Morgunblaðið - 23.03.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
7
Aldrei mega
ábyrgir menn
síður gefast
upp . . .
f ieiðara timans fyrir
skemmstu sagði Þórarinn
Þórarinsson m.a.:
„Núverandi stjórnar
flokkar tóku höndum
saman. þegar fyrirsjáan-
legir voru miklir og vax-
andi erfiðleikar I efna-
hagsmálum þjóðarinnar.
Þeir hafa lengi verið höf-
uðandstaeðingar I Islenzk-
um stjórnmálum og hafa á
ýmsan hátt óllk sjónar-
mið. Þeir skoruðust samt
ekki undan þvl að axla
sameiginlega byrðina,
þegar sýnt var, að ekki
gat orðið um aðra stjórn
að ræða. og þjóð og land
þörfnuðust þess, að reynt
yrði að sameina kraftana
gegn vaxandi erfiðleikum.
Sllk eru eðlileg viðbrögð
ábyrgra manna á hættu-
stundu."
„Óséð er enn, hvernig
núverandi stjórn tekst að
rækja það erfiða hlutverk.
sem hún tókst á hendur
fyrir rúmlega einu og
hálfu ári. Segja má, að
hún standi nú I miðjum
bardaganum, bæði út á
við og inn á við. Þess
vegna er það furðuleg
óskhyggja hjá stjórnar-
andstæðingum, þegar þeir
eru nú að gera sér vonir
um að stjómin sé að gef-
ast upp, stjórnarsamstarf-
ið sé að rofna og kosning-
ar standi fyrir dyrum.
Aldrei mega ábyrgir menn
slður gefast upp en þegar
mest á reynir. Þjóðin ætl-
ast llka áreiðanlega til
annars af aðalflokkum
slnum en að þeir bogni
fyrir erfiðleikunum. Miklu
frekar er það ósk hennar,
að þeir taki nú traustlega
á málum og beiti þing-
meirihluta slnum I sam-
ræmi við það. Óneitan-
lega hefur stjórninni tek-
izt að halda vel á
landhelgismálinu. og þarf
þar engu að kvlða, ef svo
heldur fram sem horfir. f
efnahagsmálunum er
staðan erfiðari, og þó
kannski einkum vegna
þess. að þjóðin gerir sér
tæplega Ijóst. hve alvar-
leg staðan er. Þar þarf
stjómin að upplýsa menn
betur og grlpa til viðeig-
andi úrræða, þótt ýmsum
geti fundizt þau örðug I
bili. En umfram allt má
ekki láta óeiningu og
sundrungu bætast við þá
erfiðleika sem fyrir eru."
Slðar I leiðaranum seg-
ir: „Stjórnarandstæðingar
skulu þvl leggja þá
drauma á hilluna, að
stjórnarsamstarfið sé að
rofna. Þeir ættu jafnframt
að láta stjórnast af meiri
ábyrgðartilfinningu en
óraunsærri óskhyggju.
Það myndi auka veg
þeirra mest, ef þeir legðu
fram krafta slna sem
ábyrg stjórnarandstaða til
að greiða fyrir lausn hinna
miklu vandamála. sem
fengizt er við."
Stríðandi og
andstæð
brotabrot
Ástæða er til að vekja
athygli á þessum leiðara-
skrifum Tlmans. Stjórnar-
andstaða hefur á hendi
þýðingarmikið og nauð-
synlegt hlutverk I lýðræð-
isþjóðfélagi. Það aðhald,
sem henni ber að veita
rlkjandi stjórn hverju
sinni. á að felast I sjálf-
stæðri stefnumörkun I að-
steðjandi viðfangsefnum
og vandamálum samfé-
lagsins, svo þjóðinni séu
Ijósir þeir valkostir I
hverju máli, sem fyrir
hendi eru. Eðlileg gagn-
rýni, málefnaleg og á rök-
um byggð, þarf heldur
ekki að stuðla að innbyrð-
is átökum þegar og þar
sem samstöðu og sam-
takamáttar er þörf og
þjóðarhagsmunir krefjast
samátaks. eihs og I land-
helgis- og efnahagsmálum
okkar nú.
