Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 13 Stjórnarfrumvarp: Vátryggingargjöld fiskiskipa Svo sem Morgunblaðið hefur ítarlega greint frá áður vóru nýverið samþykkt tvenn lög um sjóðakerfi sjávarút- vegs, byggð á tillögum sjóðanefndar sjávarútvegs og kröfum sjómanna, er fella niður með öllu olíusjóð fiski- skipa, skerða vátryggingarsjóð um helming og stofnfjár- sjóð um fjórðung. Þessar breytingar, sem háðar eru samkomulagi hagsmunaaðila í sjávarútvegi, færa tæpa fjóra milljarða króna frá fjárráðstöfun sjóðakerfis til fiskverðshækkunar o‘g vóru liður í aðgerðum stjórnvalda til að auðvalda kjarasamninga í sjávarútvegi. I framhaldi af þessum lögum hefur nú verið lagt fram frumvarp, er skyldar viðskiptabanka útgerðar til halda eftir fjárhæð, er nemi 5% af brúttósöluverðmæti afla, landaðs hérlendis, og 4% af afla, landaðs erlendis, er renni til iðgjalda af vátryg_gingu fiskiskipa. Frumvarp þetta er í samræmi við hugmyndir sjóðanefndar. Frum- varpsgreinar og athugasemdir fara hér á eftir: • 1-gr. Viðskiptabanka útgerðarmanns skal skylt að halda eftir fjárhæð, sem nemi 5% af heildarsöluverð- mæti (brúttósöluverðmæti) afla, sem landað er hérlendis, en 4% af heildarsöluverðmæti (brúttósölu- verðmæti) afla, sem landað er er- lendis. Skal fjárhæð þessi renna til greiðslu iðgjalda af vátrygging- um fiskiskipa. • 2. gr. Viðskiptabankarnir skulu skila andvirði þessu á reikning Lands- sambands ísl. útvegsmanna hjá viðkomandi banka, þegar greiðsla til bankans hefur farið fram. Landssamband ísl. útvegs- manna skal mánaðarlega skila andvirði þessu til viðkomandi vá- tryggingarfélaga, að þeim hluta, sem þarf til greiðslu vátrygg- ingariðgjalds hvers skips, enda liggi fyrir samkomulag milli Landssambands isl. útvegsmanna og vátryggingarfélaganna um vá- tryggingar fiskikipa sbr. þó ákvæði laga um Bátaábyrgðar- félög nr. 41/1967, með síðari breytingum, og laga nr. 47/1967 um Samábyrgð Islands á fiski- skipum, með síðari breytingum. • 3.gr. Við árslok skal endurgreiða skipseiganda innistæðu skipsins, er kann að verða umfram greiðslu vátryggingariðgjalda. Þó er heimilt að endurgreiða skipseig- anda innistæðu skipsins fyrr, séu vátryggingariðgjöld skipsins að fullu greidd. • 4. gr. Vextir af innistæðum á banka- reikningum Landssambands ísl. Nýr þingmaður FYRSTI varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins i Reykjaneskjör- dæmi, Karl G. Sigurbergsson, skipstjóri, hefur tekið sæti á Al- þingi i fjarveru Gils Guðmunds- sonar, sem er f opinberum erindum erlendis. útvegsmanna skulu renna til greiðslu kostnaðar við innheimtu og skil iðgjaldagreiðslna skv. lög- um þessum, að svo miklu leyti, sem þeir hrökkva til. # 5. gr. Sjávarútvegsráðuneytið getur sett nánari reglur um fram- kvæmd laga þessara. — Ræða Jóhanns Framhald af bls. 23 21 um raforkusölu eftirfarandi: „Orkuverð fer hækkandi á samn- ingstimanum. Fyrstu tvö árin verður það 9,5 bandarísk mill á hverja kílówattstund forgangs- orku, 0,5 mill fyrir afgangsorkuna og 5 mill af meðaltali.