Morgunblaðið - 23.03.1976, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
Líkfundur
á Selfossi
I GÆRMORGUN fannst Ifk af
ungum karlmanni f sand-
blevtu rétt fyrir nedan Olfus-
árbrú, skammt frá Selfoss-
kirkju. Revndist þetta vera lík
22 ára gamals Reykvikings,
Hallgríms Georgs Guðbjörns-
sonar, Hverfisgötu 32. Hall-
grímur heitinn hvarf 9.
desember s.I. og spurðist ekk-
ert til hans þrátt fyrir leit.
Virðist sem hann hafi fallið
undir ís i ánni, því að þá var
áin í klakaböndum.
14 skip með
2800 tonn
í gærkvöldi höfðu 14 loðnu-
skip tilkynnt ioðnulöndunar-
nefnd um afla, samtals 2800
tonn og hiifðu skipin aðallega
fengið aflann seinnipart dags í
gær úti af Garðskaga. Virtist
sem þar væri töluverð loðna á
ferð, og ásigkomulag hennar
allgott enda þótt hún væri
orðin nokkuð laus i sér.
Heildaraflinn á loðnuver-
tíðinni var í gær orðinn 325
þúsund tonn en var um sama
leyti í fyrra 430 þúsund tnnn
Vel safnast
hjá Víkingi
SÖFNUN hlutafjár hjá flug-
vélaginu Víkingi gengur vel að
sögn forráðamanna fyrirtækis-
ins. Félaginu berast 2—3
hlutafjárloforð daglega og eru
það aðallega um kaup á
smærri hlutabréfum að ræða
— 5—20 þúsund krónur en þó
eru einstöku menn stórtækari,
að þvi er Morgunblaðinu var
tjáð í gær. Hlutafé félagsins er
nú samtals orðið milli 73 og 74
milljónir króna en takmark
forráðamanna fyrirtækisins er
100 milljónir króna í hlutafé.
Stjórn félagsins sat á fundi í
gær með forráðamönnum Olíu-
félagsins, helzta kröfuhafa í
þrotabú Air Vikins, sem jafn-
framt er orðið hluthafi í hinu
nýja flugfélagi.
MA-nemi vann
Guðmund Sig.
Akureyri —22. marz
GUÐMUNDUR Sigurjónsson
stórmeistari, tefldi fjöltefli á
laugardaginn við 24 nemendur
úi* menntaskólanum, gagn-
fræðaskólanum og iðnskólan-
um á Akureyri. Leikar fóru
svo að Guðmundur vann 22
skákir, tapaði einni og gerði
eitt jafntefli. Óttar Armans-
son, MA, vann skák sina við
stórmeistarann og Einar Birgir
Steinþórsson, MA, gerði jafn-
Hafnargarður
gaf sig í brimi
Breiðdalsvík — 22. marz
I MIKLU brimi hér aðfarar-
nótt sunnudags brotnaði um 15
metra stykki framan af
hafnargarðinum. Skemmdir
hafa ekki verið kannaðar til
neinnar hlítar og ekki hægt að
segja fyrir um þær með neinni
vissu fyrr en lægir. Þó er Ijóst
að þarna hefur orðið tilfinnan-
legt tjón og Ijóst að viðgerð á
garðinum verður kostnaðar-
söm. Ekki breytir þetta neinu
um bryggjupláss í höfninni en
mun ókyrrara verður í henni
fyrir bragðið.
— fréttaritari
Ljósm. Friðþjófur.
ÓK Á STAUR — Bifreið var ekið á staur í Lækjar-
götu síðdegis í gær. Kona ók bifreiðinni og mun
henni hafa fatazt vegna bilunar, sem varð í bifreið-
inni. Konan meiddist lítið en bifreiðin er mikið
skemmd eins og myndin ber með sér. Slökkviliðið
var kallað á staðinn til að hreinsa upp olíu, sem lekið
hafði á götuna.____________________
Ekið á tvo pilta
og þeir stórslasaðir
TVEIR ungir piltar, 15 og 16 ára, liggja stórslasaðir og I Iffshættu á
gjörgæzludeild Borgarspftalans eftir að bifreið ók á þá ofarlega á
Laugavegi aðfararnótt s.l. sunnudags. Bifreiðinni ók Svfi, sem er hér I
viðskiptaerindum. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum
áfengis.
