Morgunblaðið - 02.12.1975, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
38
— Minning
Framhald af bls. 31
Og hver á nú aö blessa
blóm og dýr
og bera fuglum gjafir
út á hjarnið
og vera svo í máli
mild og skýr,
að minni í senn á spekinginn
og barnið,
og gefa þeim, sem götu
rétta flýr,
hið góða hnoða, spinna
töfragarnið?
Svo þekki hver, sem þiggur
hennar beina,
að þar er konan mikla,
hjartahreina.
Sannarlega gáfu þau okkur
börnunum sínum og mörgum öðr-
um börnum sem dvöldu hjá þeim
á sumrum, hið góða hnoða til að
fylgja að lífsbrautinni.
Þau höfðu ást á öllu sem lífs-
anda dró, náttúrunni í kringum
sig blómum og dýrum. Mér eru
minnisstæðar ferðir pabba til
kindann um sauðburðinn. Hann
var sérstaklega natin við lambféð.
Þá fékk ég oft að ganga með hon-
um eða sitja á hnakkkúlunni. Oft
fannst mér stórmerkilegt hvað
hann var fundvís á egg og fugla,
hann stoppaði oft hestinn við þúf-
una þar sem eggin voru. Svo
leyfði hann mér að fylgjast með
þangað til ungarnir komu úr eggj-
unum, og var sem hann vissi
hvaða dag það yrði.
Jónsmessan var uppáhaldsdag-
ur hjá föður minum, og man ég
þegar umræður voru um að
ákveða bændafrídag, að pabbi
kom með þá tillögu á fundi. að
Jónsmessudagur sKyldi verða val-
inn sem síðan varð. Og síðasta
sinn sem ég sá föður minn á lífi,
það var 22. júní. Þá var hann á
sjúkrahúsi og næstum mállaus, en
ef maður lagði eyrað alveg að
vörum hans gat hann aðeins hvísl-
að, þá segir hann við mig: „Hvaða
mánaðardagur er?“ Og ég segi
honum það. Þá leit hann á mig svo
talandi augum og hvíslaði: „Jóns-
messan er alveg að koma“. Ég sá
það á honum að hann vissi hvað sá
dagur myndi færa honum. Enda
fór það svo, þetta mikla náttúru-
barn fékk ósk sína uppfyllta,
hann andaðist á Jónsmessunótt.
Þá hafði sjúkrahúsvist hans stað-
ið í 5 daga, og alveg eins var um
móður mína, hún var svo sæl, að
þurfa ekki heldur að liggja nema
5 daga áður en hún var burtu
kvödd. Mooir nnii var sérstaKlega
lagin við að hjúkra og lækna fólk.
Aldrei fengum við systkinin ör í
andlit þó það væri óþekkt fyrir-
bæri að láta lækni sauma saman
sárin. Hún þurfti stundum að
leita á aðra bæi til að fá það sem
til þurfti, en það var egg. Hún
braut eggið tók skjallið innanúr
skurninu, og lagði það sem sneri
að egginu yfir sárið, sem hún
hafði áður hreinsað úr soðnu
vatni. Síðan hélt hún þessu á þar
til það var orðið þurrt si'ðan var
þetta ekki hreyft fyrr en það datt
sjálft, þá var allt gróið og ekkert
ör eftir. Og kælingu við brunaj
notaði hún alltaf löngu áður en
læknar fóru að ráðleggja það al-
mennt. Einu sinni var bóndi áj
næsta bæ orðin rúmliggjandi af {
ískis, þá lagði mamma mín það á
sig, þegar hún var búin að ljúka
sfnu dagsverki heima, að hún
gekk á hverju kvöldi f 9 vikur til
þessa manns og nuddaði hann, og
vafði síðan í skinn. Og á fætur
kom hún honum og ég sé ekki
betur en sá maður gangi beínn f
baki og óhaltur enn þann dag í
dag. Ógleymanlegar voru stund-
irnar með mömmu í garðinum
hennar. Stundum unnum við sam-
an fram á nætur, hún var
fyrst í sinni sveit til að byrja á
skrúðgarðarækt. Það þótti nú
skrftið uppátæki af fátækri
barnakonu (eins og sagt var).
En hún Ieit sig það engu skipta
hvað sagt var, og mörgum gaf
hún plöntur og fræ, og hjálp-
aði líka til við skipulagningu
á görðum, hjá kunningjum
og vinum. Svo þegar við börnin
hennar fórum að tfnast að heim-
an jók hún bara við blómsturpott-
ana í gluggunum sínum. Við syst-
kinin vorum 6: Árni Gunnar,
Guðný, Þórarinn, Guðrún, Ingi-
björg Guðrún sem lézt 1967, og sú
sem ritar þessi orð. Barnabörnin
eru 34 og barnabarnabörn eru 19.
