Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Solzhenitsyn segir Bretum til syndanna Rússneski rithöfundurínn Alexander Solzhenitsyn hefur á undanförnum misser- um vakið á sér athygli alls hins frjálsa heims sem nokkurs kon- ar samvizkurödd samtimans Orð hans, ábendingar og viðvaranir fá vaxandi rúm í helztu fjölmiðlum heims og rödd hans nær eyrum megin- þorra mannkyns. Alexander Solzhenitsyn kom fram í brezka útvarpinu sl mið- vikudag, þar sem hann deilir hart á andvaraleysi hins frjálsa heims og sér í lagí utanríkis- stefnu brezku jafnaðarmanna- stjórnarinnar. Þau ummæli Sol- zhenitsyns hafa vakið sérstaka athygli hérlendis, sem lúta að yfirgangi Breta á íslandsmið- um Hann telur framkomu þeirra hér til hrörnunarein- kenna þessa fyrrverandi stór- veldis, sem reyni að ,,endur- heimta sjálfsvirðingu sína'' með dirfsku í garð hinna minni máttar, er ekki geti svarað í sömu mynt Það eitt, að þessi samvizkurödd samtímans skuli þann veg vekja athygli á máh stað (slands og þeim at- burðum, sem verið hafa og eru að gerast á Islandsmiðum, hefur ómetanlega þýðingu fyrir okkur Gylfi Þ Gíslason, formaður þíngflokks Alþýðuflokksins, segir i vitali við Morgunblaðið í gær: ,,Eg tel þessi ummæli, sem höfð eru eftir Solzhenitsyn úr viðtali hans við brezka út- varpið, vera stórkostlega at- hyglisverð og fagna þvt mjög, að hann hefur augsýnilega skilning á réttmæti íslenzks málstaðar í fiskveiðideilunni við Breta Ég efast ekki um að þau muni hafa áhrif í Bretlandi og víðar, slíks álits, sem hann nýt- ur sem einn af helztu andans mönnum samtíðar okkar " Magnús Torfi Ólafsson for- maður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, tekur mjög i sama streng ,,Það er hverju orði sannara hjá Solzhenitsyn, að beiting flotavalds á íslands- miðum er atferli, sem verður metið brezkum stjórnvöldum til minnkunar í bráð og lengd." Matthías Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra, segir: ,,Ég tel alveg tvímælalaust þessa yfir- lýsingu rithöfundarins mikil- væga fyrir málstað íslands. Hún sýnir hve mikla athygli landhelgismálið vekur meðal allra þeirra, sem frelsi unna Það er mjög áberandi hvernig brezka ríkisstjórnin er gagn- rýnd fyrir framkomu sína gagn- vart Islendingum " Halldór Laxness, rithöfundur sagði um ummæli Solzhen- itsyns, að allir heiðarlegir menn, hvar sem væru í heimin- um, hlytu að skrifa undir slíka yfirlýsingu sem þá er Solzhen- itsyn gaf i viðtalinu við brezka útvarpið Brezka jafnaðarmannastjórn- in hefur sýnt einstæðan rudda- skap í allri framkomu sinni i okkar garð, i nauðvörn okkar til að verja lifsafkomu okkar og vernda helztu nytjafiska á Islandsmiðum Þessi rudda- skapur kemur fram í herskipa- ihlutun, hættulegum ásigling- um á löggæzluskip okkar og þeirri grófu ákvörðun að beina veiðisókn einkum á alfriðuð verndarsvæði, þótt þeir viður- kenni í orði fiskifræðilega nauð- syn þeirra, enda sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð- herra i tilefni ummæla Solzhen- itsyns, að veiðar Breta á frið- uðum svæðum skildu jafnvel eftir meiri sár, en sjálf herskipa- íhlutunin Þrátt fyrir verulegan þrýsting á brezku stjórnina, bæði heima fyrir og frá aðildar- rikjum NATO, virðist brezka jafnaðarmannastjórnin hafa forherzt