Morgunblaðið - 24.02.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 24.02.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 3 Ljósm : Þórólfur Magnússon Bifreiðin féll niður skriðurnar sem eru lengst til hægri á myndinni. Til vinstri sjást bæirnir Máná og Dalabær. „Hélt að Birgir hefði farið niður með bílnum” — segir Þórdís Ingimarsdóttir, sem var farþegi í bílnum er hrapaði niður Mánárskriður „ÉG sá bílinn fara fram af skriðubrúninni og ég hélt að Birgir væri enn í bflnum, og þar af leiðandi brá mér gífurlega. En sem betur fer hafði Birgi tekizt að henda sér út úr bflnum og stóð hann upp rétt á eftir ómeiddur." sagði Þórdís Ingimarsdóttir, en hún var farþegi í bifreið Birgis Ólafssonar frá Hofsósi, sem var svo óheppinn að missa nýlega bifreið sfna fram af Mánárskriðum sem eru skammt frá Siglufirði. Þórdís sagði, aó þau Birgir hefðu verið á leið frá Siglufirði til Hofsóss, þar sem þau eiga heima, skömmu eftir hádegi á laugardag. Þau vissu að gífur- leg hálka var í Mánárskriðum og að menn höfðu lent þar i erfiðleikum á bílum sínum. „Þegar við komum efst I brekkuna, bað Birgir mig að fara út úr bilnum og ganga niður skriðurnar, þvi honum leizt ekki meir en svo á þær. Það háttar þannig til i skriðunum nú, að veginum hallar frá brekkunni og ef eitthvert farartæki fer af stað, þarf ekki að spyrja að leiks- lokum. Nú ég fór út úr bílnum og Birgir ætlaði að fara rólega niður veginn. Ég leit eitthvað í aðra átt, en um leið og ég leit aftur við, sá ég bílinn hverfa fram af vegarbrúninni." Bifreið Birgis var nýleg Volvo bifreið Það er ekki mikið heillegt eftir af henni, því hún féll fram af 150 metra háum hömrum niður í fjöru. Á leiðinni niður kastaðist vélin út úr bílnum er hún skall utan í hömrunum. Fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði sagði 1 gær, að það væri vitavert af Vegagerðinni að láta veginn vera svona. Ef þorandi ætti að vera að aka veginn án þess að eiga á hættu að falla fram af, þyrfti að laga hann þannig að honum hallaði inn að fjalls- hlíðinni en ekki út að sjónum. Ungrir piltur stórslas- aðist 1 umferðarslysi UNGUR piltur stórslasaðist f umferðarslysi á Laugarnesvegi f gær. Var pilturinn á skellinöðru er hann lenti I árekstri við flutn- ingabíl. Hann höfuðkúpubrotn- aði, handleggsbrotnaði, brot kom f hálslið og auk þess skarst piltur- inn mjög mikið f framan. Hann gekkst undir mikla aðgerð á slysadeild Borgarspftalans í gær en var svo lagður inn á spítalann. Hann er ekki talinn f Iffshættu. Nánari atvik voru þau, að pilt- urinn ók suður Laugarnesveginn en bifreiðin norður Laugarnes- veg. Á mót við afurðasölu SlS beygði bíllinn til vinstri í veg fyrir skellinöðruna. Taldi bílstjór- inn að hann myndi geta beygt áður en hjólið kæmi en hefur misreiknað ferð hjólsins sem skall á framhjóli bilsins. Piltur- inn kastaðist af hjólinu og í gegn- um framrúðu bílsins og hlaut þau meiðsli, sem að framan voru rak- in. Traktor stolið RAUÐUM Ferguson-traktor var stolið í Seljahverfi i Breiðholti einhvern tíma á tímabilinu frá s.l. fimmtudegi til mánudags. Trakt- orinn er með olíuvél og veltigrind er á honum. Þeir sem telja sig vita hvar traktor þessi er niðurkom- inn eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. I ljós kom, að pilturinn, sem er 17 ára gamall, hafði ekki réttindi til að aka skellinöðru. Hann hafði engan hjálm á höfði, hjólið sem hann var á, reyndist vera númera- laust og auk þess sætislaust. Mál veitingahúsanna bríút send Sakadómi MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Williams Th. Möller, aðalfull- trúa lögreglustjórans f Reykjavfk og spurðist fyrir um rannsóknina á meintum svikum f veitingahús- um f höfuðborginni, en eins og fram kom f blaðinu á sunnudag- inn hafa veitingahús orðið uppvfs að þvf að nota ólöglega sjúss- mæla. Sagði William að flest benti til þess, að þarna væri