Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 40
„Jólasveinar einn og átta ofan koma af fjöllun-
um..Þessi er kominn í bæinn og hlær úr
verzlunarglugga við ungum og gömlum börnum,
sem hlákka til jólanna. - u«sm.:01. k. m.
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
ALLA
DAGA
Erlend lán vegna skuttogarakaupa:
Ríkisábyrgð felld niður
13 skuttogarar í smíðum og pöntun
RlKISSTJORNIN ákvað á fundi
sfnum hinn 25. nóvember s.l. að
fyrst um sinn yrðu ekki veittar
rfkisábyrgðir á lán til fiskiskipa
sem byggð eru erlendis. Rfkis-
ábyrgðin hefur verið 13,3% af
verði skipanna. Ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar nær ekki til fiski-
skipa sem byggð eru innanlands
né skipa sem búið var að fá leyfi
fyrir að byggð yrðu erlendis.
Morgunblaðið átti í gærkvöldi
samtal við Einar B. Ingvarsson
aðstoðarmann sjávarútvegsráð-
herra um ákvörðun rfkisstjórnar-
innar. Sagði Einar að forsendur
hennar væru þær að núverandi
Wishnevski
vill miðla málum
VESTUR-Þjóðverjar hafa nú boð-
izt til þess að miðla málum milli
Islendinga og Breta f deilu þjóð-
anna vegna fiskveiðiréttinda
Breta f íslenzkri fiskveiðilögsögu.
I fréttaskeyti frá AP-
fréttastofunni, sem Mbl. barst f
gær, segir að Hans-Jiirgen
Wishnevski, aðstoðarutanrfkis-
ráðherra Þjóðverja, sem var aðal-
samningamaður þeirra f
samningaumleitunum við Islend-
inga, hafi haft samband við Roy
Hattersley, aðstoðarutanrfkisráð-
herra Breta, og boðið fram aðstoð
sfna, Hattersley mun hafa — sam-
kvæmt skeytunum — tekið boð-
inu vel. Hins vegar sagði Einar
Ágústsson, utanrfkisráðherra, í
gær, að hann hefði ekkert um
þetta heyrt. I ÁP-skevtinu er
jafnframt lýst áhvggjum Þjóð-
verja vegna þess að í samkomu-
laginu við þá er ákvæði um að það
falli úr gildi, ef ekki hafi samizt
við Breta innan 5 mánaða og
bókun 6 þar með ekki tekið gildi.
floti okkar gæti veitt það magn
sem okkur væri ætlað að veiða
samkvæmt mati Hafrannsókna-
stofnunarinnar og einnig kæmi
inn f myndina sú þröng sem nú er
almennt hjá f járfestingarlána-
sjóðum f landinu. Frá árinu 1970
hafa verið skráðir 57 nýir skuttog-
arar hjá Siglingamálastofnuninni
og 13 skuttogarar til viðbótar eru
f smfðum fyrir tslendinga eða
hafa þegar verið pantaðir.
Morgunblaðið fékk þær upplýs-
ingar i gær hjá Gísla Auðunssyni
starfsmanni Siglingamálastofn-
unarinnar að frá árinu 1970 hefðu
157 skuttogarar verið skráðir hjá
stofnuninni. Þar af eru 39 togarar
af stærðinni 500 lestir og minni
en 18 togarar eru af stærri gerð-
inni svokölluðu eða yfir 500 lestir,
þar af eru þeir stærstu um 1000
lestir. Stóru togararnir eru lang-
flestir gerðir út frá höfnum við
Faxaflóa og svo frá Akureyri en
Framhald á bls. 26
Tíkin bjargaði
lífi landsfrægs
trillukarls
Patreksfirði 1. des.
HINN frægi trillukarl Andrés
Karlsson á Patreksfirði var
hætt kominn s.l. laugardags-
kvöld þegar hann datt f
brekku við Urðargötu á
Patreksfirði og rotaðist. Lá
hannþur á annan klukkutfma f
öngviti og var orðinn mjög
kaldur þegar tfkin tra, sem er
f eigu Jóns Gunnars Þorkels-
sonar Urðargöiu 20, fann
Andrés. Var hann strax fluttur
á sjúkrahúsið þar sem hann
hefur legið sfðan en er nú á
batavegi.
Ég hitti Andrés sem
snöggvast á sjúkrahúsinu í
kvöld, og taldi hann tvímæla-
laust að hundurinn hefði bjarg
að lífi sínu. Eigandi hundsins,
Jón Gunnar Þorkelsson, var
staddur heima hjá sér þetta
kvöld og byrjaði hundurinn þá
að Iáta öllum illum látum.
Sefaðist tfkin ekki fyrr en Jón
fór með hana á göngu Gengu
þau í áttina að höfninni og í
brekku við götuna fann hund-
Framhald á bls. 26
22
DAGAR
TIL JÓLA
Brotsjór reið yfir HMS Falmouth F-113:
Fimm brezkir sjóliðar slösuð-
ust og voru fluttir til Færeyja
BROTSJÓR reið yfir
freigátuna Falmouth F 113
á svæðinu við Hvalbak,
sennilega á sunnudag, er
freigátan ætlaði að fara að
taka olfu úr olfubirgða-
„Héldum affir að þetta væri okkar síðasta”
segir einn sjóliðanna á Falmouth
skipi brezka flotans,
Tidepool, sem hér fylgir
Brezka freigátan Falmouth F—113.
Fimm manns sluppu
naumlega úr bruna
Tálknafirði 1. des.
