Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 Minning: Þorsteinn M. Jónsson fyrrverandi skólastjóri Fæddur20. ágúst 1885. Dáinn 17. marz 1976. Þegar íslendingar minntust hálfrar aldar fullveldis ánð 1968 voru i sjónvarpi og útvarpi langir viðtalsþættir við Þorstein M Jóns- son fyrrverandi skólastjóra, en hann var þá einn á lífi þeirra átta manna, danskra og íslenzkra, sem sátu í „sambandslaganefndinni“ er undirbjó raunverulegan skilnað íslands og Danmerkur sumarið 1918. Mörgum sjónvarps- áhorfendum mun minnisstæður hinn svipmikli öldungur sem þarna flutti margvislegan fróð- leik frá árdögum Nýja Islands. Svo gat virzt sem hann ætti dálítið erfitt um mál, enda vantaði hann þau líffæri sem margir munu halda ómissandi mannlegu tali. Þegar hann var liðlega fertugur veiktist hann af illkynjaðri mein- semd í hálsi, en danskur skurð- læknir bjargaði lífi hans með því að nema burtu bæði raddbönd hans. Þorsteinn hafði verið rómaður ræðumaður allt frá skólaárum sínum, og héldu nú allir að þeim glæsilega ferli væri lokið. En það fór á annan veg. Með ásköpuðum dugnaði og vilja- styrk tókst honum að beita radd- færum sínum með nýju lagi, svo að hann gat ekki aðeins haldið áfram að kenna, heldur haldið fyrirlestra og látið rödd sina berast út yfir stóra samkomusali. Líklega hefur hann að sumu leyti orðið enn betri ræðumaður eftir enn áður, af því að hann hafði þurft að sigrast á líkamlegum galla eins og hinn frægi málsnill- ingur fornaldar. Þorsteinn var alinn upp i fátækt eins og flestir Islendingar i þá daga, bóndasonur frá Utnyrð- ingsstöðum á Fljótsdalshéraði. En hann var snemma námgjarn og bókhneigður og brauzt til mennta eftir föngum, fyrst í Möðruvalla- skólann sem þá var fluttur til Akureyrar og síðan i hinn nýstofnaða Kennaraskóla í Reykjavík og brautskráðist þaðan árið 1909. Sama ár gekk hann að eiga átján vetra fríðleiksstúlku, Sigurjónu Jakobsdóttur frá Básum i Grimsey, sem nú kveður eiginmann sinn eftir nær 67 ára sambúð. Reistu þau bú á Borgar- firði eystra þar sem Þorsteinn gerðist tvöfaldur skólastjóri. Auk barnaskólans sem fyrir var stofnaði hann sjálfur unglinga- skóla og stýrði síðan báðum skól- unum í tvo áratugi. Þó mun Þorsteini hafa þótt heldur þröngt til umsvifa á Borgarfirði, og árið 1920 gerðist hann kennari við barnaskólann á Akureyri. Fimmtán árum síðar, 1935, varð hann skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar og gegndi því starfi til sjötugs eða í rétta tvo áratugi. Arið eftir 1956 fluttust þau hjónin búferlum í þriðja sinn í nýjan landsfjórðung, í þetta sinn til Reykjavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Slikur er í fáum orðum ævi- ferill öldungsins sem nú- hefur kvatt jarðneskt líf. Á æskuárum hefði hugur hans staðið til frekara náms og þá líklega i sagn- fræði, en slíks var ekki kostur. Engu að síður var menntun hans miklu meiri en hvað skólagangan var löng, og hann var hamingju- samur í embættisstörfum sínum. Sjálfur sagði hann oft í elli sinni að hann hefði haft mesta ánægju af skólastjórninni af öllu því sem hann fékkst við um dagana. Hann gekk í skólann „léttur á sér og fagnandi og kvaðst hlakka til hverrar kennslustundar," segir vinur hans Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. „Þeim sem ganga til starfs með slíku hugarfari hlýtur að verða mikið ágengt." Kennslustörf og stjórn ung- menna i nálega hálfa öld væri flestum mönnum fullkomið ævi- verk, og mætti bæði embættis- maður og þjóðfélag vel við una, ekki sízt þegar störfin eru svona vel af hendi leyst. En i reynd voru embættisverkin aðeins lítill hluti af fjölþættum athöfnurn Þorsteins M. Jónssonar. I stuttri minningargrein er enginn kostur að gera fulla grein fyrir verkum