Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
33
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 14—15, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Gagnrýni á
ríkisfjölmiðla
Velvakanda hafa borizt
nokkur bréf með gagnrýni á út-
varp og sjónvarp, ýmist á einstaka
menn eða þætti — og líka svolítið
af hrósi. Þetta sýnir væntanlega
að fólki er ekki sama um hvað er
boðið á skjánum eða á öldum ljós-
vakands og um leið bera bréfin
þess merki að ekki eru allir sam-
mála um hvað sé gott og slæmt.
Meðal bréfanna, sem nú liggja
hér, eru þrjú, sem fordæma harð-
lega einn stjórnandann og starfs-
mann listasafns, sem fjallaði um
poplistarsýningu í Vöku i sjón-
varpinu, og notaði tækifærið til
„auðvirðilegra persónuárása" á
fólk, sem ekkert kom málinu við.
Reyndi það að lífga gamalt og
löngu gleymt mál. Þessum bréf-
um fylgja ekki nöfn og slík bréf
birtum við ekki, sem kunnugt er.
Velvakandi verður að hafa nafn
og heimilisfang, þó bréfin birtist
undir dulnefni. En þarna hefur
fleirum en einum sýnilega of-
boðið hvernig listaþáttur var not-
aður.
0 Þrælahaldiö
frábært efni
Þá er hér þakkarbréf frá
Högna Angantýssyni:
Það er alltaf verið að skammast
yfir lélegu efni í sjónvarpinu.
Ekki er hægt að neita þvi, að
ýmislegt er þar heldur glært á
boðstólum, að ekki sé fastara að
orði kveðið. En kannski er gallinn
sá, að fólk hangir yfir imbakass-
anum kvöld eftir kvöld og gleypir
allt, sem úr honum kemur, i stað
þess að veija og hafna og horfa
aðeins á það bezta.
Þvi margt gott sýnir sjónvarpið
— og vil ég nú nota tækifærið,
Velvakandi göður, og biðja þig að
koma þökkum á framfæri til sjón-
varpsins fyrir þættina um afnám
þrælahaldsins, sem sýndir voru
nýlega. Þetta var frábært efni,
fróðlegt og vel unniö og tel ég
myndirnar vel þess virði að
endursýna þær, áður en þær
verða sendar út aftur. — Kærar
þakkir!
0 Myndasögur
og teikningar
Og hér er bréf með gagn-
rýni á myndasögur Morgunblaðs-
ins utan af landi, frá JODBE og
hefur hann sýnilega ekki eins
gaman af myndasögum og Velvak-
andi, sem lifnar oft við og skelli-
hlær t.d. að myndunum hans Sig-
mundar og þykir hann góður,
enda engar kvartanir borizt. En
bréfið fer hér á eftir:
David lyfti glasi sfnu við henni.
— Er þetta hinn athuguli konu-
hugur að starfi? spurði hann.
Gautier brosti.
— Mér finnst vera vit i því scm
hún segir.
— Þú átt við að ég ætti bara að
halda mér hér, snuðra um og biða
eftir næstu árás, sem gæti gefið
mér til kynna aö ég væri að verða
heitur?
Helen geispaði mikinn.
— Ég fæ ekki séð þú eigir
neinna annarra kosta völ.
Hann gekk í áttina til Gautiers,
sem einheitti sér að þvi að hella
aftur i glösin.
— Eg veit um eitt sem ég gæti
gert, Jacques, og það er að fara og
hitta vin þinn M. Boniface. Hann
veit kannski ekki aðeins eitthvað
um Heraultfjölskylduna og móð-
ur mina og húsið, heldur einnig
eitthvað um Marcel Carrier og
Mme Desgranges og einhver ljót
ieyndarmái í sambandi við þeirra
kvnni. Heldurðu að hann tæki
það illa upp ef ég kæmi án þess að
gera boð á undan mér?
— Eg skal hríngja til hans ef
þú vilt, sagði Gautier. — Og láta
hann vita að þú hafir hug á að
koma til hans.
Ekki trúi ég öðru en að ráða-
mönnum Morgunblaðsins hafi
borizt gagnrýni, svo ekki sé meira
sagt, á birtingu þessarar endemis
þvælu hans Sigmundar, „Böbb &
Bö“. Höfundur á ekkert annað
skilið en böbö fyrir þessa stæl-
ingu á Sigga Sixpensara og auk
þess kórónar blaðið vitleysuna
með þvi að endurprenta sömu
delluna aftur og aftur. Eru
kannski fleiri Sigmundar starf-
andi við blaðið? Að velja efni í
blað, sem gefið er út i 40 þúsund
eintökum daglega og dreift yfir
landslýð, er mikill ábyrgðarhluti
og þá ekki sizt myndasögurnar.