ELDUR kom upp á bænum
Norðurhotni f Tálknafirði um
fimmleytið f morgun, en það er
innsti bærinn f firðinum. Varð
eldurinn mjög magnaður og
slapp heimilisfólk, hjón og
þrjú börn þeirra, mjög naum-
lega með þvf að stökkva út af
efri hæð hússins f náttklæðun-
um. Fólkið var flutt á sjúkra-
húsið á Patreksfirði og liggur
þar enn, nema elzti sonur hjón-
anna. Húsið brann til kaldra
kola og engu varð bjargað úr
þvf af húsmunum fjölskyld-
unnar.
Ég hafði síðdegis samband
við lækninn á Patreksfirði,
Tómas Zoéga, og sagði hann að
fólkið hefði sloppið sérstaklega
vel miðað við aðstæður. Hjónin,
Gunnbjörn Ólafsson og Guðný
Gestsdóttir, voru brennd á and-
liti og höndum og voru til vonar
og vara höfð í einangrun f dag.
Elzti sonurinn, Gestur, 12 ára,
fékk að fara af spítalanum
fljótlega, er Ólafur, 9 ára og
María 7 ára, skárust á fótum og
eru áfram á sjúkrahúsinu.
Ekki er stundaður búskapur í
Norðurbotni en þau Gunnbjörn
og Guðný hafa búið þar -en
stundað vinnu í kauptúninu.
Þar eru þau að reisa sér hús og
er það vissulega mjög slæmt
fyrir þau að missa nú allt sitt í
eldinum. Norðurbotn er gamalt
tvílyft timburhús með kjallara
undir. Þegar eldurinn kom upp
var Gunnbjörn staddur á neðri
hæðinni en hin sofandi uppi.
Eldurinn magnaðist svo fljótt
að þótt Gunnbjörn ryki strax
upp á loft um leið og hann varð
eldsins var hrundi stiginn und-
an honum. Gunnbjörn komst
samt upp, vakti konu og börn
og var ekki annað að gera fyrir
þau en stökkva út þótt fallið
væri allhátt. Örskömmu sfðar
gaus eldurinn upp úr húsinu.
Fólkið var fljótlega flutt á
sjúkrahúsið og slökkviliðið kom
nokkuð fljótt á staðinn en eld-
urinn var svo magnaður að allt
brann til kaldra kola.
Húsið var vátryggt en innbú
mun hafa verið lágt vátryggt.
— Ragnheiður.
freigátunum. Fimm af
áhöfn freigátunnar
slösuðust og hélt hún
þegar á haf út, til Færeyja,
þar sem hinir slösuðu voru
settir í sjúkrahús. Þeir
voru sagðir úr allri hættu í
gærkveldi.
Morgunblaðið hafði spurnir af
þvf að eitthvert óhapp hefði hent
Falmouth í gær. Fyrstu fregnir
hermdu að freigátan hefði lent í
árekstri við olíubirgðaskipið, er
hún ætlaði að taka eldsneyti og
hefði hún haldið til Færeyja.
Samkvæmt fréttum frá Mike
Smartt, fréttaritara Mbl. í Hull, f
gærkveldi, reið brotsjórinn yfir
freigátuna er hún var i annað
sinn að gera tilraun til þess að
taka eldsneytið. Varð hún frá að
hverfa. I eftirlitsflugi i gær sást
Falmouth hvergi þrátt fyrir vand-
lega leit Landhelgisgæzlunnar og
studdi það þær grunsemdir að
eitthvað hefði komið fyrir freigát-
una.
Samkvæmt fréttum frá Mike
Smartt mun einn sjóliði
freigátunnar nærri hafa farið út-
byrðis við óhappið, en skipsfélagi
hans náði taki á honum á síðustu
stundu og bjargaði lífi hans. Var
það 17 ára gamall piltur Steve
Cook. Han skýrði fréttamanni frá
reynslu sinni: „Ég lyftist frá
dekkinu og það var eins og ég
flygi í vatni. Fætur minir voru
komnir yfir borðstokkinn og áður
en þeim tókst að ná á mér tökum
hélt égaðégværidauður." Bjarg
vættur Cooks, John Mortimer 30
ára. Hann sagði: „Við héldum
allir að þetta væri okkar síðasta.
Vatnið var svo mikið, að mér datt
helzt í hug að ég væri kominn
útbyrðis. Þá sá ég skyndilega Ijós
ög gerði mér grein fyrir að ég var
enn um borð í Falmouth." Cook
og Mortimer meiddust báðir á
fæti. Aðrir sem slösuðust voru
Edward Catlin, 19 ára, meiddist á
ökla og mjöðm, Nicholas Borritt,
Framhald á bls. 26
Einstaklingur keypti
heila Kjarvalssýningu
SÖLUSVNING á listaverkum eft-
ir Jóhannes heitinn Kjarval var
haldin f Brautarholti 6 nú fyrir
helgina. AUar myndirnar á
sýningunni seldust og var
kaupandinn einn og sami
maðurinn, sem ekki er nafn-
greindur. Morgunblaðið spurði í
gær Svein Kjarval, son lista-
mannsins, um söluverðið en hann
vildi ekki gefa það upp. Sagði
Sveinn, að listaverkin hefðu verið
metin á sýningarskrá á 7
milljónir króna en kaupandinn
hefði fengið magnafslátt, þar sem
hann keypti alla sýninguna.
Sýningin stóð aðeins í 3 daga.
Myndirnar voru teikningar í rauð-'
krít, vatnslitamyndir, blýants-
teikningar, pennateikningar og
olíumálverk. Sveinn Kjarval
sagði að hann hefðí boðið hinu
opinbera málverkin til sölu fyrir
5 vikum, en svar hefði ekki borizt
fyrr en rétt áður en sýningin
Framhald á bls. 26