hans, og verður aðeins stiklað á stóru. Á Borgarfirði var hann bóndi og útgerðarmaður jafnframt kennslu og skólastjórn, og seinna rak hann um skeið búskap á tveimur stórbýlum við Eyjafjörð, Syðri Skjaldarvík og Svalbarði á Svalbarðsströnd. Hann var einn af stofnendum fyrsta ungmenna- félags á landinu, Ungmenna- félags Akureyrar, 1906. Samtímis gekk hann i góðtemplararegluna og var alla ævi áhrifaríkur bindindisboðandi. „Engan núlif- andi skólamann á Islandi veit ég hafa borið merki bindindismanna með meiri djörfung og dug meðal nemenda sinna og kennara en hann,“ segir Brynleifur Tobíasson i afmælisgrein um Þorstein sjötugan; „og ekki einungis í skólanum, heldur einnig alls staðar þar sem hann hefur haft aðstöðu til, á Alþingi, i bæjarstjórn og i margs konar félagsskap." Ungur gekk Þorsteinn einnig undir merki samvinnuhreyfíngar- innar, og síðustu árin á Borgar- firði stjórnaði hann kaupfélagi Þorpsbúa. Þegar samvinnubænd- ur bundust samtökum um stofnun þjóðmálaflokks gekk Þorsteinn til liðs við þá og varð yngsti þing- maður hins verðandi Framsóknarflokks 1916. Sat hann síðan á þingi til 1923 og var þá meðal annars fulltrúi flokks síns í sambandslaganefndinni sem fyrr getur. Meðal merkustu nýmæla sem hann flutti á Alþingi voru frumvörp um Þjóðleikhús og um 'menntaskóla á Akureyri sem bæði náðu fram að ganga eftir aó hann lét af þingsetu. Fyrir skeleggan atbeina hans var það og samþykkt á Alþingi 1919 að barnakennarar skyldu verða embættismenn ríkisins og hljóta föst laun, en áður hafði staða þeirra verið ótrygg og launin bág- borin. I þakklætisskyni fyrir þennan stuðning gáfu barna- kennarar Þorsteini vandað gullúr, og var sá gripur honum einkar kær. Á Borgarfirði og einkum á Akureyri lét Þorsteinn margvis- leg félagsmál til sin taka. Meðal annars átti hann iengi sæti í bæjarstjórn Akureyrar og var for- seti hennar í tólf ár. Siðustu árin fyrir norðan var hann valinn til þeirrar virðingar með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa af ýmsum stjórnmálaflokkum, og mun það einsdæmi hérlendis i svo fjölmennri bæjarstjórn. Sýndi það gjörla traust það og virðingu sem hann naut jafnt hjá semherj- um og andstæðingum í pólitík. Af öðrum félagsmálastörfum er sér- staklega vert að geta þess að hann var sáttasemjari í vinnudeilum í umdæmi Norðurlands frá 1939 og til þess er hann fluttist suður 1956. Það er til marks um árangur hans og vinsældir í því starfi að Norðlendingar báðu hann að gegna því áfram þótt hann væri aldraður orðinn og fluttur í annan landsfjórðung, en hann taldi sér ekki fært að verða við þeirri beiðni. Og þá var nú ekki verið að halda sáttafundina á einhverju hóteli. Onei, þeir voru oftast haldnir á heimili þeirra Þorsteins og Sigurjónu, hvernig sem þar stóð á og hversu lengi sem menn þurftu að þæfa og vaka. Snemma á Akureyrarárum sinum keypti Þorsteinn bóka- verzlun eftir nýlátinn bóksala, Sigurð Sigurðsson og í framhaldi af því hóf hann sjálfur útgáfu- starfsemisem bæði varð umfangs- mikil og merkileg. Þá var lítil bókaútgáfa á landi hér, og Þorsteinn hafði á bernskuárum sínum sárt fundið til skorts góðra bóka. Úr því vildi hann bæta, og hóf í því skyni útgáfu ritsafns sem bar nafnið „lýðmenntun". Atti það að skiptast í tvo flokka, og skyldu i öðrum vera ýmiskonar visindarit, en i hinum ævisögur merkra manna. Fýrstu ritin í hvorum flokki voru Himin- geimurinn eftir Ágúst H. Bjarna- son og Rousseau eftir Einar Olgeirsson. Þessari viðleitni var vel tekið, en þjóðin var enn of fámenn og fátæk til að slik starf- semi gæti borið sig, og útgáfa Lýðmenntunar hlaut að falla niður eftir nokkur ár. En forlag Þorsteins lifði áfram, og hann sleppti ekki þeirri hugsjón sinni að gefa út fræðandi bækur