Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
— Minning
Þorsteinn
Framhald af bls. 15
gegndi hann á þessum árum. En
eitt var það starf, sem honum
þótti einna vænst um allra starfa,
sem hann tók að sér um dagana,
en það var starf sáttasemjara í
vinnudeilum á Norðurlandi, sem
hann hafði á hendi frá gildistöku
Laga um stéttarfélög og vinnu-
deilur 1938 og þar til hann fluttist
frá Akureyri 1956. I þessu starfi
naut hann jafnan trausts og virð-
ingar beggja deiluaðila, og ófáar
voru þær deilur, sem honum tókst
að kveða niður með lagni sinni og
þolinmæði. Oftast hélt hann sátta-
fundina á heimili þeirra hjóna, og
gafst það vel.
Bókaútgáfa, bókasöfnun og
fræðslustörf Þorsteins hefðu átt
að nægja einum manni í myndar-
legt ævistarf, en þó voru þau
honum aðeins hjáverk, afþreying
frá öðrum erilsamari viðfangsefn-
um, „því að þar var yndi hans,
sem bækurnar voru“. Bækurnar,
sem hann tók til útgáfu, voru ekki
valdar af handahófi, þær miðuðu
allar til menningarauka á ein-
hvern hátt. Skáldverk og kvæða-
bækur íslenskra öndvegishöf-
unda, kennslubækur, þjóðsögur
og þjóðfræði af ýmsu tagi og vald-
ar unglinga- og barnabækur voru
að kalla árleg viðfangsefni útgáf-
unnar, og stafirnir ÞMJ á titil-
blaði eru gæðastimpill, sem menn
taka mark á. Utgáfubækur Þor-
steins skipta hundruðum, og þar
af eru nokkur stórvirki. Senni-
lega ber þar hæst heildarútgáfu
af Þjóðsögum Ölafs Daviðssonar í
þremur bindum, sem út komu
1945. Þorsteinn lagði gífurlega
vinnu í undirbúning efnisins,
flokkun og val sagnanna, ásamt
aldavini sinum, Jónasi Rafnar
yfirlækni. Þeir vinirnir ritstýrðu
einnig tímaritinu Grímu, sem út
kom í 25 heftum 1929—1950, söfn-
uðu í hana efni og rituðu margt
sjálfir merkilegra sagna og sagna-
flokka. Þá gaf Þorsteinn út tíma-
ritið Nýjar kvöldvökur
1928—1956 og var ritstjóri þeirra
frá 1933.
Ekki gat hjá því farið, að fram-
hald yrði á bókasöfnun þeirri,
sem hófst á Seyðisfirði sumarið
1897, hneigðin til hennar lá svo
djúpt í eðli Þorsteins, enda varð
sá litli lækur að miklu megin-
fljóti, þegar tímar liðu og ekki síst
eftir að fjárhagurinn rýmkaðist
um og eftir miðjan aldur. Full-
yrða má, að bókasafn Þorsteins
hafi verið orðið eitthvert stærsta
og vandaðasta safn islenskra bóka
i einstaks manns eign, sem um
getur hér á landi, þegar hann lét
það af hendi við Stofnun Árna
Magnússonar. Þorsteinn safnaði
að vísu öllum íslenskum bókum,
sem hann gat náð í, en sérstaklega
gerði hann sér far um að eignast
fornritaútgáfur, rímur og þjóð-
legan fróðleik og svo vitaskuld
állt gamalt íslenskt prent. En Þor-
steini var ekki nóg að eignast
gamla eða sjaldgæfa bók. Hann
fór um ana mjúkum höndum,
þvoði hana, ef hún var óhrein,
bætti hana, ef hún var sködduð,
og kom henni í vandað og fagurt
bahd, ef hún var klæðlítil. Um-
hirðan um safnið var frábær, og
bókaraðirnar frá gólfi til lofts í
stofum hans voru stolt hans og
gleði. Þekking hans á íslenskri
bókfræði var líka slík, að þar
komust varla aðrir framar.
En nú er komið að þeim þætti
ævistarfs Þorsteins M. Jónssonar,
sem best veit að okkur Akureyr-
ingum, en það er stjórn hans á
Gagnfræðaskóla Akureyrar. Skól-
inn var stofnaður með lögum nr.
