Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
27
Björn Stenstrup: „Mfn ósk er að við förum aftur að fljúga til
Gautaborgar."
MIKILL ÍSLANDS-
ÁHUGI í SVÍÞJÓÐ
NORÐMAÐURINN Björn
Stenstrup er á fleiri en eina
vísu fulltrúi fyrir tsiand í
Svíþjóð. Hann er aðalræðis-
maður Islands í Gautaborg, og
auk þess yfirmaður skrifstofu
Flugleiða þar. Vegna starfa
hans fyrir I’lugleiðir átti
Morgunblaðið samtal við hann
fyrir skömmu. I Gautaborg er
aðalskrifstofa Flugleiða á sölu-
svæðinu Svíþjóð og Finnland.
Auk skrifstofunnar i Gauta-
borg, þar sem starfa átta
manns, eru skrifstofur í Stokk-
hólmi og í Helsingfors með sjö
og þrjá starfsmenn.
„Áhuginn á Islandi er mikiil í
Svíþjóð," sagði Stenstrup,
þegar hann var að því spurður
hvort ekki væri erfitt að „selja“
Island erlendis.
„Svo að ég byrji nú á byrjun-
inni þá hefur áhuginn á Islandi
i Noregi og Danmörku söguleg
og menningarleg tengsl við ís-
land. Þess vegna haf a samskipti
við þessi lönd verið mikil og
samgöngur hafa beinzt þangað.
Aftur á móti hafa ekki verið
nein tengsl sem talandi er um á
milli Sviþjóðar og Islands. Þess
varð ég greinilega var sem
Norðmaður þegar ég kom
hingað 1946. Þekking Svia á
Islandi var lítil. Þeir vissu varla
annað en að landið væri eyja i
Atlantshafi. Þar af leiðandi
vakti landið ekki áhuga, þó svo
að það væri eitt Norðurlandana
fimm. I dagblöðum eða öðrum
fjölmiðlum var sjaldan sagt orð
um Island.
I dág er myndin allt önnur og
fyrir þvi eru margar orsakir.
Við höfum unnið af miklum
ákafa að því að gera landið
þekkt. Eftir að Loftleiðir fóru
að fljúga til Gautaborgar 1954,
fórum við að auglýsa í blöðum,
sem hefur borið æ meiri
árangur eftir þvi sem árin hafa
liðið. Við höfum sent hundruð
blaða- og fréttamanna til Is-
lands, þar sem þeir hafa auk
þess að sjá landið fengið tæki-
færi til að hitta ráðamenn. Þeir
hafa siðan skrifað greinar í
blöð eða sýnt myndir í sjón-
varpinu, sem hefur með okkar
hjálp eignazt gott myndasafn
um Island. Á þennan hátt tókst
að vekja áhuga fjölmiðla, sem
hefur farið vaxandi þannig að í
dag er mikið skrifað um Island
hér í Svíþjóð.
En það eru ekki aðeins við,
sem höfum gert ísland þekkt.
Þar kemur að auki norræn
samvinna og ýmsir stóratburðir
hin síðari ár, svo sem eldgosin i
Surtsey og Heimaey og nú
Spjailað við Björn
Stonstrup,
aðairæðis-
mann ogyfirmann
Fiugleiða
í Gautaborg
þorskastriðið, sem nú varðar
ekki lengur aðeins Islendinga
heldur er orðið heimspólitískt
mál. Öll þessi atriði vekja
athygli á Islandi."
En Stenstrup sagði að það
væri ekki nóg að áhuginn væri
mikill á Islandi og að margir
vildu komast þangað. Annað
mál væri að geta það.
„Það er langt að fara til ís-
lands frá Svíþjóð og ferðin er
dýr. Svíþjóð er nálægt megin-
landi Evrópu og þangað er
meira að segja hægt að komast
með bíl. Til Isiands er aðeins
hægt að fljúga og vegalengdin
er svipuð og til Sikileyjar.
