Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 Systkinin frá Helgafelli: Guðrún Jónasdóttir og Þorsteinn Jónasson Guðrún Jónasdóttir Fædd 20. júní 1887 Þorsteinn Jónasson Fæddur 13. apríl 1885. Guðrún var fædd að Hofs- stöðum, en fluttist með foreldrum sínum, Jónasi Sigurðssyni og Astríði Þorsteinsdóttur, að Helga- felli 1889 og ólst hún þar upp ásamt sjö systkinum sínum. Vorið 1910 hóf Þorsteinn bróðir hennar þar búskap á hálfri jörð- inni og varð Guðrún þá bústýra hans næstu þrjú árin, eða þar til hún giftist Þorsteini Bergmann Jóhannssyni, sem var fæddur og uppvaxinn Helgfellingur eins og hún. k’luttust þau þá að Kljá og bjuggu þar næstu sex árin, en keyptu þá Kóngsbakka ytri vorið 1919 og fluttust búferlum þangað. Vorið 1921 andaðist Þorsteinn bóndi hennar 31 árs að aldri. Hann hafði verið pöstur frá Stykkishólmi að Stað í Hrútafirði, sem var slærh póstleið; allar ár um Skógarströnd og Dali óbrúaðar og oft illar yfirferðar að vetri og burður á póst mikill, en sjaldan hægt að koma hesti við vegna snjóalaga; hann kappsfull- ur og því ofboöið þreki sínu, með þessum afleiðingum. Guðrún eignaðist fjögur börn og eftir lát manns síns bjö hún i eitt ár á Kóngsbakka, en seldi þá Þorsteini bröður sínum jörðina og fluttist hann þangað, en hún fór aftur að Helgafelli með þrjú börn sin, en það yngsta, var þá á öðru ári, varð eftir í föstri hjá Þor- steini og konu hans, Þórleifu ljós- móður Siguröardöttur frá Svelgsá. Þrem árum síðar fór hún bústýra að Svelgsá til Guðbrands hreppstjóra Sigurðssonar með þau þrjú börn sín. sem henni fylgdu, og þar dvaldist hún til ársloka 1971; 10 síðustu árin býstýra Bergsteins sonar síns, sem þar hafði tekið við jörð og búi eftir lát Guðbrands. Guðrún hafði þá staðið fyrir búi í 58 ár, fyrst á kirkjustað, svo þar sem þjöövegur lá við bæjargafl, en á hinum heimilum hennar meðfram túnum. Framan af starfsárum hennar fóru vegfar- endur á hestum eða göngu, eftir árstimum; þá var hraðinn ekki orðinn sá sem nú er, þá var timi og oft þörf á þvi að fara heim á bæ, fá góðgerðir og hvíld og tiðum næturgistingu. Gestagangur var öll hennar húsfreyjuár mikill á heimilum hennar, risna mikil, af alúð veitt og viðmót húsráðenda aðlaðandi og samræður oft langar. Hún hafði því oft mörgu að sinna umfram hversdags heimilisstörf. Vinnutiminn var orðinn langur, árin mörg og aldrei fimm daga vinnuvika, heldur að jafnaði allir dagar; sunnudagar voru oft erfið- ustu dagar vikunnar fyrir hús- mæðurnar flestar og fór hún ekki varhluta af þvi. Guðrún mun hafa verið heilsu- góð fram á síðutu búskaparár sín, en eftir aö aldur hennar færðist á niunda áratuginn fór líkamlegt slit og elli að segja til sín. Hún dvaldist að mestu á sjúkra- húsum eítir að hún fór frá Svalgs- á og andaðist á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 11. apríl síðastliðið vor. Guðrún var jarðsett að Helga- felli, við hliðina á gröf eigin- manns síns, að viðstöddu miklu fjölmenni. Þorsteinn Jónasson var einnig fæddur að Hofsstöðum og fluttist að Helgafelli, sem er nágranna- bær Hofsstaða, með foreldrum sínum og ólst þar upp. Vorið 1910 hóf hann þar búskap á hálfri jörðinni á móti Þorgeiri bróður sínum. Arið 1913 kvæntist hann Þörleifu Sigurðardóttur og