Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 Steinar Birgisson átti göðan leik með Fylkisliðinu f fyrrakvöld og var þessi mynd tekin er hann hafði brotið sér leið inn á línu. (Ljósm.: RAX) Fylkir krœkti í mikilvœg stig 2. deild ISLANDSMÖTINU í 2. deild karla mun væntanlega ljúka nú um helgina, en samkvæmt leikja- bók eru fjórir leikir á dagskrá. Leikirnir í Laugardalshöllinni eru á sunnudaginn. Kl. 14.35, leika þar lið Fylkis og Leiknis og kl. 15.50 leika lið KR og IR. Kl. 16.15 á sunnudag leika i Ásgarði í Görðum lið Breiðabliks og Kefla- víkur og kl. 15.00 á sunnudag leika i Iþróttaskemmunni á Akur- eyri lið Þórs og KA. Gerphistúlkur keppa ekki Morgunblaðinu barst i gær greinargerð frá Iþróttafélaginu Gerplu i Kópavogi, þar sem skýrt var frá þeirri ákvörðun félagsins að senda ekki keppendur á Islandsmótið í fimleikum sem haldið verður nú um helgina. Er ástæða þessarar ákvörðunar sú, að féiagið telur ekki viðunandi ástand ríkja í dómaramálum hjá sambandinu. Verður greinargerð félagsins birt í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins. KR sigraði KR sigraði ÍS I leik liðanna í 1. deildar keppni Islandsmótsins í körfuknattleik er fram fór f fvrrakvöid. Urðu úrslit leiksins 122:112, eftir að leiknum hafði verið framlengt tvívegis Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 96:96, Nánar verður sagt frá leiknum síðar. Hlutavelta FH Knattspyrnudeild FH gengst fyr- ir hlutaveltu í Viðistaðaskóla í Hafnarfirði á sunnudag og hefst hún kl. 14.00 Fm 3000 munir verðaá hlutaveltunni. Fylkir bar sigurorð af Akureyrar liðinu Þór í 2. deildar keppni íslands mótsins í handknattleik, er liðin mættust í Laugardalshöllinni í fyrra kvöld. 24—22 urðu úrslit leiksins, eftir að staðan hafði verið 14—12 fyrir Fylki í hálfleik. Með þessum sigri færist Fylkir af botninum i 2. deildinni en ekki er liðið samt öruggt um áframhaldandi veru sína i deild inni. Það hefur aðeins hlotið einu stigi meira en Breiðablik, og bæði liðin eiga eftir einn leik. Fylkir á eftir að leika við Leikni og Breiðablik við Keflavík Leikurinn I fyrrakvöld bauð upp á hressileg átök og hæfilega skapillsku leikmanna. Var tveimur leikmanna Þórs, Sigtryggi Guðlaugssyni og Þor- birni Jenssyni, eitt sinn vikið af velli í einu og öðrum þeirra f fimm mínútur. Voru Akureyringar mjög óánægðir með frammistöðu dómaranna Gunnlaugs Hjálmars sonar og Kjartans Steinbecks í leikn um, en víst var þeim nokkur vandi á höndum. Hefðu þeir flautað á öll brot leikmanna hefði leiktími að mestu farið i að taka aukaköst. Leikurinn var allan timann mjög jafn og skiptust liðin á forystu. Þannig var staðan 20—20 er skammt var til leiksloka, en Fylkis menn léku yfirvegað á lokaminútun- um og tókst að tryggja sér sigurinn. í liði þeirra vakti Gunnar Baldursson sérstaklega athygli fyrir góð skot og mörk. Auk hans áttu þeir Steinar Birgisson og Einar Ágústsson góðan leik með Fylkisliðinu en beztu leik menn Þórsliðsins voru þeir Sigtrygg ur og Þorbjörn. Mörk Fylkis skoruðu: Gunnar Baldursson 7, Einar Ágústsson 6 (3v), Steinar Birgisson 5, Einar Einarsson 2, Gísli Halldórsson 2, Sigurður Símonarson 1, Stefán Hjálmarsson 1. Mörk Þórs: Sigtryggur Guðlaugs son 9, Þorbjörn Jensson 5, Benedikt Guðmundsson 4, Gunnar Gunnars son 3, Stefán Pálsson 1. __st:. Vinnasl 4 handknattleiks- landsleikir nm helgina? Handknattleikslandsleikirnir við Kanadamenn verða aðal handknattleiksviðburðir þessarar helgar. Fara samtals fram fjórir leikir, tveir I karla- flokki og tveir I kvennaflokki. Fyrri leikirnir verða 1 dag og hefst þá kvennaleikurinn kl. 20.00. Þetta mun I fyrsta sinn sem tveir iandsleikir fara fram hver á eftir öðrum hérlendis, og það sem meira er, þarna er and- stæðingur okkar lið sem leikur i lokakeppni Ölympiuleikanna I Montreal 1976. Úsennilegt er þó að Kanadamenn hefðu komizt i keppni þessa hefðu þeir þurft að taka þátt f strangrí undankeppni, eins og tslendingar þurftu að gera, en sem kunnugt er þá er það venja að gestgjafarnir fá að senda lið sin beint i lokakeppnina, og njóta Kanadamenn þess nú. Eðlílega leggja Kanadamenn mikla áherzlu á að lið þeirra sleppi sæmilega frá leikjum lokakeppninnar, og hafa þeír lagt mikið á sig við að búa liðin undir hana. Eru leikir liðanna hér liður f þessum undir- búningi, en karlaliðið er nú að koma úr keppnLsferð frá Evrópu. Lftið sem ekkert er vítað um styrk Kanadamannanna, annað en það, að lið þeirra tók þátt f reynslumóti Úlympiuleikanna sem haldið var f heimalandi þeirra f fyrravor og stóð sig þá allvel, veitti t.d. Dönum mjög harða keppni f leik liðanna. Sfðan hefur liðinu ugglaust far- ið fram, og fyrirfram er engan veginn hægt að bóka islenzkan sigur f leikjunum um helgina, þótt heldur verði það að teljast sennilegt að landinn vinni. lslendingar tefla nú fram tölu- vert breyttu liði frá leiknum góða við Júgóslavi, og er það fyrst og fremst vegna þess að sá kostur var nú tekinn að nota eingöngu feikmenn sem eru hér heima en leita ekki á náðír „útlendingahersveitar- innar“. Annað sem vekur óneitanlega athygli f sambandi við val fslenzka landsliðsins f karla- flokki er það að nú er enginn FH-ingur f þvf, þrátt fyrir ný- fenginn titil félagsíns. Landsleikirnir f dag og á morgun eru lok landsleikjaver- tfðarinnar að þessu sinni, en samtals hefur fslenzka liðið leikið 13 leiki til þessa Tvo við Pólverja, 2 við Noreg, 4 við Júgóslavfu, 1 við Danmörku, 2 við Luxemburg og 2 við Sovét- rfkin. Dómarar landsleikjanna um helgina verða Islendingar. Dæma Björn Kristjánsson og Úli Úlsen kvennaleikinn i dag og Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson karlaleikinn. A morgun dæma svo Hannes og Kari kvennaleikinn og Björn ogúli karlaleikinn. Iþróttaþátturinn Sjónvarpið sýnir úr þremur enskum knattspyrnuleikjum í íþróttaþættinum í dag. Aðalleikurinn er viðureign 2. deildar liðanna Notts County og Blackpool, en þeim leik lauk með sigri Blackpool liðsins, 2—1. Þá verður sýnt úr leik Arsenal og West Ham, en Arsenal vann 6 — 1 sigur í þeim leik. Þótti sá leikur ekki ýkja markverður fyrir annað en markafjoldann Loks verður sýnt úr leik Sunderland og Crystal Palace í bikarkeppninni. Annað efni í íþróttaþættinum í dag verður m.a. myndir frá Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss og umræður um íþróttir fatlaðra. Mikiö blak um helgina Úrslitakeppni íslandsmóts kvenna í blaki hefst f dag á Húsavík. Þrjú lið leika til úrslita í mótinu, Víkingur, Þróttur og HSÞ. Einnig verður leikið i 2. deild, ÍS-b fer upp á Skaga og leikur gegn USK, og hefst leikurinn kl. 15:00. — Á morgun verður einn leikur í 2. deild, HK og Víkingur leika og hefst leikurinn kl. 13:30. Sá leikur verður i Hagaskólanum og að honum loknum hefst bikarkeppni BLÍ. Fyrsti leikurinn verður á milli ÍS og UBK og hefst hann kl. 14:30. Að honum loknum leika Þróttur og Víkingur og hefst sá leikur um kl. 15:30. — Skólamót i blaki verður einnig á dagskrá um helgina. í dag verða sex leikir i 1. riðli og verður leikið á Laugarvatni. í 2. riðli verða einnig sex leikir og verður leikið i iþróttahúsi Vogaskólans og byrjar fyrsti leikurinn kl. 15:30. Á morgun verður leikið i 3. riðli og verða þrir leikir og fara þeir fram i Íþróttahúsi Melaskólans og hefst fyrsti leikurinn kl. 17:00. Einnig verður leikið i stúlknaflokki og verða átta leikir á morgun, allir í Melaskólan- um og hefst 1 leikur kl. 1 3:00. Nær Ármann titlinum? Tekst Ármanni að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn i körfuknattleik i dag? Þessari spurningu velta án efa margir fyrir sér nú eftir að þeim mistókst það um siðustu helgi. Kl. 14 i dag hefst á Seltjarnarnesi leikur ÍR og UMFN, og sigri ÍR f þeim leik veltur allt á leik KR og Ármanns sem hefst strax á eftir. Sigri UMFN hins vegai ÍR, eru Ármenningar þegar orðnir meistarar. Flestir hallast sennilega að sigri ÍR gegn UMFN, þannig að leikurinn sem beðið er eftir er leikur KR og