Morgunblaðið - 23.03.1976, Side 27

Morgunblaðið - 23.03.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 27 Engill við foss, Kjarvalsmynd máluð 1936 Þingvallamynd eftir Finn Jónsson. Skriðjökull hjá Svfnafelli eftir Gunnlaug Scheving. íslandsmálar ar 1 einni gjöf Gjafmildi í garð Listasafns íslands LISTASAFNI íslands berast oft góðar gjafir listaverka og síðasta stór- gjöfin var afhent safninu skömmu fyrir síðustu áramót. Er þar um að ræöa 24 málverk eftir ýmsa kunna íslenzka list- málara, en þessi málverk eru arfur til Listasafns- ins frá Guðríði Stefáns- dóttur Green, sem gift var Kirby Green og bjuggu þau í Banda- ríkjunum. Meóal málara þessara tuttugu og fjögurra mynda eru Kjarval, Túbals, Eggert Guð- mundsson, Finnur Jóns- son, Guðmundur Einars- son, Asgeir Bjarnþórs- son, Gunnlaugur Schev- ing og Nína Sæmunds- son. listasprang Eftír Arna Johnsen Mynd sem Kjarval gerði Guðríði Stefánsdóttur. Við birtum hér myndi: af nokkrum málverk anna. Endurkrafa tryggingafélags af bif- reiðaárekstri ekki tekin til greina Dómsmál vegna tjóna, sem verða við bifreiðaárekstra, eru tíð. Einn flokkur þessara mála er sá, sem tryggingafélögin höfða á hendur þeim, sem þau telja bera sök á árekstrunum. I þessum málum krefjast trygg- ingafélögin, að sá, sem þau telja, að á saknæman hátt hafi orðið valdur að árekstri, endur- greiði þeim það tjón, sem félög- in hafa orðið að greiða öðrum í bætur vegna árekstursins, annaðhvort að hluta eða öllu leyti. Hér á eftir skal rakinn dómur, sem Hæstiréttur kvað upp í einu slíku endurkröfu- máli tryggingafélags í vetur. Málavextir Málavextir voru i stórum dráttum þessir. Klukkan 9 að kvöldi 27. janúar 1973 varð árekstur á Suðurlandsvegi skammt vestan við vegamót Biskupstungnabrautar á milli bifreiðanna Y-3142 og R-11785. Atvik að árekstrinum voru þau, að R-11785, landróverjeppa, var ekið austur Suðurlandsveg. A þeim stað, sem áreksturinn varð siðar, hafði bifreiðin X- 1656 lent út af veginum norðan megin, það er vinstra megin við akstursstefnu landróverjepp- ans. Ökumaður jeppans stöðvaði þess vegna bifreið sína hægra megin á veginum. A meðan jeppabifreiðin stóð þarna, bar að Moskvitsbifreið, X-2615, sem einnig var á austurleið. Staðnæmdist hún vinstra megin við jeppann. Enn bar að volkswagenbifreið úr sömu átt, en ökumanni hennar tókst ekki að stöðva hana í tæka tíð. Skall þvi framendi hennar aftan á áðurnefnda moskvits- bifreið. Nokkru síðar hugðist ökumaður jeþpans koma bifreiðinni, sem þarna hafði ekið út af veginum, til aðstoðar og draga hana upp á veginn. I því skyni ók hann jeppanum aftur á bak og sveigði til vinstri yfir veginn. A meðan á þessu stóð, bar að bifreiðina Y-3142, sem var á vesturleið. Ökumanni Y-bílsins tókst ekki að stöðva hann í tæka tíð og ók hann utan í vinstri hlið jeppabifreiðar- innar. Vísast nánar til með- fylgjandi uppdráttar af vett- vangi til glöggvunar á þeirri óneitanlega nokkuð flóknu atburðarás, sem hér átti sér stað. Bifreiðin Y-3142 var tryggð hjá vátryggingafélaginu Trygg- ing h.f., og varð félagið að greiða eiganda bifreiðarinnar kr. 237.535,- í viðgerðarkostnað á skemmdum, sem hlutust við þennan árekstur. Trygginga- félagið taldi hins vegar að öku- maður jeppabifreiðarinnar ætti sök á því, að til árekstursins skyldi koma. Höfðaði Trygging h.f. þvi mál á hendur honum, svo og Samvinnutryggingum, þar sem jeppabifreiðin var Frá Hæslarétti eftir ÁRNA GRÉTAR FINNSSON tryggð og krafði þá um endur- greiðslu á viðgerðarkostnaði, sem Trygging h.f. hafði orðið að greiða vegna Y-bílsins. Sjónarmið málsaðila Stefnandi, Trygging h.f., rök- studdi kröfur sínar á hendur ökumanni jeppans meðal annars með því, að hann hefði gerzt brotlegur