Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 15 frændsemi og áttu sameiginleg hugðarefni þrátt fyrir 30 ára aldursmun, þar sem voru þjöð- sögur og hvers konar þjóðfræði. Er raunar ekki óeðlilegt að ætla, að til kynna Þorsteins af Sigfúsi frænda sinum sé að rekja þann mikla áhuga, sem hann hafði alla ævi á ritun, söfnun og útgáfu þjóðsagnaog þjóðlegra fræða. Þegar Þorsteinn var 12 ára, fékk hann að fara i fyrsta sinn í kaupstað til Seyðisfjarðar. Hann átti þá svolitla ull, sem hann seldi kaupmanninum fyrir peninga. Með þá laumaðist hann í bókabúð, keypti fyrir þá bók og stakk inn á sig, þvi að hann renndi grun í, að föður hans mundi ekki falla vel í geð þessi óráðsía. Þó komst upp um þessi bókakaup. Þau héldu áfram og urðu ekki stöðvuð, hvað sem hver sagði. Hér varð upp- hafið að einhverri mestu bóka- söfnun einstaks manns hérlendis á síðari öldum, sem síðar mun að vikið. Þrátt fyrir krappan fjárhag varð það úr, að Þorsteinn fékk að fara i skóla. Drengurinn var óvenjulega elskur að bókum, fróð- leiksfús og miklum gáfum gæddur, svo að menntaþrá hans hlaut að hafa framgang sinn. Fyrir valinu varð Gagnfræðaskól- inn á Akureyri. Þangað fór Þor- steinn haustið 1903, en þá var einmitt nýbúið að flytja skólann til Akureyrar eftir brunann á Möðruvöllum. Bekkjarbræðurnir voru 12, allir gæddir miklum gáfum og atgervi, enda urðu flestir þeirra þjóðkunnir og sumir forystumenn í þjóólífinu næstu áratugina. Nú munu þeir allir vera látnir nema Snorri Sigfús- son, námsstjóri. Eftir gagnfræðaprófið vorið 1905 tók við vinna fyrir daglegu brauði og að hugsjónamálum. Hugurinn hafði að vísu lengi staðið til frekara náms og þá í sagnfræði, en fjárskortur bannaði það. Þorsteinn gekk þegar tii liðs við tvær hugsjónastefnur vetur- inn 1905—1906, Góðtemplararegl- una og ungmennafélagsskapinn. Hann gekk í Ungmennafélag Akureyrar, fyrsta ungmennafélag á Islandi, þegar eftir stofnun þess i ársbyrjun 1906 og stofnaði fyrsta ungmennafélagið á Austur- landi nokkru síðar. Bindindis- maður var hann alla ævi og sat sig aldrei úr færi að vinna gegn áfengisneyslu og áfengisböli með öllum ráðum, en i þeirri baráttu voru tunga hans og penni skæð- ustu vopn hans auk þess for- dæmis, sem hann var öðrum með eigin líferni. Næstu vetur stundaði Þor- steinn heimiliskennslu á Akur- eyri og kenndi við barnaskólann á Seyðisfirði, en menntaþrá hans var enn ekki svalað. Fjárvana, en fullur áræðis og bjartsýni, fór hann til Reykjavikur haustið 1908 og settist í efsta bekk Kennara- skólans. Þaðan lauk hann kenn- araprófi vorið 1909, og 26. október þá um haustið gekk hann að eiga mikla fríðleiks- og hæfileikakonu, Sigurjónu Jakobsdóttur frá Básum í Grímsey. Þau settust að á Bakkagarði við Borgarfjörð eystra og stofnuðu þar heimili. Skömmu síðar tóku þau til sín foreldra Þorsteins, þar sem þeim tók nú að þyngjast fótur og þau kusu að hætta búskap. Þau Jón og Vilborg önduðust bæði á Borgar- firði á heimili sonar síns og tengdadóttur. — „Móðir mín unni mér svo, að hún mátti vart af mér sjá,“ segir Þorsteinn á einum stað. Þorsteinn stofnaði unglinga- skóla á Borgarfirði