Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
23
semi og góðvild. Hann talar um
hinn jákvæða kraft, sem hafi
fylgt honum og hafi hann jafnan
lagt gott til mála, enda verið sætt-
ir manna. Að síðustu segir hann:
„. . . Slíkir menn eru hollir
hverju samfélagi. Þeir eru lífsins
menn. Frá þeim leggur heilbrigð-
an kraft. Með þeim er gott að
vera Hann er einn af þeim, sem
mér þykir vænt um að hafa
kynnst. . .“.
Undir þessi sönnu ummæli
tveggja merkra samtíðarmanna
Þorsteins vil ég taka af heilum
hug.
Að öðru leyti mun ég ekki ræða
um hann sem skólamann, enda
mun það verða gert af mér færari
og fróðari mönnum.
Ég ætlaði upphaflega aðeins að
minnast þess, hve heill og hollráð-
ur Þorsteinn var í bindindismál-
um, en svo samtvinnuð voru þau
skólastjórn hans að vart varð hjá
því komist að skólamálin flétt-
uðust inn í það.
Það duldist engum, sem kom til
Akureyrár á þessum árum þegar
þau hjónin Þorsteinn og Sigur-
jóna Jakobsdóttir bjuggu í
Hafiiarstræti 96, hve mikinn svip
þau settu á bæjarlifið, Þorsteinn
höfðinglegur og svipmikill og
Sigurjóna glæsileg kona, söngvin
og listræn. Enda var hún um
langt skeið í fremstu röð leikara á
Akureyri og tók lengi þátt í söng
blandaðra kóra, var m.a. einn af
stofnendum Kantötukórs Akur-
eyrar.
Þau hjónin hafa þvi hvergi
legið á liði sínu og þeim málum
verið vel borgið, er þau gerðu að
lifsstarfi sínu.
Megi frú Sigurjónu enn um
skeið auðnast að njóta bjartra
minninga fyrri ára, í skjóli barna
þeirra Heill fylgi för Þorsteins
um huliðslönd æðra heims.
Stefán Agúst.
Ekki orkar það tvímælis, að
Þorsteinn M. Jónsson var
traustur liðsmaður hvers þess
málstaðar, sem hann batt trúnað
við.Jafnvist er hitt, að þvi aðeins
snerist hann til fylgis við málstað
eða félagsstefnu, að hann væri
sannfærður um að það væri ein-
staklingnum til þroska og þjóð-
félaginu til nytja Og óhætt má
fullyrða, að þessi sannfæring
hans grundvallaðist á vandlegri
ihugun og glöggri dómgreind.
Því er þetta tekið fram hér, að
þar er að finna ástæðurnar fyrir
ævilangri liðveizlu Þorsteins við
málstað bindindismanna i land-
inu og oft og tíðum ötulli baráttu
fyrir bindindismálum, bæði í orði
og verki, ekki sízt á Alþingi
meðan hann var alþingismaður.
Hann var alla ævi traustur félags-
maður í Góðtemplarareglunni
ásamt konu sinni, frú Sigurjónu
Jakobsdóttur. Þorsteinn skipaði
embætti stórkanslara i Stórstúku
tslands árin 1924—26.
Það er full ástæða fyrir félags-
menn Góðtemplarareglunnar að
minnast Þorsteins M. Jónssonar
með þökk og virðingu. Ekki er sú
tilfinning einskorðuð við þá,
heldur nær hún til allra, sem
kunna að meta einlæg störf að
menningu þjóðarinnar.
Úlafur Þ. Kristjánsson.
stórtemplar
Þung færð á
Vesturlandi
ÞAR sem vegir hafa vfða spillzt
vegna óhagstæðrar veðráttu und-
anfarna daga sneri Morgunblaðið
sér til vegaeftirlitsins til að fá
fregnir af færð og ástandi vega.
Vegir voru þá vfða á Vesturlandi
orðnir ófærir en vegir á Norður-
og Norðausturlandi f þokkalegu
standi.
Á Hellisheiði gekk á með éljum
í gær og olli það nokkrum vand-
ræðum. Heiðin var að öðru leyti
ágætlega fær. Fært var með allri
suðurströndinni og austur á Firði.
Fjallvegir á Snæfellsnesi voru
ófærir en stærri bílum og jeppum
var fært í Gufudalssveit um Hey-
dalsveg.
Holtavörðuheiði varð ófær und-
ir kvöld á þriðjudag og urðu
menn vegagerðarinnar sem þar
unnu við snjóruðning frá að
hverfa vegna veðurs eftir að hafa
aðstoðað þá bíla sem voru á
heiðinni við að komast niður. Þó
brauzt bílalest yfir heiðina að-
fararnótt þriðjudagsins eins og
frá er greint á öðrum stað i
blaðinu.
Á Vestfjörðum voru fjallvegir
allir ófærir. Fært var milli Þing-
eyrar og Flateyrar og milli Isa-
fjarðar og Bolungarvikur. Bilar
með drif á öllum hjólum komust
einnig inn í Djúp. Breiðadalsheiði
og Botnsheiði voru ruddar á
mánudag en höfðu báðar lokazt
aftur.
Leiðin milli Hrútafjarðar og
Hólmavíkur lokaðizt í gærnótt.
I Húnavatnssýslu og í Skaga-
firði voru vegir greiðfærir. Fært
var um Öxnadalsheiði og með
ströndum allt til Vopnafjarðar.
Þá voru Möðrudalsöræfi jeppa-
fær.
A Austfjörðum var víða mikil
aurbleyta á vegum og var farið að
takmarka öxulþunga. Þannig var
t.d. léyfður 7 tonna öxulþungi frá
Hornafirði og allt til Reyðar-
fjarðar.
Breiðdalsheiði var ófær en
Fjarðarheiði var fær stórum
bilum og jeppum. Oddsskarð var
fært öllum bílum.
Þurrkuðust út
Istanbul,25. marzAP.
TVÖ smáþorp „þurrkuðust út“ I
jarðskjálfta í héraðinu Kags ná-
lægt sovézku landamærunum i
dag að sögn fréttastofunnar Ana-
tolia. Ekki var skýrt frá mann-
tjóni.
E]E]E]E]E]E]B]E]E]B|E]E]G]B1E]Q]G]E]E]E]Q]
01
01
01
01
01
01
01
Sjgtátt
Lokað í kvöld
01
01
01
01
01
01
01
ianaiElGlElEIElElEIElElElETETElElBlialiaHaiiai
[ AKUREYRINGAR J
rFeröakynning sunnudaginn 28. mars ||
íSjálfstæöishúsinu, Akureyri
Dagskrá:
1. Kl. 3.00 fyrir alla fjölskylduna.
Myndasýning frá Benidorm, Costa Blanca.
Hlýjasta Spánarströndin. Myndin er tekin
í einni hópferð okkar síðasta suitiar.
Þá komust færri en vildu.
2. Kl. 9.00 um kvöldið, skemmtiatriði:
Myndasýning frá Spáni.
Bingó, vinningar 3 sólarlandaferðir
á vinsælustu baðströnd Spánar.
DIDDA og SÆMUNDUR
sýna rokk
KARL EINARSSON
fer með gamanþátt
3. Húsið opnað kl. 7.00.
Matur og aðrar veitingar.
Dansað til kl. 1.00 eftir miðnætti.
Borðapantanir í síma kl. 5 — 7
Ferðamiðstöðin h1
Aðalstræti 9
Reykjavík símar: 281 33 — 1 1 255
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?