Slysið varð klukkan 2,15 um
nóttina. Bifreiðin, sem er Volks-
wagen bflaleigubifreið, ók vestur
Laugaveg en piltarnir tveir voru á
gangi á Laugaveginum við
Laugarnesveg. Voru þeir á miðri
hægri akgrein Laugavegar þegar
bifreiðin skall á þeim. Annar pilt-
anna kastaðist í götuna en hinn
dróst smáspöl með bifreiðinni.
Piltarnir voru báðir fluttir á
slysadeild Borgarspítalans en sfð-
an á gjörgæzludeild sömu stofn-
unar að lokinni aðgerð. Þegar
Morgunblaðið spurðist fyrir um
líðan þeirra í gærkvöldi var annar
piltanna alveg meðvitundarlaus
og hinn með lítilli meðvitund. Sá
piltanna, sem meira slasaðist, er
höfuðkúpubrotinn, kjálkabrot-
inn, viðbeinsbrotinn, fót- og hand-
leggsbrotinn auk meiri meiðsla.
Hinn er höfuðkúpubrotinn,
kjálkabrotinn og mjaðmar-
grindarbrotinn.
Bifreiðin hafnaði á staur og er
talsvert skemmd. ökumaðurinn
skarst í andliti og farþegi í fram-
sæti skaddaðist einnig nokkuð f
andliti.
Brennivínið
hækkar mest
MORGUNBLAÐIÐ hafði 1 gær samband við Afengis- og tóbaksverzlun
rfkisins og spurðist fyrir um verð á einstökum áfengistegundum eftir
hækkun. Kom f Ijós, að mest hækkun hefur orðið á fslenzku brenni-
vfni, eða 19,8% hækkun, en minnst cr hækkunin á viskt, eða 11,8%. Að
öllu jöfnu virðist sem verð „ódýru“ vfnanna hafi hækkað meira en
verð á dýrum vínum.
Flaskan af íslenzku brennivíni
kostar eftir hækkun 2600 krónur
en kostaði 2170 krónur. Hækkun-
in er sem fyrr segir 19,8%.
Islenzkt tindavodka hækkar úr
2730 krónum í 3200 krónur eða
17,2%. íslenzkur séniver hækkar
Framhald á bls. 39
Sérfræðingar skoðuðu Þór:
Laga þarf öryggisatriði
áður en sldpið fer aftur
FORSTÖÐUMAÐUR Siglingamálastofnunar rfkis-
ins, Hjálmar Bárðarson, fór ásamt tæknifræðingi
um borð f varðskipið Þór, sem kom til hafnar um
helgina, og kannaði hann ásigkomulag varðskips-
ins eftir tfðar ásiglingar brezkra verndarskipa á
það á sfðustu mánuðum. Var þctta gert samkvæmt
ósk dómsmálaráðherra. Sagði Hjálmar Bárðarson f
samtali við Morgunblaðið f gær, að hann teldi
Hjálmar sagði, að skipið hefði
hvorki verið betur né verr farið
en hann átti von á. Það væri heltí-
ur ljótt á að líta, mikið dældað og
skemmt, en við þær aðstæður sem
nú riktu gætu menn naumast sett
það fyrir sig heldur yrði að ein-
beita sér að lagfæringum á þeim
atriðum sem beinlinis vörðuðu ör-
yggi skipsins og áhafnar þess.
Hann kvað Þór t.d. töluvert
skemmdan að framanverðu og
einnig á brúarvæng og dekki
stjórnborðsmegin, sem gert hefði
Feit og falleg loðna
á Skjálfandaflóa
Húsavík — 22. nxarz
GÓÐ loðnuveiði hefur verið á
Skjálfanda sfðustu daga, en hún
er hins vegar svo nærri landi, að
aðeins smærri bátar geta stundað
þessar veiðar. Loðnan sem þarna
fæst er stór og falleg, og i dag
hafa tveir bátar komið hingað
með fullfermi — Svanur með 30
tonn og Fanney með 20 tonn.
höfuðatriði að gert yrði við ýmislegt það f skipinu
er beinlfnis varðar öryggi þess áður en það léti úr
höfn að nýju til gæzlustarfa og að þá yrði sérstak-
lega hugað að styrkleika þess og þéttleika, auk þess
sem það yrði eins vel varið og við yrði komið. Taldi
Hjálmar að ekki þyrfti að taka langan tfma að
koma þessum atriðum f nægilega gott horf, ef vel
væri unnið við viðgerðina.
verið við til bráðabirgða. Bak-
borðsmegin hefði farið fram
fullnaðarviðgerð að hluta en aft-
an til hefði pallurinn verið fjar-
lægður eftir árekstur, en Hjálmar
taldi til bóta að hann yrði settur
upp að nýju vegna þess að hann
gæti tekið högg af skipinu ef til
frekari árekstra kæmi.