Ármanns. Sá leikur hefst um kl. 15.20. Ármenningar höfðu næstum tryggt sér sigur i 1. deild um siðustu helgi, en þó tókst ÍR að sigra naumlega og þar með halda þeir enn í vonina um sigur í mótinu. KR-ingar ganga afslappaðir til leiksins í dag, þeir hafa þar engra hagsmuna að gæta, en hafa sagt að þeir ætli að sigra Ármann hvað sem það kosti. Hins vegar er mikil spenna á Ármenningum í sambandi við þennan leik, því þeir vilja örugglega sleppa við aukaleik gegn ÍR. Það má þvi búast við hörkuviður- eign, og verður fróðlegt að fylgjast með viðureign blökkumannanna. Jimmy Rogers keppir að meistaratitli, „Trukkur" Carter keppir að þvi að setja nýtt stigamet í 1. deild. Að þessum leikjum loknum leika Fram og Þór i m.fl. kvenna og eru allar likur á að Þórsarar tryggi þar endanlega íslandsmeistaratitil sinn. Á morgun kl. 19.30 leika Breiðablik og Grindavík til úrslita i 2. deild á Seltjarnarnesi. Grindvikingarnir höfðu svo gott sem tryggt sér efsta sætið í 2. deild, en í siðasta leiknum töpuðu þeir mjög óvænt fyrir ísafirði, og verða þeir því að berjast i aukaleik við Breiðablik um laust sæti i 1. deild. Á morgun fer svo fram siðasti leikurinn í 1. deild karla, þá leika Snæfell og UMFN á Akranesi og hefst leikurinn kl. 11 árdegis. Þessi leikur hefur ekkert að segja varðandi endanleg úrslit, en þó eru i liðunum leikmenn sem enn keppa um einstaklingsverðlaun mótsins. gk-. Víðavangshlaup íslands Viðavangshlaup íslands fer fram á morgun, sunnudaginn 28. marz. Eins og undanfarin ár verður hlaupið hafið í nágrenni Norrænahússins og siðan verður hlaupið um Vatnsmýrina og markið verður við Háskólavöllinn. Mjög góð þátttaka hefur verið í hlaupi þessu undanfarin ár, en nú er útlit á metþátttöku í hlaupinu. Eru 240 skráðir til leiks í flokkunum fjórum sem keppt er í: sveinaflokki, drengjaflokki, karlaflokki, og kvennaflokki, og eru meðal keppenda flestir beztu langhlauparar landsins, þe.a.s. þeir sem eru á annað borð hérlendis. Má búast við mikilli baráttu f öllum flokkunum, og óhugsandi að spá um úrslit nema helzt í kvennaflokki, en þar er Ragnhildur Pálsdóttir, KR, óneitanlega sigurstrangleg. Hlaupið hefst kl. 14.00, en keppendur hafa aðstöðu í búningsherbergjum Melavallarins frá kl. 13.00. Eru fyrirliðar sveita þeirra sem keppa f hlaupinu beðnir um að mæta tfmanlega. Fimleikameistaramótið MEISTARAMÓT íslands í fimleikum fer fram f fþróttahúsi Kennaraháskóla íslands laugardaginn 27. marz og sunnudaginn 28. marz og hefst það kl. 15.00 báða dagana, verður keppt i karlaflokki fyrri daginn og f kvennaflokki seinni daginn. Þátttakendur f mótinu verða liðlega 100 talsins frá fjórum félögum: Ármann, Björk, ÍR og KR. Keppt verður i fjórum aldursflokkum í fimleikastiganum um meistaratitil í hverjum aldursflokki, einnig verður um flokkakeppni að ræða og mynda tveir efstu f hverjum aldursflokki flokk viðkomandi félags sem reiknaður er til stiga. Litla bikarkeppnin FYRSTI leikur Litlu-bikarkeppninnar í knattspyrnu fer fram í Keflavfk á morgun, laugardag, og mætast þá lið ÍBK og Breiðabliks úr Kópavogi. Hefst leikurinn kl. 14.00 og verður fróðlegt að sjá hvernig nýliðunum í 1. deildinni, Breiðabliki, vegnar í baráttunni við bikarmeistarana, ÍBK. Litla bikarkeppnin verður nú með breyttu sniði. Nú taka þátt í henni í fyrsta sinn fimm félög: Akurnesingar, Keflvíkingar, Breiðablik og Hafnar fjarðarfélögin FH og Haukar, en þau hafa til þessa tekið þátt I keppninni undir merki ÍBH. Þá verður nú leikin einföld umferð í keppninni, í stað þess að liðin hafa leikið heima og heiman til þessa. Er það gert vegna þess hve íslandsmótið hefst snemma f ár, og einnigvegna þess að tvö lið sem taka þátt í keppninni, ÍA og ÍBK, keppa einnig í Meistarakeppni KSÍ. Tveir landsleikir í Laugardalshöll ísland — Kanada fkarla-og kvennaflokki ídag kl. 14.00. Aðgöngumiöaverð kr. 600fyrir fullorðna kr. 200 fyrir börn. Handknattleikssamband íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.