Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedjanuar 1976næste måned
    mationtofr
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 08.01.1976, Side 28

Morgunblaðið - 08.01.1976, Side 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2M*rðttnbI«bib AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 „Allir haldi sér fast” — kalIaS skipherrann á Þór í þann mund er hryndrekinn skall á varðskipinu Frá Magnúsi Finnssyni, blaðamanni Morg- unblaðsins, um borð í varðskipinu Þór. 0 „Hringið viðvörunarbjöllunni og allir haldi sér fast,“ kallaði Helgi Hallvarðsson, skipherra á varðskipinu Þór, er hann stóð i brú varðskipsins og sá að allar tilraunir hans til þess að forðast árekstur voru árangurslausar. Örfáum andartökum sfðar skullu skipin saman með gffur- legu braki og brestum og blaða- maður Morgunblaðsins, sem stóð á brúarvæng bakborðsmegin, hentist til. Allmikill hliðarhalli kom á varðskipið við áreksturinn, en það rétti sig strax við eftir að það var laust við Andrómedu F- 57. % Um leið og áreksturinn hafði átt sér stað virtist sem reyk legði frá Hvalbak Þórs og var þvf þegar hringt til brunaútkalls. Við nán- ari athugun kom f Ijós, að gat hafði komið að kyndikerfi varð- skipsins og var þvf um að ræða gufu en ekki reyk. Tappa varð af kerfinu öllu vatni. Um fjögur leytið hafði bilunin á kyndikerf- inu verið lagfærð og vélstjórar töppuðu lofti af ofnum skipsins. 0 Við áreksturinn, sem varð mjög harður meiddist enginn sem heitið getur, einn skipverj- anna fékk kúlu á höfuðið og sá er stóð við stýrið féll f gólfið, en meiddist ekki. Aðdragandi þessa áreksturs hófst snemma í morgun. Varð- skipið, sem legið hafði í vari fyrir Framhald á bls. 27 ITN náði ekki sjálfum árekstrinum Sjónvarpsmennirnir frá ITN- sjónvarpsstöðinni brezku, sem voru um borð f varðskipinu Þór í gær, urðu fyrir þvf óhappi, að rétt f þann mund, sem skipin skullu saman, slettist sjór á kvikmynda- tökuvélina, þannig að hún stöðvaðist f smá tfma. Telja þeir hæpið að nokkuð af árekstrinum sjálfum hafi náðst. Myndatökumennirnir munu hafa staðið á þyrluþilfarinu við vinnu sína og ástæðan fyrir þvf að sjórinn slettist á vélin var sú að alda skall á hlið Þórs. Engu að síður, tóku þeir mikið af myndum sem sýna glögglega, hvernig frei- gátan Andromeda braut allar sigl- ingareglur og ögraði varðskipinu í sífellu. Þessar myndir og myndir Framhald á bls. 27 Ríkisstjórnin ræðir ásigl- inguna í dag GEIR Hallgrfmsson forsætis- ráðherra tjáði Morgunblaðinu f gærkvöldi, að rfkisstjórnin myndi koma saman til fundar árdegis f dag og ræða þar ásigl- ingu brezku freigátunnar Andromedu á Varðskipið Þór og ásiglingartilraunir freigát- unnar Naida á varðskipið Tý. Þá tjáði Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri Mbl. f gær- kvöldi, að atburðunum yrði formlega mótmælt við brezka sendiherrann f dag. Ljósm. Friðgeir Olgeirsson. SKEMMDIRNAR — Varðskipsmenn skutu út bát til að kanna skemmdirnar á Þór þegar áreksturinn var afstað- inn, og var þá þessi mynd tekin. Sýnir hún greinilega þær sVemmdir sem freigátan olli á stjórnborðsbóg varð- skipsins. Bretarnir staðráðnir í að gera varðskipin ósjóhæf — segir Helgi Hallvarðsson skipherra eftir ásiglingu Andromedu Frá Magnúsi Finnssyni um borð í Þór. MORGUNBLAÐIÐ ræddi f gær við Helga Hallvarðsson skip- herra um borð f skipi hans, er það var á leið til Seyðisfjarðar, þar sem bráðabirgðaviðgerð fer nú fram á skipinu svo það geti sem fyrst haldið á miðin. Varð- skipið Týr fylgdi Þór til Seyðis- fjarðar, en heldur á miðin eftir um það bil tveggja klukku- stunda viðdvöl á Sevðisfirði. — Það var kl. 11.30 sem frei- gátan kom að okkur og hóf að- gerðir, sagðí Helgi Hallvarðs- son, skipherra á Þór. — Ilún byrjaði með því að sigla með mikilli ferð inn á stjórnborð okkar og neyddi okkur til að beygja á bakborða, síðan reyndi hún aðför að okkur ýmist á bakborða eða stjórnborða. Varðskipið svaraði með því að fara a.m.k. tvisvar í heilan hring til þess að komast aftur fyrir freigátuna og það gerðum við til þess að komast frá okkar upphaflegu stefnu. — Svo var það að við sáum togara og héldum í átt til hans. Við gátum nokkurn veginn haldið þeirri stefnu þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir frei- gátunnar til þess að koma okkur af þeirri stefnu. Þegar við nálguðumst togarann kom í ljós, að hann var ekki að veið- um og þegar við sigldum fram hjá honum, var hann kominn á siglingu. En þrátt fyrir þetta tróð herskipið sér á milli togar- ans og varðskipsins og sigldi með mikilli ferð inn á varðskip- ið á bakborða. Varð þá varð- skipið að beygja hart í stjórn- borða og var fyrirhugað að fara heilan hring til þess að komast enn einu sinni aftur fyrir her- skipið og fyrirhugaða stefnu, sem var að brezkum togurum NA af Langanesi. En áður en varðskipið var komið á sína áætluðu stefnu kom herskipið inn á stjórnborðsbóg varðskips- ins undir kröppu horni. Var þá varðskipið rétt af en herskipið kom æðandi fyrir framan varð- skipið og var þá sett á hæga ferð og stýrið sett hart i bak- borða. Þannig hefði herskipinu tekist, hefði það haldið Framhald á bls. 27 Ljósm. Friðgeir Olgeirsson Helgi Hallvarðsson skipherra á brúarvæng Þórs f gær. Varðskipið Týr f baksýn, en það kom á staðinn stuttu eftir áreksturinn.

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55869
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 5. tölublað (08.01.1976)
https://timarit.is/issue/116366

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

5. tölublað (08.01.1976)

Handlinger: