Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 7 Saltverksmiðja Rikisstjórnin hyggst beita sér fyrir stofnun hlutafélags, er hafi það að meginmarkmiði að reisa og reka saltverksmiðju á Reykjanesi. Hér er um að ræða iðjuver til vinnslu á salti fyrir innlendan og er- lendan markað og hagnýt- ingar á efnum, sem til falla við þá vinnslu. Undirbúningsrannsókn- ir hafa staðið yfir nokkuð samfellt frá árinu 1966 á vegum Rannsóknaráðs ríkisins. Athuganir þessar hafa einkum beinst að tveimur vinnslustigum, þ.e. i fyrsta lagi vinnslu salts og nokkurra auka efna, kalsíum, klóríði, kalí-klóríði og brómi, úr jarðsjó, og I öðru lagi magnesíumvinnslu, sem að hluta til byggist á salt- vinnslunni. Samkvæmt frumvarpi sem fram er komið á Alþingi, skal ríkisstjórn- inni heimilt að leggja fram allt að 60 m.kr. sem hlutafé, sem og að leggja fram til félagsins mann- virki og undirbúnings- rannsóknir sem að hefur verið unnið á kostnað ríkissjóðs. Ennfremur að veita rikisábyrgð fyrir láni eða lánum samtals að fjárhæð allt að 1 00 m.kr. Slógmjöls- verksmiðja Þá hefur Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins gert viðamiklar tilraunir á þróun nýrrar aðferðar til framleiðslu á hýdrólýsölt- um úr fiskslógi og úr- gangsfiski og gert drög að kostnaðar- og arðsemis- áætlun fyrir slógmjöls- verksmiðju. Þessi verk- smiðja hugsast einnig staðsett á Reykjanesi, með tilliti til athugana á flutningi hráefnis og af- urða sem og með tilliti til jarðhita. Hér er aðeins um tvo þá möguleika að ræða, vinnslu á salti og hýdrólý- söltum, sem koma til greina við fjölhæfingu iðnaðar i landinu, er byggi á tiltækum hráefnum og innlendri orku. Um leið og fagna ber slíkum rannsóknum og möguleikum ber að leggja áherzlu á nauðsyn þess, að iðnaðarnýjungum verði dreift á alla fjórðunga landsins, svo spyrnt verði gegn óeðlilegri byggð- aröskun, umfram það sem þegar er orðið. Að breyta um lit eftir umhverfi Það er alkunna að ýmsar dýrategundir búa yfir þeim eiginleika að skipta um lit eftir um- hverfi, til að villa á sér heimildir, dyljast fyrir öðr- um. Þessi eiginleiki kemur upp í hugann er saga hins svokallaða „Alþýðubandalags" er skoðuð ofan í kjölinn. I fyrstu komu íslenzkir kommúnistar fram sem slíkir, undanbragðalaust, er Kommúnistaflokkur fslands var stofnaður á sinni tið. Þá var ekki farið í launkofa með lokamark- miðið. „Sovét-ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?" Kenningin um „alræði" eins flokks féll ekki í frjó- saman jarðveg í hugum íslendinga. Flokkurinn varð ekki annað og meira en efni stóðu til, „sér- trúarsöfnuður", sem einangraðist i þjóðlífinu. Þá var gripið til nýrra að- ferða og siglt undir fölsku flaggi. Nafni hreyfingar- innar var breytt og flokkurinn kallaður því langa nafni. „Samein- ingarflokkur alþýðu, Sócialistaf lokkurinn V Þessi nafnbreyting gaf nokkurn árangur. Rót- tækir jafnaðarmenn komu til fylgis við flokkinn um sinn, þótt flestir þeirra yrðu þreyttir á vistinni og hyrfu aftur til heimaslóða. Enn var nafni breytt, er Hannibal kom til sam- starfs við kommúnista, ' og hreyfingin kölluð Al- þýðubandalagið". Reynsl- an varð sú sama og fyrr. Hannibal, Björn Jónsson Áki Jakobsson og fjöldi róttækra forystu- manna sáu þann kost vænstan, að hverfa úr röðum Alþýðubandalags- ins þar sem hinn sterki kommakjarni réð enn lög- um og lofum. En nafna- breytingin tókst að því leyti til að flokkurinn náði fylgi margra manna, sem í raun eiga enga samleið með ómenguðum kommúnistaflokki. En hætt er við að þetta fylgi sé ótraust og eigi eftir að verða fyrir sams konar vonbrigðum og Héðinn heitinn Valdimarsson. Hannibal Valdimarsson að aðrir þeir, sem á sinum tíma gengu til samstarfs við kommúnista í „góðri trú." ílleðóur á morgun Guðspjall Miðföstu er hjá Jóh. 6,1,—15. Fjólublár, sem er litur iör- unar og vfirbótar, er ein- kennislitur föstunnar. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. Föstumessa kl. 2 siöd. Litanian. Séra Öskar J. Þorláksson dóm- prófastur. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. í Vesturbæjarskólan- um við Öldugötu. Hrefna Tynes. HÁTEIGSKIRKJA. Fermingar- guðjjjónusta kl. 11 árd. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2 siðd. Hjálmar Jónsson, guð- fræðinemi prédikar. Séra Arn- grímur Jónsosn. FlLADELFlUKIRKJAN. Al- menn guðþjónusta kl. 8 siðd. Einar J. Gíslason. HALLGRÍMSKIRKJA. Dagur aldraðra. Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2 Dr. Jakob Jónsson prédikar. Eftir messu býður Kvenfél. Hallgrimskirkju öldruðum til kaffidrykkju í safnaðarheimili kirkjunnar. Kristinn Hallsson óperu- söngvari syngur einsöng. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Frank M. Halldórs- son. FRtKIRKJAN í Reykjavik. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Fermingarmessa og altaris- ganga kl. 2 síðd. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Séra Þor- steinn Björnsson. SELTJARNARNESSÓKN. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. í Félagsheimilinu. Séra Guð- mundur Öskar Ólafsson. LAUGARNESKIRKJA. Messa kl. 2 siðd. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Garðar Svarvarsson. ELLI OG HJÚKRUNARHEIM- LIÐIÐ Grund. Messa kl. 4 síðd. Séra Páll Þórðarson messar. DÓMKIRKJA KRISTS, Kon- ungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl.2 síðd. ARBÆJARPRESTAKALL Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðþjónusta i skólanum kl. 2 síðd. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. BRFIIÐIIOLTSPRESTAKALL. Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Guðþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 2 síód. Vænzt er að ferm- ingarbörn og aðstandendur þeirra komi til messunnar. Séra Lárus Halldórsson. AÐVENTUKIRKJAN I Reykja vík. Guðþjónusta kl. 5 siðd. Sigurður Bjarnason prédikar. FFXLA- OG HÖLASÓKN. Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í skólanum kl. 2 siðd. Séra Hreinn Bjartar- son. grensAskirkja. Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. & síðd. Séra Halldór S. Gröndal. BÚSTAÐAKIRKJA. Barnasam koma kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Barnagæzla meðan á messu stendur. Séra Olafur Skúlason. LANGHOLTSPRESTAKALL. Fermingarguðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Árelíus Níelsson. Sóknarnefndin. LAGAFELLSKIRKJA. Barna- guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson. KARSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma i Kársnesskóla kl. 11 árd. í Kársnesskóla Fermingarguðþjónusta kl. 2 síðd. SéraÁrni Pálsson. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma i Víghólaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 10.30 árd. F’erm- ing. Séra Þorbergur Kristjáns- son. GARÐAKIRKJA. Barnasam- koma i skölasalnum kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 10.30 árd. og kl. 2 síðd. Ferming. Séra Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Messa, ferming kl. 10.30 árd. Messa, ferming kl. 2 síðd. Séra Garðar Þorsteinsson. F’RIKIRKJAN. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Safnaðarprestur. KALFATJARNARSOKN. Barnasamkoma i Glaðheimum kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriks- son. NJ ARÐVlKURPRFiSTAKALL. Sunnudagaskóli i Innri- Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. og i Stapa kl. 1.30 siðd. Séra Páll Þórðarson. GRINDAVlKURKIRKJ A. Barnaguðþjónusta kl. 2 siðd. Telpur úr KF’UK í Reykjavik koma i heimsókn. Söngur með gítarundirleik. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA. Föstu- messa kl. 2 síðd. Kirkjugestir taki með sér Passíusálmana. Séra Guðmundur Guðmunds- son. STOKKSEYRARKIRKJA. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. ODD AKIRKJA. Kvöldmessa kl. 9 síðd. Séra Stefán Lárusson. AKRANESKIRKJ A. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Séra Björn Jónsson. Er bókhaldið í lagi? Stjórnunarfélag Austurlands gengst fyrir bókfærslunámskeiði í barna- skólanum á Egilsstöðum dagana 2.—4. apríl n.k. Námskeiðið hefst kl. 21 :00 föstudaginn 2. apríl og stendur yfir laugard. og sunnd. frá kl. 9:00 báða dagana. Á námskeiðinu verður fjallað um sjóðbókarfærsl- ur, dagbókarfærslur, færslur í viðskiptamanna- bækur og víxlabækur og sýnt verður uppgjör fyrirtækja. Leiðbeinandi verður Kristján Aðalsteinsson við- skiptafræðingur. Þátttaka tilkynnist i síma 1379 Egilsstöðum. Þátttökugjald er kr. 7.500. —. Stjórnunarfélag Austurlands. FULNINGAHURÐIR Franskt kvöld ÚTSÝNARKVÖLD~''^j 5pFrönsk hátíð* Súlnasal, Hótel Sögu, sunnudag 28. marz n.k. Gigot d' agneau a'la Kl. 19 00 Húsi8opna8. Kl. 19.30 Franskur veizlumatur Bretonne Franski matreiSslusnillingurinn Francouis Fons 1 stjórnar matseldinni. Ver8 aðeins kr. 1300,- Anna Snæbjörnsdóttir ræ8ir um franska ilmvatnsgerS )KI. 20.30 Tizkusýning — Nýjasta strandfatatýzkan frá „Kerinu" sólgleraugu frá Christian Dior ofl. ♦ FegurSarsamkeppni: UNGFRÚ ÚTSÝN, Ljósmyndafyrirsæta Útsýnar 1976 — SlSasta tækifæriS til þátttöku I keppn- inni. Allir keppendur koma fram um kvötdiS og valdar verSa 10 stúlkur til úrslita, sem allar fá verSlaun a8 verSmæti samtals um SOO þúsund 0 krónur. Okeypis happdrætti Vinningur ókeypis ÚTSÝNAR-fer8 til ftaliu e8a Spánar. A8eins fyrir gesti sem koma fyrir kl. 20.00. Ath. Allír gestir fá ókeypis kynningarvörur frá hinum heimsþekktu frönsku fyrirtækjum: Herme's, Nina Ricci, Revillon, Carven, Weil, Pierre Cardin, Worth og Paco Rabanne. Missið ekki af óvenju glsesilegri og spennandi en ódýrri skemmtun Hátlðin hefst stundvlslega og borOum ekki haldið eftir kl 1 9.30 Munið alltaf fullt hús bjá ÚTSÝN Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudagM trákl 15 OOisíma 20221 Allir velkomnir — Góða skemmton Ferðaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.