Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 5 Yfirlögregluþjónninn á Akranesi: jt Islenzk réttarvemd hafi forgöngu um réttarrannsókn MORGUNBLAÐINU barst í gærl athugasemd frá Stefáni Bjarna- syni, yfirlögregluþjóni á Akra- nesi, vegna máls þess, sem Is- lenzk réttarvernd hóf nú í vik- unni og fékk dómsmálaráðuneyt- ið f lið með sér til þess að gera1 upptæk svokölluð hátiðnitæki. Athugasemd Stefáns vegna þessa máls fer hér á eftir: Tónleikar á Akranesi Akranesi, 26. marz — TÖNLISTARFÉLAG Akraness efnir til fyrstu hljómleika fyrir styrktarfélaga sína og aðra í Bíó- höllinni hér á Akranesi þrióju- daginn 30. marz klukkan 21. Það eru þau Sigríður E. Magnúsdóttir óperusöngkona og Símon Wauhan Baritónsöngvari, sem munu syngja íslenzk, brezk og ítölsk lög og einnig lög eftirGrieg, Sibelius, Schubert og Hugo Wolf. Meðleik- ari þeirra verður Jónas Ingi- mundarson pianóleikari. — Júl- íus. „Um hver beri ábyrgð á um- ræddu tæki, sem var byggt með rás fyrir ýltón eða hátíðnitón, er ég ekki tilbúinn að svara. En eftir að tækið var komið í notkun hér á lögreglustöðinni á Akranesi, hlýt ég að bera ábyrgð framar öðrum lögregluþjónum á notkun þess. En eftir að hafa lesið flest, sem komið hefur í blöðun- um um mál þetta, þá sýnist mér ýmislegt vera gefið f skyn og af þeim sökum eðlilegt að málið verði brotið til mergjar á breiðari grunni. Fólk hlýtur að eiga heimt- ingu á þvi að vita, hvort lög- reglunni á Akranesi sé stjórnað af manni, sem ekki veldur því og hvort meðferð fanga hér sé ómannúðleg. Þætti mér vænt um ef félagið Islenzk réttarvernd hefði for- göngu um réttarrannsókn á þessu sviði og birti síðan niðurstöður í blöðunum. Ég, sem þetta rita, er búinn að starfa sem lögreglumaður í hart- nær 39 ár og þar af 35 á Akranesi, svo það er vafalaust tími til kom- inn, að úr því verði skorið, hvern- ig störfum mínum hefir verið háttað. Stefán Bjarnason yfirlögregluþjónn." Alþýðuleikhúsið tekið til starfa Fjórir leikarar fastráðnir SÍÐASTLIÐIÐ vor stofnuðu nokkrir áhugasamir einstakl- ingar á Akureyri leikfélag sem hefur það markmið að reka um- ferðaleikhús sem sýnir leik- verk er fjalla um þjóðfélagsleg vandamál samtímans. Leik- starfsemi af þessu tagi er alger nýjung hér á landi, þótt hún hafi staðið með nokkrum blóma víða i Evrópu síðustu áratugi. Hið nýja leikfélag nefnist Al- þýðuleikhúsið og hefur það þegar tekið til starfa. Fram til áramóta var starfsemin svo til eingöngu sú að tryggja fjárhag leikfélagsins. Var horfið að því ráði að koma upp styrktaraðild að félaginu og voru gefin út sérstök áskriftarkort sem um- boðsmenn hafa svo til sölu víða um land Um áramót var ljóst, að unnt yrði að hefja a.m.k. nokkurra mánaða starfsemi sökum fjár- framlaga styrktarfélaga Þá voru fastráðnir fjórir leikarar, þau Arnar Jónsson, Kristin Ólafsdóttir, María Arnadóttir og Þráinn Karlsson. Nú er æf- ingum að ljúka á nýju islenzku leikriti og verður farið af stað með það í lok mars. Leikritið heitir „Krummagull“ og er eft- ir Böðvar Guðmundsson. Það er ætlaó bæði ungum og gömlum, í þvi eru margir