Hann var spurður að því hvort
hann teldi að mikinn tima tæki að
lagfæra Þór svo að hann kæmist á
ný til gæzlustarfa, en hann taldi
svo ekki þurfa að vera, ef vel væri
að verkinu unnið. Hjálmar tók
fram, að skoðunin hefði farið
fram í fullu samráði við eftirlits-
menn Landhelgisgæzlunnar og
væri ekki um neinn ágreining að
ræða milli þessara tveggja stofn-
ana um hvað gera þyrfti.
Næst stærsta aðildarfélag
BSRB hvetur til samkomulags
STARFSMANNAFÉLAG Reykjavíkur, sem er næst stærsta aðildarfélag B.S.R.B.,
hefur hvatt til þess, að kjaradeila opinberra starfsmanna verði leyst með samkomu-
lagi. Kemur þessi áskorun fram í ályktun, sem stjórn og samninganefnd félagsins
sendi frásér í gær. Er ályktunin svohljóðandi:
STJORN og samninganefnd St.
Rv. skorar á ríkisstjórnina að
leggja fram lokadrög í samnings-
réttarmálinu nú þegar.
Þess er vænzt að staðið verði við
þær tillögur, sem þegar hafa verið
lagðar fram í málinu af samninga-
nefnd fjármálaráðuneytisins og
að tekið Verði tillit til ábendinga
samninganefndar B.S.R.B. varð-
andi endurskoðunarrétt aðal-
kjarasamnings.
Stjórn og samninganefnd
félagsins telur hagsmunum opin-
berra starfsmanna og þjóðar-
heildarinnar bezt borgið með því
að samkomulag náist i samnings-
réttarmálinu án tafar, og að þegar
í stað verði gengið frá nýjum
kjarasamningum.
Takist hins vegar ekki að ljúka
samningum fyrir n.k. mánaðar-
mót, verða opinberir starfsmenn
að meta þá, hvernig bregðast
skuli við, þannig að bezt gagni
málstað þeirra.
22. marz 1976
F.h. stjórnar og samninganefndar
St.Rv.
Þórhallur Halldórsson.
Frestun á
Siglufirði
SIGLFIRÐINGAR hafa nú
ákveðið frestun á sjómanna-
verkfalli þvi sem boðað hafði
verið til. Er frestunin um
óákveðinn tíma en verkfallið
átti að skella á á miðnætti i
kvöld. Hefur nú öllum
sjómannaverkföllum, sem boð-
uð voru, verið frestað.
Skuttogarinn Sigluvik kom
inn til Siglufjarðar í gær með
70 tonn af nokkuð góðum fiski.
Hafði Sigluvíkin aðeins verið
úti í 6 daga þannig að þetta er
ágæt veiði. M.J.
Reykjanes-
kjördæmi
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi verður haldinn i Festi i
Grindavík n.k. laugardag kl. 10.00
árdegis. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa verða umræður um
kjördæmaskipan og atkvæðisrétt,
prófkjör og prófkjörsreglur og
framvindu íslenzkra stjórnmála.
Frummælendur verða: Ölafur
G. Einarsson, alþm., Albert K.
Sanders, bæjarfulltrúi og
Matthías A. Mathiesen, fjármála-
ráðherra.
Frestast
r
Alfsnesupp-
boðið enn?
EINAR Ingimundarson sýslu-
maður Kjósarsýslu tjáði
Morgunblaðinu I gær að hann
væri búinn að kveða upp úr-
skurð um beiðni lögmanns Sig-
urbjarnar Eiríkssonar veit-
ingamanns um breytta upp-
boðsskilmála vegna Alfsnes-
uppboðsins. Hins vegar ætti
eftir að birta lögmanninum úr-
skurðinn og þvi gæti blaðið
ekki birt hann nú. Sagði Einar
að hann gæti nú ákveðið nýjan
uppboðsdag, svo fremi sem
lögmaðurinn kærði ekki úr-
skurðinn til Hæstaréttar en
það gæti enn tafið uppboðið.
Morgunblaðið spurði
sýslumann þvinæst að því fyrir
hve háa skuld bjóða ætti upp
Alfsnes og fyrir hverju hún
Framhald á bls. 39