48, 19. maí 1930 og tók til starfa 1.
nóvember um haustið í Iðnaðar-
mannahúsinu við Lundargötu,
þar sem Iðnskólinn var einnig til
húsa. Skólastjóri var fimm fyrstu
árin Sígfús Halldórs frá Höfnum,
vel menntaður og víðförull mað-
ur, en kennslumálaráðherra skip-
aði Þorstein formann fimm
manna skólanefndar. Afskipti
Þorsteins af málefnum skólans
hófust því þegar við stofnun hans,
en urðu að vísu lítil fyrsta árið
vegna vanheilsu. Þótt undarlegt
megi virðast, var skólinn alls ekki
velkomið barn í skólafjölskyld-
una á Akureyri og var lengi litinn
hornauga og jafnvel fyrirlitn-
ingaraugum af sumum öðrum og
voldugri skólastofnunum. Þetta
óverðskuldaða viðhorf ásamt
þröngum ytri aðstæðum, tómlæti
' bæjaryfirvalda og versnandi fjár-
hag almennings olli því, að nem-
endafækkun og uppdráttur hafði
nærri riðið skólanum að fullu
eftir fá ár, þannig að skólastjór-
inn taldi fullkomna tvisýnu á lifi
hans og kaus að láta af störfum
árið 1935.
Þá var það, sem Þorsteinn sótti
um skólastjórastöðuna, mest fyrir
áeggjun síns gamla vinar og
skólabróður úr Kennaraskól-
anum, Brynleifs Tobiassonar,
menntaskólakennara, og fékk
hana. — „En samt skil ég nú
ekkert i því,“ skrifaði Þorsteinn
eitt sinn í bréfi til mín, „að ég
skyldi áræða þetta. En liklega
hefi ég elt mitt örlagahnoða, og
sannast að segja hefi ég aldrei séð
eftir þvi, að ég steig þetta skref.“
Þorsteinn réðst þegar gegn
erfiðleikunum, og skólinn tók að
rétta við. Hann stóð að visu ekki
einn. Fyrir voru við skólann
kennararnir Jóhann Frímann og
Konráð Vilhjálmsson, og brátt
bættust í hópinn menn eins og
Jón Sigurgeirsson, Geir Þormar,
Armann Helgason og Bragi Sigur-
jónsson. Tossaskólanafnið, sem
óvildarmenn skólans höfðu látið
leggja í eyrun á fólki, fölnaði
smám saman, nemendum fjölgaði,
meira að segja tóku unglingar úr
fjarlægum héruðum að sækja
skólann. Brátt varð að taka á
leigu kennsluhúsnæði til viðbót-
ar, og eftir fá ár var efri hæð
Verslunarmannahússins keypt
fyrir eigið fé skólans, sem tekist
hafði að spara saman. Skóla-
nefndarmennirnir Halldór Frið-
jónsson og Áskell SnorraSon
studdu Þorstein öfluglega. Skól-
inn þarfnaðist stærra og hentugra
húsnæðis, eigin húsnæðis, og nú
hófst barátta Þorsteins fyrir því
máli. Þar naut hann eindregins
stuðnings Guðmundar Guðlaugs-
sonar, formanns skólanefndar og
framkvæmdastjóra væntanlegrar
húsbyggingar. En Þorsteinn sá
brátt, að eina ráðið til að koma
húsinu upp með skjótum hætti
var að komast sjálfur í bæjar-
stjórn, og það tókst honum 1942.
Ári síðar fór skólastarfið fram í
hluta hússins, og veturinn
1944—1945 var allt húsið komið í
gagnið. Það var á þeim tíma eitt-
hvert myndarlegasta gagnfræða-
skólahús á landinu. En skólinn
hélt áfram að vaxa og nemendum
að fjölga, starfið varð fjölþættara
og meira, ekki síst með nýjum
fræðslulögum 1946.