Mig langar að lokum að þakka
Þórarni bróóur mínum og Sigríði
konu hans og börnum þeirra gott
sambýli og umönnun við foreldra
mína. Þó þau væru aldrei alveg
uppá aðra komin, þá hefðu þau
ekki getað verið án umhyggju
þeirra né umsjár, svo öldruð sem
þau voru orðin. Einnig þakka ég
öllum sem minntust þeirra og
fylgdu þeim síðasta spölinn. Ég er
þess fullviss að þau eru sæl sam-
an í eylífðinni, ásamt ættingjum
og vinum. „Því þar bíða vinir í
varpa, sem von er á gesti."
Stefanfa Ragnheiður.
Herrahúsið Aðalstræti4, Herrabúðin við Lækjartorg
Norðurlönd á leið
upp úr öldudalnum
SAMDRATTARINS f heiminum
varð verulega vart f SVlÞJÓÐ
árið 1975, þegar spá um 2,5%
hagvöxt var endurskoðuð og
lækkuð niður I núll. En þó að
ekki verði um hagvöxt að ræða á
þessu ári hefur tekizt að viðhalda
mikilli vinnu, þannig að atvinnu-
leysi hefur ekki verið meira en
1,7%. Þetta litla atvinnuleysi er
þó að einhverju leyti hægt að
skýra með þvf að við gerð sfðustu
kjarasamninga var réttur at-
vinnurekenda til að segja upp
fólki verulega takmarkaður. En
þessi lága tala ber þó einna helzt
vitni bjartsýni sænskra atvinnu-
rekenda um að uppgangur sé á
næsta leiti.
En þar sem líkur eru á að upp-
gangur verði ekki verulegur í
Vestur-Evrópu fyrr en um mitt
árið 1976, búast Svíar við versn-
andi atvinnuástandi á næsta ári,
nema ríkisstjórnin grípi til að-
gerða sem fyrst. Nú spá hagfræð-
ingar 1,5% hagvexti í Svíþjóð á
næsta ári. En þar sem kosningar
eru á næsta ári er fullvíst að
stjórn Olofs Palme reyni að auka
þenslu í athafnalífi. Verði svo má
búast við meiri hagvexti en jafn-
framt hækkandi verðlagi til neyt-
anda svo að spár um 8,5% verð-
bólgu, þurfa brátt endurskoðunar
við.
1 Danmörku leiddu ástand efna-
hagsmála f heiminum og sam-
dráttarstefna ríkisstjórnarinnar
til 2% minni þjóðartekna á árinu
’74. Ein afleiðing þess er, að at-
vinnuleysi hefur verið um 10%.
Til þensluaðgerða var svo gripið í
september þannig að búizt er við,
4% aukningu þjóðartekna á
næsta ári og að neyzluvöruverð
aukist um 8% miðað við líðandi
ár, en mesta vandamálið er þó
óleyst, að það er mikill halli á
greiðslujöfnuði, sem á þessu ári
mun nema 350 milljón dala en
getur farið upp fyrir 700 milljónir
dala á næsta ári.
Ástandið í Finnlandi er að
mörgu leyti lfkt og f Svíþjóð, þó að
verðbólga sé þar meiri og óhag-
stæðari greiðslujöfnuður. Ekki er
stæðari greiðslujöfnuður. Ekki
er búizt við neinum hagvexti á
þessu ári og hvað gerist í
þeim efnum næsta ár veltur á
því hve snemma jákvæðra
áhrifa frá öðrum löndum
tekur að gæta. Fyrsta fjórð-
ung 1975 var verðbólgan
22% á ársgrundvelli, en þegar
árið er tekið í heild verður verð-
bólgan um 15%. Næsta ár er ekki
fjarri lagi að áætla 10% verð-
bólgu. Atvinnuleysi hefur verið
um 2% en sú tala gæti hækkað
upp í 3% á næsta ári. Hallinn á
greiðslujöfnuðinum verður næst-
um 2,8 milljarðar dala á þessu ári,
en verði fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar samþykkt er því
spáð að hallinn minnki niður í 850
milljónir.
Norðmenn eru bjartsýnir og sjá
fram á uppgangstíma. Hagvöxtur
þessa árs verður 5% og væntan-
lega um 7% árið 1976. Megin
ástæðan fyrir þessu er aukinn út-
flutningur og lækkun á beinum
sköttum. Á þessu ári fer verðbólg-
an upp i 10% en mun lækka um
2% á næsta ári, samkvæmt spá
hagfræðinga. Atvinnuleysi
hefur komizt upp í 1,5% og gæti
aukizt lítillega. Líkur eru á 2,6%
milljarða halla á greiðslujöfnuði
1975, en hallinn fer væntanlega
minnkandi þegar skriður kemst á
olíuvinnsluna. Og árið 1975 mark-
ar þáttaskil að því leyti að nú
fyrst í sögu Noregs verða tekjur
af sölu olfu meiri en kostnaður
við innflutning á olíu, vélum og
þjónustu tengdri olíu.
