Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 I' HL. AÐVARP/ INUM :Á l. ’: * HESTAMENNSKA „Þau hafa fríkkað í útliti, hrossin” HESTAMENNSKA er orðin meiriháttar tómstundagaman höfuðborgarbúa, og bera mannvirkin sem reist hafa verið yfir hestana uppi með Elliðaánum því ljósast vitni. Eins og gengur eru sumir stúrtækari en aórir í þessu tómstundagamni sínu, og hafa lagt heilu hesthúsin undir hrossastóð sitt, sem útheimtir þá gjarnan að þeir verða að ráða sórstakan mann til að annast hrossin og tamningu þeirra. Rabbað við Halldór Jónsson, sem fengizt hefur við tamningu hrossa í hartnær 40 ár Halldór Si}>urósson, gullsmiður, er einn hinna stórtækari í þessu efni og i hesthúsi í Faxabóli hýsir hann 27 hross sín. Og hjá honum starfar viómælandi okkar, Halldór Jónsson, tamningamaður. í þann mund sem okkur ber að garði ríður Halldór i hlað á brúnni meri. ,,Hún er fimm vetra, blessunin," segir hann okkur þegar hann leiðir okkur inn fyrir, „og ég byrjaði lítillega að sitja hana í sumar en er svona rétt að hyrja að temja hana núna. Já, mér sýnist hún ætla að verða nokkuð gott efni í gæðing, enda komin af nokkuð góðu hestakyni — frá Höfn á Skaga." Halldór ætti að þekkja efni í góðhesta á við hvern annan, því að hann er búinn að vera viðloð- andi hesta allt sitt líf og hefur fengizt við tamningar um 40 ára skeið, en hann verður sextugur á næstunni. Halldór er annars Skagfirðingur, fæddur á Teigi í Oslandshlið. Hann ólst þar upp og bjó þar i félagi við foreldra sína fram yfir þrítugt, að hleypti heim- draganum og réðst tamninga- maður við hestabúið á Kirkjubæ í Rangárvallasýslu hjá Eggerti Jónssyni á Nautabúi og síðar hjá Stefáni bróður Eggerts, sem rak búið áfram eftir að hann féll frá. Þar var Halldór viðloðandi í 17 ár auk þess sem hann var með tamn- ingastöð á Ilellu í lokin. Síðan 1967 hefur Halldór hins vegar unnið hjá nafna sínum Sigurðs- syni, gullsmið, ó veturna hér syðra innan borgarmarkanna en á sumrin norður í Skagafirði, þar sem Halldór Sigurðsson rekur hestabú. „Já, ég hef alla tið haft mikið gaman af hestum," sagði Halldór Jónsson þegar við vorum setztir niður. „Samt sem áður hef ég aldrei átt mikið af hestum sjálfur, en ég fór snemma að fást við að fikta við hesta og þeir eru orðnir allmargir hestarnir sem ég hef meðhöndlað um dagana." Okkur lék forvitni á að vita hvernig hann teldi að hrossunum liói í návist borgarinnar og fylgi- kvilla hennar. „Bara vel, held ég,“ svaraði Halldór. „Það er vaX- andi áhugi á hestamennsku hér, sérstaklega meðal ungs fólks. Þetta er orðinn geysilegur fjöldi hesta, sem nú er í eigu borgarbúa — ég gæti trúað það væri ein- hvers staðar í kringum 2 þúsund hross. Og yfirleitt held ég að það sé farið vel með hestana en auð- vitað eru margvíslegir erfiðleikar því samfara að stunda hesta- mennsku hér á borgarsvæðinu, þegar mergðin er orðin þetta mikil. Einkanlega er það hagbeit- in sem gerir fólki erfitt fyrir — borgarbúar verða að leita hag- beitar fyrir hestana upp á Kjalar- nesi, í Mosfellssveit, allt upp i Borgarfjörð og austan heiðar, svo að það er eiginlega ófært að stunda þetta nema menn eigi bíla." Halldór hefur á langri starfsævi farið höndum um margan gæðing- inn, en ekki vildi hann nefna þá sem honum væru minnis- stæðastir. Ekki vildi hann heldur nefna einn landshluta öðrum fremur þaðan sem væri að vænta meíri gæðinga en annars staðar frá. „Ég held ég geti ekki bent á neitt sérstakt hestakyn, en núna