i gerræði sínu Enginn vafi er þó á því að ummæli slíks manns sem Sol- zhenitsyns hafa mótandi áhrif á almenningsálitið, bæði i Bret- landi og um allan hinn frjálsa heim Og það er einmitt þetta almenningsálit, ekki sízt i Bret- landi, sem líklegast er til að breyta afstöðu brezku stjórnar- ínnar og fá hana til að beygja sig fyrir fiskifræðilegum rökum og vílja meirihluta aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um nýjar hafréttarreglur Það er því ástæða til að fagna ummælum Solzhen- itsyns og vekja á þeim verðuga athygli. Slikur bandamaður er mikils virði í þeirri umræðu á alþjóðavettvangi, sem nú fer fram um þessi afgerandi mál fyrir framtíð íslenzku þjóðar- innar En jafnframt er Islend- ingum hollt að hugleiða við- varanir hans til hins frjálsa heims um varnir lýðræðis og þegnréttinda, sem nú eiga i vök að verjast i heiminum, Þær viðvaranir eiga ekki sizt erindi til þeirra manna hér á landi, sem i skammsýni og til- finningahita telja ástæðu til að veikja samstöðu og samtaka- mátt vestrænna þjóða. Fiskur- inn er forsenda efnahagslegs sjálfstæðis okkar, en frelsi okkar sem þjóðar og ein- staklinga er órjúfandi tengt varðveizlu og öryggi hins lýð- ræðislega þjóðfélags. Sá er og meginboðskapur Solzhenitsyns til samtíðar hans. Matthlas Johannessen: VI Kæri Gils. Ég ætla' í upphafi þessa annars svarbréfs að geta um tvö smáatriði sem ég drap lítillega á um daginn. Þú minntist á Ölaf Jóhannesson i bréfkorni þinu. Fannst þér það ekki vera að bera í bakkafullan lækinn? Hugsaðu þér, ef hann tæki nú upp á því að fara að skrifa okkur báðum „opin bréf“. Ég segi fyrir mig, að þá yrði ég að fá frí frá störfum — og fara á hafréttarráðstefnuna eins og þið Eykon. Sannleikurinn er sá, að ég er ekki viss um að við Ölafur höfum sömu skoðanir t.a.m. á blaðamennsku, hvað þá frjálsri blaðamennsku, þó að ég haldi hann sé eins og ýmsir aðrir, heldur að nálgast mínar skoðanir í þeim efnum, og dreg ég þá ályktun af nokkrum orðum í bréfi hans til Þorsteins Pálssonar Visisritstjóra (sem hóf blaðamennsku hjá okkur hér á Morgunblaðinu með þeim árangri að engu er likara en hann hafi verið hjá Washington Post eða The Guardian, ef ég skil Vilmund vin minn Gylfason rétt >i) En Ölafur Jóhannesson segir m.a.. að „flokks- blöð eru vitanlega ekki óháð blöð. Þau eru málgögn flokka sinna“. En hann bætir því við, að „flokks- blöðin villa ekki á sér heimildir”, eins og hann kemst að orði. „En þau geta engu að síður verið málefnaleg í umræðum. Það fer vitaskuld eftir því, hve vönd þau eru að virðingu sinni." Getur verið að Oiafur sé að áminna Tímann með þessari siðustu setningu? Það hvarflaði svona aðeins að mér. En mér finnst þetta rétt hjá Ölafi og athyglisverí og mættirðu koma þessum orðum á framfæri við félaga þína á Þjóðviljanum, þvi að langt er frá því að virðing þeirra sé alltaf i samræmi við það vandaðasta í fari islenzkrar alþýðu. Sá, sem er ekki í snert- ingu við íslenzka alþýðumenningu, getur ekki verið talsmaður íslenzkrar alþýðu, né skilið óskir hennar og virðingu fyrir lifinu. Nú er ég farinn að tala um fjallræðufólkið, eftirminnilegustu persónurnar í skáldsögum Halldórs Laxness. Það er i guðspjöllun- um sem þetta fólk á rætur. Og það kann að rækta garðinn sinn án