Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
Frá
b< i irga i •'
tjor
Skógræktar-
búskapur í stað
sauðfjárbúskapar
á Nesjavöllum
Friðar gróður og skapar sumarvinnu
A FUNDI borgarsljórnar
Revkjavíkur, þar sem fjallað
var um fjárhaKsáætlun borgar-
innar 1976, tók Klín Pálmadótt-
ir borgarfulltrúi til máls og
lagði m.a. fram brevtingartil-
lögu frá borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins, sem samþvkkt
var með 15 samhljóða atkvæð-
um, þar sem gert er ráð fyrir að
búskaparháttum verði brcytt á
jörðinni Nesjavellir, sem eru í
eigu borgarinnar, þar sem na*r
algerrar friðunar sé þörf á
jörðinni eigi hún að ná sér.
Verði þar tekinn upp
skógræktarbúskapur í stað
sauðfjarbúskapar. Kn tillagan
er svohljóðandi:
„Með tilvísun til undanfar-
andi undirbúningsvinnu á veg-
um umhverfismálaráðs:
I ) skýrslu Ingva Þorsteins-
sonar magnisters, þar sem talið
er að land Nesjavalla þurfi nær
algerrar friðunar við í lengri
tíma, ef gróður á að ná sér
2) áætlunar um að girða land-
ið, sem beðið hefur meðart til-
raunir hafa farið fram um að
ná samkomulagi við ábúanda
um að leggja niður fjárbúskap.
3) og viðræðna, sem hafnar
eru við nærliggjandi landeig-
endur um sameiginlega
girðingu um löndin.
Samþykkir Ixtrgarstjórn að
stíga sem fyrst næsta skref og
breyta búskaparháttum á jörð-
inni Nesjavellir þannig, að í
stað sauðfjárbúskapar verði
þar tekinn upp skógræktar-
búskapur á vegum borgarinnar
sjálfrar. I þessu sambandi
þyrfti núverandi ábúandi að
breyta búskaparlagi sínu á jörð-
inni. Mætti þannig í senn friða
jörðina og nýta hana á þann
hátt að gróður yrði bættur, um
leíð og þarna væri ákjósanlegt
tækifæri til að veita ungu fólki
úr skólum borgarinnar vinnu
að sumrinu við uppgræðslu og
skögrækt."
Nær algerrar
friðunar þörf
Um aðdraganda þessarar
ákvörðunar og nauðsyn hennar,
minnti Elín í upphafi máls síns
á þá ujadirbúningsvinnu, sem
unnin hefði verið á vegum um-
hverfismálaráðs Reykjavíkur,
og vitnaði í ummæli Ingva Þor-
steinssonar i úttekt á gróður-
fari sem hann gerði fyrir um-
hverfismálaráð haustið 1974,
þar sem m.a. segir: „Gróður á
þessu svæði ber þess augljós
merki að hann hefur verið of-
beittur um langt skeið. Skóg-
lendi er þekur 166 ha er illa
útleikið og í hraðri afturför.
Það sama er að segja um gra-
slendi og raunar mestallt
gróðurlendi Nesjavalla. Gróð-
ureyðing er ör í landinu, eins
og víða í Grafningi. Þetta
land þyrfti nær algerrar friðun-
ar við í lengri tíma, svo að gróð-
ur nái að endurnýjast. Með
núverandi beitarþunga er ekki
annað sjáanlegt en að gróður og
jarðvegur hverfi þarna með
öllu á næsta áratug.“ Kvaðst
Elín undirstrika setninguna:
„Þetta land þyrfti nær algerrar
friðunar við i lengri tíma svo
það nái að endurnýjast. „Siðar í
ræðunni vitnaði hún einnig í
umsögn gróðurverndarnefndar
Árnessýslu og Búnaðarsam-
bands Suðurlands um ástand og
nýtingu gróðurlendis í Arnes-
sýslu, þar sem segir: „Sam-
kvæmt því sem að framan er
getið á mikil gróðurrýrnun sér
stað á afréttum sýslunnar og á
vissum stöðum á láglendi,
einkum iGrafningi og Ölfusi."