og íslenzkar. Fyrstu bækur margra islenzkra höfunda komu út hjá Þorsteini, og skólabækur margar, einkum handa barna- og ungl- ingaskólum. Merkur þáttur í út- gáfu hans var prentun ýmiskonar þjóðlegra fræða. Má þar meóal annars nefna þjóðsagnasafn Olafs Davíðssonar og ekki sízt ritsafnið Grímu, 20 hefti alls, eitt hið merk- asta safn þjóðsagna eða þjóð- fræða eftir daga Jóns Árnasonar. Vann Þorsteinn sjálfur manna mest að söfnun þess og frágangi og með honum Jónas Rafnar læknir. Bókhneigð Þorsteins og bókaást beindist einnig inn á braut mikillar bókasöfnunar. Fystu aur- ana sem hann eignaðist fyrir ullartíning notaói hann í laumi til að kaupa sér bók. Faðir hans reyndi að sýna honum fram á að sá yrði aldrei ríkur sem eyddi peningum sínum í bækur, en það bar engan árangur, sveinninn sat við sinn keip. 1 tengslum við bókaverzlun hans og bókaútgáfu gáfust leiðir til að auka safnið og efla, bæði beint og óbeint, þvi að Þorsteinn lagði allan ágóða af for- lagi sínu í bókakaup. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur helgaði hann safninu nær alla starfskrafta sína, og þeir voru býsna miklir þótt hann væri aldraður orðinn. Það var ógleymanlegt að koma á heimili þeirra Sigurjónu í Eskihlíð 21 og ganga um hina stóru ibúð þar sem bókunum var drepið i hvern krók og kima. Hann reyndi að kaupa yfirleitt allar íslenzkar bækur sem völ var á. „Ef ég á hana ekki þá er hún fágæt, þú getur reitt þig á það,“ sagði hann stundum við mig. Sumt var vitanlega ófáanlegt sem prentað var í fyrri daga. Það voru mestmegnis guðs- orðarit eins og kunnugt er. Prentun fornrita og annarra veraldarbóka hófst síðar, enda tókst Þorsteini að ná í næstum allar útgáfur islenzkra fornrita sem komið hafa á frummálinu. Það var því í sannleika vél til fallið að hann skyldi ráðstafa bókum sínum til Stofnunar Árna Magnússonar um sömu mundir og handritin tóku að berast heim frá Danmörku. Svo var kallað að rikið keypti bókasafnið, en raunar gáfu þau hjónin meira en helming and- virðisins i sjóð sem verja skal til bókakaupa. Bókasafn Þorsteins M. Jónssonar og Sigurjónu Jakobsdóttur skipar nú virðuleg- an sess við hlið hinna endur- heimtu handrita, til mikillar nyt- semdar fyrir þá fræðimenn sem vinna að rannsóknum og útgáfu handritanna í Árnagarði. Það hefur oft verið á orði haft og má ljóst vera af þeim fáu orðum sem hér hafa verið rituð, að Þorsteinn M. Jónsson hefur verið margra manna maki. Margt stuðlaði að þessum frábæru afköstum. Hann var að eðlisfari skarpgreindur, minnugur og vandvirkur. Reikningsmaður var hann ágætur og þjálfaður í þeirri íþrótt af ævilangri iðkun. Hann gat leikið sér að þvi að gera tvennt eða jafnvel þrennt í senn: færa reikningsbækur skóla eða fyrirtækis, ræða við gesti af óskiptum áhuga — og jafnvel hlusta á útvarpið um leið. Hann var algjör bindindismaður á tóbak og áfengi. Hann vann lang- an vinnudag og lifði langa ævi. Þótt hann ætti stundum við van- heilsu að strfða, brauzt hann með seiglu og viljastyrk upp úr hverri sjúkdómsþraut. En mest var þó vert um þá hjálp eða samvinnu sem eiginkona hans veitti honum. Þau voru ólik um margt, en með þeim var jafnræði að gáfum og dugnaði. Þau eignuð- ust átta börn sem upp komust og ólu auk þess upp tvö barnabörn, og lifa þessi öll föður sinn og fóstra. Heimilið var löngum mannmargt og gestagangur mikill samfara umsvifum Þorsteins og rausnarskap. Og þá var ekki alltaf um það spurt hvernig á stæði hjá húsfreyju. En hafi Þorsteinn á stundum gert miklar kröfur til konu sinnar, þá vissi hann lika að hún var honum einhuga í stór- mennsku og hjálpfýsi. Hann þekkti gáfur hennar og treysti dómgreind hennar. Hún örvaði hann fremur en latti til kaupa á dýrum bókum, enda ber safníð