Morgunblaðið - 17.02.1976, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.02.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 17 og skoraði mikið af mörkum í leiknum. Einnig var Magnús Sigurðsson drjúgur við að skora með langskotum. Arni Indriðason er kletturinn I Gróttuliðinu, hann haggast aldrei hvað sem á gengur. Guð- mundur Ingimundarson stóð í marki Gróttu allan tímann og átti mjög góðan leik, en það sama er ekki hægt að segja um kollega hans hinum megin á vellinum. I Haukaliðinu var það aðeins einn leikmaður sem lék virkilega vel, nýliðinn Jón Hauksson, og er undirritaður illa svikinn ef þar er ekki mikið efni á ferðinni. Þórarinn Ragnarsson hefur heldur betur þjappað leik- mönnum Gróttu saman síðan hann tók við liðinu fyrir nokkru sfðan og getur svo sannarlega verið stoltur yfir árangrinum. Sömu sögu er reyndar að segja um Elias Jónasson þjálfara og leikmann Hauka, sem náð hefur mun betri árangri með liðið i vetur en búist var við fyrirfram. Að undanförnu hefur lið hans þó dalað nokkuð og á þvi ekki lengur neina möguleika á sigri i mótinu. En geta Haukarnir ekki vel unað við þann árangur sem liðið hefur náð? -áij Jóhanna Halldórsdóttir skor- ar. Fjögur síöuslu mörkin íærðu Fram sigur gegn FH-stnlkunum MEÐ ÞVÍ að skora fjögur slðustu mörkin I leik sinum við FH i 1. deild kvenna I iþróttahúsinu I Hafnarfirði á sunnudaginn náði Fram sigrinum i leiknum, sem allt fram á siðustu stundu virtist ætla að falla FH-liðinu i skaut. Staðan i leikhléi var 5:4 fyrir FH; þann mun jók FH-liðið i seinni hílf- leiknum þar til undir lokin að liðið féll gjörsamlega saman og Fram náði að sigla fram úr. Fram er þvi enn með i baráttunni i 1. deild kvenna, en tap í þessum leik hefði þýtt að fslandsmeistaratit- illinn hefði verið Vals, og FH hefði að öllum Iíkindum náð öðru sæt- inu Sylvia Hallsteinsdóttir gat litið leikið með FH-liðinu að þessu sinni þar sem hún var með hálsbólgu og kom það þvi á óvart að FH skyldi leiða lengst af I leiknum Þetta segir þó lika sina sögu um getuleysi Framstúlknanna í leiknum, sem ekki hafa verið sjálfum sér likar að undanförnu. Oddný Sigsteinsdóttir var tekin úr umferð i leiknum við FH og lamaðist sóknarleikur Fram mjög við það. Er þær loks svöruðu i sömu mynt i seinni hálfleiknum og tóku að fylgja Svanhviti Magnúsdóttur hvert fótmál eftir að hún hafði skorað 6 mörk komst Framliðið framúr. MÖRK FRAM i leiknum gerðu: Oddný 5, Kristín, Helga, Jó- hanna, Guðriður og Guðrún 1 hver. Beztan leik Framstúlkn- anna átti Jóhanna Halldórsdóttir. MÖRK FH: Svanhvit 6, Sigrún og Katrin 1 hvor. Svanhvit stóð sig bezt i liði FH. __áij Islandsmeistarar Vals I innanhússknattspyrnu 1976. Fremri röó frá vinstri: Ottar Sveinsson, Grfmur Sæmundsen, Ingi Björn Albertsson, fyrirliði, Guðmundur Þorbjörnsson og Magnús Bergs. Aftari röð: Gfsli Sigurðsson, formaður knattspyrnudeiidar Vals, Hannes Lárusson, Atli Eðvaidsson, Kristinn Björnsson, Vilhjálmur Kjartansson, Ulfar Hróarson, Hermann Gunnarsson og Árni Njálsson, þjálfari. Islandsmótið íknattepyrnu innanhiíss: Meistaratitilliim gat ekki farið annað en til Vatsmanna Breiðablik sigraði í kvennaflokki Haukarnir komu á óvart með frammistöðu sinni. Þarna eiga þeir f höggi við Framara. VALSMENN höfðu um- talsverða yfirburði í Is- landsmótinu í knatt- spyrnu, sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Komust Vals- menn aldrei í taphættu í öllu mótinu, unnu alla sína leiki örugglega og saman- lögð markatala þeirra í leikjunum 5 var 59:14. FH- ingar urðu í öðru sæti. Framarar þriðju og lið Hauka kom talsvert á óvart með því að ná fjórða sæt- inu. Islandsmeistarar í kvennaflokki varð lið Breiðabliks, sem sigraði FH í úrslitum með 5 mörk- um gegn 4 eftir hörku- spennandi leik. Mikil þátttaka var i mótinu að þessu sinni og mörg utanbæjarlið meðal þátttakenda. I forkeppn- inni komu nokkur þessara liða verulega á óvart. Til dæmis lið Þróttar frá Neskaupstað og Týs frá Vestmannaeyjum, sem þrátt fyrir góða tilburði komust þó ekki áfram i 8 liða úrslitin. f forkeppn- inni sáust nokkrum sinnum stórar tölur. Valur vann t.d. Skallagrím 12:0 og Reyni 18:2, KR vann Þór Þorlákshöfn 13:1 og Skagamenn unnu Leikni með sömu marka- tölu. 1 milliriðli jöfnuðust leikirnir mjög og var þar yfirleitt