haustið 1909 og stýrði honum í áratug. Þetta var tveggja ára skóli og stóð 6 mánuði hvort ár. Árið eftir tók Þorsteinn einnig við stjórn barna- skólans og veitti honum forstöðu til 1919. Hann hóf búskap 1910 og nokkrum árum síðar smábátaút- gerð. Hinn ungi vaskleikamaður naut vaxandi trausts og virðingar í héraði, og þar kom, að hann var kosinn alþingismaður Norðmýl- inga í haustkosningunum 1916. Einnig hlóðust á hann trúnaðar- störf fyrir hrepp og sýslu. Tveim- ur árum seinna, 1918, var hann fenginn til að veita forstöðu ný- stofnuðu kaupfélagi á Borgar- firði, en öllu þessu fylgdu mikil umsvif, ómak og risna. Hann taldi slíkt að visu aldrei eftir, en brátt varð honum um megn að standa undir kostnaðinum af því, ekki síst þar sem barnahópurinn stækkaði óðum og framfærslu- þungi fjölskyldunnar óx. Hann tók þvi að svipast um eftir nýjum heimkynnum og starfsvettvangi, þar sem hann gæti betur tryggt afkomu heimilisins, og árið 1921 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Akureyrar og gerðist kennari við barnaskólann. Þegar Þorsteinn M. Jónsson var kosinn á þing, var hin gamla flokkaskipun óðum að riðlast, en nýir flokkar að fæðast. Þorsteinn tók þátt í stofnun Framsóknar- flokksins seint á árinu 1916, yngstur þeirra manna, er stóðu að henni, og var þegar sýndur þar mikill trúnaður, t. a. m. við mynd- un ráðuneytis Jóns Magnússonar um áramótin 1916—1917. Þegar Alþingi kaus islensku sambands- laganefndina 1918, varð Þor- steinn einn þeirra fjögurra þing- manna, sem hana skipuðu. Hinir voru Jóhannes Jóhannesson, bæjarfógeti og forseti Sameinaðs þings, sú gamla frelsiskempa Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Arnórsson, fyrrverandi ráðherra. Sýnir þetta eitt með öðru, hvert traust var til hins unga þing- manns borið og hvers álits hann naut meðal annarra þingmanna. Ekki vildi hann sjálfur síðar gera mikið úr hlut sínum að nefndar- og samningastörfunum, en hélt jafnan mjög á loft þætti Einars Arnórssonar og Jóns Magnús- sonar forsætisráðherra, sem að vísu átti ekki sæti i nefndinni, en var henni daglega til ráðuneytis, og Þorsteinn taldi Jón vera meðal vitrustu stjórnmálamanna ís- lenskra fyrr og síðar. En óneitan-. lega var það Þorsteini mikil gleði að vinna að þvi sjálfur að reka smiðshöggið á stofnun fullvalda fslensks ríkis, sem svo lengi hafði verið þráð, og jafnframt að búa i haginn fyrir stofnun lýðveldis síðar með uppsagnarákvæðum sambandslagasamningsins, — með öðrum orðum að leiða sjálf- stæðisbaráttuna við Dani til lykta. Meðal merkra mála, sem Þor- steinn bar fram og barðist fyrir á Alþingi, má nefna umbætur á símamálum og samgöngumálum Austfirðinga á sjó og landi, rétt- indamál barnakennara, sem komust í höfn 1919, lög um þjóð- leikhús (ásamt Jakobi Möller) 1923, frumvarp til laga um stofn- un Menntaskóla Norður- og Austurlands (var vísað frá með jöfnum atkvæðum 1923, en náði fram að ganga fjórum árum siðar) og þingsályktun (ásamt Sveini i Firði) um ritun sögu Al- þingis i tilefni af 1000 ára afmæli þess. Þessi upptalning sýnir, á hvaða sviðum áhugaefni Þor- steins lágu helst. Vegna