Morgunblaðið - 19.02.1976, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976
Á haettu-
slóðum í
ísraelKKSre
Sigurður
Gunnarsson þýddi
Innan skamms mundi svo afi gamii
deyja, líka, og þá yrði hún aftur ein. Hún
átti vini hér í landinu þeirra, Israel, og
hér ætlaði hún að lifa og starfa. En hún
hefði líka mjög gjarna kosið að eiga
bróður.
Hún drakk nokkra sopa af
úlfaldamjólk.
Skyldi nokkur vera að koma til þeirra?
Já hún heyrði glöggt að einhver gekk
um í sandinum fyrir utan.
Tjaldraufin er skyndilega opnuð. Ung-
ur piltur skríður inn fyrir, — piltur sem
hún hefur aldrei séð fyrr.
ANNAR KAFLI.
Pilturinn ungi skreið inn í tjaldið. En
þegar þangað kom, var sem strengur
brysti í brjósti hans. Hann hneig mátt-
vana niður og stundi, eins og sært dýr.
María beygði sig niður og strauk sandinn
úr hári hans. Þá sá hún að hann var
ljóshærður. Og þegar hún skömmu
seinna strauk líka sandinn úr auga-
brúnum hans, veitti hún því athygli að
augun voru blá.
Hún átti enn þá ofurlítinn afgang af
úlfaldamjólkinni í skálinni. Hún stakk
fingri niður í mjólkina og strauk henni
um varir hans. Hann lá um stund hreyf-
ingarlaus með lokuð augu. En svo opnaði
hann þau, starði undrandi á hana og
spurði á máli sem hún skildi: „Hver ert
þú. . .?“
María hrökk við. Hann talaði norska
tungu. — Hún kunni töluvert í norsku og
svaraði, að hún héti María. „Liggðu kyrr
og hvíldu þig,“ bætti hún svo við, „þú ert
öruggur hjá okkur.“
En nú komu snarpar vindhviður að
nýju svo að hrikti hroðalega í tjaldinu.
Sandhryðjurnar dundu á því og sums
staðar þröngvaði hann sér inn fyrir tjald-
skörina eins og fyrr, og hlóðst þar upp í
hauga. María, sem var aðeins f jórtán ára
gömul skalf af ótta við umhugsunina um
það að nú bar hún ábyrgð á þremur
mannslífum: afa sínum, piltinum ókunna
og sjálfri sér.
Pilturinn hlaut að hafa villzt í stormin-
um, og svo hafði hann fundið tjaldið
þeirra af einhverri tilviljun. En hvers
vegna var norskur piltur að reika hér um
eyðimörkina? Hún kallaði í eyra hans til
þess að hafa hærra en vindurinn: „Hvað
heitirðu?" Og pilturinn svaraði lágri,
djúpri röddu: „Ég heiti Óskar.“
„Óskar...“ Maríu fannst það ákaflega
fallegt nafn. Það minnti hana á hljómlist,
— já eða sístreymandi lind á hlýjum degi
í eyðimörkinni. Hún ætlaði að spyrja
hann um fleira, til þess að fá að vita
eitthvað meira um hann, en þá var hann
sofnaður á ný.
Að lokum lægði storminn að fullu og
allt varð svo undur hljótt í tjaldinu og í
eyðimörkinni. Það var þessi algjöra
kyrrð sem ætíð kemur á eftir eyði-
merkurstorminum, — þá var eins og
sandurinn hefði útrýmt öllu lífi á þessum
slóðum.
Loftið var mjög þvingandi inni í tjald-
inu og erfitt að draga andann. En María
vissi að ef hún færi út núna mundi hún
sjá óteljandi stjörnur uppi á heiðbláu
himinhvolfinu. Annars mundi hún
hvergi sjá minnsta vott um líf.
Að nokkrum tíma liðnum tók Óskar að
hreyfa sig opnaði augun og hóstaði upp
sandi úr sárum hálsinum. Og nú gaf
María honum allt það sem eftir var af
úlfaldamjólkinni. Því næst sagði hún við
hann, að þegar hann hefði þrek til vildi
hún gjarna að hann segði henni, hver
hann var og hvaðan hann kom.
„Það er ekki á hverjum degi að Norð-
menn koma hingað í eyðimörkina" bætti
hún við.
