönnun hennar viðvfkur er hún harla lítils virði. Það kom upp úr dúrnum að Christer var vel hcima f bæjarslúðrinu um santband Barböru og Gerhards Motander, aftur á móti vissi hann ekki að mánuði fyrir dauða sinn hefði forstjórinn tilkynnt eiginkonu sinni að hann hefði f hvggju að fara fram á skílnað. Faðir minn var einnig á þeirri skoðun að margt og mikið benti öhjákva-milega til þess að hún gæti hafa komið þarna við sögu. A hinn bóginn gátum við ekki fm.vndað okkur hina siðavöndu og kirkjuræknu forstjórafrú I hlutverki kirkjugripaþjófsins. — En, sagði ég gætilega — hún gat sem hægast náð í trefilinn hennar Susann og hún og Susann eru raunar einu konurnar sem gætu hafa komið heim og saman við lýsíngu Lottu á kvenmannin- um f kirkjugarðinum. Faðir minn sem þekkti bróðurdóttur sína næsta vel, sagði að hann væri engan veginn viss um sannleiksgildi sögu hennar og Einar sagði: — EF það var annáðhvort Susann eða Tekla Motander held ég að ég hallist að þvf það hafi verið Susann. Hún er svo tryllt f karlmenn að henni er alveg trúandi til að fla-kja sér inn f hvaðeina ef hún gerir sér von um að ná sér f mann út á það. — Susann? sagði ég hissa. — Hún sem er svo feimin og hlédræg stúlka . . . — Jú, hfddu nú hæg, sagði Einar ákafur. — Karlmenn skynja þetta strax. Það liggur f loftinu. Ef hún þvrði fyrir ofrfki móður sinnar, myndi hún sofa hjá hverjum þeim karlmanni sem henni byðist. — Þó varla Connie Lundgren? sagði ég vantrúuð. Einar hló. — Ég býsl við þér finnist hinn rauðhærði Márten Ifklegri? Ég bendi á að hann hringdi til henn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.