Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR OG LESBÓK
68. tbl. 63. árg.
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
USA:
Hernaðar-
aðstoð við
Tyrki á ný
Washington 26. marz Reuter
BANDARtKIN og Tyrkland náðu
í dag samkomulagi um fjögurra
ára hernaðaraðstoó Bandaríkja-
manna við Tvrkland og mun það
leiða af sér að opnaðar verða að
nýju herstöðvar Bandaríkja-
manna i Tyrklandi.
Greint var frá samkomulaginu
af þeim Henry Kissinger utan-
ríkisráðherra Bandarikjanna og
tyrkneska starfsbróður hans,
Ihsan Sabri Caglayangil, að lokn-
um fundum þeirra í Washington.
Þeir sögðu að nánari atriði sam-
komulagsins yrðu sögð á mánu-
daginn, en fréttamenn segja að
skiija hafi mátt þá svo að í sam-
komulaginu fælist að Bandaríkin
myndu verja um 1 milljarði
dollaraí hernaðaraðstoð við Tyrk-
land á samningstímanum.
Samningurinn tekur gildi þegar
þing beggja landanna hafa stað-
fest hann, en bandaríska þingið
hefur fram að þessu neitað að
fallast á hergagnaaðstoð eða
hernaðaraðstoð við Tyrkland.
Tyrkir lokuðu um 26 bandarísk-
um stöðvum i landi sinu í júlí sl.
vegna vopnabanns sem þingið
setti á Tyrki eftir innrás þeirra á
Kýpur.
Dormað á loðnumiðunum í Faxaflóa, en þessa sól-
setursmynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar
Axelsson, i mikilli stemmningu.
Jorge Videla skipað-
ur forseti Argentínu
Stjórnin kveðst sitja næstu þrjú ár
Buenos Aires 26. marz. Reuter.
HERFORINGJASTJÖRN Argen-
tfnu skipaði í dag Jorge Videla
yfirmann flughers forseta iands-
ins. Hann mun taka við embætti
formlega næstkomandi mánudag
að þvf er sagði f tilkvnningu her-
foringjastjðrnarinnar. Búizt
hafði verið við því að Videla yrði
látinn taka við starfi forsetans.
Stjðrnin hélt í dag áfram að
láta handtaka menn i stðrum stfl
mörg hundruð opinberum starfs-
mönnum hefur verið sagt upp
störfum fyrirvaralaust og f dag
var tilkynnt að fimm stjðrnmála-
flokkar á vinstri vængnum hefðu
verið bannaðir. 1 reynd hefur
stjórnin lamað alla aðra starf-
semi stjðrnmálaflokkanna, en
þessir fimm eru tveir Maoista-
Foot vex fylgi
London 26. marz
Reuter. NTB.
JAMES Callaghan, utanrfkisráð-
herra Breta horfir fram á mun
harðari samkeppni við Michael
Foot um forystuhlutverkið f
Verkamannaflokknum en búizt
hafði verið við, segir i Reuters-
fréttum frá London. Þar segir að
ýmsir hægfara Verkamanna-
flokksþingmenn hafi lýst þvf yfir
í dag, að þeir ætluðu að greiða
Michael Foot atkvæði i næstu at-
kvæðagreiðslunni sem fer fram á
Framhald á bls. 20
flokkar og þrfr Trotskvflokkar.
Kommúnistaflokkurinn sem fylg-
ir Moskvulfnunni hefur ekki ver-
ið formlega bannaður. Þá eru
verkföll bönnuð og ströng viður-
fög við brotum.
Herforingjastjórnin kunngerði
í morgun þann ásetning sinn að
sitja við völd næstu þrjú árin og
sagði að þriggja manna ráð myndi
vera forsetanum til aðstoðar og
auk þess niu manna nefnd
reyndra herforingja. Talsmaður
stjórnar sagði að á allra næstu
dögum yrðu gerðar heyrinkunn-
ugar mjög svo umfangsmiklar til-
lögur um úrbætur og ráðstafanir í
Framhald á bls. 20
Hemaðaraðstoð við
Rhódesíu útilokuð
segir Henry Kissinger
WashinRlon 26. marz — Roulor
HENRY Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, útilokaði í dag
að Bandarfkjastjðrn kynni að veita minnihlutastjðrn hvítra manna í
Rhödesíu hernaðaraðstoð, beint né ðbeint. „Eg get ekki séð ncinar þær
kringumstæður sem myndu leiða til þess að við veittum stjðrnvöldum í
Rhódesfu hernaðaraðstoð," sagði Kissinger f vitnisburði fyrir undir-
nefnd öldungadeildarinnar. Hins vegar vildi hann ekki spá ncinu um
það hver yrðu viðbrögð Bandaríkjastjðrnar ef einhver af þjóðernis-
hreyfingum blökkumanna kallaði til kúbanskar hersveitir til að koma
rfkisstjðrn Ian Smiths frá völdum.