“ Siðar kem- ur það fram i þessum kafla um raforkusölu, að forgangsorkan og afgangsorkan virðast vera ná- kvæmlega jöfn, því að heildar- orkusala í meðalári er talin 488 gígawattstundir en forgangsorku- sala 244 gigawattstundir. Þó að þetta orkuverð hækki lítillega nokkru síðar, þá er það algerlega fráleitt og villandi að tala um 10 mill orkuverðs, því að meðalverðið er ekki fyrst í stað nema 5 mill. Ummæli þingmanns- ins I nefndaráliti minnihlutans eru algjörlega röng og villandi og þess vegna tekur engu tali, þegar hún segir i lok nefndarálitsins: „Staðfestingu á þessu orkuverði," og á hún það við álverksmiðjuna, — „sem viðreisnarstjórnin samdi um og almennt er viðurkennt, að sé hneykslanlega lágt, getur Alþingi ekki samþykkt að dómi Alþýðubandalagsins." En vegna þeirra straumhvarfa, sem orðið hafa í efnahagsmálum almennt, þá hefur nú verið gerður nýr samningur um raforkuverð við álbræðsluna, sem m.a. fer yfir 5 mill, og þar að auki eru hagstæðir samningar um framleiðslugjald, en með þeim er útkljáð deila, sem stóð um það mál. Skipting fram- leiðslugjaldsins hér innanlands er allt annað mál. • 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og taka til afla, sem landað er eftir 15. febrúar 1976. Athugasemdir við laga- frumvarp þetta. .Vorið 1975 skipaði sjávarút- vegsráðherra nefnd að ósk sam- taka sjómanna og útvegsmanna til þess að endurskoða lög og reglur um sjóði sjávarútvegsins og kanna samhengi milli sjóðanna og skipaverðs sjávarafla og þar með hlutaskiptareglna kjarasamninga. Hinn 19. janúar 1976 skilaði nefnd þessi ítarlegri skýrslu, þar sem nefndin leggur fram tillögur að breytingum á gildandi sjóða- kerfi sjávarútvegsins, fiskverði og hlutaskiptum. Meðal þeirra til- lagna er nefndin lagði til var sú, að útflutningsgjöldin yrðu lækkuð verulega, þannig að i stað gildandi ákvæða um útflutnings- gjald af sjávarafurðum, verði sett ein lög um þetta efni, þar sem útflutningsgjaldið verði einfalt gjald af hundraðshluta af f.o.b,- verði gjaldskylds útflutnings og ekkihærraen sex af hundraði. Þá Ágreiningur dæmist samkvæmt íslenzkum lögum Talsmenn Alþýðubandalagsins hafa stöðugt haldið því fram að álbræðslan í Straumsvík lyti ekki íslenskum lögum. Talsmaður minnihlutans telur ákvæðið þar um óviðunandi og þurfi Alþingi að koma í veg fyrir það, að þau standi óbreytt. Hér er einfaldast að vitna til ákvæða laganna sjálfra, þar sem segir um lög þau, er fara skal eftir, f 45. grein, en þar stendur: „Samning þennan ber að skýra, túlka og framkvæma samkvæmt ákvæðum hans, aðal- samningsins og hinna fylgiskjal- anna, eftir því sem unnt er, og að öðru leyti fer um skýringu, túlk- un og framkvæmd, gildi og áhrif samnings þessa að fslenzkum lögum.