Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 39 Geir Hallgrímsson í viðtali við Aktuelt: ,Mannslífum ógnað í þorskastríðinu” Kaupmannahöfn 30. nóv. AP I VIÐTALI við danska blaðið Aktuelt, sem birtist s.l. sunnu- dag, lætur Geir Hallgrímsson forsætisráðherra þá skoðun sfna f ljós, að mannslffum sé ógnað í þroskastríðinu milli Breta og Islendinga. Hann kveðst lengi hafa verið and- vfgur þvf að nota orðið strfð í þessu sambandi, en „ég get ekki verið á móti þvf þegar Bretar hafa sent herskip sfn inn í fslenzka fiskveiðilögsögu til að vernda ólöglegar veiðar“, segir forsætisráðherra f við- talinu. „Vonandi verður þetta strfð frábrugðið öðrum að þvf leyti að enginn týni Iffi, en hættan er fyrir hendi. Þessu verðum við að gera okkur grein fyrir, sem við og gerum.“ Forsætisráðherra kveðst vera ákafur talsmaður þess, að einskis yrði látið ófreistað til að ná samningum með friðsam- legum hætti, en sagðist ekki mundu láta undan sfga átaka- laust, ef friðsamleg lausn reyndist með öllu útilokuð „Þegar til átaka er komið á annað borð þá spyrja menn ekki hvort þeim falli átökin eða ekki,“ hefur Aktuelt eftir Geir Hallgrímssyni. Ráðherrann tjáði blaða- manninum, að hann teldi Is- leninga ekki ófriðsamari en annað fólk, svo lengi sem þeir fengju að vinna sfn störf f friði. „En það er satt, að þegar okkur er gert þetta ómögulegt, þá gerumst við ófriðsamir. Ég veit ekki hvort þetta stafar af hinum norska uppruna okkar eða hvort við höfum fengið þetta að erfðum frá trum,“ sagði Geir Hallgrfmsson. Nýja finnska stjómin á góðan þingmeirihluta Fjölgað 1 starfsliði Evensens NORSKA stjórnin hefur sam- þykkt tillögu frá Jens Evensen hafréttarráðherra um að fjölgað verði f starfsliði hans þar sem framundan eru mikilvægar samningaviðræður vegna fyrir- hugaðrar útfærslu norsku fisk- veiðilögsögunnar. Tillögurnar koma hins vegar ekki til framkvæmda fyrr en Odvar Nordli tekur við starfi for- sætisráðherra í janúar. Tveir starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins sem hafa aðstoðað Evensen Helge Vindenes og Per Tresselt, verða fastir samstarfs- menn hans með sendiherratign. Ritari Evensens, Arne Treholt verður skipaður ráðuneytisstjóri. Norðmenn gera ráð fyrir að þeir þurfi að standa í viðræðum um hafréttarmál í mörgum höfuð- borgum samtímis eftir áramót og jafnframt aukast störf Evensens á vettvangi SÞ í sambandi við haf- réttarráðstefnuna. Evensen hefur þegar farið til viðræðna við ráðamenn í London, Bonn Briissel, Paris, Austur-Berlin og Varsjá og rætt við sovézka sjávar- útvegsráðherrann Ishkov í Ösló. Hann hefur einnig rætt við dönsk yfirvöld og framundan eru viðræður við Svfa. ERLENT Helsinki 1. desember — NTB. FYRSTA og brýnasta verkefni hinnar nýju samstevpustjórnar f Finnlandi, sem skýrt var frá f gær, verður að gera vfðtæka áætl- un um hvernig megi blása lffi f atvinnulffið í landinu og draga úr atvinnuleysinu. Flokkarnir fimm, sem aðild eiga að stjórn- inni, hafa ekki komið sér saman um annað en þetta atriði, en mál- efnasamningur á að verða tilbú- inn eftir áramótin. Martti Miettunern úr Miðflokkunum er forsætisráðherra en Kalevi