Fin þá reis nýr vandi, réttinda-
baráttan við Menntaskólann
vegna inntöku miðskólanemenda
úr Akureyrarbæ, sem M.A. vildi
fá að velja úr í sina miðskóla-
deild, þannig að Gagnfræðaskól-
inn stæði skör lægra en aðrir hlið-
stæðir skólar á landinu um að-
sókn góðra námsmanna og væri
minna virtur fyrir bragðið. Þetta
vildu kennarar G. A. ekki sætta
sig við, og nú hófst löng og harð-
vítug glima við kappsfulla og hug-
kvæma andstæðinga, en alltaf
drengilega í vopnaviðskiptum. Nú
reyndi verulega á vígfimi Þor-
steins og hans manna, og hún
brást heldur ekki. Sættir tókust
um síðir, þannig að báðir aðilar
gátu við unað og haldið fullum
heiðri.
Þó að Þorsteinn léti sér annt
um ytri kjör skólans, búnað og
starfsaðstöðu, var honum ekki
minna kappsmál að styrkja inn-
viðina, skólastarfið sjálft, skóla-
andann, skólabraginn. Hann
rækti alltaf af fullkomnum trún-
aði hið tvíþætta hlutverk skólans,
fræðslu og uppeldi, og honum var
ljóst, að hvorugt mátti vanta.
Áhrif hans sjálfs á kennara og
nemendur voru mikil, og hollur
andi fylgdi honum hvarvetna.
Skyldurækni, reglusemi og hóf-
semi voru þær höfuðdygðir, sem
hann brýndi fyriröðrum með for-
dæmi sínu og í skólaræðum
sínum, sem voru orðnar margar
og um margvísleg efni, því að
árum saman hafði hann erinda-
flutning fastan lið á stundaskrá
og sá ýmist um hann sjálfur eða
fékk aðra, kennara eða gesti, til
að flytja nemendum talað orð.
Efnið sótti hann á mörg mið, svo
sem í íslenskar fornsögur eða
þjóðsögur, heilaga ritningu eða
samtímabókmenntir, en í hvert
sinn flutti hann áheyrendum
sínum einhver þarfleg umhugs-
unarefni eða hugvekjur. Hið
sama má segja um skólasetningar-
og skólaslitaræður hans. Þor-
steinn var í hópi snjöllustu ræðu-
manna/byggði ræður sínar upp af
viti og listfengi og flutti þær af
þrótti og sannfæringu, þó að rödd-
ina skorti að mestu.
Eftirlætiskennslugrein Þor-
steins var saga Islands. Hann
kunni hana út í hörgul og hafði
meira að segja tekið þátt í að
skapa hana, og hann kunni líka að
kenna hana svo, að nemendum
varð hún minnisstæð og lifandi.
Dagleg skólastjórn hans ein-
kenndist af festu og reglusemi, en
var þó öðrum þræði með blæ létt-
leika og glaðværðar. Hjá Þor-
steini fóru saman vökult auga,
traust hönd og gott hjarta. Hann
gerði miklar kröfur til annarra,
en mestar til sjálfs sín. Hann batt
órofa vináttu við okkur kennar-
ana og reyndist okkur alltaf veg-
lyndur, hollráður og hjálpfús og
þá best, er mest á reyndi. Nem-
endum var hann föðurlegur ráð-
gjafi, hvetjandi og örvandi.
Honum þótti vitanlega afar vænt
um, þegar þeim vegnaði vel í
námi og góðir námsmenn skiluðu
ágætum árangri, því að þá sann-
aðist, að þeir höfðu gert skyldu
sina. En Þorsteinn vissi vel, að
þeir höfðu ekki gefið sér gáfurnar
sjálfir fremur en hinir, sem sein-
færari þóttu, og hann gladdist
ekki siður, þegar þeir sýndu
merki þroska og framfara. Hann
vanmat engan nemanda, og allir
nutu sannmælis. Hann þreyttist
aldrei á að ræða við þá, sem
honum þótti þurfa að beina á rétt-
ar brautir, og hafði oft skemmtun
af að fást við slíkar folatamn-
ingar, sem oftast tókust vel, en
honum féll að sama skapi þungt
að þurfa að refsa nokkrum nem-
anda, þegar svo bar undir. Einu
sinni sá ég hann tárast, þegar
ekki varð hjá því komist. Honum
þótti einlæglega vænt um nem-
endur sína og ekki síður þá, sem
þóttu nokkuð fyrirhafnarsamir.