bjuggu þau þar til vors 1922, að hann seldi Þorgeiri sinn hluta i Helgafelli, en keypti Kóngsbakka af systur sinni og fluttist þangað. Konu sína missti Þorsteinn í janúar árið 1945, en bjó áfram á Kóngsbakka næstu 10 árin með aðstoð tveggja fósturbarna þeirra, Jónasar Þorsteinssonar, systur- sonar síns, og Þórleifar Hauks- döttur. Auk þeirra, sem þegar eru tal- in, ölu þau upp að nokkru tvö önnur Ixirn, sem þá voru burt- flutt. Þorsteinn eignaðíst tvo syni; er annar þeirra búsettur í Keflavík, en hinn í Reykjavík. Þorsteinn sat jörð sina vel. Skömmu eftir komu sina að Kóngsbakka byggði hann upp öll + Elsku litli drengurinn okkar JÓN ÍVAR, lést 1 9. marz Jarðarförin hefur farið fram Þökkum auðsýnda samúð Högni Valsson, Lilja Ástvaldsdóttir, Álftamýri 56. + Þökkum mnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa ÁSMUNDAR ÁSMUNDSSONAR, bakarameistara Gróa Jafetsdóttir, Gunnar Jafet Ásmundsson, Sigurður Ásmundsson, Kari Lund Ásmundsson, Gylfi Ásmundsson, Erla Líndal, Guðrún Ásmundsdóttir, Björn Júlíusson, og barnabörn. , + Alúðarþakkir fyrir vináttu og samúð okkur sýnda við andlát og útför föðurs okkar, tengdaföðurs, afa og langafa ÓLAFS BERGSTEINS ÓLAFSSONAR fv. skipstjóra Hringbraut 136. Keflavík. Guðrún Ólafsdóttir, Ingi Gunnarsson, Lúlla Ólafsdóttir, Ingólfur Bárðarson, Jóna Ólafsdóttir, Sigurður Erlendsson, Ólafur Bergsteinn Ólafsson, Elln Júliusdóttir, Hulda Ólafsdóttir. Halldór Þórðarson, börn og barnabörn. útihús jarðarinnar, en þau hafa nú flest eða öll orðið að víkja fyrir nýjum og hentugri byggingum, með breyttum tímum og vinnu- brögðum búverka. Síðar byggði hann svo íbúðarhús á hentugri stað en bæjarhús höfðu áður staðið á. Ræktunaraðstaða er þar ekki góð, en þrátt fyrir það hafði hann aukið túnstærð mikið og sléttað allt gamla túnið áður en hann lét af búskap. Þorsteinn átti alltaf góða reið- hesta og fór að öllu vel með þá, sem og allar skepnur; hann þekkti gamla máltækið, að „eng- inn verður ágætur af engu" og breytti eftir þvi. Eins og áður er sagt, liggur þjóðvegur meðfram túni, var því oft gestkvæmt, sérstaklega meðan ferðast var á hestum eða á göngu; þötti sjálfsagt að fara þangað heim, því þar voru veitingar góðar og hey á stalli fyrir hesta að vetrinum. Þetta var mesta rausnarheimili. Hann hafði um áratugi á hendi ýmis störf fyrir sveit sína; var úttektarmaður, i skattanefnd, í kjörstjórn við alþingiskosningar, i hreppsnefnd o.fl. Vorið 1955 kvæntist Jónas fóstursonur hans og tók hann þá við jörðinni. Var Þorsteinn hjá þeim hjónum í bezta yfirlæti þar til heilsa hans bilaði svo fyrir u.þ.b. þremur árum, að hann varð að leggjast inn á spítalann i Stykkishólmi, þar sem hann svo dvaldist til dánardags 16. janúar síðastliðinn. Þorsteinn var jarðsettur að Helgafelli við hlið leiðis konu sinnar, að viðstöddu fjölmenni. Með þeim systkinum eru fallnir eiztu Helgfellingarnir, i hárri elli, þar áttu þau alltaf sitt heimili. Þau voru bæði minnug og fróð t.d. um fólk búsett í sveitinni og nágrannasveitum fyrir og um síðustu aldamót. Þeir, sem eftir eru, minnast þeirra að öllu góðu og með söknuði, en þökk fyrir samver- una 3834—6601 Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta iagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Sigrfður