Morgunblaðið - 17.02.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976
23
kostnað og fjármál Búrfellsvirkj-
unar frá Landsvirkjun, formanni
og framkvæmdastjóra, er áætlað
meðalkostnaðarverð á rafmagni í
aurum á kílówattstund frá Búr-
fellsvirkjun, svo sem greinir f
eftirfarandi töflu, sem fylgisskjal
með nefndaráliti á Alþingi
1969—70, 45. mál fskj. 365 frá
meirihluta fjárhagsnefndar, bls.
9. Þá er áætlað meðalkostnaðar-
verð í aurum á selda kílówatt-
stund frá Búrfellsvirkjun annars
vegar með sölu til álbræðslu og
hins vegar án sölu til álbræðslu:
Sjá töflu.
A þessu sést að með sölu til
Isals fæst full nýting árið 1977, en
hefði Búrfellsvirkjun eingöngu
verið gerð fyrir almenna
markaðinn, hefði hins vegar þurft
að biða langt fram yfir 1980, áður
en ávinningur hins hagkvæma
orkuverðs hefði komið almenn-
ingskerfinu til fullra nota. Það
með sölu án sölu
Ár til tsal til tsal
1970 47,4 aurar 224 aurar
1971 41,3 “ 143,5 (i
1972 31,9 “ 105,5 ii
1973 24,7 “ 84,5 ii
1974 22,7 “ 77,8 ii
1975 20,9 “ 64,2 “
1976 20,2 “ 53.9 tt
1977 20,1 (fulln.) 52,5 ti
1978 20,1 “ 45,3 i*
1979 20,1 “ 39,7 “
1980 20,1 “ 34,9 i*
kemur einnig í ljós að tekjurnar
af raforkusölusamningnum
nægja til að endurgreiða lán til
virkjunarinnar, er nema Vt af
stofnkostnaðinum, á 25 árum með
7% vöxtum, enda þótt álbræðslan
noti aðeins um % af framleiddri
orku.
dunum sfnum, en hún kvaðst hafa mjög
1 sækýr f Sætúni þá er hulduslæðan fyrir
þó sér f gegn um hana eins og móðu.
Eftir
Árna Johnsen
„Stórt bú“?
„24 kýr og 160 kindur. Við
erum búin að byggja yfir kúa-
búið, það er alveg búið. Sætún
er minnsta jörðin í Norður-
Þingeyjarsýslu. Smáspilda úr
Ytra-Brekknalandi, 40 hektara
land, svona spilda hér upp í
fjallið, svo til allt ræktað.
Byggðin hér á svæðinu er hann-
ig að það eru tveir bæri utan
við Þórshöfn, sem eru í byggð,
en 15 bæir í eyði, hroðalegt.
Heyjað er þó á sumum túnum
og reki er þar stundum. Það
rekur rokna tré viða á þessum
jörðum, miklar jarðir.
Annars er þessi hreppur
okkar tvískiptur og sunnan við
Þórshöfn er hann algjörlega
nýttur og reyndar tvibýli á
sumum jörðum.
Hljóðið i mönnum hér er yfir-
leitt gott, flestir eru hér
bjartsýnismenn, það hjálpar að
vera vongöður. Þó erum við
yfirleitt á eftir hér með ýmis-
legt, það er erfitt að rækta hér
og vélar komu seint. Fjárbú eru
hér ríkjandi og satt bezt horfir
illa með mjólk fyrir Þórs-
hafnarbúa. Varla kýr að
ráði nema hér í Sætúni
og Syðra-Lóni, þar sem
eru 20—30 kýr. Það eru
þö engin vandkvæði á að hafa
hér kýr, en ungu mennirnir,
sem eru að byrja, vilja síður
hafa þær, bæði er það meira
bindandi og það kostar líka
meira að byggja yfir kýr. Bara
að einhverjir fáist til að starta,
þar ræður úr að verði.“
„Gefur stundum yfir
Sætún?“
„Það brimar stundum hroða-
lega mikið og fer þá sunnan við
hús og aiveg upp í veginn, oft
Framhald á bls. 35
Gjaldeyristekjur
þrisvar sinnum
meiri en allur
stofnkostnaður
Það sem sagt er hér, er miðað
við gengi dollars á þessum árum
1969—70 og einnig í eftirfarandi
málsgrein úr sömu greinargerð,
bls. 11: „Sé miðað við núverandi
verðlag á áli má reikna með því,
að skatttekjur af álbræðslunni
muni næstu 25 árin nema nær
4000 millj. kr. eða um 50
milljónum dollara, en tekjur af
raforkusölunni um 6500 milljón-
um króna eða 74 milljónum doll-
ara. Samtals eru þessar gjald-
eyristekjur nær ellefu þúsund
milljónir króna eða hátt í þrisvar
sinnum meiri en allur stofn-
kostnaður Búrfellsvirkjunar.