“ Tvímælalausara getur þetta ekki verið. Hitt er svo rétt, að gerðardómur á að fjalla um deilur um aðalsamninginn, ef til þess kemur. Hann er skipaður þrem aðilum, einum skipuðum af íslensku rfkisstjórninni, einum af Alussuisse og einum af alþjóðleg- um gerðardómstóli Sameinuðu þjóðanna. En þessum gerðardómi eru lögð þau fyrirmæli að fara að íslenskum lögum. Önnur atriði, sem tsal kynni að lenda í t.d. vegna skaðabóta sem yrðu vegna farartækja eða verkfæra í Straumsvík eða brota á umferðar- reglum, fer nákvæmlega að íslenskum lögum og eftir íslensk- um dómstólum en alls engum gerðardómi. Allt hefur þetta verið misskilið, rangtúlkað og lagði nefndin til, að tekjur Trygg- ingasjóðs fiskiskipa af útflutn- ingsgjöldum yrðu skertar um sem næst helming frá gildandi gjald- skrá útflutningsgjalda og greiðsl- ur iðgjaldastyrkja úr honum lækkaðar að sama skapi, þannig að eftir þessa breytingu mun Tryggingasjóður fiskiskipa fá í sinn hlut um fjórðung útflutn- ingsgjaldanna Aætlað er að aflaverðmæti sjávarafurða á árinu 1976 nemi um 20 milljörðum króna, þar af muni Tryggingasjóður fiskiskipa fá í formi útflutningsgjalda ná- lægt 600 millj. kr., en iðgjalda- greiðslur af vátryggingum fiski- skipa munu nema um 1700—1800 millj. kr. á árinu 1976. Ljóst er því samkvæmt þessu, að auka þarf verulega beinan hluta útvegs- manna i iðgjaldagreiðslunum til þess að endar nái saman. Af þeim sökum hefur Landssamband ís. útvegsmanna óskað eftir því, að sett verði sérstök lög í þessu skyni, um fyrirkomulag á inn- heimtu iðgjalda af vátryggingum fiskiskipa með milUgöngu við- skiptabanka sjávarútvegsins. sagt um það af sumum ósatt, en það er reyndar jafnoft búið að leiðrétta þessar villur allar saman. Raforkan greiðist, þótt hún sé ekki notuð. Nú hefur Isal tvö síðustu ár þurft að draga úr framleiðslu sinni, en þó miklu minna heldur en ýmsar aðrar bræðslur eða ál- fyrirtæki Alusuisse. Arið 1975 varð Isal að greiða fyrir 22,5 gígawattstundir 67 þúsund og fimm hundruð dollara, þótt hún gæti ekki hagnýtt þær, og 1976 áætlaðar 59 gígawattstundir, sem kosja 221 þúsund dollara sem verksmiðjan getur ekki notað. Þetta eru samtals 81,5 gigawatt- stundir, sem kosta 288 þúsund og 5 hundruð dollara eða 49 milljón- ir íslenskra króna. ísal þarf þannig að greiða nærri 50 milljón- ir islenskra króna fyrir raforku, >em fyrirtækið ekki hefur notað. Af þessu sést, hversu mikla hagsmuni Isal hefur af þvi, að ekki dragi úr framleiðslu þess hérlendis. Þessi viðaukasamningur, sem hér er til umræðu og lagt er til, að lögfestur verði, er til mikilla bóta og ber vott um gott samkomulag beggja aðilanna, Alussuisse og islensku ríkisstjórnarinnar, þó að lengi hafi verið unnið að því að koma þessum endurbótum á, eftir þau miklu straumhvörf, sem orðið hafa í efnahagslífi bæði okkar og hins vestræna heims og þó að lengra væri leitað. Sviðsmyndin: Að halda fyrir hægra augað! GÖMUL SVIPMYND OG N\ : — I augum margra eru þing- mál eins og dimmur þoku- bakki. enda vandamál þjóðfé- lagsins á hverjum tima engin gamanmál, eins og alþjóð veit og skilur; Þingmálin hafa þó, sem betur fer, broslegar hliðar; sumir segja grátbros- legar. Einn skemmtilegasti persónuleiki, sem setið hefur á Alþingi Islendinga á seinni árum, er Björn Pálsson, bóndi á Löngumýri í Húnavatnssýslu norður. Hér er gömul þíng- mynd af