þess að gera hann að fangelsi sinu eða annarra. Minningar Halldórs Laxness um þetta fólk á víð og dreif í öllum verkum hans eru að mínu viti silfurþráðurinn i samanlögðum skáldskap hans. Og er þá mikið sagt, eins og alþjóð veit. Ég spyr sjálfan mig stundum, af hverju félagar þínir á þjóðviljanum hafa ekki lært meira af þessu fólki en raun ber vitni? Af hverju þeir hafa farið á mis við kjarnann í skáldskap Halldórs Laxness. Svörin sem ég fæ alltof oft, því miður Gils, bera vott um hrokafulla ofbeldishneigð og einhvers konar óskiljanlegt, en að því er virðist, ólæknandi hatur eða fyrirlitningu á pólitískum andstæðingum; ein- hvers konar frumskógargrimmd sem ég skil ekki; eða þá barnalega löngun til að ná sér niðri á ímynduðum andstæðingi, þ.e. misskilning. Fjallræðufólkinu var kennt að eiska óvini sína. Sjálft kenndi það öðrum hið sama. Og þessar mann- eskjur voru vandar að virðingu sinni. Og umfram allt: umburðarlyndar, sýndu í hæsta lagi fyrirlitn- ingu sína með þeim hætti sem Guðný Klængsdóttir umgekkst Luther. Mundi ekki eftir honum í svipinn. Þetta fólk taldi sér heldur skylt að deyja úr hungri en éta það sem því var trúað fyrir, það er a.m.k. hinn raunverulegi boðskapur Innansveitarkróníku. Komdu nú þessu á framfæri við félaga þína á Þjóðviljanum kæri Gils, því þá gæti svo farið að „kalt og fúlt“ andrúmsloft pólitísks heilsuleysis, sem þú nefnir í bréfkorni þinu, breyttist í virðingu fyrir öðru fólki og þá ekki sízt fyrir óumdeilanlegum rétti þess til að hafa aðra skoðun en þið. Þórbergur sagði að sr. Árni hefði verið snobb. En hann hefði haft allt sitt vit frá alþýðunni, svo það hefði verið gott snobb. Þegar hann hefði verið að alast upp, hefðu höfð- ingjarnir gengið við gyllta stafi. Nú er Þjóðviljinn að koma sér upp slíkum staf. En gætirðu þá ekki kennt þeim að takaofan, t.d. á sunnudögum? Úr því sem komið er verð ég að taka þá áhættu að minnast einnig á eftirfarandi orð Ólafs Jóhannes- sonar fyrst þú nefndir hann að fyrra bragði í bréf- korni þínu: „En ég leyfi mér að efast um,“ segir hann í opnu bréfi sinu til Þorsteins vinar vors Pálssonar, „að hin svokölluðu óháðu blöð séu í raun og veru nokkru sinni með öllu óháð. Þau eru auðvit- að alltaf háð eigendum sínum, háð þeirra duttlung- um og vilja. En þau sigla undir fölsku flaggi, þykjast vera frjáls og óháð, en eru það aldrei að fullu í reynd. En falska flaggið getur glapið mönnum sýn. Vitaskuld geta eigendur gefið ritstjórum misjafn- lega mikið svigrúm — stundum mjög mikið — enda líta þeir öðrum þræði á blaðið sem fyrirtæki, sem þeir vilja gjarna sjá skila arði, og hefur það eins og alkunnugt er sín áhrif á það, hvernig blöð þessi, flest hver, eru skrifuð. En eigendur og ritstjórar vita, að það eru alltaf einhver tiltekin mörk. Sé yfir þau farið, grípur eigandinn í taumana." Ég held að Ólafur skrifi þetta af vanþekkingu þvi að hann er ekki illgjarn maður. Ég hef aldrei fengið ákúrur hjá eigendum Morgunblaðsins vegna 1) Þessi heimspressa er þó ekki frjálsari né merkilegri en svo, að f henni birtist aldrei greinarkorn eftir iðnaóarmann, bónda eða sjó- mann, eins og hér tfðkast, og fengi „svoleiðis fólk“ ekki inni í henni, dytti raunar aldrei f hug að biðja um það. Þessi blöð eru úr tengslum