Munu gjaldeyristekjurnar af
þessu tvennu fyrstu fimmtán árin
nægja til þess að endurgreiða öll
lán vegna virkjunarinnar með 7%
vöxtum."
Nú vil ég minna á stuttar klaus-
ur úr greinargerðinni með ál-
frumvafpinu á sínum tíma. Þær
eru þess virði að gleymast ekki:
„Á bls. 100 segir eftirfarandi:
„Bein áhrif álbræðslunnar á
þjóðartekjur eru mjög svipuð
hreinum gjaldeyristekjum af
henni. A hinn bóginn er rétt að
hafa í huga, að álbræðslan er ný
undirstöðuatvinnugrein, sem
skapar viðbótargjaldeyristekjur,
sem aftur verða undirstaða frek-
ari aukningar þjóðartekna.
Reynslan hefur sýnt, að aukning
þjóðartekna hér á landi er mjög
háð þvi hver aukning á sér stað í
gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.
Gjaldeyrisöflunin er á vissan hátt
undirstaða annarrar tekjuöfl-
unar, svo sem í formi framleiðslu
á innlendum neyzluvörum og
hvers konar þjónustu. Reynslan
hefur bent til þess, að i grófum
dráttum þurfi hrein gjaldeyris-
öflun að nema um 'A af þjóðar-
tekjunum. Þetta þýðir með öðrum
orðum, að aukning hreinna gjald-
eyristekna skapi svigrúm til allt
að fjórfaldrar aukningar þjóðar-
tekna. Þetta hefur komið skýrt I
ljós í því, að undanfarin tuttugu
ár hafa öll tímabil ört vaxandi
þjóðartekna verið í beinu sam-
hengi við mikla aukningu gjald-
eyristekna."
Orkuframleiðslan
nýtist miklu fyrr
A bls. 99 segir svo: „Hinn mikli
hagnaður, sem I því felst að gera
samning við álbræðslu nú, liggur
einfaldlega i því, að geta miklu
fyrr en ella nýtt til tekjuöflunar
fyrir þjóðarbúið stórfellda raf-
orkuframleiðslu, sem ella væri
ekki markaður fyrir. Þetta mun
svo aftur hafa í för með sér örari
uppbyggingu orkuframleiðsl-
unnar i framtíðinni ásamt þeim
efnahagslegu tækifærum, sem i
því felst.
Loks er svo rétt að benda á það
að hér hefur aðeins verið rætt um
afkomu Landsvirkjunar fram til
ársins 1985, en eftir þann tíma
mun rafmagnssamningurinn við
álbræðsluna halda áfram að skila
Landsvirkjun miklum umfram-
tekjum árlega. Um tuttugu og
tveim árum eftir að virkjunin tek-
ur til starfa verða öll lán hennar
fullgreidd, svo að allar tekjur frá
álbræðslunni að frádregnum til-
tölulega litlum árlegum rekstrar-
kostnaði munu þá vera hreinn
greiðsluafgangur fyrir raforku
kerfið".
Enn liggja fyrir eftirfarandi
staðreyndir: Á bls. 109: „Sé hins
vegar litið á það hver áhrifin eru
á framleiðslukostnað hverrar raf-
orkueiningar, kemur í ljós, að á
árunum 1969—1975 mundi við-
bótarorkan kosta 62% meira, ef
álbræðslan væri ekki byggð, 22%
meira á árunum 1976—1980 en
12% á árunum 1980—1985. Yfir
allt tímabilið 1969—1985 mundi
raforkukostnaður verða 28%
hærri, ef Búrfellsvirkjun væri
eingöngu byggð fyrir almennings
notkun og enginn sölusaíftningur
gerður við álbræðslu." :
Þá er enn á það að lfta, að „i
rafmagnssamningnum v við
álbræðsluna er samið um sölu raf-
orku til langs tíma með þeön skil-
málum að greiðsla komi fyrir ork-
una, hvort sem álbræðslafljþarf á
henni að halda eða efei^. Með
löngum og föstum samí&hgi er
stefnt að því að tryggjalfvennt,
sem Islendingum er m nauð-
synlegt. I fyrsta lagi dre|tw hinn
langi og fasti samningur úr
áhættu þeirri, sem Islertdingar
taka á sig með þyi að
leggja í svo stóra fjár-
freka framkvæmd, sem lliírfells-
virkjun er, og afla að mífeSú leyti
fjár til hennar með lánuipj.1 öðru
lagi er samningurinn þei^ eðlis,
að hann greiðir stórlega fyrir ián-
tökum til virkjunarinnjjr, en
segja má, að hið erlenda fyrirtæki
sem ábyrgist rafmagnssamning-
inn, taki að verulegu leyti á sig
áhættuna af erlendu lánunum.