(Hpímíld: Newsweek)
Efnahagsbatinn er
orðinn að veruleika
MINNKANDI viðskipti, minni
vöxtur í framleiðslu, mikil verð-
bólga, vaxandi atvinnuleysi og
jafnvægisleysi f viðskiptum milli
landa voru meðal helztu einkenna
á efnahagslffi veraldar árið 1975.
Þetta eru ekki fögur einkenni en
bati virðist ætla að nást á árinu
1976. Þá ættu all flestar þjóðir að
hafa náð sér á strik og verðbólgan
að hafa hjaðnað verulega.
Heimskreppan, sem réttara
væri þó að kalla efnahagslegan
samdrátt, hefur komið illa við
allar þjóðir og jafnvel þær mest
einangruðu. Austur-
Evrópuþjóðirnar hafa ekki farið
varhluta af samdrættinum en
fyrir mestu áfalli urðu vanþróað-
ar þjóðir, sem ekki bjuggu yfir
olíulindum.
I hinum þróaða heimi, sem
aðiidarrfki OECD eru venjulega
talin samnefnari fyrir, hafa
ýmis merki afturbata verið að
skjóta upp kollinum á þessu ári.
Bandarískur efnahagur tók
ákveðinn fjörkipp sl. vor og hefur
verið á uppleið síðan. Svo virtist
einnig sem verðbólgan yrði
minni, en kornkaup Sovétríkj-
anna, verðhækkun hjá OPEC,
samtökum olíuútflutningsríkja,
og orkustefna ríkisstjórnarinnar
hafa ýtt undir verðhækkanir síð-
ustu mánuði.
í öðrum hlutum heimsins hefur
verðbólgan verið á niðurleið og f
sumum tilvikum er hjöðnun
hennar ævintýri líkust. Barátta
Breta gegn verðhækkunum virð-
ist þó ganga hörmulega og mörg
smærri ríki standa í hörðu stríði
við hækkanir. En Japanir njóta
nú ekki lengur þess vafasama
heiðurs, sem þeir nutu árið 1974,
að sitja til borðs með þeim ríkj-
um, setn mesta höfðu verðbólg-
una. Nú eru þeir komnir yfir á
hinn endann.
Það ríki sem þó kemur mest á
óvart er Italía, þar sem ekki var
séð fram á annað en að ítalir
væru að verða gjaldþrota þjóð
fyrir ekki meira en 18 mánuðum.
Þar er verðbólga orðin minni en í
Bretlandi og sæmilegu lagi hefur
verið komið á greiðslujöfnuðinn.
En þétta kostaði fórnir fyrir þjóð-
ina.
Allir hafa þó ekki ástæðu til að
fagna. I nokkrum þróunarrfkjum
jókst verðbólgan á síðasta ári. I
Suður-Ameríku standa þrjú rfki
nærri heimsmeti. Árið 1974, en þá
voru síðustu tölur birtar, var
verðbólgan í Chile 376% og meira
en 100% í Argentínu. Nokkur
Afríkuríki ásamt Suður-Kóreu
hafa einnig mikla verðbólgu, þó
ekki eins mikla og ríkin f Suður-
Amerfku, en þar er meðaltal verð-
bólgu 30%. Því miður hefur lítið
verið aðhafzt gegn þeim atriðum í
efnahagslffi þessara ríkja, sem
eru helzt þess valdandi hvað verð-
bólgan er há, og því virðast litlar
lfkur á að úr verðhækkunum
dragi eins og annars staðar í
heiminum.
Hagfræðingar eru bjartsýnir
um að 1976 og sér í lagi 1977 verði
ár uppgangs. Framfarirnar verða
þó að líkindum hægar en framfar-
ir verða engu að síður. Banda-
rfkjunum hefur nú þegar tekizt
að snúa blaðinu við þannig að í
stað 3% samdráttar þjóðarfram-
leiðslu 1975 er gert ráð fyrir 6%
aukningu á næsta ári. Allar Iíkur
eru á því að Iönd Vestur-Evrópu
komi á eftir, ásamt Japan og
Kanada. Stjórnir þessara ríkja
reyna að örva efnahagslff land-
anna með ýmsum ráðum og verði
stefna þeirra árangursrík verða
efnahagsframfarirnar enn örari
en nú er spáð, og koma fyrr til
með að hafa jákvæð áhrif á efna-
hagslíf annarra þjóða.
(Heimild: Newsweek)