söngvar og hef- ur Jón Hlöðver Askelsson sam- ið tónlistina. Leikstjóri er Þór- hildur Þorleifsdóttir en leik- mynd og búninga hafa félagar í Alþýðuhúsinu annast. Leikritið verður frumsýnt í Neskaupstað sunnudaginn 28. mars. Daginn eftir verður farið með það til Egilsstaða Það verður sýnt á Fáskrúðsfirði hinn 30. mars og daginn eftir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Hinn 1. apríl verður það svo sýnt á Reyðarfirði og Eskifirði og síðan áEiðum, Seyðisfirði og á Borgarfirði. Þaðan verður svo haldið áleiðis til Akureyrar og verðúr sýnt á Þórshöfn Raufar- höfn, Húsavik og í félagsheimil- um og skólum i Þingeyjarsýslu. Eftir páska verður svo sýnt á Norð-Vesturlandi og Vestur- landi eftir því sem tími leyfir. (Fréttatilkynning) Sinfónluhljómsveitin I Revkjavfk að æfingu. Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Reykjavík Sunnudaginn 28. marz verða haldnir fyrstu tónleikar ný- stofnaðrar sinfóníuhljómsveit- ar í Reykjavík. Sveitin er að mestu skipuð áhugamönnum sem eru þó flestir ýmist fyrr- verandi atvinnumenn í hljóð- færaleik, tónlistarkennarar eða tónlistarnemar. Stjórnandi hljómsvéitarinnar er Garðar Cortes. Á tónleikum Sinfóníusveitar- innar i Reykjavík á sunnudag verða eftirtalin tónverk: For- leikur eftir Bach, Adagio eftir Karl O. Runólfsson, Trompet- konsert eftir Haydn, Finale for a Concert eftir Bush, Little Suite eftir M. Arnold og Pomp & Circumstance, march nr. 4 eftir Elgar. Tónleikarnir verða haldnir í sal Menntaskólans við Hamra- hlíð og hefjast kl. 4 e.h. íslandskvöld í hollenzka sjónvarpinu SÖNGKONAN Viktoría Spans, sem er hálfíslenzk og Jón Krist- insson verkfræðingur höfðu i fyrrakvöld islenzkt kynningar- kvöld í hollenzka sjónvarpinu, þar sem Viktoría söng íslenzk lög og Jón mun hafa flutt kynningu á landi og þjóð. Viktoría Spans er íslendingum að góðu kunn. Hún hefur oft kom- ið til íslands og í fyrra kom hún m.a. fram i íslenzka sjónvarpinu og söng nokkur lög. Hún er fædd á Islandi, en hefur verið búsett í um 30 ár í Hollandi. Móðir Viktor- iu var íslenzk og giftist til Hol- lands. Frímerkjauppboð í dag FÉLAG frimerkjasafnara heldur fyrsta uppboð sitt á þessu ári í dag i ráðstefnusal Hótel Loft- leiða, og hefst það kl. 14. Upp- boðsefnið, sem er mjög fjölbreytt, verður til sýnis frá kl. 10—14. — Ahugi virðist vera mikill meðal safnara, því að uppboðsskráin er þegar næstum uppseld. Aðalfundur Verzlunar- bankans í dag AÐALFUNDUR verzlunarbank- ans verður haldinn í dag í Krist- alssal Hótels Loftleiða og hefst kl 14.30. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Þeir hluthafar sem eigi hafa sótt aðgöngumiða að fundinum geta fengið þá afhenta við innganginn. \ r a REIDHOL'T \ V a SimÁkjaba \ AV. / ZfFA- &RZÍDH0LT'\ & ALASKA SlMi: 35225 Svo auðvelt aö rata Allar sömu vörur og í litla hlýlega gróðurhúsinu við Miklatorg. Jafnvel meira úrval. Sjáið sérkennilegustu verzlun landsins Sendum um land allt. Miklatorgi, sími 22822 — 19775 Kópavogslæk, sími 42260 Breiðholti, sími 35225.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.