Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 Niðurstaða kvið- dómsins í Hearst-mál- inu kom mjög á óvart: San Francisct), Los An^eles, New York 22. marz Reuter — AF ■ Ijögl'ræöingar Patriciu Hearst, sem á laugardagskvöld var sek i'undin af kviðdómi í San Fransisco um aöild aó vopnuðu bankaráni, rnunu fara þess á leit viö alríkisdómarann i málinu, Oliver Carter, aó hann komi í veg fyrir aö hún veröi flutt til Los Angeles þar sem hún á í vændum réttarhöld vegna annarra ákæru- atriða. Albert Johnson sem var aðstoðarmaður Patty á nú í vændum enn frekari réttarhöld verjandans, F. Lee Bailey, sagði að slíkur flutningur væri tillits- laus vió Patriciu eins og nú stæöi á og hann myndi biðja Carter dómara að fresta flutningnum þar til hann hefur kveðið upp refsingu yfir henni 19. apríl. El' slíkri óformlegri beiðni yrði vísað á bug myndi hann fara fram á að málið færi fyrir dóm. 0 Kviðdömurinn í bankaránsmálinu til- kynnti um niðurstöðu sína á laugardagskvöld eftir að hafa rætt málið í aðeins 12 klukkustundir. Nióurstaðan um sekt Patty Hearst kom mjög á óvart eftir svo skamma stund. Kviðdómendurnir, sjö konur og fimm karlar, vióurkenndu þar með málflutning ákæruvalds- ins, sem James Brown- ing, saksóknari, flutti, þ.e. að Patty hafi gerzt félagi í Symbíónesíska frelsishernum eftir aó henni haföi verið rænt og tekið þátt í starfsemi hans af frjálsum vilja. Browning gaf i skyn á blaðamannafundi í gær að Patty gæti hugsanlega sloppió við frekari fangelsisvist vegna bankaránsákærunnar ef hún féllist á að bera vitni gegn tveimur af félögum Symbíónesfska frelsis- hersins, William og Emily Harris, þegar að því kemur aó þau verða ákærð fyrir að hafa rænt henni. Réttarhöldin í Los Angeles, sem veröa vegna skotbardaga fyrir utan sportvöruverzlun eina þar eftir bankaránið í San Fransiseo árið 1974, geta hugsanlega orðið alvarlegra mál fyrir Patty því að þar getur hún átt von á lifstíðarfangelsis- dómi. Hámarksrefsing vegna bankaránsins er hins vegar 33 ára fangelsisvist. I Los Angeles verður Patty, ásamt William og Emily Harris, ákærð fyrir rán, likamsárás og mannrán. • VIOBRÖGÐ Er kviðdómendur höfðu lýst Browning — sigraði öllum á óvart. Bailey — tapaði öllum á óvart niðurstöðu sinni á laugardag sagði Carter dómari, að hún væri „í góðu samræmi við sönnunargögn málsins." Patty sat grafkyrr er úrskurðurinn var lesinn upp og sást ekki bregða. Yngri systur hennar tvær snöktu hins vegar, móðir hennar, Catherine, brast í grát er hún fór út úr dómshús- inu, og faðir hennar, blaða- kóngurinn Randolph Hearst, viknaði einnig. Hann sagði fréttamönnum: „Við áttum sannarlega ekki von á þessum sektarúrskurði." Verjandi Patty, F. Lee Bailey, einn kunnasti lögmaður Bandaríkjanna, sem við réttar- höldin þótti sýna mikla leikni en um leið nokkurn leikara- skap, sagði, að er úrskurðurinn hafði verið tilkynntur, hefði Patty spurt sig: „Ætli ég hafi nokkurn tíma átt nokkra mögu- leika". Bailey sagði að hún hefði alla tíð verið svartsýn um úrslit málsins. Hann sagði að hann hygðist áfrýja dómnum, en myndi ekki skýra frekar frá því fyrr en Carter hefur kveðið hann upp í næsta mánuði. Browning , saksóknari, sem við réttarhöldin þótti hafa gert ýmis mistök