Morgunblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
Framburður vitna:
Verið að sækja smyglvarning á sjó
út þegar Geirfinni var ráðið bana
Lögreglan vill ekki gefa
upp viðbrögð þeirra manna
sem rannsóknin beinist að
RANNSÓKNARLÖGREGLAN boöaði blaðamenn á
sinn fund í §ær, og skýrði þar frá ýmsu, sem fram
hefur komið i sambandi við rannsókn svonefnds Geir-
finnsmáls, en lítið hefur til þessa birzt af staðfestum
fréttum í fjölmiðlum. Verður hér á eftir rakið það
helzta sem fram kom á umræddum fundi.
hvarf Geirfinns Einarssonar.
Unnusti stúlkunnar, Sævar
Ciecielski, var nú spurður um
málið og inntur eftir þvi hvað
gæti hrætt stúlkuna, og nefndi
hann sömu menn. Var nú rætt
við þau bæði samtímis en sitt i
hvoru lagi. Bar þeim og
Kristjáni Viðari saman um at-
burðarás og vai' hún i
megindráttum áþessa leið.
Að kvöldi þess dags, sem
Geirfinnur hvarf, að því er þau
telja, lögðu þau af stað frá
veitingahúsinu Klúbbnum til
Keflavíkur. t miðbænum var
stoppað og tekinn þar einn far-
þegi til viðbótar,Kristján Viðar.
Voru þau þrjú í bifreiðinni,
sem var Merzedes Benz fólks-
bifreið, auk bílstjórans, en
hann er einn þeirra fjögurra
manna, sem sitja nú í gæzlu-
varðhaldi vegna Geirfinns-
málsins.
LÖGREGLAN A sporið
Rannsóknarlögreglan í
Reykjavik komst á sporið í
Geirfinnsmálinu þegar hún var
að rannsaka stórt fjársvikamál
í desembersl. ensviknar höfðu
verið samtals 950 þúsund krón-
ur út úr Pósti og síma. Vegna
þessa máls var ungt par, sam-
býlisfólk, hneppt í gæzluvarð-
hald, og viðurkenndi maðurinn
að hafa staðið að baki svikun-
um og stúlkan viðurkenndi að
hafa tekið út helming pening-
anna. Við frekari yfirheyrslur
gaf stúlkan upplýsingar, sem
leiddu til þess að hvarf
Guðmundar Einarssonar upp-
lýstist. Hafði hún komið að
banamönnum Guðmundar, þar
sem þeir voru að pakka líki
hans inn i lak nóttina sem hann
var myrtur. Fylgdu handtökur í
kjölfarið og eins og fram hefur
komið liggur nú fyrir játning
þriggja manna á morðinu. Þeir
heita Sævar Marinó Ciecielski,
Kristján Viðar Viðarsson og
Tryggvi Rúnar Leifsson. Nöfn
þeirra eru ekki fengin hjá lög-
reglunni, en þau hafa komið
fram í opinberum plöggum,
dómsorðum Hæstaréttar.
Stúlkunni var sleppt en
unnusti hennar sat áfram inni,
enda var hann einn þeirra sem
játað höfðu á sig morðið á
Guðmundi Einarssyni. Eftir að
stúlkunni var sleppt taldi hún
sig verða fyrir ýmislegu ónæði,
svo sem símhringingum ónafn-
greindra aðila og hún taldi sér
ógnað. Varö hún hrædd og gaf
lögreglunni upp nöfn þriggja
manna, sem hún taldi viðriðna
ÞURFTI AÐ IIVERFA
Á leiðinni til Keflavíkur
ræddi bílstjórinn og annar
mannanna tveggja um það sin á
milli að maður þurfti að hverfa.
Hann væri með „stæla“ og
hefði ekki tekizt að koma fyrir
hann vitinu, jafnvel þótt búið
væri að bjóða honum peninga
Þegar komið var til Keflavíkur
var ekið niöur í fjöru hjá
slippnum. Við slippinn er stein-
bryggja og þar lá bundinn bát-
ur. Nokkrir menn voru þarna
og við yfirheyrslur nafn-
greindu farþegar bílsins
mennina fjóra sem sitja inni
vegna Geirfinnsmálsins og svo
Geirfinn sjálfan. Fleiri voru
Tvær mvndir af Geirfinni Einarssvni, önnur tekin 1968 en
hin 1973. Eldri myndin var birt þegar Geirfinnur hvarf, en
hin hefur ekki verið birt fyrr en nú. Þegar Morgunblaðið
spurði Hauk Guðmundsson rannsóknarlögreglumann í Kefla-
vik að því í gær hvers vegna myndin hefði ekki verið birt þá
svaraði hann því til að lögreglan hefði ekki fengið hana í
hendur fyrr en nokkrum dögum eftir að eldri myndin hafði
verið birt margsinnis i blöðum. Tóku rannsóknarmenn þá
ákvörðun að birta ekki mvndina þar eð þeir töldu það geta
ruglað fólk i ríminu.
Eins og sjá má hér að framan líða 5 ár milli þess að
myndirnar eru teknar og ekki hægt að segja annað en mikill
munur sé á útliti Geirfinns á þessum tveimur mvndum.
A þessari mynd, sem tekin var I gær, sést vel aðstaðan við
slippsbryggjunaog fjaran fyrir framan siippinn.
Hafnarbúðin, þaðan sem talið er að hringt hafi verið i Geirfinn.