Ég þori að fullyrða, að þessi góð-
vildarhugur var gagnkvæmur og
nemendur báru til hans hlýjan og
þakklátan vinarhug, eins og þeir
hafa raunar sýnt í verki mörgum
sinnum.
Þess var áðan getið, að Þor-
steinn hefði sóst eftir kosningu í
bæjarstjórn 1942 beinlínis til að
hrinda fram byggingamáli Gagn-
fra?ðaskólans. Það tókst honum.
En seta hans í bæjarstjórn varð
jafnlöng dvöl hans í bænum eftir
þetta og stóð í 14 ár. Þar af var
hann 12 ár forseti bæjarstjórnar
og kom oft fram fyrir hennar
hönd við hátiðleg tækifæri og allt-
af með reisn og sóma. Síðustu
árin var hann kosinn forseti með
samhljóða atkvæðum allra bæjar-
fulltrúa, og segir það sína sögu
um þá virðingu og traust, sem til
hans var borið.
Þorsteinn lét af skólastjórn
sumarið 1955, þegar hann varð
sjötugur. Ári síðar brugðu þau
hjónin á það ráð að flytjast bú-
ferlum til Reykjavíkur, þar sem
þau áttu heima upp frá því. Þar
sinnti Þorsteinn um bækur sínar,
bætti safn sitt og jók við það að
miklum mun. En Elli gefur
engum grið, og brátt tók heilsan
að þverra. Áhuginn, kjarkurinn
og viljinn voru þó eins og áður og
góður hugur til samferðamann-
anna. En lífið var orðið honum
byrði undir lokin, þegar engill
dauðans kom með lausnina á af-
líðandi hádegi 17. mars. Þá var
Þorsteinn á Vífilsstaðaspítala.
Þau Þorsteinn og Sigurjóna
voru í hjónabandi í 66H ár, og
þeim varð 11 barna auðið. 8
þeirra komust til fullorðinsára, og
lifa þau öll föður sinn ásamt móð-
ur sinnii Við sendum frú Sigur-
jónu, börnum þeirra og öðrum
vandamönnum innilegar sam-
úðarkveðjur í söknuðu þeirra
eftir ástríkan, stórbrotinn og
mikilhæfan mann.
Þó að vík væri milli vina hin
síðari ár, sló aldrei fölskva á vin-
áttubönd Þorsteins við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. Hann
fagnaði okkur kennurunum eins
og börnum sínum, þegar fundum
bar saman, og spurði þá margs af
skólanum og hvernig starfið
gengi. Eitt sinn komst hann svo
að orði í bréfi til min: „Og þrátt
fyrir alla örðugleika, og ef til vill
vegna ótal örðugleika, er bjart
yfir minningum minum þau 20 ár,
er ég var starfsmaður G. A. Mér
leið vel i skólanum i sambúð við
góða og drengilega kennara og
æskuglaða og hugljúfa nem-
endur.“ — I öðru bréfi segir
hann: „Hugur minn leitar oft,
bæði í vöku og svefni, til G. A., og
mun svo verða', meðan ég er ofar
moldu.“
Ég veit, að umskiptin breyta í
engu hugarþeli Þorsteins til skól-
ans okkar. En fyrir þessa vináttu,
— já, fyrir allt, sem hann var
þessum skóla, starfsliði hans og
æskufólkinu, sem sótti hann,
fiytjum við honum nú dýpstu
þökk. Mig langar að bæta við heils
hugar þakklæti frá mér og fjöl-
skyldu minni fyrir öll okkar
kynni, heila vináttu og margvís-
lega hjálpsemi, frá þvi að fundum
okkar bar fyrst saman.
Blessuð sé minning Þorsteins
M. Jónssonar. Guði sé þökk, sem
gaf hann.
Sverrir Pálsson.
Ég kynntist ekki Þorsteini M.