við venjulegt fólk — og gætu þau margt af fslenzkum blöðum lært að þessu leyti, ekki sfður en við af þeim. (Jtlönd eru ekki einhver almáttug upphafning og óviðjafnanleg guðs blessun. Svar viö bréfkorni Gils skoðana minna eða blaðsins, en Morgunblaðið er ekki i flokkseigu, eins og þú veizt. Hitt er annað mál aó eigendur Morgunblaðsins og ritstjórar eiga margt sameiginlegt, t.d. að dagblað eigi að bera sig og vera ekki tjóðrað við neitt, allra sízt verðlagsákvæði eins og blessaður viðskiptaráðherrann krefst, það er hefting á ritfrelsi; þá eru ritstjórar Morgunblaðsins og útgáfustjórn sammála um að dagblað eigi að vera frjálst, en frelsi gerir fyrst og síðast kröfur til þess, sem krefst þess sér til handa. Það gerir kröfur til ábyrgðar. En frelsi og ábyrgð eru ekki sama og sleggjudómar og mismunandi haldgóðar fullyrð- ingar, eins og of margir virðast halda. Helzt mætti ætla af barnalegum upphrópunum annars dagfars- prúðra manna, að dagblöð ættu að vera það sem segir í fyrirsögn einnar greinar fyrrnefndrar bókar þinnar; höggstokkur, gálgi og drekkingarhylur. En sízt af öllu á dagblað að vera hæstiréttur eóa dóm- stóll eða e.k. alþýðudómstóll, eins og sumir virðast krefjast. Ritstjórar og útgáfustjórn Morgunblaðsins hafa sömu skoðun á þessu. Og mér er nær að halda að þetta sé í samræmi við lög og rétt í landinu. Ef blöð ættu að vera æðstu dómstólar í landinu, færi ekki hjá því að við Styrmir værum e.k. háyfir- dómarar vegna útbreiðslu Morgunblaðsins, en við afsölum okkur að sjálfsögðu þeim heiðri og tökum undir með Magnúsi Torfasyni þegar hann sagði Guói sé lof að til er hæstiréttur. Ég læt ekkert á mig fá, þótt menn bendi á Morgun- blaðið, rífi í hár sér og hrópi: Það bregzt skyldu sinni, það er ekki i samræmi við nýjan tima — einungis af því að blaðið leitar eftir traustum upplýs- ingum og dregur ekki ályktanir af öðru en gallhörð- um staðreyndum, hvort sem í hlut eiga pólitiskir samherjar þess eða andstæðingar. Dagblað er enginn Stóridómur — og það sem dómstólar eiga erfitt með að upplýsa, geta dagblöð ekki dæmt um, a.m.k. ekki ófrjáls blöð að ábyrgð, þú fyrirgefur orðalagið. En — aðgát skal höfð í nærveru sálar, sagði meira skáld en við báðir til samans. En þú getur víst ekki upplýst mig um það, Gils, hvor segir satt, Kristján Pétursson eða Bjarki Elías- son? Mér skilst allt snúist um það og Vilmundur segir að það gerði gæfumuninn, ef við fengjum úr því skorið: „Morgunblaðið leitar ekki upplýsinga um gagnstæðan framburð lögreglunnar, þótt engum væri meiri greiði gerður með því en lögreglunni sjálfri, starfsemi hennar og framtið. Auðvitað vill Morgunblaðið og allur þorri lesenda þess, að kannað verði hvor sagði satt, Kristján Pétursson eða Bjarki Elíasson. En það fá lesendur Morgunblaðsins ekki að vita, það gæti stuggað við hagsmunum flokksins, styggt Ölaf Jóhannesson,” segir Vilmundur í Visi. Ég spyr: hvaða flokks? nei annars það skiptir ekki máli. Við höfum spurt Kristján og Bjarka og marga fleiri um það, hvor sagði satt, en uppskeran er nokkurn veginn eins og í Sovétríkjunum: uppskerubrestur; orð á móti orði. Enginn fellir dóm á þeim forsend- um. En ef þú gætir sagt mér, hvor segir satt, væri MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 