Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
29
fclk í
fréttum
Christine Keeler hefur
selt tvíbreiða rúmið
+ Fljúg ei svo hátt þú fallir,
segir málshátturinn. Það hefur
léttúðardrósin fyrrverandi,
Christine Keeler, mátt reyna
Fyrir hálfum öðrum áratug var
nafn hennar á hvers manns vör-
um vegna hneykslismála sem
upp komst um í Englandi. I Ijós
kom að brezki varnamálaráð-
herrann, John Profumo, og
sovézkur sendiráðsstarfsmaður
vöndu báðir komur sínar í
lúxusíbúð sem Christine átti f
London.
t dag býr Christine Keeler
ásamt fimm ára gömlum syni
sínum í húsvagni, sem hún
keypti fyrir þá peninga sem
hún fékk fyrir húsgögnin, en
Ætla að
reyna
aftur
+ Það hefur gengið á ýmsu
fyrir þeim hjónakornunum
Steve McQueen og Ali
MacGraw. Nú hefur hann aftur
tekið upp samvistir við fyrrú
konu sína, leikkonuna Neile
Adams, sem hann var kvæntur
f 15 ár. Nú ætla þau að ganga I
heilagt hjónaband á nýjan leik.
þau seldi hún þegar hún gat
ekki lengur staðið ískilum með
húsaleiguna. Eina mublan sem
Christine ætlaði að halda eftir
var tvfbreitt rúm en þegar það
komst ekki fvrir f hús-
vagninum seldi hún það hæst-
bjóðanda.
„Hvað ætti ég annars að gera
með tvíbreitt rúm,“ segir
Christine. „Ég hef ekki lengur
áhuga á karlmönnum og kýs
helzt að hátta ein. Reyndar fæ
ég mörg tilboð um að taka aftur
upp mitt fyrra Iff en því er
endanlega lokið. Eini karl-
maðurinn sem ég hef áhuga á
er sonur minn og hann skal
ekki þurfa að skammast sín
fyrir móður sína.“
Eftir Profumo-hneykslið gift-
ist Christine ungum fjármála-
manni og átti með honum
soninn. Hjónabandið stóð
skamma stund og siðan hefur
hún búið ein.
+ A náttborðinu hennar eru
tvær myndir. Önnur er ljós-
mynd af Judv Garland og hin
teikning af Jaek Haley Jr„
myndir af því fólki sem Lizu
Minclli er kærast, móður
hennar og eiginmanni.
Þegar Liza er ekki upptekin
við vinnu sína i kvikmynda-
verunum lætur hún fara vei um
sig í rúminu. Það er hennar
Christine Keeler: Sonur minn
skal ekki þurfa að skammast
sín fyrir mig.
heimili og vinnustaður. Þar
flýtur allt i pappfrum, mynd-
um, hundum, nótum og alls
kyns dóti öðru, því að úr
rúminu stjórnar Liza öllum
sfnum málum.
Liza er i stöðugu talstöðvar-
sambandi við þá sem vinna með
henni að gerð nýrrar myndar í
Róm, þar sem hún fer með aðal-
hlutverkið. Að því búnu tekur
hún til við þrjár aðrar kvik-
myndir og er Liza þegar farin
að undirbúa sig — i rúminu.
+ George Harrisson hefur gert
heyrinkunnugt að hann ætli
brátt að kvænast vinkonu sinni
Oliviu Arias. Fyrst ætlar hann
þó að skilja við konu sina Patti,
sem lengi hefur búið með gitar-
istanum Eric Clapton.
BO BB& BO
V26‘-/*S
TGmOnd
Líkar bezt í rúminu
— Skógræktar-
búskapur
Framhald af bls. 10
fyrir að verja til þessa 10
milljónum í ár. Vinnan í Hólms-
heiðinni hefur þegar sýnt að
þörf er fyrir þetta og þar munu
Nesjavellir einmitt veita gott
tækifæri i framtiðinni ef borg-
in tekur það til uppgræðslu og
skógræktar.
Hver fjárveiting
skerðir kökuna
Þá ræddi Elín aðra liði fjár-
hagsáætlunarinnar og fjárhag
borgarinnar almennt, kvaðst þó
ekki fara mikið út í einstaka
liði, þar sem allir borgarfull-
trúar væru raunar búnir að
velta einstökum liðum fram og
aftur fyrir sér í nefndum og
komast að niðurstöðu. Þetta sé
gamla sagan, fjármagnið setur
rammann og enginn telji í
rauninni fært að fara út fyrir
hann og safna skuldum eða
leggja meiri álögur á borgar-
búa. Hún benti á hve lögboðin
gjöld og skyldur, svo sem gífur-
legu útgjöld við byggingu
skóla, og niðurgreiðslur á ýms-
um liðum tækju riflega úr kök-
unni frægu, sem skipta ætti.