Jónssyni persónulega fyrr en ég
mægðist við fjölskyldu hans fyrir
um hálfum öðrum áratug, en
hann hafði þá látið af störfum
fyrir aldurs sakir og flutzt norðan
frá Akureyri hingað til Reykja-
víkur nokkrum árum áður. En
báðir vorum við ættaðir af Völl-
um i Suður-Múlasýslu, og hafði
verið vinátta með nágrenni milli
fólks okkar langt fram í ættir.
Traustasti vinur æskuheimilis
hans á Útnyrðingsstöðum sagði
hann að afi minn, Benedikt
Rafnsson bóndi á Höfða og síðar
Keldhólum, hefði verið. Þótti mér
vænt um þetta, og síður en svo
spillti það því, að góð vináttatæk-
ist með okkur Þorsteini.
Margt vissi ég að sjálfsögðu um
Þorstein M. Jónsson, áður en við
kynntumst persónulega, og verzl-
að hafði ég við hann í bókabúð
hans á Akureyri, þegar ég var þar
í skóla. Ljóst var mér, að hann var
maður mikillar gerðar, atorku-
maður frábær og naut óskoraðs
traust og virðingar allra, sem við
hann höfðu nokkur skipti. En
fyrst við nánari kynni urðu mér
ljósir hinir miklu mannkostir
hans, hagsýni hans og hyggindi,
samfara frábærum höfðingsskap,
góðvild hans og réttsýni, milduð
af umburðarlyndi og fordóma-
leysi, og vakandi umhyggja fyrir
velferð allra, sem nærri honum
stóðu, og sá hópur var stór. Um
allt þetta áttu þau sammerkt, Þor-
steinn og kona hans, Sigurjóna
Jakobsdóttir, en þau höfðu verið i
hjónabandi meira en hálfa öld,
þegar ég kom fyrst á heimili
þeirra. En næst bókum Þorsteins
og alúð og hlýju þeirra hjóna
beggja voru það blómin hennar
Sigurjónu, sem mestan svip settu
á heimilið.
Þorsteinn var nær hálfáttræð-
ur, þegar þetta var, og átti öðru
hverju við erfið veikindi að
stríða, en þess á milli var hann
sívinnandi. Aðalhugðarefnið var
bóksafn þeirra hjóna, sem um
þessar mundir eða skömmu síðar
varð hið stærsta og dýrmætasta,
sem nokkru sinni hefur verið í
einkaeign hér á landi, árangur
margra áratuga elju og fórnfýsi af
beggja hálfu. En það var lika sá
hornsteinn, sem menning
heimilisins reis á. Og það var
íslenzk menning í fyllstu og beztu
merkingu þeirra orða
Bókasöfnun Þorsteins M. Jóns-
sonar hófst þegar hann var innan
við tiu ára aldur, og fyrstu bæk-
urnar, sem hann eignaðist, á eftir
stafrófskveri, Helgakveri og
biblíusögum, voru íslendingasög-
ur. Þegar söfnunarstarfi hans
lauk og safnið var afhent Stofnun
Árna Magnússonar, mun mega
segja að þar hafi verið flest það
merkasta, sem út hefur verið gef-
ið af íslenzkum bókmenntum,
fornum og nýjum, svo og mjög
margt það merkasta, sem um ís-
lenzk fræði hefur verið ritað.
lslenzkt bókasafn var það og er,
og íslenzk var sú lífsskoðun og
það lífsviðhorf, sem mótaðist í
umgengni við þessar bækur.
Það hefur verið sagt, að hugar-
heimur Þorsteins M. Jónssonar
birtist í ræðum hans og greinum,
sem samkennarar hans á
Akureyri gáfu út honum til heið-
urs, þegar hann lét af skólastjórn,
í bókinni „Skráð og flutt“. Þetta
hygg ég sé rétt. Þegar þessu safni
er flett, sést að ræðutextar hans
langflestir eru sóttir í íslenzk
ljóð og sögur: íslendinga sög-
ur, þjóðsögur, skáldsögur
og þjóðarsöguna sjálfa. Hefur
það oft verið mér undrunar-
og aðdáunarefni, bæði við
lestur þessarar bókar og i sam-
tölum við Þorstein, hve viða útsýn
hann hafði af þessum sjónarhóli,
og hversu djúpsæ og spakleg við-
horf hans voru. Kynni min af
Þorsteini M. Jónssyni hafa stór-
um glætt trú mína á gildi íslenzkr-
ar menningar.