19 GILS GUÐMUNDSSO Bréfkorn til Matthíasar Jóhannessen ritstjóra og skálds k%Wi okkur mikill akkur í því, Gils, því mér skilst á Vilmundi, að þá gætum við loks orðið að Washington Post. Þú athugar þetta nú fyrir mig og lætur mig vita, því að mig langar að gleðja Vilmund. Heldurðu ekki að FBI eða CIA — eða jafnvel K.G.B. — gæti hjálpað þér svolítið þarna i New York? En okkur bráðliggur á þessu eins og þú getur skilið; að hafa það er sannara reynist, er fyrsta boðorð íslenskrar sagna- ritunar. Nú verkar það að vísu á mann eins og stirðnað bros. En einkennilegt hvað þeir eiga margt sameiginlegt, Ölafur og Vilmundur, ef að er gáð, t.d. vill Ólafur hafa allt opið í báða enda og Vilmundur vill að Morgunblaðið sé opið í annan endann. Kannski þeir sættist á endanum. Mér finnst varla megi sjá, hvor er litríkari persónuleiki. Saman eru þeir eins og heilt gamlárskvöld með flugeldum og spíra En þeir ættu að gæta sín á því að láta ekki kínverjana springa í höndunum á sér. Eins og ég hef sagt við þig, Gils, má læra margt af Mao. Annars þakka ég Vilmundi hlý orð í minn garð og duldar tilfinningar til Morgunblaðsins, ef þú viidir vera svo vænn að koma því áleiðis. Hann segir að Morgunblaðið hafi æru — er hægt að krefjast meira? Samkvæmt íslenzkri orðabók merkir æra: heiður, sómi, sómatilfinning, virðing, álit. Margur hefur þakkað fyrir minna. En á það vil ég minna að Morgunblaðið gerði það eitt sem ég tel rétt í Klúbbs- og spíramálinu svonefnda, einnig Geirfinnsmálinu, en vera má að aðrir séu á öðru máli: blaðið krafðist þess i forystu- grein, 13. febr. s.l. að hert yrði á rannsókninni. Þar segir m.a svo: „Astæða virðist til að leggja áherzlu á tvennt; í fyrsta lagi að hraðað verði meðferð Klúbbmálsins og smyglmálanna i dómstólakerfinu og Geirfinnsmáls- ins í rannsóknar- og dómstólakerfinu. Sé það mat þeirra, sem að því vinna að til þess þurfi aukinn mannafla, þarf hann til að koma. Það skiptir miklu, að hreinsa andrúmslofið í kringum þessi mál öll. I öðru lagi er nauðsynlegt í kjölfar þessara umræðna, að fram fari rækileg endurskoðun á rannsóknar- og dómstólakerfinu í því skyni að auka hæfni þess til þess að standa undir auknu álagi vegna vaxandi afbrota og til þess að meðferð stórmála leiði ekki til þess að smærri mál sitji á hakanum jafnvel árum saman." I raun og veru skiptir þetta höfuðmáli, þvi að takmarkið hlýtur að vera eitt, og aðeins eitt: að komast að sannleikanum; hreinsa út gröftinn. Takmarkið getur ekki verið að krossfesta hvern sem er á Valhúsahæð, heldur bæta þjóðfélagið; kalla þá seku til ábyrgðar: þá sem Pétur Benediktsson átti við í sinni frægu grein, þótt ekki gæti hann sannað hverjirþeirværu, frekar en t.a.m. Morgunblaðið. VII En drögum lærdóm af reynslunni. Tökum dæmi ai pólitík og blaðamennsku sem heyrir til löngu liðnum tíma Ég dæmi engan, læt aðeins staðreyndir tala. Hver og einn hugsi svo sitt, dragi sínar ályktanir. I framhaldi af þvi, sem ég sagði Um ábyrgð blaða og hvernig þau eiga ekki að láta hlaupa með sig í gönur, vil ég einungis minna á mál Magnúsar Guð- mundssonar, eins vammlausasta stjórnmálamanns i pólitískri sögu Islands á síðari árum. Magnús varð dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í