um skemmtilega keppni að ræða. Talsverður munur var þó á getu liðanna og þá þegar mátti ljóst vera að Valsmenn yrðu ekki auð- sigraðir. Helzt var búist við að FH næði að veita Valsliðinu ein- hverja keppni og raunin varð sú að þessi lið lentu saman í úrslit- um. Þá var allur máttur úr FH- ingum og er þeim mistókst að brjóta varnarvegg Valsmanna á bak aftur á upphafsmínútunum gáfust þeir hreinlega upp og þeirra hlutverk í leiknum varð að hirða knöttinn 9 sinnum úr eigin neti. Innanhúsknattspyrna er iþrótt hinna nettu og útsjónarsömu og í mótinu að þessu sinni voru það nokkrir einstaklingar sem sköruðu framúr. Nefna má Guðmund Þorbjörnsson og Inga Björn Albertsson úr Val, en sá síðarnefndi stóð sig sérlega vel sem varnamaður. Einnig Hannes Lárusson Val, Ólaf Danívalsson og Þóri Jónsson FH, Ólaf Jóhannesson Haukum og Pétur Ormslev i Fram. Nokkur forföll voru í mótinu. Þannig komustlið KAog KS ekki suður til keppninnar vegna veðurs og munu Siglfirðingarnir hafa lent i hrakningum vegna fyrirhugaðrar ferðar suður. Komust þeir til Sauðárkróks, en er ekki var flogið þaðan gekk þeim erfiðlega að komast heim vegna ófærðar. Fjögur lið tóku þátt í kvenna- keppninni og sigraði Breiðablik í þeirri keppni, eins og áður sagði. I úrslitaleiknum við FH var jafnt á öllum tölum, en Breiðablik alltaf fyrra til að skora. Orslitin urðu 5:4, en i hálfleik var 2:1. Helztu úrslit f mótinu urðu sem hér segir: 8 liða úrslit: Fram — IBK9:3 (4:2) Haukar — IA 7:6 (3:1) Valur — Víkingur 10:6 (4:1) FH — KR 6:5 (4:4 eftir venju- legan leiktíma, 3:3 i hálfleik) 4 liða úrslit: Valur — Fram 10:5 (4:4) Mörk Vals: Guðmundur 4, Hannes 3, Ingi, Atli og Úlfar 1 hver. Mörk Fram: Ágúst 2, Kristinn 2, Marteinn 1. FH — Haukar 5:4 (2:1) Mörk FH: Þörir 3, Helgi 2. Mörk Hauka: Ólafur 2, Loftur og Björn 1 hvor. Leikið um þriðja sætið: Fram — Haukar 10:7 (5:4) Mörk Fram: Pétur 4, Kristinn 3, Agúst 2, Ásgeir 1. Mörk Hauka: Ölafur 3, Guðjón, Loftur, Guðmundur 1 hver og 1 markanna var sjálfsmark. Urslitaleikur: Valur — FH 9:1 (5:0) Mörk Vals: Hermann 3, Guðmundur 2, Hannes 2, Magnús og Vilhjálmur 1 hvor. Hilmar Svavarsson afhendir ungum UBK stúlkum sigurlaun þeirra. Kvennakeppnin: Fram — UBK3:4 IA — FH 1:5 FH — UBK 4:5 — áij tiaukar ráða skozkan þjálfara HAUKAR hafa nú ráðið þjálf- ara fyrir meistaraflokk félags- ins f knattspyrnu fvrir næsta keppnistímabil. Hafa þeir fengið Skotann Sandv Mac- Pearson til starfans og honum tii aðstoðar verður Þráinn Hauksson, sem undanfarin ár hefur verið einn sterkasti leik- maður Hauka. MacPearson kemur hingað til lands í aprfl og mun þá æfa lið Hauka í um hálfan mánuð. Hingað kemur hann svo aftur f maí og verður með liðið út keppnistímabilið. Sandy Mac- Pearson dvaidist um tfma hjá Haukunum í fyrrasumar og að- stoðaði þá m.a. við þjálfun yngri flokkanna. Hafsteinn og Stefán hættir formennsku íÍBKogÍBV TVEIR framámenn f fsienzkri íþröttahreyf- ingu og forystumenn f stórum héraðssam- böndum hafa sfðustu daga látið ‘ af for- mannsstörf- um. Eru það þeir Haf- steinn Guð- mundsson, formaður fþróttabanda- lags Keflavfk- ur, og Stefán Runólfsson, formaður Iþrótta- bandalags Vestmanna- eyja Við for- mennsku af Hafsteini tók Hjörtur Hafsteinn Guðmundsson Stefán Runólfsson Zakariasson en Jóhann Andersen tók við af Stefáni. Hilmar með mótanefníina STJORN KSl skipaði fyrir nokkru f hinar ýmsu sérnefnd- ir, sem starfa innan sambands- ins. Helgi Danielsson sem undanfarin ár hefur gegnt starfi formanns mótanefndar með góðum árangri lætur nú af þeim starfa en tekur við formennsku I unglinganefnd KSl. Hilmar Svavarsson sem séð hefur um skiplagningu móta KRR undanfarið tók við starfi hans um formaður f mótanefndinni. Með honum f þessari erilsömustu nefnd KSI verða þeir Gylfi Þórðarson, Bergþór Jónsson og Helgi Danielsson. Hlöðver með Leikni LEIKNIR f Rreiðholti hefur ráðið Hlöðver Rafnsson til að þjálfa lið félagsins f 3. deild inni i knattspymu næsta keppnistfmabil. Mun hann einnig þjálfa 4. flokk félagsins í sumar. Hlöðver þjálfaði Njarðvíkinga sfðasta sumar en lék áður með Fram. Hann var einn þeirra sem stundaði nám við Knattspyrnuskóla KSl siðastliðið haust. Eru Leiknis- menn bvrjaðir æfingar af full- um krafti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.