eru bæði mörg og góð kyn til og vfða að komin," segir Halldór ennfr'emur. „Eg er ekki frá þvi að hinn stóraukni áhugi landsmanna á hestamennsku og ræktun hesta hafi aukiðgæði hestanna almennt talað — að minnsta kosti finnast mér hrossin áberandi jafnari núna en áður var og þau hafa fríkkað í útliti. Hins vegar er spurning hvort nokkuð komi meira fram af úrvalsgæðingum en áður." Halldór fer vanalega upp í hest- hús á niunda timanum á hverjum morgni og heldur þar til fram á sjöunda tímann. Við nóg er að sýsla og tamningin tekur þá mestan tíma hans. Við spyrjum Halldór nánar út í þá sálma. „Við tamningu er mikið atriði að byrja með þá snemma," svarar hann. „Það er t.d. mjög heppilegt að gera folöld aðeins bandvön en það verður samt að vera mjög í hófi. Um 4ra vetra aldurinn er síðan æskilegt að byrja raunverulega að temja þá, en það vérður að gæta þess að leggja ekki of mikið á þá. því að hestar eru nokkuð lengi að ná andlegum þroska og kjarki. Aðaltamningaskeiðið er síðan þegar hestarnir eru 5—7 vetra. Góður hestur er lengi að mótast og getur stöðugt verið að batna allt fram yfir 10 vetra aldurinn. Það er ákaflega mismunandi hversu langan tima tekur að temja hest, þeir eru svo misjafn- lega skapi farnir, líkt og maður- inn sjálfur. Hestar eru þó ekki að ráði tamdir fyrr en eftir tvö ár i fyrsta lagi og sumir þurfa lengri tíma til að það náist fram sem í þeim raunverulega býr." Spjallinu er lokið en á leiðinni út sýnir Halldór okkur höfðingja hússins, þá Demant og Sóma, reið- hesta Halldórs gullsmiðs og konu hans, sem hann segir mikla gæð- inga. Hinum megin eru nokkrir yngri hestar, graðfolar, sem Hall- dór er lítillega farinn að kljást við. „Já, víst láta þeir oft illa þegar maður byrjar að sitja þá, og komið hefur það fyrir að maður hefur flogið af baki. En þá skiptir það miklu máli, að áður en tamn- ingin hefst fái hestarnir tækifæri til að kynnast manni vel og séu farnir að treysta manni. Þá gengur oftast allt vel — sumir hestar eru að visu hrekkjóttir alla tíð én oftast stafa þó hrekkir í hrossum bara af hræðslu." í leiöinni Ólijó og afgreiðslufólkið Á aðalfundi Kaupmannasamtakanna nýlega, þar sem Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra var staddur. sté kaupmaður i pontu og gerði að umræðuefni frumvarpið um kynjajafnrétti, þar sem m.a. er kveðið á um að ekki megi auglýsa sérstaklega eftir körlum eða konum i störf. Benti kaupmaðurinn á, að hárvöxtur unga fólksins nú á dögum væri þannig, að kaupmenn gætu alls ekki verið vissir um hvort kynið þeir réðu til starfa, ef þeir mættu ekki auglýsa sérstak- lega eftir starfsmanni af öðru hvoru kyn- inu. Spurði hann siðan viðskiptaráðherra ráða. Ólafur varð góðfúslega við þvi að svara kaupmanninum, er spurt hafði. Hann kvaðst að visu ekki hafa neina ,,patent"-lausn i þessu máli, en taldi þó að nýja frumvarpið gæfi eftir sem áður svigrúm til að auglýsa eftir starfsmanni með tilliti kynferðis. „Viljið þið t.d. fá stúlku," sagði ráðherra, „hvers vegna ekki að auglýsa þá eftir AÐLAÐANDI afgreiðslumanni." „Nýja bryggjan” rifin Hafnarstjórinn i Hafnarfirði hefur ákveðið að láta rífa trébryggjuna í norðurhöfninni eftir 45 ára notkun, að þvi Fjarðarblaðið Borgarinn segir. Bryggjan er orðin mjög illa farin, að þvi er segir þar, og vart forsvaranlegt öllu lengur að nota hana. Smiði hennar hófst um miðjan september 1930 og var lokið snemma árs 1931. Á þessum tima var fyrir ein bryggja i bænum „Gamla