„Hann lá hljóður um stund, eins og
VtEO
MðR&UM
KAFPINO
Við völdum heimsóknar-
tímann, læknir, til að segja vð-
ur að eldur sé laus í þessu^iúsi!
Hann ku ætla að leggja fvrir
sig fótgönguliðsþjálfun þegar
hann er orðinn stór.
Hvernig á ég að borga vður
björgunarafrekið. — Nægir
5000 króna seðill?
Þú skalt svo hætta að segja
mér að þú ætlir að klífa hæsta
fjallið fvrir mig!
-----Hvað er að þér, dreng-
ur minn, þú ert svo æstur á
svip?
— Eg var að rffast við konuna
þína, pabbi.
X
— Pabbi, í dag sagði strákur
við mig, að ég væri líkur þér.
— Nú, og hverju svaraðir
þú?
— Engu, hann var sterkari
en ég.
X
Faðirinn: — Hér stendur í
einkunnabókinni þinni, dreng-
ur minn, að þú sért latastur og
lélegastur af þeim 23 sem eru í
þfnum bekk.
— Verra gat það verið, sagði
strákur.
— Verra? Nei, verra gat það
ekki verið.
— Jú, ef fleiri nemendur
hefðu verið í bekknum.
X
Málari, sem ætlaði að fara að
teikna zebradér: — Bíðum nú
við, er skepnan svört með hvít-
um rákum eða er hún hvít með
svörtum rákum?
Drykkjuræfill hitti góð-
borgara um hánótt.
— Fvrirgefðu, sagði hann,
en ekki áttu fimmtfu kall
handa fátæklingi svo að hann
geti fengið sér eina pvlsu?
— Ég hefi þá reglu að gefa
aldrei neitt á þessum tfma
SÓIarhrings, var svarið.
— En viltu þá ekki gera svo
vel að segja mér, hvenær er
útborgað hjá þér.
X
Hér er lyfseðilinn. Ég skrifaði
nokkrar töflur. Þér takið tvær f
kvöld þegar þér farið að sofa.
— Og ef þér vaknið í fyrramál-
ið takið þá aðrar tvær til við-
bótar.
X
Læknirinn: — Þú segist vera
vanur að drekka sex bjóra á
hverjum degi. Ég verð að ráð-
leggja þér að drekka ekki nema
helminginn af því.
Sjúklingurinn: — Eftir á að
hyggja held ég að ég drekki
mun meira en sex bjóra á dag.
_________________ V
r ■ ------------------------------------------------------- ;-----------------------------------------------------"
A rfj j r'J n n I rpl l/ L( I ni n H l Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
1 I U I II I! I 1 I I Ur\r\IUI lUI Jóhanna Kristjónsdóttir þýdd.i
s______________.____________i_____________________________________________________________________________________i
1
L kafli_ _
Hann hafði verið eina nótt f
Parfs, aðallega þó til að hann
hefði á tilfinningunni að þetta
væri raunveruleg Frakklandsferð
og svo til að rifja upp frönskuna.
Þar höfðu fyrstu efasemdirnar
leítað á huga hans. Allt þetta
virtist mikil fyrirhöfn út af sára-
litlu. Hann hefði getað gefið sam-
þykki sitt fyrir þvf að gengið væri
frá sölunni án þess hann þyrfti
nokkurs staðar að koma nærri.
Hann hafði afls engin áform um
að eiga húsið áfram. En þar sem
hann hafði heldur ekki haft nein-
ar ákveónar fyrirætlanír varð-
andi sumarleyfið og vegna þess
að hann var forvitinn... Þó
kannski sérstaklega sú undrun
sem það hafði vakið með honum
að móðir hans skyldi halda þessu
leyndu fyrir honum öll þessi ár;
þessi stuttorða og jafnlynda kona
sem hún hafði verið og honum
svo náiæg frá fyrstu tfð, að hann
átti enn erfitt með að sætta sig við
að hún væri horfin fyrir fullt og
allt. Hann hugsaði sjaldan um
föður sinn. Einhverjar minningar
bjuggu f undirvitundinni um
rólyndan og brosmildan mann
sem hvarf úr lífi hans þegar hann
var ungur drengur. Hann hafði
ekki iátið sér hugkvæmast að
spyrja úr hverju hann hefði dáið
fyrr en hann var kominn á gelgju-
skeið.