við ákvæði umferðarlaga með því að aka jeppanum aftur á bak úr kyrr- stöðu við hægri vegarbrún, þvert yfir hraðbraut i myrkri og slæmu skyggni, fram hjá kyrrstæðri bifreió, sem byrgði útsýn fyrir umferð frá austri, án þess að gera ráðstafanir til aðvörunar fyrir umferð. Bæri honum og vátryggingafélagi hans þvi að endurgreiða stefn- anda, Tryggingu h.f., umrætt tjón. Stefndu, ökumaður jeppans og vátryggingafélag hans, Samvinnutryggingar, kröfðust sýknu og töldu, að ökumaður Y-bilsins hefði einn átt sök á tjóninu. Rökstuddu þeir sýknu- kröfu sína meðal annars með því, að ökumaður Y-bílsins hefði ekið allt of hratt miðað við aðstæður. Við mat á öku- hraðanum beri að hafa í huga akstursskilyrði, sem í þessu til- felli hafi verið afar slæm, myrkur, stormur, rigning, hálka og veglýsing engin. Þá hafi ökumaður Y-bílsins brotið þá grundvallarreglu, að öku- hraðinn skuli aldrei vera meiri en svo, að stöðva megi ökutæki á 'á hluta þessa vegar, sem hindrunarlaus er framundan. Eðlilegt hefði verið, að öku- maður jeppans stöðvaði bíl sinn til að huga að, hvort fóikið sem var í bifreiðinni, sem þarna hafði verið ekið út af veginum, væri hjálpar þurfi. Hafi honum raunar verið það skylt. Þátöldu stefnduþað rangt, að jeppanum hefði verið ekið aftur á bak í veg fyrir Y-bilinn, enda hefði hann þá verið fjarri vettvangi. Héraðsdómur Dómur var kveðinn upp f málinu í borgardómi Reykja- vikur 2. maí 1974. I forsendum dómsins segir meðal annars: Af framburði vitna, þykir full sannað, að jeppabifreiðin var stöðvuð, þá er áreksturinn varð, og hafi verið það í að minnsta kosti tvær til þrjár mínútur. Þá er með framburði þessara sömu vitna talið sannað, að ökumaður jeppans hafi beðið menn að vera á varð- bergi fyrir aðvifandi umferð meðan hann bakkaði yfir veginn. Þá var bifreiðin X-2615 á miðjum vegi með stöðuljós og ennfremur fleiri bílar með ein- hverjum ljósum á vettvangi. Stefnandi hefur því ekki sýnt fram á, að ökumaður jeppans hafi hagað akstri sinum yfir veginn á þann hátt, að honum verði gefin sök á árekstrinum. Hins vegar þykir í ljós leitt með framburði vitna, að miðað við aðstæður hafi hraði Y- bifreiðarinnar verið of mikill. Þegar ökumaður hennar varð var bifreiðarinnar X-2615 á miðjum vegi með stöðuljósum, mátti honum vera ljóst, að sér- stakrar aðgæzlu var þörf. Þykir ökumaður Y-bifreiðarinnar því með aksturslagi sínu hafa sýnt sérstaklega litla aðgæzlu og brotið i bága við fyrirmæli 49. greinar umferðarlaga, en í þeirri grein eru meðal annars eftirfarandi ákvæði: „Ökuhraða skal ávallt miða við .. . staðhætti, færð, veður og umferð og haga þannig, að aksturinn valdi ekki hættu eða óþægindum fyrir aðra veg- farendur." Ennfremur: „Hraðinn má aldrei vera meiri en svo, að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á ökutæki og stöðvað það á þriðjungi þeirrar vegalengdar, sem auð er og hindrunarlaus framundan og ökumaður hefur útsýn yfir.“ Loks segir svo í héraðsdómn- um: „Þegar á mál þetta er litið í heild sinni og framangreindar ástæður sérstaklega hafðar í huga, þykir rétt að sýkna stefndu (ökumann jeppans og Samvinnutryggingar) í máli þessu af öllum kröfum stefn- anda (Tryggingar h.f.?. Hæstaréttardómur Trygging h.f. undi ekki niðurstöðu undirréttardómsins og áfrýjaði málinu til Hæsta- réttar. Þar var undirréttar- dómurinn staðfestur þann 7^ nóvember síðast liðinn með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms. Undirréttardóminn kvað Hrafn Bragason, borgardómarí, upp. Fyrir Hæstarétti fluttu málið hæstaréttarlögmennirnir Páll S. Pálsson og Gunnar M. Guðmundsson. fl- b~; c-. D H-. R - 11795' y-3/VA X - a c /s~ X -2SV? x - /trt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.