Þessum meginþáttum
hlutverks slns hefur
stjórnarandstaðan gjör-
samlega brugðizt. Hún
hefur I engu mótað mark-
tæka stefnu I vandamál-
um þjóðarinnar, enda inn-
byrðis strlðandi og sjálfri
sér ósamþykk. Þau marg-
skiptu brotabrot, sem
stjórnarandstaðan saman-
stendur af, ná aðeins
saman I neikvæðu nöldri.
án marktækrar stefnu-
mörkunar eða samstæðr-
ar tillögugerðar I þjóðmál-
um. Hún er þvl lltt traust-
vekjandi og hefur tak-
markaða tiltrú hjá öllum
almenningi.
I miðju landhelgisstrlði
og átökum við margslung-
inn efnahagsvanda flutti
hún vantraust á rlkis-
stjórnina, án þess að hafa
upp á að bjóða tiltæka
forystu I þjóðmálum né
nokkurs konar ábendingar
um, hvern veg skyldi við
vandamálunum snúast.
Hið neikvæða nöldur og
hið algjöra ábyrgðarleysi
var hið eina, sem marg-
skipt stjórnarandstaða gat
sameinast um og hafði
fram að færa. Sennilega
þarf langt að leita til að
finna lágkúru og lánleysi
á borð við þá, sem eru ær
og kýr stjórnarandstöðu á
fslandi I dag.
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
□
UTSOLU-
MARKAÐURINN
sem hefur vakið
verðskuldaða
athygli er að
L
66
□ Ennþá er hægt aö
gera stórkostleg
kaup á þessum
markaði
Látiö ekki happ
úr hendi sleppa,
því markaöurinn
heldur áfram í stuttan
tíma í viöbót
Hreint út sagt
ótrúleg verð fyrir
1. flokks vörur
it KARNABÆR
Útsölumarkaöurinn.
Falleg íbúð á góðum stað
(parhús)
Höfum til sölu fallega íbúð á mjög góðum
stað í austurborginni (parhús).
Á efri hæð eru 4 — 5 svefnherbergi og
bað. Á neðri hæð samliggjandi stofur,
rúmgott hol og eldhús. í kjallara geymslur
og geta verið 2 föndurherbergi. Allt sér.
SKIP&
FASTEIGNIR
SKULAGÖTU 63 - S 21735 & 21955
heimasími 36361.
0STRATFORD
E N S K I R
PENINGASKÁPAR
þjófheldir — eldtraustir
heimsþekkt —
viðurkennd framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919.
VIO SKERUM SVAMRNN alveg eins og þér óskið.
Stinnan svamp, mjúkan svamp, léttan svamp eða þungan.
Við klœóum hann líka, ef þér óskið -og þér sparið stórfé.
LYSTADÚNVERKSMKXIAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55 5
-----------------------—----------------- t
____________________________________________
Dansk-íslenzka
Y/\,T félagið
minnist nú 60 ára afmælis síns föstudaginn 26.
marz n.k. með hátíðarfundi í NORRÆNA
HÚSINU og hefst hann kl. 20.30.
DAGSKRÁ:
1. Ávarp formanns.
2. SVEN AAGE NIELSEN, sendiherra Dana á íslandi
flytur ávarp.
3. ERLING BLÖNDAL BEGNTSSON og ÁRNI
KRISTJÁNSSON leika á selló og píanó.
4. Borðhald Undir borðum flytur BJÖRN TH.
BJÖRNSSON, listfræðingur ræðu.
Aðgöngumiðar seldir 22. — 25. marz í kaffi-
teríu Norræna Hússins og Bókaverzlun Lárusar
Blöndal.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka
með sér gesti. Aliir Danmerkur vinir velkomnir.
STJÓRNIN
(Áður auglýst 20. febrúar s.l., en var þá frestað
vegna verkfalls).