Síðan bætist við gistikostnaður,
fæði og þess háttar, sem er dýrt
á íslandi. Kostnaðurinn heldur
því aftur af fólki, þó að það hafi
mikinn áhuga á að sjá Island.
Annar hemill á Islandsferðir er
að ferðatímabilið er of stutt og
allar ferðir eru til Reykjavíkur.
Reykjavík verður þess vegna
eins og flöskustútur á sumrin,
öll hótel fyllast þannig að ferða-
mannastraumurinn stöðvast á
vissu stigi. Nú er ég ekki að
gagnrýna islenzka hóteleigend-
ur fyrir að byggja ekki fleiri
hótel. Það koma svo tiltölulega
fáir ferðamenn til Islands á
veturna að það borgar sig ekki
að byggja hótel sem standa svo
tóm 8 mánuði á ári. En i þessu
felst að miklu leyti ástæðan
fyrir dýrri gistingu, hótelin
verða að ná inn sem mestu
rekstrarfé yfir sumarið."
Þegar fargjaldastríð Loft-
leiða og SAS stóð sem hæst á
síðasta áratug, var Björn
Stenstrup einn þeirra, sem stóð
í eldlínunni, þar sem stríðið
var að miklu leyti háð í Sviþjóð.
„Það var merkilegur og
skemmtilegur timi,“ segir
Stenstrup. „Stríðið byrjaði lík-
lega 1956 og var eins og þorska-
stríðið háð með mörgum orrust-
um. SAS tók upp striðshanzk-
ann með þvi að ráðast á Island
og Loftleiðir og það var það
bezta, sem gat komið fyrir
félagið. Við höfðum byrjað að
fljúga með DC-4 til Gauta-
borgar 1954 og tveimur árum
áður til Óslóar og Kaupmanna-
hafnar. En fáir vissu að til væri
íslenzkt flugfélag, sem flygi til
Bandaríkjanna og væri að auki
ódýrara en önnur flugfélög. Við
fengum þarna gott tækifæri,
sem égheld að við höfum notað
skynsamiega. Við reyndum að
notfæra okkur blöðin og buðum
blaðamönnum og frétta-
mönnum frá útvarpi og sjón-
varpi til íslands. Þess var því
ekki langt að bíða að hið
óþekkta flugfélag Loftleiðir var
komið á forsiður blaða i
Skandinaviu, sérstaklega í
Svíþjóð. Við gátum þvi þakkað
SAS-mönnum okkar mesta fjör-
kipp, þó að þeir hafi ætlað
okkur allt annað en gott. Við
unnum mikið saman ég og Sig-
urður Magnússon, sem vissi
hvernig átti að gera hlutina og
vann mikilvægt starf á þessum
baráttuáruin."
Stenstrup sagði að mikil
breyting hefði orðið á ferðum
farþega, sem Loftleiðir og siðan
Flugleiðir hafa flutt frá
Svíþjóð.
„Ef við lítum nokkur ár aftur
i tímann þá fóru um 80%
farþega Loftleiða frá Sviþjóð til
Bandaríkjanna. En eftir því
sem áhuginn á Islandi hefur
aukizt þá hefur það hlutfall
breytzt nokkuð. Eftir sam-
eininguna við Flugfélag Is-
lands varð svo hlutfallið allt
annað, þannig að nú fara flestir
okkar viðskiptavinatil Islands.
Farþegum okkar til Banda-
ríkjanna héðan fækkaði einnig
mikið eftir að við hættum að
fljúga hingað til Gautaborgar,
vegna tilkomu DC-8 flugvél-
anna, sem geta ekki lent hér.
Við nutum þess nefnilega að
vera eina flugfélagið, sem bauð
flug til New York frá Gauta-
borg. “
Sagði Stenstrup að það væri
ósk sín að isienzku flugfélögin
hæfu aftur að fljúga til Gauta-
borgar, „enda fáum við flugvöll
í október 1977 og á honum eiga
allar flugvélar að geta lent“.