búsetunnar á Akureyri gat Þorsteinn ekki tekið þátt í kosningabaráttunni í Norður- Múlasýslu 1923 og náði ekki kosn- ingu, þó að lítið vantaði á, að það tækist. Margir eru þeirrar skoð- unar, að við það hafi hann orðið af ráðherradómi, sem annars hefði blasað við honum sakir mannkosta hans, stjórnlagni, mannvits og dugnaðar. En fyrir bragðið fékk Akureyri líka að njóta starfskrafta hans og atorku í 35 ár. Fljótlega eftir komuna til Akur- eyrar kom hann upp búi í Syðri- Skjaldarvík og rak það i tvö ár. Barnakennaralaunin nægðu ekki til greiðslu skulda og til fram- færslu, svo að 1923 keypti hann bókaverslun í bænum og rak hana undir eigin nafni til ársins 1935. En 1924 hófst hann handa um starfsemi, sem hann sagði aldrei skilið við, meðan hann hafði nokkra starfsorku, en það var bókaútgáfan, sem hann stundaði af alúð og eljusemi eins og allt annað, sem hann tók sér fyrir hendur. En árið 1929 syrti að, hann fékk illkynjaða meinsemd í raddbönd- in. Hann sigldi til Kaupmanna- hafnar um veturinn, og þar voru bæði raddböndin numin burt. Hann kom heim aftur, en sjúk- dómurinn tók sig upp, og nú var Þorsteini ekki hugað líf. En bjart- sýnin brást honum ekki eða kjarkurinn fremur en endranær. Hann sigldi aftur til Hafnar og var nú tviskorinn upp og hafður í radiummeðferð á Finsen- stofnuninni. Þetta dugði, hann kom heill heilsu heim síðla árs 1931, en mjög máttfarinn og var lengi að ná kröftum. Og röddin var farin, hann gat aðeins hvíslað. En með þrotlausri þolinmæði tókst honum að ná valdi á nýrri taltækni, svo að furðu vel heyrð- ist til hans, jafnvel í stórum sal. Árið 1934 keypti Þorsteinn stór- býlið Svalbarð á Svalbarðsströnd og rak þar umsvifamikinn búskap til 1939. Hann var í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins 1936—1943, og ýmsum fleiri trúnaðarstörfum Framhald á bls. 22 Erfiðast að ná samkomulagi um þegnrétt- inn, utanríkismálin og uppsagnarákvæðin — sagði Þorsteinn M. Jónsson um sambandslöffin 1918 ÞORSTEINN M. Jónsson, sá er lengst lifði þeirra, sem voru í sambandsnefndinni 1918, er til moldar borinn 1 dag. Á 40 ára afmæli fullveldisins 1. des. 1958 átti Matthías Jo- hannessen samtal við Þorstein um samningagerðina 1918, og fara hér á eftir tveir stuttir kaflar úr samtalinu. Spurningunni um, hvernig sjálfstæðismálið hefði staðið hér innanlands um það leyti, sem sambandslagasamningurinn var gerður, svarði Þorsteinn: „Sannleikurinn er sá að eftir að samsteypustjórnin er mynd- uð 1916, ber æ minna á deilum og klofningi, og eiginlega má segja, að eimi aðeins eftir af gömlum erjum. Um fjandskap var ekki að ræða. Aðalflokkarn- ir á þingi voru Heimastjórnar- flokkurinn, sem hafði 16 þing- menn, Sjálfstæðisflokkurinn, sem var klofinn í „þversum" og „lángsum", (voru 11 þversum- menn á þingi og 4 langsum- menn) og svo Framsóknar- flokkurinn, sem átti 8 fulltrúa á þingi. Þó að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði klofnað var ekki um raunverulegan stefnumun að ræða milli flokks brotanna og segja má, að menn hafi yfirleitt verið orðnir sammála um stefnu í sjálfstæðismálinu þessum árum 1917 og ’18 var starfandi svonefnd fullveldis- nefnd á Alþingi og stóðu allir flokkar að henni. Má sjá af nafni hennar, að þingmenn voru orðnir sammála um stefn- una i sjálfstæðismálinu. Full- veldisnefndin frá 1917 bar fram þingsályktunartillögu um konungsúrskurð um siglinga- fána fyrir ísland og var tillagan samþykkt í báðum deildum án nokkurs ágreinings. Talar það sínu máli.