Sorsa. fyrrum forsætisráðherra Jafnað- armannaflokksins, er utanrfkis- ráðherra. I stjórninni verða átján ráðherrar, — 9 frá jafnaðarmönn- um og alþýðudemókrötum sem eru undir forystu kommúnista og 7 frá borgaraflokkunum, Mið- flokknum, Frjálslvnda þjóðar- flokknum og Sænska þjóðar- flokknum, en loks eru tveir emb- ættismenn ráðherrar f stjórninni. Stjórnin hefur stuðning meir en V* þingmanna á finnska þinginu. Forsætisráðherrann, Martti Miettunen, er 68 ára að aldri. Sama dag og tilkynnt var um að hann yrði forsætisráðherra, þ.e. á sunnudag, var hann einnig valinn formaður vináttufélags Finn- lands og Sovétrfkjanna. Hann er fyrrverandi fylkismaður f Lapp- landi en á sér fjölþættan stjórn- málaferil. A sjötta áratugnum var hann forsætisráðherra minni- hlutastjórnar. Hann hafði ekki tekið þátt f stjórnmálastarfi í mörg ár er Kekkonen forseti fól honum öllum á óvænt að stjórna tilraunum til stjórnarmyndunar. Tólf af ráðherrunum eru þing- menn. Alþýðudemókratar eiga fjóra ráðherra, — atvinnumála- ráðherra, Húsnæðismálaráðherra, samgöngumálaráðherra og menntamálaráðherra. Paul Paavela frá jafnaðarmönnum er fjármálaráðherra ogErro Rantale frá sama flokki er iðnaðarráð- herra. Nýi varnarmálaráðherrann er Ingvar S. Melin frá sænska þjóðarflokknum. Heimo Linna frá Miðflokknum er landbúnaðarráð- herra og Irma Toivanen frá Frjálslynda þjóðarflokknum er félagsmálaráðherra. Bretar halda til streitu úreltum lagabókstaf - segir Observer BREZKA blaðið Observer, sem kemur út á sunnudögum, gerir fiskveiðideilu Breta og ts- lendinga ftarleg skil nú um helgina. 1 forystugrein er fjall- að um málið, auk þess sem birt er viðtal, sem fréttamaður blaðsins, Laurence Mark, átti við Geir Hallgrfmsson forsætis- ráðherra hér f Reykjavfk. 1 forystugreininni segir, að framkoma íslendinga f málinu ráðist af ósanngirni, en um leið kemur fram sú skoðun blaðsins, að afstaða Breta til málsins sé ekki byggð á traustum forsend- um. „Brezka stjórnin getur sýnt fram á lagalegt réttmæti þeirr- ar ákvörðunar að senda flotann á Islandsmið til að vernda brezka togara fyrir áreitni," segir blaðið, ,,en stjórnmála- iega séð getur þessi ákvörðun reynzt miður sannfærandi." I þessu sambandi bendir blaðið á vaxandi stuðning við vfðtæka fiskveiðilögsögu í heiminum, viðurkenningu brezku stjórnar innar og togaraeigenda á þess- arí staðreynd, svo og því, að um einhliða útfærslu verði að ræða, ef Hafréttarráðstefna SÞ komist ekki að slíkri niður- stöðu. „Það, að Bretar halda til streitu úreltum lagabókstaf, sem á ekki fylgi að fagna meðal þorra þjóða heims og breytt verður innan tíðar, verður því Framhald á bls. 26 „Hörmuleg afstaða” segja Bretar London 1. desember — AP. TALSMAÐUR brezka utanrfkis- ráðuneytisins fordæmdi harðlega s.I. laugardag ummæli Einars Ag- ústssonar, utanrfkisráðherra, um að fslendingar hefðu engan áhuga á að ræða við Breta að nýju eins og sakir stæðu. „Þessar yfir- lýsingar eru f algjörri andstöðu við afstöðu okkar. Við höfum gert allt sem við getum til að komast að sanngjörnu samkomulagi og við erum enn tilbúnir til við- ræðna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.