Það er þvi raunverulega ekki
verið að nota lánstraust Islenska
ríkisins." L
Ranghermi um-
orkuverðið
1 nefndaráliti minniþlutans,
Vilborgar Harðardóttur, s^gir svo
m.a.: „Þess vegna er öll raforku-
sala lil Straumsvíkur og |*ar með
einnig til fjórða áfanga^aman-
burðarhæf við forgangsörkusöl-
una til málmblendiverksmiðj-
unnar. Samkvæmt gilda n|fa samn-
ingi um málmbelndiventsmiðju
er forgangsorka seld á héf um bil
10 rnill." Hvað er nú að atjp^ga við
slíkar villandi upplýsirlgar? I
fylgisskjali 1 við frumvfl|pið til
laga um járnblendiverkágíiðjuna
er skýrsla frá viðræðumSþd um
orkufrekan iðnað: „Sfepsla til
ríkisstjórnarinnar um járníálendi-
verksmiðju i Hvalfirði ðjtgs. 23.
nóvember 1974.“ Þar se^ á bls.
Framhald d.þls. 13
i i ——
9563 —3005 —II.
Ljóð og ljóðaþýðingar.
Iðunn 1975.
I UPPHAFI þessarar bókar
segist Þorgeir Þorgeirsson hafa
sýslað með orð „líkt og bóndi
með grösin sem grænka á
vorin“ og „likt og handfæra-
jaxlinn með von um fengsælan
róður“.
Ljóð Þorgeirs Þorgeirssonar
eru einhvers konar andsvar við
þrúgandi umhverfi. I ljóðum
sínum er hann staddur
„handan við bifreiðadyninn og
verslunarglamrið“:
Þú ert feitur og sæll og
svfvirdilega rór
og svo er um fleiri f þessum
djöfulsins bæ
(Revkjavík)
Hann spyr:
hvern djöfulinn sjálfan er ég að
gera hér
í landi fullu af sósfaldemókrötum
náitúrulausum hórum
og hráblautum þvotti á snúrum
(Þágufall)
Velferðin fer í taugarnar á
honum. Þar keppa menn eftir
„að deyja sem djöfulóð glans-
mynd af svini í virðingarstöðu".
„Mig langar eitthvert þangað
sem bara er reisn“, stynur
skáldið upp þegar því verður
hugsað til viðreisnarinnar ís-
lensku. Snyrtileg skáld í sjón-
varpi, forsætisráðherra með
þvagfærakvilla, frímúrarar eru
að mati skáldsins dæmigerðir
fulltrúar gelds þjóðfélags. Hér
eru á ferðinni ljóð, sem stefnt
er gegn borgaralegu þjóðfélagi,
ádeila og uppgjör, ljóð með
ákveðnu markmiði.
Frumsömdu ljóðin eru mun
Þorgelr Þorgeirsson
færri í bókinni en þau þýddu.
Öll vitna Ijóðin um mann, sem í
sýsli sínu með orð leggur mikið
upp úr merkingu þeirra og
hljómi. Þorgeir er hagur á mál
og hefur gaman af skrúði og
hrynjandi eins og glöggt kemur
fram í þýðingunni á Svefngeng-
ilsljóði García Lorca. Ég verð að
játa að mér virðist hann ná
betri árangri í prósaverkum
sínum en í ljóðunum. En ljöð
hans eru mörg hressandi lestur,
athugul og skemmtileg. Sum
þeirra eru opinská án þess að
hafa neitt nýtt fram að færa,
önnur njóta stráksskapar síns
eins og til að mynda ljóð
Jónasar Svafárs og Dags
Sigurðarsonar. Þorgeir nær
þeim tilgangi sínum að knýja
lesandann til að taka afstöðu
með eða móti.
Bókmeimtir
eftir JOHANN
HJÁLMARSSON
Að formi eru ljóðin yfirleitt
frjálsleg og nátengd hversdags-
legu lifi í anda tímans. Nokkur
ljóð eru rímuð.
Það er töluverð fjölbreytni í
þýddu ljóðunum. Tékkanum
Miroslav Holub eru gerð góð
skil. Eftir hann eru sex ljóð,
eitt þeirra Undirrót hlutanna
langur flokkur. Þorgeir þýðir
líka eftir Þjóðverjann Bertolt
Brecht og Færeyinginn Willi-
am Heinesen svo að fleiri séu
nefndir. Nokkur eskimóaljóð
skera sig úr. I þeim er meira af
ljóðrænum innileik en í verk-
um hinna skáldanna.
Þorgeir Þorgeirsson er
enginn afkastamaður í ljóða-
gerð. Þtita er önnur ljóðabók
hans. Með báðar bækurnar f
huga er ljóst að hann er vel
hlutgengurí skáldskap sínum.