samsteypu- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks (1932—1934), en forsætisráðherra stjórnarinnar var Ásgeir Asgeirsson, síðar forseti, og Þorsteinn Briem átti einnig sæti í stjórninni, báðir fulltrúar Framsóknarflokksins. Mál Magnúsar dómsmálaráðherra er kennslubók- ardæmi um það, hvernig ekki á að reka blaða- mennsku, svo að ekki sé nú talað um pólitíkina. Þú manst, Gils, vafalaust sjálfur eftir þessu máli, maður kominn á þinn aldur, en ég ætla samt að rifja það upp fyrir þér og kannski honum Vilmundi mínum, en Olafur Jóhannesson man það áreiðanlega bæði úr lífi og lögfræði. Unga fólkið hefur lika gott af að kynnast þessu máli, það getur dregið af því lærdóm; þetta unga fólk sem hefur ekki haft tækifæri til að gleyma, því að aldrei hefur verið lagt á það að muna. Það á sér dýrmæta réttlætiskennd, eins og þú veizt. En hún getur því miður snúizt i andhverfu sina vegna reynsluleysis, ef þið, eldra fólkið, gefið ekki gott fordæmi. Um stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar segir Bjarni Bene- diktsson m.a. í grein sinni um Ólaf Thors: „Veruleg- ur hluti Framsóknarfiokksins undir forystu Jónasar Jónssonar var eitraður á móti þessari stjórnarmynd- un, og í sömu svifum og Jónas hvarf úr embætti dómsmálaráðherra (1932) lét hann höfða sakamál gegn Magnúsi Guðmundssyni vegna afskipta hans af gjaldþrotamáli einu .. Magnús Guðmundsson lýsti þegar í stað yfirþví að hann myndi engar ráðstafanir gera til að stöðva málið, „og tók Hermann Jónasson, sem þá var lögreglustjóri í Reykjavík og hafði á sínum tíma ungur að aldri verið skipaður í það embætti af Jónasi Jónssyni, þvi málið til rannsóknar og dómsálagningar", segir Bjarni Benediktsson. Magnús Guðmundsson var sekur fundinn 9. nóv- ember 1932 og dæmdur til 15 daga fangelsisvistar. Hann ákvað þá þegar að biðjast lausnar og varólafur Thors skipaður ráðherra í hans stað, 14. nóvember. Maður skyldi nú ætla að séð hefði verið fyrir endann á þessu íslenzka „Watergate“, en Magnús Guð- mundsson var sýknaður af Hæstarétti 19. desember þetta sama ár og lét Ólafur Thors af ráðherrastörfum fjórum dögum siðar. Hafði þá Magnús Guðmundsson fengið nóg af stjórnmálaerjum og þótti engum mikið, en tók samt við embætti aftur, ekki sízt til að undirstrika sakleysi sitt. Hafði hann raunar aldrei sótzt eftir ráðherradómi og gert tillögu um Ólaf Thors en hann ekki gefið kost á sér, þegar stjórnin var mynduð og stutt Magnús. Þetta er lærdómsrík saga, bæði fyrir þá sem kom- ast til mikilla valda i stjórnmálum, en ekki síður fyrir okkur hina, sem störfum við blaðamennsku. Tíminn hafði kveðið upp sinn dóm yfir Magnúsi Guðmundssyni. Þegar blaðið skýrir frá hinni nýju stjórn Ásgeirs Asgeirssonar, gagnrýnir hann m.a. útnefningu Magnúsar í ráðherraembætti „eins og nú er háttað högum hans,“ þ.e. hann liggur undir ámæli um refsivert athæfi og hörð hríð hefur verið gerð að orðstír hans á opinberum vettvangi, löngu áður en mál hans er tekið fyrir. Síðar getur blaðið þess að hann sé ofbeldismaður og hafi lítinn áhuga á réttlæti o.sv.frv. Gangan var hafin á pólitíska golgötu Magn- úsar Guðmundssonar. Reynt var með öllu móti að hafa áhrif á kviðdómendurna, misjafnlega upplýst- an almenning í landinu, og mátti þakka fyrir að ráðherrann missti ekki æruna vegna þessara skrifa og þá ekki síður umræðna á Alþingi Islendinga. Tíminn segir jafnvel að allt sé gert til að „Magnús Guðm. geti hindrað að rannsókn fari fram á þvi hvort milljónatöp Islandsbanka ... séu lögleg eða ekki“. Þegar Morgunblaðið reynir að bera hönd fyrir höfuð Magnúsi, segir Tíminn glettnislega: „Eitt af einkennum asnans eru hin ákaflega löngu eyru. Fæstir munu lesa Morgunblaðið án þess að verða varir við „löngu eyrun“.