“ Síðar var Þorsteinn spurður að þvi, hvað erfiðast hefði verið að ná samkomulagi um. Hann svaraði: „Erfiðast var að ná samkomu- lagi um þegnréttinn, utan ríkis- málin og uppsagnarákvæðin. Þess má geta hér til þess að sýna, hve samningagerðin var miklum erfiðleikum bundin, að jafnvel var deilt um, hvort plagg það, sem menn kæmu sér saman um að lokum skyldi kall- ast „samningur" eða ,,lög“. Islendingar vildu að það væri kallað samningur og þóttust leggja með því áherzlu á, að hér sætu tveir jafnréttháir aðilar við samningaborð, en Danir lögðust gegn því og töldu, að það yrði að kallast lög vegna formsatriða gagnvart danska þinginu. Var og á það fallizt með þeirri athugasemd þó, að hér væri engu að síður um samninga að ræða, þótt þeir nefndust lög. Eins og kunnugt er, hefst fyrsta grein sambands- laganna með setningunni: „Danmörk og Island eru frjáls og fullvalda ríki“. Dönsku nefndarmennirnir vildu orða greinina svo: „Danmörk og Island eru frjáls og sjálfstæð riki“ Að lokum gengu Danir að ókum Islendinga í þessu efni. — Eins og sambandslögin sýna, var samið um þegnréttar- ákvæðin á þann veg, að viður- kennt er, að þegnar hvors ríkis um sig hafi ríkisborgararétt síns lands og skuli vera undan- skildir herskyldu í hinu land- inu, en þá var því bætt við, að þeir skyldu njóta gagnkvæmra réttinda í báðum rikjum. Var þetta ákaflega erfitt atriði og man ég ekki vel, hver hjó á þann Gordions-hnút, en þó hygg ég það hafi verið Einar Arnórsson. — Um utanríkis- málin er það að segja, að Islend- ingar færu meó þau, en fengu þó þann fyrirvara inn í frum- varpið, að Danmörk fari með utanrikismál tslands „I umboði þess“. — Og i greinina um utan- ríkismálin fengu Islendingar sett ýmis ákvæði, sem tryggðu rétt Islands til að hlutast til um og líta eftir utanríkismálum sinum. — Loks má svo geta uppsagnarákvæðisins. Það var langerfiðasta atriði samning- anna Danir hefðu helzt kosið að samningarnir yrðu óupp- segjanlegir, en tslendingar gátu auðvitað ekki sætt sig við það. Astæðan til þess, að Danir féllust á uppsagnarákvæðin eins og þau eru orðuð í Sam- bandslagasamningnum, var sú, að Islendingar slökuðu til og létu þá í staðinn fá ákvæðin um „hinn gagnkvæma þegnrétt” og meðferð utanrikismála. Upp- sagnarákvæðið var líka þunga- miðja samningsins því að sam- kvæmt þvi gátu Islendingar sagt samningnum upp og slitið sambandinu við Dani á lögleg- an hátt 25 árum eftir að samn- ingurinn var gerður. — Nú er hvergi talað í samn- ingnum um skilnað við konung eftir allsherjaratkvæðagreiðslu að 25 árum liðnum. Teljið þér, að við Islendingar höfum gert einhvers konar stjórnar- byltingu þegar við skildum við konung1944? — Ég skal ekkert um það segja, en ef hún hefur verið gerð þá álit