Þorsteinn M. Jónsson var „dóm-
greindur" maður, eins og frændi
hans, sagnþulurinn Sigfús Sigfús-
son, sagði um hann ungan. Hann
var líka „tvíefldur að viljastyrk
og afköstum", eins og Gísli Jóns-
son menntaskólakennari kveður
að orði i bókinni „1918“. Bóka-
söfnun hans — og bóklestur —
var tómstundastarf, og oftast voru
tómstundirnar naumar, þar til
síðustu árin. En hann kunni að
draga lærdóma af lestri sínum og
lifsreynslu, langri og marghátt-
aðri, og er þó fjarri mér að gera
lítið úr þeirri skólamenntun, sem
hann naut ungur. En þessum lær-
dómum má þakka það, að minni
hyggju, að hvert það starf, sem
hann tókst á hendur, var farsæl-
lega af hendi leyst. Sú lífsvizka,
er hann þannig öðlaðist, gerði úr
honum stórhuga skólamann og
mikilsvirtan kennara, umsvifa-
mikinn athafnamann á sviði at-
vinnu- og menningarmála, áhrifa-
mikinn stjórnmálamann, sem
naut traust og virðingar jafnt
andstæðinga sinna sem samherja,
og — síðast en ekki sízt — göfug-
menni, sem er sárt saknað af öll-
um, sem kynntust honum, og mest
af þeim, sem stóðu honum næst.
Jón Þörarinsson
Kveðja úr röðum I.O.G.T.
Merkur og mikilhæfur foringi
er fallinn, vegna aldurs.
Árið 1906 gekk hann i góð-
templararegluna á Akureyri og
var ætíð síðan í forystuliði
hennar, sérstaklega meðan hann
átti heima á Akureyri, og þegar
hann fluttist til Reykjavíkur gekk
hann i stúkuna Framtiðina hér og
var í henni til dauðadags, þvi
hann vildi halda áfram lifandi
sambandi innan veggja Regl-
unnar hvar sem hann dvaldist.
Æðsti templar hennar bað mig,
að bera hinstu kveðju sína og
stúku sinnar, aðstandendum Þor-
steins með djúpri virðingu og
þakklæti fyrir tryggð hins mikil-
hæfa foringja við málefni Regl-
unnar alla tíð, og baráttu hans um
langt skeið. Persónuiega tek ég
undir þessi þakkarorð, og geri
þau að kveðjuorðum mínum og
annarra norðlenzkra góðtempl-
ara, sem hér dvelja.
Árið 1955 minnist Brynleifur
Tobíasson yfirkennari hans á
þennan hátt, i blaðinu EINING:
....Engan núlifandi skólamann
á Islandi veit ég hafa borið merki
bindindismanna með meiri djörf-
ung og dug meðal nemenda sinna
og kennara en hann, og ekki ein-
ungis i skólanum, heldur einnig
alls staðar, þar sem hann hefir
haft aðstöðu til, á Alþingi, i
bæjarstjórn og i margskonar fé-
lagsskap.
Um tvítugt gerðist Þorsteinn
góðtemplari og hefir verið það
síðan. Sæti átti hann í stjórn Stór-
stúkunnar 1924—26. — Á
hverjum vetri öll skólastjóraár
sin hefir Þorsteinn flutt bind-
indiserindi í skóla sinum og
komið því máli að jafnan, þegar
svo bar undir.. . .“
Þórarinn Björnsson, skóla-
meistari skrifar afmælisgrein um
Þorstein M. Jónsson, þetta sama
ár, sem birtist i Degi, er hann
varð sjötugur.
Talar hann að sjálfsögðu um
hann sem skólastjóra og hæfni
hans í skólastjórn Gagnfræðaskól-
ans á Akureyri og telur að hann
hafi unnið þar mikið og heillaríkt
starf með því að skapa stofnun-
inni hollan anda, bæði i sveit
kennara og nemenda og muni
skólinn vonandi lengi að þvi búa.
Honum hafi verið sýnt um
stjórn. Átt i senn einbeitni og
lipurð, sanngirni og festu, rögg-