“ Eftir dóm Hæstaréttar eru eftirfarandi fyrirsagnir í Tímanum: 1. Stórkostlegt réttarhneyksli. Stjórnarskráin og hæstaréttarlögin þverbrotin af dómendum sjálfum. 2. Pöntun afgreidd í Hæstarétti í gær. 3. „Réttvisin sefur." 4. Hraðsýknun — og segir m.a. um hana: „Menn þekktu áður hraðfrystingu á matvælum, nú þekkja menn hraðsýknun i málum.“ 5. Hæstiréttur gefur ranga skýrslu. Siðan er veitzt harðlega að Hæstarétti Islendinga og sagt, að rangur dómur hafi verið kveðinn upp, enda þótt forsendur dómsins hafi verið réttar, eins og blaðið kemst að orði. Einkum varð Einar Arnórs- son fyrir barðinu á blaðinu og harkalega á hann ráðizt, sagt að hann hafi ekki verið hæfur dómari, einn mesti lögfræðingur landsins fyrr og siðar eins og allir vita. Ég endurtek, Gils, að ég þakka guði fyrir Hæsta- rétt og að blöðin. skuli ekki hafa lokaorðið um orðstir manna á Islandi. Þettameð„eyru asnans“ er nefni- lega ekki alveg út i bláinn, þó að það eigi ekki sérstaklega við um Morgunblaðið eins og þú veist. Eitt er að vera blaðamaður, annað að vera dómari. Eða hvernig heldurðu að hér væri umhorfs, ef blaða- menn kvæðu upp lokadóm í öllum málum? Eftir dóm Hæstaréttar sagði Tíminn jafnvel að í stað þess „að dvelja í gráa húsinu við Skólavörðustíg situr Magnús að visu i hvíta húsinu við Lækjartorg — einmana og yfirgefinn" — og að mér skilst í fangelsi eigin flokksmanna, hvað svo sem það hefur átt að merkja. En viturlegt var það af Magnúsi Guðmundssyni að segja af sér um hríð og krefjast rannsóknar, enda var hann alls ókvíðinn og bófaflokka hafði hann enga í kring um sig, svo að enn sé vitnað til útvarps- erindis Péturs Benediktssonar sem birt var hér í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu. Morgunblaðið studdi Magnús dyggilega og sýknaði hann að sjálf- sögðu jafnskjótt og Hermann hafði kveðið upp dóm- inn, enda var blaðið einnig fórnarlamb þess pólitiska sjúkdóms sem herjaði á þjóðina. En það kom að sjálfsögðu fyrir ekki og afstaða blaðsins réó engum úrslitum. Blöð eiga ekki að fara með dómsvald, eins og ég hef sagt. Enda ber þess einnig að minnast að Magnús Guðmundsson lét ekki af embætti fyrr en dómur var fallinn. „Þó að ég telji dóm þennan rangan" segir hann i yfirlýsingu í Morgunblaðinu, „sem lögreglustjórinn í Reykjavik hefur kveðið upp yfir mér, þá hefi ég þó tekið þá ákvörðun að beiðast þegar lausnar því að ég lít svo á að í ráðherrasæti eigi enginn að sitja, sem hefur hlotið áfellisdóm hjá löglegum dómsstóli, meðan dómnum er ekki hrund- ið með æðri dómi“. (10. nóv.). Maðúr getur rétt ímyndað sér, hvernig Magnúsi Guðmundssyni hefur verið innanbrjósts þegar hann skrifaði þessi orð. Þegar hann svo tekur aftur við embætti sínu og Ölafur Thors lætur af því, kallar Tíminn Ölaf hunda- dagaráðherrann og kveður þennan