„Ástríkur" i Lesbókinni er af-
bragð, en svo verður ekki sagt um
aðrar, svo sem „Tinna". Blaðið
virðist hafa gefizt upp á því að
gagnrýna sjónvarpið og umdeild
efnisval þess. Ekki þar fyrir að sú
gagnrýni hafi rist djúpt. Ég vil
benda forráðamönnum blaðsins á
að reyna að fá umsögn og gagn-
rýni um dagskrá sjónvarpsins frá
aðila búsettum i strjálbýlinu og
yrði að taka þvi, að hann sæi ekki
10—20% af efninu vegna bilana á
flutningskerfinu (og svo er verið
að tala um litasjónvarp). Það
liggur i hlutarins eðli, að fólk i
strjálbýlinu horfir almennt meira
á sjónvarp en þéttbýlisfólk, ég
tala nú ekki um Reykjavik, þar
sem dægrastyttingin er „hinum
megin við hornið". Þar af leiðir að
miklu viðtækari umsögn fengist.
Hvernig er það annars, eru rikis-
starfsmenn ráðnir til æviloka eða
má maður eiga von á bjartari tim-
um?
0 Misjafn er
smekkur og
skopskyn
Á sama hátt og Velvakandi
hefur gaman af teikningum Sig-
mundar, þó að visu sé óþarfi að
birta þær sömu oft, sem eru mis-
tök blaðsins sjálfs, þá hefur hann
miklar mætur á Tinna, eins og
raunar fólk um allan heim. Mætti
Sigmundur vel við una ef hann
yrði jafn vinsæll. Þetta er eitt
vinsælasta efni í Vestur-Evröpu,
þar sem þær birtast og er höf-
undurinn, belgiski teiknarinn
Hergé, (Framborið Errsjé), kall-
aður H.C. Andersen okkar tima og
hafa jafnvel komið upp raddir um
að hann ætti að hljóta Nóbels-
verðlaun fyrir Tinnabækurnar.
Þær eru orðnar 23 talsins og
gefnar út á 25 tungumálum og
höfundur fær þakkarbréf allt
norðan frá Finnlandi og suður til
Ástraliu og frá Kanada til
Ródesíu. Kvikmyndir hafa veriö
gerðar um Tinna, sú fyrsta 1961.
Tinni, þessi 17 ára gamli ungl-
ingur, sem er kurteis, hjálpsamur
og góður i sér, sém sagt svolítið
skátalegur, nýtur almennra vin-
sælda, bæði hjá ungum og göml-
um viða um heim.
Faðir Tinna, sem fullu nafni
heitir George Rensi (höfundar-
nafnið eru fyrstu stafirpir í nafni
hans RG) er 69 ára gamall og
hefur teiknað Tinna i 47 ár og
auðvitað grætt á honum milljónir.
Hann býr í Belgíu og hefur 7
teiknara í vinnu, einn hefur verið
með honum í 20 ár. Sjálfur teikn-
ar hann aðalpersónurnar og
semur söguna, en aðstoðarmenn
hans teikna oft bakgrunninn og
eyða mestum tíma i að leita upp-
lýsinga til *«ð allt sé örugglega
rétt, þvi höfundur er mjög vand-
látur. Ef Tinni t.d. tekur sér far
til Austurlanda með flugvél,
verður flugvélin að vera alveg
rétt á þeirri leið og flugfreyj-
urnar í rétturn búningum. Og ef
einhver heldur á byssu, þá verður
að ganga úr skugga um að ná-
kvæmlega svona byssa hafi verið
notuð á þessum stað á þessum
tíma. En höfuðpersönurnar segir
höfundur að hafi marga þætti úr
honum sjálfum. Nýjustu söguna
var hann 3 ár að vinna, segist
enda vera að eldast og fara hæg-
ar. En þegar hann deyr, deyr
Tinni lika. Þvi hann er höfundur-
inn, segir hann.
HOGNI HREKKVISI
„Hægan piltar! — Má
ég sjá pappírana
hans?“
„Hann biður um, að þú
sýnir sér þína?“
Kvenskór
Ný komnir
Litir: Svart, brúnt
og ryörautt.
Laugavegi 49
Sími 22755
Póstsendum
I trilluna
Mjög hentugur i trilluna, vatns-
þéttur, 8 skalar niður á 360 m
dýpi, botnlína, til að greina fisk
frá botni, kasetta fyrir 6" þurr-
pappír, sem má tvinota.
Umboðsmenn um allt land.
SIMRAD
Bræðraborgarstig 1.
S. 14135 — 14340.
Þér verður
hlýtt til hans
Þurrkarinn frá ENGLISH ELECTRIC I
er ómissandi i islenskri veðráttu.
Tvær hitastillingar.
5 kg. afköst.
Einfaldur öryggisbúnaður.
Útblástursbarki einnig fáanlegur.
Yfir 20 ára reynsla hérlendis.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta frá eigiu verkstæði.
Laugavegi 178 Sími 38000