Morgunblaðið - 08.01.1976, Qupperneq 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2M*rðttnbI«bib
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976
„Allir haldi sér fast”
— kalIaS skipherrann á Þór í þann mund er hryndrekinn skall á varðskipinu
Frá Magnúsi Finnssyni, blaðamanni Morg-
unblaðsins, um borð í varðskipinu Þór.
0 „Hringið viðvörunarbjöllunni
og allir haldi sér fast,“ kallaði
Helgi Hallvarðsson, skipherra á
varðskipinu Þór, er hann stóð i
brú varðskipsins og sá að allar
tilraunir hans til þess að forðast
árekstur voru árangurslausar.
Örfáum andartökum sfðar
skullu skipin saman með gffur-
legu braki og brestum og blaða-
maður Morgunblaðsins, sem stóð
á brúarvæng bakborðsmegin,
hentist til. Allmikill hliðarhalli
kom á varðskipið við áreksturinn,
en það rétti sig strax við eftir að
það var laust við Andrómedu F-
57.
% Um leið og áreksturinn hafði
átt sér stað virtist sem reyk legði
frá Hvalbak Þórs og var þvf þegar
hringt til brunaútkalls. Við nán-
ari athugun kom f Ijós, að gat
hafði komið að kyndikerfi varð-
skipsins og var þvf um að ræða
gufu en ekki reyk. Tappa varð af
kerfinu öllu vatni. Um fjögur
leytið hafði bilunin á kyndikerf-
inu verið lagfærð og vélstjórar
töppuðu lofti af ofnum skipsins.
0 Við áreksturinn, sem varð
mjög harður meiddist enginn
sem heitið getur, einn skipverj-
anna fékk kúlu á höfuðið og sá er
stóð við stýrið féll f gólfið, en
meiddist ekki.
Aðdragandi þessa áreksturs
hófst snemma í morgun. Varð-
skipið, sem legið hafði í vari fyrir
Framhald á bls. 27
ITN náði
ekki sjálfum
árekstrinum
Sjónvarpsmennirnir frá ITN-
sjónvarpsstöðinni brezku, sem
voru um borð f varðskipinu Þór í
gær, urðu fyrir þvf óhappi, að rétt
f þann mund, sem skipin skullu
saman, slettist sjór á kvikmynda-
tökuvélina, þannig að hún
stöðvaðist f smá tfma. Telja þeir
hæpið að nokkuð af árekstrinum
sjálfum hafi náðst.
Myndatökumennirnir munu
hafa staðið á þyrluþilfarinu við
vinnu sína og ástæðan fyrir þvf að
sjórinn slettist á vélin var sú að
alda skall á hlið Þórs. Engu að
síður, tóku þeir mikið af myndum
sem sýna glögglega, hvernig frei-
gátan Andromeda braut allar sigl-
ingareglur og ögraði varðskipinu
í sífellu. Þessar myndir og myndir
Framhald á bls. 27
Ríkisstjórnin
ræðir ásigl-
inguna í dag
GEIR Hallgrfmsson forsætis-
ráðherra tjáði Morgunblaðinu
f gærkvöldi, að rfkisstjórnin
myndi koma saman til fundar
árdegis f dag og ræða þar ásigl-
ingu brezku freigátunnar
Andromedu á Varðskipið Þór
og ásiglingartilraunir freigát-
unnar Naida á varðskipið Tý.
Þá tjáði Pétur Thorsteinsson
ráðuneytisstjóri Mbl. f gær-
kvöldi, að atburðunum yrði
formlega mótmælt við brezka
sendiherrann f dag.
Ljósm. Friðgeir Olgeirsson.
SKEMMDIRNAR — Varðskipsmenn skutu út bát til að kanna skemmdirnar á Þór þegar áreksturinn var afstað-
inn, og var þá þessi mynd tekin. Sýnir hún greinilega þær sVemmdir sem freigátan olli á stjórnborðsbóg varð-
skipsins.
Bretarnir staðráðnir í að
gera varðskipin ósjóhæf
— segir Helgi Hallvarðsson skipherra eftir ásiglingu Andromedu
Frá Magnúsi Finnssyni um borð í Þór.
MORGUNBLAÐIÐ ræddi f gær
við Helga Hallvarðsson skip-
herra um borð f skipi hans, er
það var á leið til Seyðisfjarðar,
þar sem bráðabirgðaviðgerð fer
nú fram á skipinu svo það geti
sem fyrst haldið á miðin. Varð-
skipið Týr fylgdi Þór til Seyðis-
fjarðar, en heldur á miðin eftir
um það bil tveggja klukku-
stunda viðdvöl á Sevðisfirði.
— Það var kl. 11.30 sem frei-
gátan kom að okkur og hóf að-
gerðir, sagðí Helgi Hallvarðs-
son, skipherra á Þór. — Ilún
byrjaði með því að sigla með
mikilli ferð inn á stjórnborð
okkar og neyddi okkur til að
beygja á bakborða, síðan reyndi
hún aðför að okkur ýmist á
bakborða eða stjórnborða.
Varðskipið svaraði með því að
fara a.m.k. tvisvar í heilan
hring til þess að komast aftur
fyrir freigátuna og það gerðum
við til þess að komast frá okkar
upphaflegu stefnu.
— Svo var það að við sáum
togara og héldum í átt til hans.
Við gátum nokkurn veginn
haldið þeirri stefnu þrátt fyrir
marg ítrekaðar tilraunir frei-
gátunnar til þess að koma
okkur af þeirri stefnu. Þegar
við nálguðumst togarann kom í
ljós, að hann var ekki að veið-
um og þegar við sigldum fram
hjá honum, var hann kominn á
siglingu. En þrátt fyrir þetta
tróð herskipið sér á milli togar-
ans og varðskipsins og sigldi
með mikilli ferð inn á varðskip-
ið á bakborða. Varð þá varð-
skipið að beygja hart í stjórn-
borða og var fyrirhugað að fara
heilan hring til þess að komast
enn einu sinni aftur fyrir her-
skipið og fyrirhugaða stefnu,
sem var að brezkum togurum
NA af Langanesi. En áður en
varðskipið var komið á sína
áætluðu stefnu kom herskipið
inn á stjórnborðsbóg varðskips-
ins undir kröppu horni. Var þá
varðskipið rétt af en herskipið
kom æðandi fyrir framan varð-
skipið og var þá sett á hæga
ferð og stýrið sett hart i bak-
borða. Þannig hefði herskipinu
tekist, hefði það haldið
Framhald á bls. 27
Ljósm. Friðgeir Olgeirsson
Helgi Hallvarðsson skipherra á brúarvæng Þórs f gær. Varðskipið
Týr f baksýn, en það kom á staðinn stuttu eftir áreksturinn.