— Af berklum, sagði móðir
hans. — Náði sér aldrei eftir
strfðið.
— Eg hélt enginn dæi úr berkl-
um nú á dögum.
Hún yppti öxlum.
— Að minnsta kosti gerði hann
það. Var óheppinn. Hann gat ekki
beðið eftir þvf að þeir fyndu upp
töfralyfin.
Hún var sagnafá um eiginmann
sinn, um hjónaband þeirra.
Hún hafði sagt David það
helzta, að faðir hans hefði verið
enskur og hún væri frönsk og
sáralftið ipeira.
— Við hittumst fyrir stríð.
Fyrir einskæra tilviljun lágu
leiðir okkar aftur saman f strfð-
inu, um svipað leyti og Banda-
menn gerðu innrásina f Frakk-
land. Eg fór heim til að eiga þig.
Hann vissi ekkert um tilvist þfna
tyrr en löngu seinna. Ég hafði
ekki búizt við að sjá hann aftur,
en hann kom og við giftum okkur
og þegar við fluttumst búferlum
tii Englands, ættleiddi hann þig
formfega svo að allt væri á
hreinu. Það var öruggara Maður
veit aldrei um þessa Iagakróka
sem hægt er að hengja sig f.
Það vafðist fyrir honum að fá
meira að heyra. Faðir hans átti
enga eftirlifandi ættingja, hann
var ættaður úr stórborg, ekki
smábæ, þar sem einhverjir hefðu
getað munað eftir honum. Hann
hafðí verið flugmaður og fyrir
hugskoti Davids var hann hulu
sveipaður frá fyrstu tfð. Hann
hafði kynnzt franskri stúlku og
elskað hana og eignazt með henni
barn og sfðan hafði hann komið
aftur og gert tilkall til þeirra
beggja og fáeinum árum sfðar
hafði hann beðið ósígur f bar-
áttunni við banvænan sjúkdóm
sem hafði tekið sig upp á ný.
úheppinn maður, eins og móðir
hans hafði komizt að orði.
Þau töluðu yfirleltt frönsku
heima hjá þeim eftir hann
stálpaðist. Hún naut sfn langbezt
með þvf að fá að tala móðurmál
sitt og náði aldrei umtalsverðu
valdi á ensku. Hún hafði margt á
hornum sér f sambandi við
Englendinga, en aldrei hvarflaði
að henni að snúa aftur heím til
Frakklands.
— England er þitt land, sagði
hún stundum. — Þú átt að vaxa
upp hér og búa hér. Það er vont
að eiga tvö föðurlönd. Þú veizt
aldrei hvar þú hefur sjálfan þig.
Þegar hann var átján ára
gamall hafði hann — án hennar
vitundar — farið f bæinn sem
hún hafði fæðzt f, og þar hafði
hann einnig fæðzt — veikburða
og löngu fyrir tfmann á köldum
janúardegi árið 1945. Hann hafði
ekki fundið neitt: engin sú til-
finning greip hann að nú loksins
væri hann kominn heim. Engin
rómantfsk kennd sem hann hafði
vonað að kynni að hafa blundað
með sér. Hann hafði komið f svip-
Iftið þorp, þar sem stærsta
byggingin var klaustur sem stóð
við aðaltorgið f bænum. Hann
hafði spurzt fyrir: hvort einhver
myndi eftir móður hans, en eng-
inn þeirra sem hann átti tal við
virtist muna eftir henni. Þegar
móðir hans komst á snoðir um
þetta varð hún fjúkandi vond,
eins og hann hefði með þessu
vaðið á skftugum skónum inn f
einkalff hennar, sem henni var
annt um að hún fengi að eiga ein
og með sjálfri sér. En sfðan hafði
hún rðast. Hún hafði spurt hann
spjörunum úr og hlustað á svör
hans með Iftt dulinni kfmni.
— Auðvitað mundi enginn
eftir mér. Fólk hcfur ekkcrt
minni. Það gleymir öllu jafnóð-
um. Ég var fegin ég skyldi fara
þaðan. Hundleiðinlegur bær. Eg