þarna en þeir voru ekki nafn-
greindir. Fóru sumir út í
bátinn, ekki þó allir, og var lagt
frá landi. Stúlkan beið í bílnum
en aðeins smástund. Þá varð
hún ofsahrædd, læddist burtu
og faldi sig í mannlausu húsi
skammt frá slippnum. Þaj-
dvaldi hún um nóttina og taldi
sig a.m.k. einu sinni hafa orðið
vara við það, að einhver kæmi
inn í húsið. Þegar hún varð vör
við mannaferðir morguninn
eftir yfirgaf hún húsið, gekk
upp á Keflavíkurveg og veifaði
þar bílum. Frá Keflavík að
Grindavikurafleggjaranum
fékk hún far með eldri gerð af
Moskvits-bíl með V-númeri.
Fullorðinn maður ók bílnum,
og minnir stúlkuna að hún hafi
sagt við hann að hún ynni í
fyrstihúsi í Grindavík. Frá
Grindavíkurafleggjaranum að
Hafnarfiröi fékk hún far með
stórum grjótflutningabíl, að
hana minnir. Minnir hana að
bílstjórinn hafi sagt að hann
sækti grjótið uppundir Esju.
Rannsóknai’lögreglan í Reykja-
vik hefur beðið Morgunblaðið
að koma því á framfæri, að hún
óski eindregið eftir því að ná
tali af þessum tveimur
bílstjórum, sem hugsanlega
hafa tekið stúlkuna upp i bílinn
að morgni 20. nóvember 1974.
BÁTSFERÐIN
Eins og áður segir var farið í
bátsferð frá slippsbryggjunni
þetta kvöld. Samkvæmt vitnis-
burði umrædds fólks stóð báts-
ferðin i 1 — 2 klukkutíma og
var aðal tilgangurinn sá að
sækja spíra í plastbrúsum og
áfengisflöskur en hvortveggja
var bundið við baujur í Faxa-
flóa. I förinni voru samkvæmt
framburði fólksins þrír mann-
anna, sem voru hnepptir í
gæzluvarðhald vegna Geir-
finnsrannsóknarinnai’, Geir-
finnur sjálfur, Sævar og
Kristján Viðar og 1 — 3 til
viðbótar, sem á þessu stigi er
ekki nákvæmlega vitað um, þar
af var einn stjórnandi bátsins.
Sævar og Kristján Viðar, sem
borið hafa vitni i málinu, hafa
sagt að til átaka hafi komið um
borð í bátnum á sjó úti. Geir-
finnur hafi lent í átökum við
þrjá mannanna sem, nú sitja í
gæzluvarðhaldi vegna hvarfs
hans og hafi hann hlotið bana
af. Ekki telja þeir sig muna á
hvern hátt Geirfinni var banað,
en skuggsýnt mun hafa verið
þegar þetta gerðist. Sævar
kveðst hafastaðið I lúkardyrum
og fylgzt með því sem gerðist en
Kristján Viðar kveðst hafa
blandað sér í átökin, Geirfinni
til hjálpar, en það hafi ekki
dugað og Geirfinnur hlotið
bana. Var siðan snúið til lands
og segjast Sævar og Kristján
ekki muna annað en lík Geir-
finns hafi verið tekið með í
land. Ennfremur sögðu þeir, að
einn þremenninganna hefði
sagt við þá að þeir myndu hafa
verra af ef þeir kjöftuðu frá.
Samkvæmt framburði mann-
anna tveggja, fóru aðcins þrír
af þeim fjórum mönnum, sem
nú sitja í gæzluvarðhaldi vegna
málsins, í bátsferðina Sá fjórði,
sem hnepptur var í varðhald
varð eftir í landi, en hann var
eigi að síður staddur i fjörunni
þegar Mercedes Benz-
fólksbílinn bar þai’ að. Við
rannsóknina hefur enn ekki
komið fram hvaða bátur var
notaður til þessa ferðalags.
GEIRFINNUR BEÐINN
AÐEIMA SJÓ
BLANDAÐAN SPÍRA
Að sögn rannsóknarlögregl-
unnar á fundinum i gær, hefur
þessi vitnisburður fólksins ver-
ið borinn undir mennina fjóra,
sem sitja nú í gæzluvarðhaldi
vegna rannsóknarinnar á
hvarfi Geirfinns. Hins vegar
vill rannsóknarlögreglan ekki
gefa upp hver voru viðbrögð
mannanna þegai’ þeir heyrðu
vitnisburðinn. Rannsóknarlög-
reglan var aö þvi spurð hvort
vitað væri um þátt Geirfinns
Einarssonar í smyglmálum
þeim, sem virðast vera tengd
hvarfi hans. Var blaðamönnum
tjáð að komið hefði fram í yfir-
heyrslum að Geirfinnur hefði
verið með eimingartæki að láni
og hann hefði verið beðinn að
eima sjóblandaðan spíra. Um
annað væri ekki vitað á þessu
stigi rannsóknarinnar. Rann-
sóknarlögreglan tók skýrt fram
að nú væri fyrst ogfremstunnið
að upplýsa hvarf Geirfinns og
það hvort gæzluvarðhaldsfang-
ai'nir væru sekir eða saklausir
en önnur atriði svo sem smygl-
mál því hugsanlega tengd væru
látín biða á meðan. Næst var
rannsóknarlögreglan að því
spurð, hvernig staðið hefði á
öllu þessu margmenni í bátnum
og hvers vegna mennirnir tveir
og stúlkan sem vitnisburðinn
gáfu, hefðu verið í þessu ferða-
lagi til Keflavíkur. Var þvi
svarað að Sævar Marínó bæri
því við að hann hefði verið beð-
inn að dreifa hluta af smygl-
Framhald á bls. 20
Veitingahúsið Klúbburinn. Þaðan lagði fólkið upp í förina til
Kefl avíkur.
Grindavtkurafleggjarinn. Þar fór stúlkan út og skipti um bíla.