og fallið i skugga hins kraftmikla og slóttuga verjanda, var augljóslega ánægður með nióurstöðu kvið- dómsins, og sagði að það hefði komið sér að liði að hann væri San Fransisco-lögmaður og þekkti því hugsunarhátt og við- horf borgarbúa betur en Bailay. Því hefði hann skilið betur hvernig átti að höfða til kviðdómendanna. Browning sagði að það sem að hans mati hefði verið vitnisburður henn- ar sjálfrar. „Ég held að hann hafi verið svo ótrúleg saga“. • SAMUÐIN VÉK FYRIR SÖNNUNUM Einn kviðdómenda, Norman Grim, segir í samtali við viku- ritið Newsweek að honum hafi þótt lítið til málflutnings Baileys verjanda koma. Þá sagði hann að kviðdómendurnir hefðu í upphafi haft miklasam- úð með Patty. „En siðan þokaði samúðin fyrir sönnunum.“ Skýring verjendanna um að Patty hefði verið heilaþvegin gæti ekki skýrt öll atriði máls- ins. „Ég ímynda mér að unnt sé að þvinga manneskju", sagði hann, „en ég held ekki að það sé mögulegt að þvinga hana á þennan hátt allan þennan tima.“ Félagarnir úr Symbíonesíska frelsishernum, Harris-hjónin, sögðu í yfirlýsingu sem lög- fræðingur þeirra birti eftir að kunngjört hafði verið um nið- urstöðu kviðdómenda: „Okkur er það ekkert gleðimál að Patricia Hearst eða einhver annar skuli hafa verið fundinn sekur, en við getum ekki ann- að en borið virðingu fyrir kvið- dómi, sem ekki lætur málsvörn sem byggð er á blálaldri fölsun veruleikans beygja sig — máls- vörn sem Bailay og Hearstfjöl- skyldan útbjuggu, ekki aðeins til að fá Patriciu sýknaða, held- ur lika til að flokka byltingar- sinna sem „nauðgara" og „heilaþvottarmenn" og gera fjölda annarra saklausra manna meðseka. Við vonum að- eins að Patricia sjái að siðleysi lyga og svika eyðileggur fólk en frelsar það ekki“. Danmörk: Átök vegna munaðar- leysingja frá Víetnam Kaupmannahöfn 22. marz — Reuter ANKER Jörgensen, forsætisráð- herra Iianmerkur, sagði í dag, að vestur-þýzkur blaðamaður. Henning Becker, sem tekið hefur að sér 200 vietnamska munaðar- leysingja, og stuðningsmenn hans kynnu að verða fangelsaðir ef þeir reyndu að ná sambandi við börnin eftir ofbeldi og átök um helgina. Forsætisráðherrann sagði þetta eftir sérstakan ríkis- stjórnarfund, sem kallaður var saman eftir átökin. Becker þessi kom með börnin sem öll urðu munaðarlaus í Víet- namstyrjöldinni, til Danmerkur i apríl s.l. Aður hafði danska félagsmálaráðuneytið látið loka inni allmörg börn víetnömsku barnanna eftir að þau höfðu með ólátum mótmælt því að vera tekin frá Becker. 28 barnanna brutu húsgögn og rúður á dvalarheimili því sem þeim hefur verið komið fyrir á. Það var s.l. föstudag sem lögreglan tók börnin úr húsi því Spænska íhaldið áhyggjufullt Madrid 22. marz — Reuter Hin áhrifamiklu samtök fyrrver- andi herforingja á Spáni skoruðu í dag í lokayfirlýsiogu þings síns í Madrid á ríkisstjorn landsins að afnema ekki bann við starfsemi stjórnmálaflokka og vísa á bug þrýstingi erlendis frá um umbæt- ur á stjórnarfari í lýðræðisátt. Samtök þessi, sem í eru dyggir stnðningsmenn Francostjórnar- innar, lýsa því yfir að upplausn sé að skapast og allt pólitískt frum- kvæði komi nú frá undirróðurs- öflum. Þá segir að samtökin muni ekki þola að stjórnarhættir þeir sem Franco, einræðisherra, kom