Ræðumaður sagði, að eftir að
skýrsla Ingva var lögð fram,
hefði umhverfismálaráð rætt á
fundum sinum um hvað væri til
ráða til að sporna við gróður-
eyðingu og uppblæstri landa,
sem Reykvíkingar eiga og bera
ábyrgð á, og var hitaveitu-
stjöra, sem hefur umsjón með
Nesjavöllum, falið á fundi 8.
janúar 1975 að ræða við
ábúanda jarðarinnar og freista
þess að ná samkomulagi við
hann um að hætt yrði fjárbeit á
jörðinni, en hann lá í sjúkra-
húsi. Reyndist það árangurs-
laust. Jafnframt var á fundi 5.
febrúar rætt um hugsanlegar
Elín Pálmadóttir
borgarfulltrúi.
girðingar um Nesjavallaland.
Skýrði borgarverkfræðingur
frá athugunum, sem gerðar
höfðu verið, og áætlunum, sem
enn eru í fullu gildi. Nesjavell-
ir voru að sjálfsögðu í fyrra-
sumar inni i þeirri mynd og
þeim áformum, sem unnið var
að um landgræðslu og land-
verndarverkefni í Hólmsheiði
og Nesjavallalandi og er áætlun
borgarverkfræðings um það
bókuð á fundi umhverfismála-
ráðs á fundi 25. júní sagði Elín:
Þessa starfsáætlun lagði
borgarverkfræðingur í fyrra-
sumar fyrir í umræðum við
landbúnaðarráðuneytið vegna
landgræðslusamvinnunnar og
var hún samþykkt. Verður því
að líta svo á að ráðuneytismenn
hafi fallist á þau áform, sem
uppi eru hjá Reykjavíkurborg.
En í starfsáætlunni segir m.a.:
„Af því sem hér hefur verið
rakið ber að stefna að þvi að
sauðfjárbúskapur sé lagður nið-
ur á Nesjavöllum. Jafnframt
ætti að girða landið af því mikil
ásókn er í landið af fé annars
staðar frá. Land Nesjavalla er
um 2800 ha alls. Ef girða ætti á
mörkum yrði lengd girðingar
um 20,5 km. Á mörkum er um
mikið torleiði að fara og því
vafasamt að girðing yrði i raun
svo löng. Girðingarstæði verður
að velja gaumgæfilega með til-
liti til jarðvegs, snjóalaga,
ríkjandi vindáttar o.fl. Næst
austan við Nesjavelli er land
Hagavíkur. Þar er stundaður
skóggræktarbúskapur og hefur
svo verið síðan 1938. Hagavik
er í eigu erfingja dr. med Helga
Tómassonar, og er það sonur
hans, dr. Bjarni Helgason, sem
stundar skógrækt á jörðinni nú.
Næsta jörð þar fyrir austan er
Ölfusvatn í eigu Sveins
Benediktssonar framkvæmda-
stjóra. Búskapur er ekki
stundaður á þessari jörð.
Borgarverkfræðingur hefur átt
viðræður við dr. Bjarna og
Svein Benediktsson um það
hvort þeir hefðu áhuga á að
lönd þeirra yrðu girt af sam-
tímis og land Nesjavalla. Lengd
slíkrar girðingar ef gerð yrði
nokkurn veginn á mörkum, er
28 km. . . Leggur borgarverk-
fræðingur til i skýrslunni að
stefnt verði að því að girða
sameiginlegri girðingu land
Nesjavalla, Hagavíkur og Ölfus-
vatns, girðingunni lokið á árinu
1976 og að Reykjavik sjái svo til
að búskapur verði lagður niður
á árinu 1976 og gengið verði frá
samningum við landeigendur
Hagavíkur og Ölfusvatns um
þessa framkvæmd."
Áformað hafði verið að byrja
á girðingunni við Nesjavelli í
fyrrasumar sagði Elln, en þá
fékk Reykjavíkurborg framlag
til girðinga og landgræðslu í
Hólmsheiði og Nesjavöllum af
þjóðargjöfinni á móti eigin fjár-
veitingu í samræmi við fram-
kvæmdaáætlun þá sem borgar-
stjöri og landbúnaðarráðherra
og þeirra menn sömdu um. M.a.