bryggjan" og hlaut því hin nafnið „Nýja bryggjan". Bærinn lét byggja eldri bryggjuna 1912—13 en seldi hana árið 1919. Árið 1945 eignaðist bærinn þá bryggju aftur. r Ahrif smjörleysis „Hvur skrambinn. Nú getur maður ekki lengur sagt áfram með smérið. Það er allt búið." Ónefndur húmoristi Húsin mæld í bölum Snjóþyngsli og vætutíð í vetur hefur leikið eigendur húsa með flötum þökum fremur illa, eftir því sem fréttir herma. Er nú svo komið, að þegar tveir eða fleiri eigendur slíkra húsa koma saman, tala þeir ekki um hversu hús þeirra séu stór að fermetra- og herbergjafjölda heldur hversu margra BALA húsin séu og skilst manni að þá sé átt við leka á hverjum sólarhring. Þannig mun t.d. einn af fréttamönnum annars ríkisfjölmiðilsins eiga heima I 8 bala húsi í Fossvogi. Óhæft til drykkjar í ALÞÝÐUMANNINUM á Akureyri lásum viS í vikunni eftirfarandi frétt: Það bar við fyrir skömmu slðan að okkur hér á Alþýðumanninum vantaði fjölritunarspritt til að hægt væri að stimpla nöfn og heimilis- föng á þau blöð, sem dreift er út um landið. Leiðin lá I bókaverzlun hér i bæ þar sem fram til þessa hafði verið hægt að fá sprittið, og átti að fá einn brúsa af sliku. En fjölritunarsprittið var þá ekki til og sagði kaupmaðurinn að búið væri að stöðva sölu á þvi vegna misnotkunar og fréttum við annars staðar að mikil brögð hefðu verið að því að sprittið hefði verið heypt til drykkjar i stað áfengis og áberandi mest af unglingum og skólafólki. í framhaldi af framansögðu var okkur sögð sú saga, að nemandi einn við skóla hér f bæ hefði orðið að hætta námi vegna afleiðinga drykkjuskapar á fjölritunarspritti. þvi þetta mun vera stórhættulegur drykkur og jafnvel lifshættulegur. Enda stendur á plastbrúsunum ÓHÆFTTIL DRYKKJAR. f.. Óhæft til drykkjar Menntaskólanám ekki lengur „privilegium” AUKIÐ stolt er svarið, nefnist greinarkorn sem Guðni Guðmundsson, rektor MR, ritaði I skólablaðið og segir hann það sundurlausa þanka sína vegna 130 ára afmælis. Guðni rifjar upp að haft hafi verið eftir honum í dagblaði, að einkunnarstandard- inn á stúdentsprófi hafi lækkað ískyggi- lega á liðnum árum, og vikur hann síðan nánar að þessari staðhæfingu sinni. Tölfræðileg könnun hefur verið gerð á meðaltalseinkunnum 25 stúdentsárganga frá þessum skóla á tímabilinu 1947—1971 og var byrjað 1947, þar eð breyting varð á fræðslulögum 1946 og hið fræga landspróf upp tekið. Kemur þá í Ijós, að svo til allir árgangar eftir 1 960, þ.e.a.s. eftir að stóra stökkið varð i aðsókninni, eru undir meðaltali alls timabilsins. Á kubbatöflu sést lika nánar tilfærslan milli einkunnaflokka. Frá mínu sjónarmiði koma eftirfarandi skýringar helzt til greina: 1) Slakað hefur verið á undirbúningi undir landspróf og prófurt. 2) Skólinn hefur ekki verið undir það búinn að taka við svo auknum nemenda- fjölda og þurft að byggja um of á kennslu stundakennara, sem oft hafa verið óvanir kennslu. 3) Nemendur koma inn í skólann með öðru hugarfari en áður; það er ekki lengur „privilegium" að komast í menntaskóla, skólinn er ekki lengur „élite-skóli", heldur öllum opinn, er uppfylla lágmarksskilyrði, sem ekki eru lengur tiltakanlega ströng. 4) Hvati (motivation) nemenda er allt í einu orðinn allur annar en áður. Menn segja: hvers vegna ætti ég að vera að sperra mig um of, réttindi mín aukast ekkert með hærri einkunnum. Ýmis fleiri atriði mætti sjálfsagt tína til, en ég læt þetta nægja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.