einnig hennar nafn. Svo er sagt að það hafi verið venja Þorsteins að taka ekki bók til útgáfu nema Sigurjóna hefði lesið hana og gefið henni meðmæli sín. Lifs- verk þeirra verða ekki sundur skilin. Nú horfir hún á eftir förunaut sinum með rósemd og raunsæi eins og henni er lagið. En hún á ekki aðeins miklar og góðar minn- ingar frá langri sambúð. Hún á lika alla afkomendurna sem nú umvefja hana með ástúð sinni — börn tengdaböm, barnabörn og tvær enn yngri kynslóðir. Jónas Kristjánsson. Þorsteinn M. Jónsson hefir nú kvatt þennan heim eftir langa og dygga þjónustu við þjóð sína. Sögu hans lýkur þó ekki á and- látsstundinni eins og flestra manna, heldur mun hún halda áfram að lifa i verkum hans, sem bera ávöxt um ókominn tima, enda voru þau óvenjulega mikil að vöxtum og gæðum. En mest er um það vert, að þau hnigu öll að einu marki: að bæta heiminn, fegra og göfga mannlifið, lyfta samtiðinni til meiri menningar, víðsýnis og hamingju. Hann stóð föstum og djúpum rótum í sögu Islendinga, þjóðtrú og bókmennt- um, en var jafnframt maður sam- tíðar og framtiðar. Hann sá jafnan, hvar skór kreppti og hvað til heilla horfði. Auk þess að vera harðvítugur eljumaður og vinnu- víkingur var hann einarður mála- fylgjumaður og laginn samninga- maður, og þess hefir margt þarf- legt málefni notið, það sem af er þessari öld. Þvi máli, sem Þor- steinn tók að sér, var borgið. Bar- áttumál hans voru mörg og öll á einn veg. Skjólstæðingar hans voru lika margir, og jafnan tók hann svari þess, sem i vök átti að verjast, ef málstaður hans var réttlættur. Það er því síst að undra, þótt margir sendi nú hrærðar hugsanir, fullar þakk- lætis og virðingar yfir djúpið mikla til hans, sem vann þjóð sinni svo margt til þarfa og þrifa. — 0 — 0 — Þorsteinn Metúsalem Jónsson fæddist á Útnyrðingsstöðum á Völlum 20. ágúst 1885. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Þor- steinsdóttir Mikaelssonar skálds frá Mjóanesi og Sigríðar Guð- mundsdóttur frá Vaði í Skriðdal og Jón Ölason bónda ísleifssonar á Útnyrðingsstöðum og Guðnýjar Pétursdóttur frá Eyjólfsstöðum á Völlum. Þorsteinn var yngstur sex systkina, en af þeim dóu þrjú úr barnaveiki fárra ára gömul, og Öli bróðir hans dó tvítugur. Aðeins tvö systkinanna, Anna og Þorsteinn, komust til fullorðins- ára og eignuðust afkomendur. Þorsteinn ólst upp, eins og önnur börn i sveit á Islandi, við alla algenga vinnu, sem til féll vetur og sumar. Snemma kom þó í ljós, að hugur hans hneigðist mjög til bóka og fræða. Bækur voru mikið um hönd hafðar á heimilinu, og sjálfum segist honum svo frá: „Á kvöldin sat allt fólkið uppi í baðstofunni og hafði rúmin fyrir sæti. A dyrum milli hjónahússins og frambaðstofunnar hékk lampi, er lýsti alla baðstofuna. Við hann á rúmi, rétt framan við dyrnar, sat einhver heimilismanna og las upphátt fyrir allt hitt fólkið. Ef lesarinn hvíldi sig, ræddi fólkið um lesefnið og lét dóma sína uppi um sögupersónurnar. Einkum voru lesnar fornsögurnar, sögur Jóns Thoroddsens, sögur Torf- hildar Hólm, neðanmálssögur, þjóðsögur og raunar allar þær bækur, sem fyrir hendi voru. Sömu bækurnar voru oft lesnar vetur eftir vetur. Sérstakt eftir- læti hafði faðir minn á sögum Magnúsar góða og Haralds harð- ráða, enda held ég, að hann hafi kurinað þær. Þá voru og stundum rimur kveðnar. Skrifaðar sögur voru oft lesnar og jafnvel gömul fljótaskriftarhandrit af riddara- sögum.“ Þess má geta, að þjóðsagnarit- arinn mikilvirki, Sigfús Sigfús- son, var náfrændi Þorsteins og tiður gestur á æskuheimili hans, enda ræktu þeir vináttu með Þorsteinn M. Jónsson með hendi á nokkr- um bókum úr safninu, sem nú er varðveitt í Stofnun Árna Magnússonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.