skyldi skógræktin leggja til
girðingarefni, plötur o.fl. allt
að upphæð 5 millj. kr. og var
notað af þeirri upphæð í fyrra-
sumar í Hólmsheiði, en Nesja-
vallagirðingunni varð að fresta,
þar sem lítið þýddi að girða
meðan fé var svo margt á jörð-
inni, nema maður vildi girða til
að halda því inni, og tilraunir
til að ná samkomulagi við
ábúanda hlutu að ganga hægar
þar sem hann lá veikur á
sjúkrahúsi og er nú látinn. Og
sagði Elín að sér þætti því
slæmt að vera neydd vegna
framkominnar tillögu til að
taka málið svo skyndilega upp
nú strax á þessum fundi. En
það breytti því-ekki, að næsta
skref hlyti að vera að fella
a.m.k. að mestu niður fjár-
búskap á jörðinni. Þá sagði
hún:
Þá vil ég geta; þess, að at-
burðarásin er nú slík, að hún
mun væntanlega hvort eð er ýta
okkur til að hefjast handa ein-
mitt nú. Ábúandi jarðarinnar
Nesja, sem liggur hinum megin
að Nesjavöllum, og þar sem er
mjög margt fé og ofbeit, mun
áforma að girða sína jörð í sum-
ar og þurfum við væntanlega
vegna girðingarlagnanna að
taka þátt í þeirri girðingu á
kafla a.m.k. Virðist því liggja
ljóst fyrir að við eigum að stíga
skrefið í framhaldi af því sem
gert hefur verið og nefnt er í
fyrrgreindri tillögu, að sam-
þykkja að breyta búskaparhátt-
um yfir í skógrækt svo fljótt
sem auðið er. Svigrúm verður
þó að vera til að koma því i
kring og semja við ábúendur.
En jörðin Nesjavellir er þannig
í sveit sett, að varla er um sinn
um aðrar búskapargreinar að
ræða en fjárbúskap og skóg-
ræktarbúskap, því samgöngur
eru rofnar þangað stóran hluta
vetrar og ekki hægt að koma
frá sér afurðum. Samkvæmt
skýrslu Ingva virðist augljóst
að svo mjög yrði alla vega nú að
takmarka fé þar, að varla yrði
það nema sportbúskapur og
ekki til að lifa af. Raunar telur
hann að nær alveg þurfi að
friða jörðina.
Af tilraunum á næstu jörð
mætti ætla að ekki sé jörðin illa
fallin til skógræktar. Síðar
meir með bættum samgöngum,
þegar farið verður að virkja
jarðhita þar, er vel hugsanlegt
að taka upp ylrækt þarna. En
þá hefur jörðin líka fengið
hvild frá beit um skeið.
Veitir sumarvinnu
fyrir skólafólk
Loks vil ég aðeins víkja að
siðustu málsgreininni í tillögu
okkar sjálfstæðismanna sagði
Elín. Einn stór kostur við að
nýta Nesjavelli sem skóg-
ræktarbýli er sá, að þar yrði
nær óþrjótandi verkefni að vor-
inu og sumrinu, einmitt á þeim
tíma, þegar skólafólkið kemur
út á vinnumarkaðinn. Mesta
áhyggjuefnið þegar fer að líða á
vetur er, svo sem mönnum er
kunnugt, að útvega þessu fólki
vinnu og hefur Reykjavíkur-
borg gert talsverðar ráðstafanir
til þess. Til dæmis eru á þessari
fjárhagsáætlun, sem nú er ver-
ið að samþykkja, ætlaðar 10
milljónir til reksturs skóla-
garða fyrir yngri börn, sem
voru eitthvað um þúsund sl. ár,
43,5 milljónir i vinnuskólann,
sem gerir fært að taka enn
stærri hóp af 14—15 ára börn-
um til vinnu í Heiðmörk, í
skrúðgörðum, leikvöllum,
íþróttavöllum og við hreinsun.
í fyrra var byrjað á merkilegri
og þarfri viðbót við sumarstarf-
semina, en það var uppgræðsl-
an í Hólmsheiði, sem veitti
70—80 unglingum eldri en 17
ára vinnu og er aftur gert ráð
Framhald á bls. 29
Sinfóníutónleikar
Háskólabíó 25. mars
□ Stjórnandi: Páll P
Pálsson
□ Kinleikari: Eric Wilson
[j Kórsöngur: Karlakór
Revkjavíkur
[3 Orgelleikari: Jón
Stefánsson
0 Efnisskár: Páll P. Pálsson,
Svarað í sumartungl, verk
fvrir karlakór og hljómsveit
við Ijóð Þorsteins Valde-
marss. E. Bloeh, hebresk
rapsodia fvrir sello og
hljómsveit. C. Saint-Saens,
sinfónia nr. 3 i e-moll.