Þá dró Kissinger úr vangavelt-
um um að Bandaríkjastjórn hefði
í undirbúningi hernaðaraðgerðir
gegn Kúbu til að knýja Kúbu-
menn til að falla frá hugsanlegri
ihlutun í Afríku eða annars
staðar. „Það er engin knýjandi
þörf á þessu augnabliki fyrir
neyðarúrræði," sagði hann. Hins
vegar viðurkenndi hann að
bandariska varnamálaráðuneytið
endurskoðaði nú hugsanleg við-
brögð, sem hann kvað þörf á að
gera hvort eð væri.
Portúgal:
Ólga að aukast
Lissabon 26. marz. Reutor.
MIKLAR og víðtækar óeirðir
brutust út vfða í Portúgal í dag og
sögusagnir ágerðust um að valda-
rán frá vinstri mönnum kynni að
vera yfirvofandi. Fylgismenn
kommúnista efndu til göngu f
bænum Evora, þar sem þeir njðta
mikils stuðnings. Höfðu mótmæl-
endurnir sig mjög f frammi og
þegar lögregla skarst f leikinn og
ætlaði að stöðva göngumenn
runnu saman fylkingar og stösuð-
ust sjö manns að minnsta kosti.
Nokkru sfðar réðust kommúnist-
ar á bækistöð alþýðudemókrata
þar og brutu glugga áður en lög-
reglu tókst að dreifa f jöldanum.
Mario Soares sendi frá sér
áskorun í dag þar sem hann hvatti
til samstöðu og einingar meðal
þjóðarinnar til að lýðræðið í
Portúgal fengi að lifa af. Soares
sagði að þau tíðu verkföll, uppþot
og óeirðir sem hefðu verið í land-
inu bæði í dag og að undanförnu
gætu leitt til þess að kosningarnar
þann 25. april rynnu út i sandinn.
Hann sagði að valdaránstilraun
nú, hvort sem væri frá svokölluð-
um hægri eða vinstri flokkum,
væri stórhættuleg og myndi gera
að engu þann árangur i lýðræðis-
átt sem orðið hefði á síðustu mán-
uðum.
Þá ágerðust í dag mjög fréttir
þess efnis að Antonio Spinola
fyrrverandi forseti, myndi reyna
að komast aftur til Portúgals áður
en forsetakosningarnar fara fram
i júni, en margsinnis hefur verið
sagt að hann yrði handtekinn ef
Framhald á bls. 20
Splundrast
Líbanon?
Beirut 26. marz Reuter. NTB.
BORGARASTYRJÖLDIN f
Líbanon kann að hafa þær afleið-
ingar að landið skiptist f tvö
ríki, kristinna manna og múham-
eðstrúar, að þvi er einn leiðtogi
falangista, Pierre Gemavi, sagði í
dag f útvarpi. Hann sagði að enn
væri þó ekki um seinan fyrir
Líbani að revna að vinna saman
og ekki væri óhugsandi að ein-
hver erlendur aðili, sem engra
hagsmuna ætti að gæta f landinu,
Framhald á bls. 20
Norrænu utanríkisráðherrarnir eftir fundinn í Stokkhólmi:
Brottför brezku herskip-
anna myndi stuðla að lausn
„Norðurlönd hafa aldrei verið jákvæðari gagnvart okk-
ar málstað,” segir Einar Ágústsson utanríkisráðherra
FUNDI utanríkisráðherra
Norðurlandanna fimm
lauk í Stokkhólmi í gær og
í lokayfirlýsingu fund-
arins eru staðfest þau til-
mæli forsætisnefndar
Norðurlandaráðs, að brezk
herskip fari út úr íslenzkri
fiskveiðilögsögu. t þeim
kafla yfirlýsingarinnar
sem fjallar um fiskveiði-
deiluna segir: „Ráðherr-
arnir létu í Ijós áhyggjur
vegna fiskveiðideilu ts-
lands og Bretlands, og
lýstu skilningi sínum á úr-
slitaþýðingu fiskveiða og
verndun fiskstofna fyrir
lífsafkomu tslendinga.
Með tiliiti til þessa vonast
þeir eindregið til að allir
aðilar stuðli að því að
grundvöllur verði fundinn
fyrir friðsamlega lausn.
Ráðherrarnir voru sam-
mála um að brottför
brezku herskipanna myndi
stuðla að slíkri Iausn.“
Einar Ágústsson, utan-
rikisráðherra, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær
að hann væri ánægður með
þær undirtektir sem mál-
staður tslands í fiskveiði-
deilunni hefði fengið á
fundinum. t skeyti frá
NTB-fréttastofunni segir
að fiskveiðideilan hafi ver-
ið aðalumræðuefni fundar-
ins í Stokkhólmi.
„Ég var ekki fyrirfram algjör-
lega viss um aö rikisstjórnir allra
Norðurlandanna myndu vilja
staöfesta yfirlýsingu forsætis-
nefndarinnar,” sagði Einar
Ágústsson. „En það kom i ljós að
þær voru það, og ég get sagt þaó
ákveðið að stjórnir hinna Norður-
landanna hafa aldrei verið já-
kvæðari gagnvart okkar málstað
heldur en núna." Utanríkisráð-
herra sagði að hann hefði átt við-
ræður við alla utanríkisráðherr-
ana um fiskveiðideiluna, en um
Framhald á bls. 20