á verði afnumdir. Samtök þessi eiga mikil ítök á þingi Spánar — Cortes. Víðtæk Loch Ness-rannsókn síðar á árinu Boston 22. marz — Reuter UM 40—50 vísindamenn frá bandarlskum, kanadískum og brezkum háskólum munu gangast fyrir víðtækri rannsókn á hugsan- legri tilvist Loch Ness skrímslisins í Skotlandi sfðar á þessu ári, að þvf er dr. Robert Rines gamalkunnur Nessie- veiðari, skýrði frá í gær en hann er yfirmaður vísindaakademíu í Boston. Hann sagði að mikill fjöldi háskóla og vísindastofnana hefði tekið höndum saman með akademiunni um skipulagningu tilrauna, fjárveitingu og mann- afla. Rines nefndi ekki við- komandi stofnanir eða vísinda- menn, en kvað akademíuna sam- ræma starf þeirra. Akademían varð miðpunktur mikilla deilna nýlega vegna Ijósmynda sem hún lagði fram og kvað sannanlega af skrímslinu. Dr. Rines sagði ekki hvenær rannsóknin myndi hefjast en að sumir vísinda- mannanna hefðu þegar hafið und- irbúning. ■ ■■ ’ \f/ ERLENT . sem þau hafa dvalið i með Becker, sem var sviptur umráðarétti yfir þeim í síðasta mánuði. Hafa átt sér stað blóðug átök milli lögreglumanna, félagsmálafull- trúa og nokkurra barnanna um helgina. Ýmis blöð í Danmörku hafa krafizt þess að Becker verði rekinn úr landi vegna þáttar hans í málinu, en Anker Jörgensen visaði þvi á bug. Mótmæli gegn USA í Bangkok Bangkok 22. marz — Keuter FJÓRIR biðu bana og 70 særðust í Bangkok í gær í sprengingu sem átti sér stað við mótmælaaðgerðir stúdenta gegn Bandaríkjunum. Var heimagerðri sprengju varpað inn í göngu mótmælenda sem var á leið til bandaríska sendiráðsins. Mótmælaaðgerðirnar voru að öðru leyti friðsamlegar, en þeim var ætlað að ýta á éftir kröfum stúdenta um að Bandaríkjamenn tækju saman allar föggur sínar og hyrfu á brott með þær herbæki- stöðvar sem þeir hafa enn I land- inu, og að ákvörðun ríkisstjórnar- innar á laugardag um að Banda- ríkjastjórn flytti heim 4000 starfs- mann bandaríska hersins 1 Thai- landi á fjórum mánuðum yrði framfylgt. Brezk blöð gagnrýna prinsessuna AP-simamynd Snowdon lávarður á blaða- mannafundi í Hong Kong í fyrri viku áður en tilkynnt var um skilnað þeirra Margrétar prinsessu. London 22. marz, Reuter MARCIRÉT Bretaprinsessa dvaldi í Windsor með drottningunni systur sinni og móður yfir helgina í ró og næði, en varð hins vegar fyrir óvenjulegri gagnrýni í tveim- ur brezkum blöðum f gær. t forsíðugrein í Sundav Mirror eftir Audrey Whiting, sem skrifað hefur um málefni hirðarinnar, segir að vegna þess að Margrét hefur verið ófær um að sinna opinberum skvldum sínum að fullu und- anfarna mánuði hafi Anna prinsessa orðið að taka þær á sig. Segir blaðamaðurinn, að Margrét verði snarlega að gera það upp við sig hvort hún ætli að verða ábyrgðarfullur og virkur meðlimur konungsfjöl- skyldunnar eða hvort hún ætli að snúa aftur til síns fyrra lífs — „hvort hún sé reiðubúin til að snúa baki við hinum létt- lynda og næstum því óábyrga félagsskap sem hreif hana svo lengi“. t forsíðuleiðara segir Sunday People að í hreinskilni hefði Margrét ekki unnið fyrir þeim 35,000 sterlingspundum sem ríkið greiðir henni árlega og spyr hvort hún gefi fordæmi sem vænzt sé af brezku konungsættinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.