T.d. færu strax 211 milljón
krónur í niðurgreiðslu til
strætisvagna, 130 milljónir til
Bæjarútgerðar og 230 milljón
króna niðurgreiðsla til reksturs
dagvistunarstofnana. Höggvi
það t.d. æði stórt skarð í þá
upphæð, sem fært sé að veita i
þann lið. Þetta • séu þó á við
nokkrar byggingar af þessu
tagi árlega, þó ekki sé gott við
að gera Samþykktar hefðu ver-
ið alveg nýlega auknar niður-
greiðslur á þessum lið bæði til
einkadagheimila og vistunar á
einkaheimilum, og þvi sé dæm-
ið nærtækt. Ekki kvaðst Elin
segja þetta af þvi hún teldi að
þessar niðurgreiðslur ættu ekki
rétt á sér, þvert á móti. En þær
væru þó skýring á því að ekki
væri hægt að byggja meira á
næsta ári en 2 leikskóla fyrir
240 börn og komast af stað með
nýtt dagheimili, auk þess sem
tvö ný skóladagheimili, kæmu
til.
Hún kvaðst taka undir að
þörf væri fyrir miklu meira
átak í þessu efni. Hún kvaðst
ávallt hafa verið mjög treg til
að skerða fé það, sem gæti farið
til uppbyggingar i þessum
málaflokki, en e.t.v. væri verið
að marka þarna stefnu um að
við yrðum að sætta okkur við að
styðja fremur einkaaóila með
niðurgreiðslum, þegar kæmi út
fyrir forgangsflokkana, en að
setja markið svo hátt aó geta
byggt eigin dagvistunarstofn-
anir fyrir alla.
Benti Elín á að menn gerðu
sér e.t.v. ekki nægilega grein
fyrir því allt árið, þegar lagt er
í fjárhagsáætlun, að með ein-
stökum samþykktum, væri ver-
ið að taka ákvörðun um að
skerða, aðrar. Og kvaðst hún
vilja að upp væri tekin sú regla
að engin tillaga færi til at-
kvæðagreiðslu fyrr en annað
hvort fylgdi henni yfirlýsing
embættismanna borgarinnar
um að hún hefði ekki kostnað í
för með sér eða þá lausleg áætl-
un um af hvaða stærðargráðu
sá kostnaður yrði. Borgarfull-
trúar mundu þá a.m.k. gera sér
fulla grein fyrir þvi hvað við-
komandi samþykkt kostaði og
að hvaða marki hún skerti ráð-
stöfunarfé, og þeir hefðu betra
heildaryfirlit i ákvörðun sinni.
ALLTMEÐ
EIMSKIP
Á næstunni ferma skip vor
tii íslands sem hér segir:
ANTWERPEN:
Laxfoss 30. mars.
Úðafoss 5 apríl
Urriðafoss 1 2. april
Tungufoss 1 9. april
Grundarfoss 26. april
ROTTERDAM:
Laxfoss 31. mars
Úðafoss 6. april
Urriðafoss 1 3. apríl
Tungufoss 20. apríl
Grundarfoss 27. april
FELIXSTOWE:
Dettifoss 30. mars
Mánafoss 6. april
Dettifoss 1 3. april
Mánafoss 20 apríl
HAMBORG:
Dettifoss 1. apríl
Mánafoss 8. april
Dettifoss 1 5. april
Mánafoss 22. apríl
PORTSMOUTH:
Goðafoss 30. mars
Brúarfoss 7. apríl
Bakkafoss 1 3 april
Selfoss 22. april
Goðafoss 6 maí
WESTON POINT:
Kljáfoss 6. april
Kljáfoss 20 april
KAUPMANNAHÖFN:
Hofsjökull 30 mars.
Múlafoss 6 apríl
írafoss 13. april
Múlafoss 20 april
GAUTABORG:
Lagarfoss 1 april
Múlafoss 7 april
írafoss 1 4 apríl
Múlafoss 21 apríl
HELSINGBORG:
Hofsjökull 29 mars.
„skip" 9 apríl
KRISTIANSAND:
„Skip" 1 0 april
ÞRÁNDHEIMUR
Tungufoss 2 april
GDYNIA/GDANSK:
Lagarfoss 30 mars.
Skeiðsfoss 9. april
VALKOM:
Reykjafoss 29. mars
Skeiðsfoss 7. april
VENTSPILS:
Reykjafoss 27. mars
Skeiðsfoss 8 april
iþReglubundnar |
vikulegar
hraðferðir frá:
ANTWERPEN, „ .
FELIXSTOWE, ÖJ
GAUTABORG,
HAMBORG,
KAUPMANNAHÖFN,
ROTTERDAM
GEYMIÐ
auglýsinguna
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AIGLYSINGA-
SÍMINN KR:
22480