að- eins um að ræða tvö veitingahús. Mál þeirra væru f rannsókn og væri ekki meira um þau að segja en þegar hefur komið fram. Bjóst William við þvf, að málið yrði sent Sakadómi Reykjavfkur til meðferðar nú I vikunni. Vegna ónákvæms orðalags á fréttinni i sunnudagsblaðinu Mikil heimþrá á Kanaríeyjum UM 120 tslendingar bfða nú heimferðar frá Tenerife á Kanaríeyjum og vonast þeir flestir til að verkfallið leysist sem skjótast. Morgunblaðið hafði samband við einn þeirra, Kristján Bergþórsson, sem dvelur áTenerife. Hann sagði, að ekki þyrfti að kvarta undan veðrinu, um 18 stiga hiti væri daglega, sól og sumarblfða. Engu að siður vildi flest fólkið komast heim til sin hið fyrsta af ýmsum ástæðum, ekki hvað sizt vegna barna sinna og fjöl- skyldna, einnig vegna skatta- framtals og söluskatts atvinnu- rekenda og siðast en ekki sízt vegna peningaleysis flestra. — Allir hér eru við beztu heilsu og senda vinum og vandamönnuin beztu kveðjur. Við vonum að verkfallið leysist hið fyrsta, sagði Kristján. mátti ætla, að Löggildingarstofan sæi veitingahúsum og þjónum fyrir vínmælum. Þetta er ekki rétt, og hefur Jón Agnars, for- stöðumaður Löggildingarstofunn- ar beðið Mbl. að koma því á fram- færi, að eigendur mælitækjanna sæju sjálfir um innflutning og smiði þeirra. Hins vegar bæri þeim skylda til að fá þau löggilt hjá Löggildingarstofunni áður en þau eru tekin í notkun, eins og réttilega kom frá í fréttinni. Það Framhald á bls. 35 SVK fjölg- ar ferðum FERÐIR Strætisvagna Reykja- vfkur og Kópavogs og Landleiða, sem aka til Hafnarfjarðar. munu verða óbrevttar enn um sinn frá þvf sem verið hefur undanfarna daga. Þó verður sú breyting á hjá Strætisvögnum Kópavogs, að vegna mikils fjölda farþega verður f dag ekið samkvæmt venjulegri áætlun, þ.e. á 12 mfn- útna fresti. Strætisvagnar Reykjavíkur aka á öllum leiðum á hálftíma fresti, þ.e. samkvæmt kvöldáætlun. Strætisvagnar Kópavogs aka eftir venjulegri áætlun eins og fyrr segir og það sama er að segja um Landleiðir. Sú breyting hefur orðið þar, að vagnarnir aka ekki lengra en að Álfafelli i stað Hval- eyrarholts, sem venjulega er endastöð vagnanna. Er það vegna þess hve Strandgatan er illa farin eftir vatnsveðrið s.l. föstudag. Hefur ekki fengizt undanþága hjá Hlíf til að hefla Strandgötuna og treysta Landleiðir sér ekki til að láta vagna sína aka götuna af ótta við að þeir hreinlega brotni niður. Vitni munu hafa verið að slys- inu og er það ósk slysarann- sóknardeildar lögreglunnar, að þau hafi samband við deildlna sem allra fyrst. Síminn er 10200. 20. febr. var undirritaður samningur milli Revkjavfkur og Seltjarn- arneskaupstaðar um breytingu á lögsögumörkum o.fl. Samninginn undirrituðu Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri og Birgir Jsl. Gunnars- son, borgarstjóri. Með þeim eru á myndinni bæjarfulltrúarnir Njáll Þorsteinsson og Karl B. Guðmundsson, borgarfulltrúarnir Magnús L. Sveinsson, Ölafur B. Thors, Albert Guðmundsson og Kristján Bene- diktsson og Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri. steins Verðbólga i % Frá nóvember 1974 til nóvember 1975 Atvinnuleysi i % síðustu handbærar tölur: + 43,8 ISLANO STÓRA BRETLAND ITALIA BELGlA FRAKKLAND SVlÞJÓÐ BANDARlKIN AUSTURRlKI V ÞÝZKALAND DANMORK og sleggju ÞESSI línurit sýna annars veg- ar verðbólgu í viðkomandi OECD-löndum sfðustu 12 mánuði frá 1. nóvember 1975 og annars vegar hlutfall at- vinnulausra af vinnufærum mönnum f hverju landi. Athyglisvert er að þar sem minnst atvinnuleysi er, er mest verðbólga, en það er ein- mitt á tslandi. Næst kemur Bretland, en þar er atvinnu- leysið tæplega fimm sinnum meira en á tslandi. Næst- minnsta verðbólgan er i Dan- mörku en á hinn bóginn er atvinnulevsið þar alvarlegast, hvorki meira né minna en 11%. Annars tala Ifnuritin bezt sfnu máli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.