Frumflutningur íslenskra
tónverka er viðburður, sem
ætíð vekur eftirtekt og eftir-
væntingu. Sl. fimmtudagskvöld
átti slikur atburður sér stað, en
þá hljómaði verkið „Svarað í
sumartungl" í fyrsta sinn. Höf-
undur, sem jafnframt var
stjórnandi þetta kvöld, samdi
tónlistina við samnefnt kvæði
Þorsteins Valdemarssonar.
Kvæðið virðist mér mjög vel
Tónllst
eftir EGIL
FRIÐLEIFSSON
gert. Tungutak þess er kjarn-
mikið og safaríkt, þar sem
grunntónninn er mögnuð
ádeila. Tónverkið er samið
fyrir karlakór og hljómsveit, og
er hljómsveitarskipan nokkuð
óvanaleg, en þar er teflt fram
blásurum, slagverki og kontra-
bössum. „Svarað í sumartungl"
ér samið í tilefni 50 ára afmælis
Karlakórs Reykjavíkur, en höf-
undur, hefur stjórnað kórnum
undanfarin 12 ár. Sjálfur segir
höfundur, að verkið sé fyrst og
fremst samið með það í huga,
að ná fram áhrifum ljóðsins, og
þar hefur honurn tekist vel
upp. Verkið er rnjög fagmanns-
lega unnið. Höfundur nýtir
þekkingu sina og reynslu s.em
kór- og hljómsveitarstjóri.
Hann þekkir möguleikana og
gerir sér ljósa grein fyrir tak-
mörkunum. Hljómsveitin yfir-
gnæfir aldrei kórinn. Stundum
vinna þessir tveir hópar
saman, en er þó oftast teflt
fram sem andstæðum. Sérstaka
athygli vakti hversu textafram-
burður kórsins var skýr, og
staðfestir það hugsun höfundar
um mikilvægi orðsins. Annars
er notkun Páls á mannsrödd-
inni í þessu verki sérkapituli.
Honum nægir ekki að láta kór-
inn syngja á hefðbundinn hátt,
heldur reynir hann að virkja
flesta þá möguleika, sem i rödd-
inni býr, þ.é. ekki aðeins söng,
heldur einnig tal, hvisl, hróp
o.s.frv. og færir í listrænan
búning. Slíkt telst að vísu ekki
til nýunga lengur, en er vand-
meðfarið ef ekki á að verða úr
kaos eða afkáraskapur. En á
slíku örlar ekki hér. Kvæðið
býður upp á átök, og hér var
ekki um nein vettiingatök að
ræða. Ljósaspilið f lok verksins
kom þægilega á óvart og jók á
Páll P. Pálsson.
stemmningu stundarinnar. Um
leið og Karlakór Reykjavíkur
eru færðar bestu afmælisóskir,
er honum þökkuð ágæt frammi-
staða i þessu vandsungna verki.
Hljómsveitin á einnig hrós
skilið, og höfundur getur verið
hæst ánægður með viðbrögð
hrifinna áheyrenda.
Hebreska rapsodian fyrir
selló og hljómsveit eftir E.
Bloch er umdeilanlegt verk.
Tregafullt upphafið gefur tón-
inn, en þegar á iíður breytist
þessi angurværð í hálfgerð leið-
indi, og það sem sagt er um
persónulegan stil höfundar í
efnisskrá virðist mér fyrst og
fremst fólgið í „hebreska
sálmatóninum", sem höfundur
heldur sem fastast í allt til loka
Skáldlegt innsæi er ekki
sterkasta hlið E. Bloch, og þó
ekki séu liðin nema 17 ár frá
láti hans lítur svo út sem tím-
inn hafi þegar liknað sig yfir
flest hans verk. Einleikari var
vesturíslenski sellóleikarinn
Eric Wilson, og lék hann af
yfirvegun og öryggi. Tónn hans
er hlýr og þéttur, en e.t.v. var
hlédrægni of ríkjandi í meðferð
hans á rapsódíunni. Væri for-
vitnilegt að kynnast honum f
rismeiraverki. — Þriðja sin-
fónía Saint-Saéns ber flest ein-
kenni hins síðrómantíska tíma-
bils, samin fyrir stóra hljóm-
sveit, þar sem orgel er notað til
blæbrigðaauka. Sinfónían ristir
ekki djúpt en er hinsvegar
kunnáttusamlega gerð og
áheyrileg og tókst flutningur
með ágætum.