ég, að hún hafi verið sjálfsögð. Hverþjóð verð- ur að ráða sínu stjórnarformi sjálf. Ef Islendingar hefðu sagt skilið við Dani að öllu öðru leyti en því, að þeir hefðu haldið sambandinu við konung, þá hefðu oft getað komið upp ágreiningsefni milli konungs Danmerkur annars vegar og konungs Islands hins vegar. Hefði auðvitað ekki verið hægt að una við slíkt ástand. Annars vil ég ekki segja neitt nema gott um Dani, því þeir hafa reynst okkur drengir góðir, sið- an við sögðum skiiið við þá, — En ef við snúum okkur að nefndarfundunum, hvað mund- uð þér vilja segja um þá? — Nefndarfundirnir voru haldnir í kennarastofu Háskólans i Alþingishúsinu, þar sem nú er forsetaskrif- stofan. Fyrsti fundur nefnd- anna var haldinn mánudags- morguninn 1. júlí 1918 og hófst með þvi að Jóhannes Jóhannes- son setti fundinn og bauð dönsku nefndina velkomna Síðan stakk hann upp á því sennilega af kurteisisástæðum einum, að Hage yrði fundar- stjóri, en Hage óskaði eftir því, að þeir stjórnuðu fundinum til skiptist. Ekki er hægt að segja, að andrúmsloftið hafi verið lævi blandað, en óvissa ríkti. Á þessum fyrsta fundi lagði íslenzka nefndin fram skriflega greinargerð um afstöðu sína. Hafði hún áður lagt hana fyrir íslenzku stjórnina. Þar var tek- ið fram, að íslendingarnir teldu semjandi á þeirn einum grund- velli, að landið yrði viðurkennt fullvalda riki og sameigið mál beggja ríkjanna yrði aðeins konungur og konungserfðir. Þá tóku þeir það fram að semja mætti um skeið um sameigin- lega meðferð nokkurra mála. Daginn eftir lögðu dönsku nefndarmennirnir fram sína greinargerð og hefur nokkuð verið minnzt á efni hennar hér að framan. Síðan var skipzt á skjölum að heita má á hverjum fundi til að reyna að ná sam- komulagi, en 9.—11. júlí sátu þeir Bjarni, Einar, Hage og Arup á fundum í undirnefnd til að reyna að ráða fram úr aðal- ágreiningsatriðunum. Allmikill árangur varð af þessu undir- nefndarstarfi, en þó voru ýmis atriði óleyst og var samið um þau undir lokin. Þótt bilið væri svo langt á milli dönsku og islenzku samningamannanna að það virtist nær óbrúanlegt á fyrstu fundunum, þá héldu nefndarmennirnir samt áfram að semja á víxl uppkast til samninga og héldu daglega við- ræðufundi, eins og ég sagði áð- an. Islenzku sendinefndar- mennirnir höfðu einatt samráð við ráðherra og fullveldis- nefnd, og Alþingi fylgdist með öllu því, sem daglega gerðist á fundum nefndanna Var þess vandlega gætt að íslenzka nefndin tæki engar ákvarðanir aðrar en þær sem allir stjórn- málaflokkar þingsins og full- veldisnefnd væru samþykk. Vorum við staðráðnir i að láta ekki atburðina frá 1908 endur- taka sig. — Þá var þess einnig vandlega gætt að aldrei yrði minnsti ágreiningur um neitt atriði innan nefndarhlutanna og átti það við fulltrúa beggja þjóðanna. Venjan var því sú, að einn maður talaði á fundunum fyrir hvora þjóð um sig og féll það oftast í hlut þeirra Hage og Bjarna frá Vogi. — — Samningaviðræðum lauk 17. júli og daginn eftir, sem var fimmtudagur, ef ég man rétt kl. 2 e.h. voru samningarnir undir- ritaðir...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.