honum, haldandi fyrir hægra augað. horfandi nteð þvi vinstra á umhverfið; enda þá vinstri stjórn við völd og senni- lega á stundum þörf á því að loka hægra augana fyrir við- blasandi staðreyndum. Og svo er hér ný mynd af öðrum manni, sem enn heldur fyrir hægra augað, Lúðvík Jóseps- syni. Til vonar og vara eru gleraugun líka tekin ofan. Alþingi í gær: Fjögur stjórnarfrumvörp Um aðstoðarsjóð Efnahagsstofnunar, viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi, sálfræðinga og fullorðinsfræðslu I GÆR vóru lögð fram á Al- þingi eftirfarandi frumvörp til laga: 0 Stjórnarfrumvarp um full- orðinsfræðslu, endurflutt. 0 Stjórnarfrumvarp til laga um aðild Islands að samningi um stofnun aðstoðarsjóðs á veg- um Efnahags- og framfara- stofnunarinnar. Rökstuðningur fyrir stofnun þessa sjóðs er sá, að oliuverðshækkanir, sem orðið hafa, hafi ekki svo ýkja alvarlegar afleiðingar fyrir aðildarríkin i heild, þar sem olíuútflutningslöndin muni aftur yfirfæra fjármuni sína til OECD-landanna, en geti hins- vegar komið harkalega niður á einstökum ríkjum, sem eiga þá kost á lánum úr sjóðnum; og þannig mætti koma í veg fyrir að einstök OECD-lönd gripi til hafta í viðskiptamálum, sem kynnu að hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir alþjóðaviðskipti. • Stjórnarfrumvarp til laga um sálfræðinga. Frumvarpið er samið að tilhlutan menntamála- ráðuneytis af Hrafnhildi Stefánsdóttur, fulltrúa i ráðu- neytinu, og Andra tsakssyni, formanni Sálfræðingafélags Is- lands, að beiðni Sálfræðingafé- lagsins. 0 Stjórnarfrumvarp til laga um viðskiptamenntun á fram- haldsskólastigi. Fjallar frum- varpið um viðskiptamenntun í samræmdu framhaldsnámi að loknum grunnskóla. Frumvarp- ið var áður flutt á 94. og 96. löggjafarþingi þjóðarinnar, en varð eigi útrætt. 0 Tillaga til þingsályktunar, sem Svava Jakobsdóttir (K) og Magnús T. Olafsson (SFV) flytja þess efnis, að ríkisstjórn- ín undirbúi löggjöf, er banni geymslu hvers konar kjarn- orkuvopna á íslenzku yfirráða- svæði og lendingu flugvéla, sem flytja kjarnorkuvopn. 0 Ljósmæðralög. Halldór Asgrímsson (F) mælti í efri deild Alþingis í gær fyrir frumvarpi að Ijósmæðra- lögum, sem hann flytur ásamt Helga F. Seljan (K). Fjallar frumvarpið um ljósmæðra- umdæmi, skipan ljósmæðra í störf, kjaramál þeirra (er ráðist á sama hátt og kjör opinberra starfsmanna) og kostnaðar- skiptingu milli ríkis, sýslu- og sveitarfélaga. Frumvarpið var áður flutt 1971—1972. 0 Meðferð einkamála í héraði. Ölafur Jóhannesson. dóms- málaráðherra, ma'lti fyrir stjórnarfrumvarpi um meðferð einkamála í héraði. Meginmál frumvarpsins er, að heimilt sé að beita hljóðritun við meðferð einkamála í héraði. eins og um opinber mál (sem heimilt hefur verið um árabil. þótt ekki hafi verið rnikið nýtt). Frumvarpið er samið af réttarfarsnefnd. Frumvarpið hefur hlotið af- greiðslu i efri deild og var að lokinni framsögu dómsmálaráð- herra í neðri deild i ga'r visað til allsherjarnefndar deild- arinnar og 2. umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.