samstarfsmann sinn með þeim orðum: að hann hafi „burtkallast ... úr stjórnarráðinu". Þetta var fögur kveðja til manns sem átti í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn og það undir forsæti framsóknarmanns (þótt Ásgeir Ásgeirsson hafi gengið í annan flokksíðar). Jörundur (hundadagakonungur) var fremstur meðal konunga, segir Timinn, en Ölafur lélegastur meðal ráðherra. Síðan bætir hann við í kveðjuorðum sinum: „Saga Ölafs er ekki viðburðarik. í mennta- skólanum mun hann hafa verið bekkjarlalli yfirleitt, féll eins oft og hægt var, útskrifaðist með lélegri einkunn og var þá að sögn samvistarmanna sinna hvorki læs né skrifandi, svo að heitið gaeti því nafni. Vandamenn Ölafs gáfust nú upp við að reyna að kenna honum til bókar. Eini hæfileikinn sem bar á hjá honum var gort, glamur og hávært málæði ...“ Þá er sagt að hann sé grunnfærinn og vilji ekki éta saltfisk, þó að hann lifi á að selja hann og helzt hafi hann verið efni i „æsingamann fyrir stefnu ... kommúnista"; fullyrt er að hann hafi lýst yfir í Borgarnesi 1928 „stefnu sinni í hófsemismálum svona: Fullur í gær, fullur í dag og fullur á morgun. Á Hvammstanga byrjaði hann að afklæða sig á opinberum fundi og var kominn vel á veg þegar íhaldsmenn vörnuðu frekari aðgerðum". Þannig geta beztu menn breytzt í frankensteina, kæri Gils, og dagfarsprúðir blaðamenn i pappirstigr- isdýr, svo að vitnað sé I líkingar Maós skálds. En hvort er nú þessi blaðamennska vönd að virðingu sinni, eins og Ölafur Jóhannesson talar um i sam- bandi við flokksblöð eða óháð blaðamennska og frjáls? Við ættum að spyrja okkur þeirra spurninga áður en við köfnum í þeirri mengun sem helzt drepur fólk um allar jarðir, ónærgætni, þjösnaskap, umburðaleysi og pólitískri ofsókn. Að sjálfsögðu voru samþykktar yfirlýsingar 1932 til stuðnings „al- þýðudómstól" Timans og allt gerði hann í nafni „borgaranna á Islandi", að sjálfsögðu. Þú afsakar nú þetta innskot Gils, en það er ekki út í bláinn miðað við aðstæður. En einkennilegast af öllu er kannski að sjá bíóaug- lýsingarnar frá 1932. Gamla Bíó sýnir m.a. myndina: Ég ákæri, „efnisrík og vel leikin talmynd i 10 þáttum“. Það var líka margt vel leikið i islenzkum stjórnmálum á þessu ári en sumt ofleikið, því miður. Engum er leyfilegt að „stela senunni" ef það hefur í för með sér sársauka annarra, sálarkvalir blásaklauss fólks. Það er a m.k. í andstöðu við anda og inntak þeirrar bókar sem ég veit öðrum fræðirit- um fremri, en það er Frelsið eftir John Stuart Mill. Ég hef oft minnzt á hana her í blaðinu. Þú ættir að lesa hana, Gils, helzt að morgni dags, þegar þú ert glaðvakandi, óþreyttur og hvað móttækilegastur fyr- ir jákvæð áhrif. Frjáls pressa er einkenni lýðræðis- ins og tek ég að sjálfsögðu undir það, að hún er ein fegursta rósin i hnappagati bandarísks lýðræðis. Bætum Bretlandi við, hvað sem þorskastríðinu líður. Og nokkrum löndum öðrum. Og á íslandi eru einnig frjáls og óháð blöð, en misjafnlega ábyrg. En þó að Zola hafi markað djúp spor i siðmenn- ingu þjakaðs mannkyns með grein smm, Eg ákæri, er ekki vist að allar greinar, skrifaðar af sömu hvötum, eigi jafnmikinn rétt á sér — og munt þú vel muna nokkur dæmi þess. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.