— pje.
Fréttabréf úr Breiðavíkur-
hreppi, Snæfellsnesi
Ryðja þarf fyrir
m jólk og börn...
Tiðarfar hefur verið mjög
rysjótt það sem af er vetrí, mjög
miklir umhleypingar og storma-
samt. (Jrkoma hefur verið mikil.
Frá 1. janúar til febrúarloka voru
12 dagar, sem ekki var einhver
úrkoma, og i 4 daga af þessum 12
var skafrenningur. Snjólétt var
til áramóta, en siðan hefur verið
meiri og minni snjór, og hefur
mjög oft þurft að moka veginn
vegna mjólkurflutninga, flutn-
ings skólabarna og annarra flutn-
inga.
Verkfallið, sem hófst 17.
febrúar, kom illa við bændur. A
þriðju viku var ekki tekin mjólk,
og urðu bændur hér að hella tals-
verðu magni af mjólk niður því
skilvindur og strokkur eru nú
mjög óviða til. Má nú helzt telja
slík verkfæri til forngripa.
Nú rétt fyrir miðjan marz
fannst ein ær við Djúpalón, sem
er austan við Dritvik. Húsfreyjan
á Malarrifi og stúlka, sem var með
henni, fundu kindina og náðu
henni við klettana og fóru með
hana að Malarrifi.
Kindina átti maður, sem á
heima á Hellissandi. Hún leit illa
út, var orðin mjög horuð og kvið-
dregin. Er undravert að hún skuli
hafa lifað í svo slæmu tiðarfari
sem hefur verið í vetur.
Félagslíf hefur verið heldur
dauft í vétur, enda tiðarfar slæmt
til samkomuhalds.
Þorrablót var samt' haldið á
þorraþræl. Hreppsbúar tóku
höndum saman bæði konur og
karlar með að undirbúa það sem
bezt. Skemmtiatriði voru heima-
tilbúin eins og að venju.
Fyrst var framreiddur mikill og
fjölskreyttur þorramatur, sem
konur framreiddu af mikilli
rausn og myndarskap. Því næst
komu skemmtiatriðin, leikþáttur
og fleira, og siðast var stiginn
dans af miklu fjöri langt fram á
nótt. Skemmtu sér allir mjög vel.
Staðsveitingum var boðin þátt-
taka í þorrablótinu eins og að
venju. Þarna voru samankomin
um 150 manns. Þessi þorra-
fagnaður fór að öllu leyti mjög vel
fram.
Skepnuhöld hafa verið góð það
sem af er vetri og litið borið á
kvillum i búfé. Hey eru að vonum
kraftlítil eftir slæmt sumar, og
má þvi gera ráð fyrir að bændur
þurfi að gefa í meira lagi kjarn-
fóður, sérstaklega í vor.
Allir vona að vel vori, og það
ríður baggamuninn fyrir bændur.
F.G.L.
A málverkasýningu Marfu H. Úlafsdóttur I Norræna húsinu skiptast
verkin í þrjá myndaflokka og er einn „Konan og afstaða hennar I
þjóðfélaginu". Þetta viðfangsefni tók listakonan einnig fyrir í Kaup-
mannahöfn á kvennaári og skrifaði I sambandi við sýninguna þar
grein um þetta viðfangsefni, þar sem hún bendir m.a. á konur í
Islendingasögunum. Hér er María á sýningu sinni, sem lýkur um
helgina.
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf-
stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum
frá klukkan 14:00 til 16:00. Er þar tekið
á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend-
ingum og er öllum borgarbúum boðið að
notfæra sér viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 27. marz verða til viðtals:
Ragnar Júlíusson, borgarfulltrúi
Bessl Jóhannsdóttir, varaborgarfulltrúi.
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
SJálfstaeðisflokksii