Aslaug Guðmunds- dóttir frá Flúðum f starfs- fræðslu á Morgunblaðinu I Skóla- fólk hjá Morgun blaðinu Dansað í fótspor 17 þjóða í Þjóðleikhúsinu Þjóðdansafélag Reykjavíkur efnir til danssýningar i dag kl. 15 í Þjóðleikhúsinu. Sýningin er haldin í tilefni 25 ára af- mælis félagsins, en það verður 17. júní n.k. og er þessi sýning sú fyrri af tveimur sem haldnar verða á höfuðborgarsvæðinu, en ráðgert er samkvæmt upp- lýsingum Finns Sigurgeirs- sonar að halda sýningar utan Reykjavíkur. Stjórnandi sýn- ingarinnar er Svavar Guð- mundsson, en hann hefur æft fullorðinsflokkinn og sett sýn- inguna á svið. Þjóðdansafélagið hefur æft fyrir þessa sýningu síðan í byrj- un október, yfirleitt einu sinni í viku, framan af, en tvisvar til þrisvar í viku siðan um áramót. Alls koma um 180 dansarar fram á sýningunni ogþar af eru 106 börn. Dansarnir á efnis- skránni eru frá 17 löndum, Evrópu, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku ogvíðar. Kennarar hafa verið 3, Svavar Guðmundsson, Kolfinna Sigurvinsdóttir, sem hefur æft börnin og íslenzku dansana og Helga Þórarinsdóttir hefur æft unglingaflokkinn sem sýnir dansa frá Englandi og ísrael. Búningarnir eru gerðir af dönsurunum eða sóttir í bún- ingasafn félagsins, en umsjón með búningum og búningagerð hafa Ingveldur Markúsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Asta Jónsdóttir og Matthildur Guð- mundsdóttir, en umsjón á sviði annast Jakob Jóhannesson. Þjóðdansasýningar Þjóð- dansafélags Reykjavikur hafa Ljósmynd Friðþjófur Ein lltil og létt f hollenskum dansi. verið árlegur viðburður undan- farin ár, en þó hefur það ekki verið unnt undanfarin tvö ár vegna mikilla anna hjá dans- flokknum m.a. í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar, 100 ára afmælis byggðar Vestur- Framhald á bls. 20 + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa SIGURBERGS ODDSSONAR Oddný Þorsteinsdóttir börn, tengdaborn og barnaborn + Alúðarþakkir til allra sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR HELGADÓTTUR, Hafnarfirði, Guðrún Ólafsdóttir, Gunnlaugur Óskarsson, Ríkharður Kristjánsson, og barnaborn Tösku með verð- mætum stolið TÖZKU með miklum verðmæt- um var stolið úr rauðum Eskort stationbíl á Klapparstíg um klukkan 3.15 á miðviku- daginn. Bíll þessi er með Y- númeri. I töskunni var m.a nær fullt ávísanahefti á Sparisjóð Kópa- vogs, tveir víxlar að upphæð samtals um 340 þúsund krón- ur, tvær útfylltar ávísanir, önnur að upphæð 39.215 krón- ur og Hin að upphæð 10 þúsund krönur, 15 þúsund krónur í peningum, pappírar, snyrtivörur og ýmislegt fleira. Ef einhver telur sig geta veitt upplýsingar í þessu máli er hann beðinn að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Reykjavík. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföðurs og afa, BALDURS GUOBRANDSSONAR, fiskmatsmanns, Grundarbraut 10, Ólafsvfk. Þórunn Þórðardóttir, Hafdis Aradóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Jóhann Jónsson, Steinar Magnússon, Anna Þ. Baldursdóttir og barnabörn. + Móðir mín ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR SÖRENSEN, lést að heimili sinu í Kaup- mannahöfn 24 þ.m. Pétur Pálmason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.