Morgunblaðið - 17.06.1976, Side 12

Morgunblaðið - 17.06.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1976 gagnvart Sovétrikjunum. Þess er skemmst að minnast er hann flutti ræðu á flokksþingi sov- ézka kommúnistaflokksins sem vakti með sovézkum forystu- mönnum töluverðan óróa, þar sem hann krafðist þess að hver þjóð veldi sér þann sósialisma sem félli bezt að sögulegri hefð viðkomandi lands, efnahags- kerfi, stjórnmálaþróun og fé- um þá á stundum við Mario Soares, forystumann Sósfalista- flokksins i Portúgal, enda þótt við nánari athugun sé regin- munur á þessum tveimur mönnum, bæði hvað snertir lífsviðhorf, og skoðanir á þjóð- málum; síðast en ekki sízt þykir Berlinguer snöggtum slakari ræðumaður en Soares. Þó verð- ur að viðurkenna að hann hefur SA evrópskur stjórnmálamaður sem nú er hvað mest í sviðsljós- inu er óumdeilanlega Enrico Berlinguer, forystumaður ítalska kommúnistaflokksins. Líkur benda til að flokkur hans muni komast i valdaaðstöðu að kosningunum á Italíu loknum, og eins og fram hefur komið i fréttaskrifum og greinum hafa ýmsir forsvarsmenn Atlants- hafsbandalagsins af því hinar mestu áhyggjur. Berlinguer hefur þó hvað eft- ir annað lagt á það áherzlu að Enrico Berlinguer: Fyrsti forsaetisráðherra kommúnista- flokks í Vestur-Evrópuríki eftir stríð? flokkur hans muni styðja lýð- ræðið hvað sem tautar og raul- ar og hann hefur vissulega sýnt sjálfstæði ftalska flokksins lagslegum aðstæðum. Sumir hafa hneigzt til þess að lýsa Berlinguer sem sósíalista frem- ur en kommúnista og líkja hon- Með konu sinni Letizia og börnum þeirra þremur. náð sterkum tökum á itölskum kjósendum enda þótt það kunni einnig að eiga rætur að rekja til þess hversu kristilegir demó- kratar og aðrir þeir flokkar i Italíu sem hafa haft völd í land- inu hafa reynzt vanmegnugir i að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Berlinguer er 54 ára gamall, fáskiptinn og hlédrægur að eðl- isfari, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann er litt gefinn fyrir að ræða um sjálfan sig, en þó er eftir honum haft að hann hafi verið sannkallaður upp- reisnarmaður, þegar hann var strákur. „Ég mótmælti öllu — hverju nafni sem það nefndist. Ég var á móti trúnni, rikinu, innantómu orðagjálfri fólksins í kringum mig, og ég var á móti skólakerfinu. Á þessum árum leit ég á mig sem ekta stjórn- leysingja." , Berlinguer ólst upp í bænum Sassari á Sardiníu, sem er 100 þúsund manna bær. Kennari hans einn segir að hann hafi verið miðlungsnemandi, en um greind hans hafi ekki þurft að efast. Hann var lestrarhestur á flest annað en skólabækur á Berlinguer f ræðustól I Verona. yngri árum og kornungur heill- aðist hann af kenningum Karls Marx. Fjölskylda hans var rót- tæk eins og margir landeigend- ur á Sardiníu sem höfðu lent í hringiðu iðnvæðingarinnar gegn vilja sínum. I seinni heimsstyrjöldinni varð Berlinguer ritari Æsku- lýðssamtaka kommúnista í Sassari. Hann var handtekinn fyrir að taka þátt í að hnupla matvælum handa sveltandi eyj- arskeggjum, en sat ekki lengi í fangelsi. Hann fluttist síðan bú- ferlum til Rómaborgar og fór að vinna í bækistöðvum flokks- ins þar og komst undir verndar- væng Togliattis. Þegar hann var aðeins 23 ára gamall var hann kjörinn í miðnefnd flokksins og upp frá þvi fór vegur hans í stjórnmálum mjög vaxandi. Við forystu kommún- istaflokksins tók hann árið 1972 af Luigo Longo. Ein af ástæðunum fyrir þvi að Berlinguer sýnir ákveðna hlédrægni er sögð sú, að hann vill fyrir hvern mun forðast persónudýrkun. En þar sem allt útlit er nú fyrir að hann geti orðið fyrsti forsætisráðherra kommúnistaflokks í Vestur- Evrópu eftir stríð, hefur ekki fram hjá því farið að slikrar dýrkunar sé þegar farið að gæta í heimalandi hans. Háskólanemar safna upp- lýsingum um fráfærur Forráðamenn Borgarspftalans við hið nýja tæki. Borgarspítalinn fær nýtt hjartatæki frá ónefndu fyrirtæki ÞAÐ er ekki ýkjalangt sfðan frá- færur voru lagðar niður meðal fslenzkra bænda, en samt sem áður er þessi búskaparháttur mörgum ókunnur og þeir verða stöðugt færri sem sjálfir hafa haft þann starfa að vaka yfir ám eða mjólka þær. Nú f sumar mun hópur nema f fslenzku, sagnfræði og þjóðfélagsfræði kanna fráfær- ur út frá þjóðfræðilegu sjónar- miði og fer könnun þessa hóps fram um allt land. Auk þess mun hópurinn kanna staði þar sem kornmyllur stóðu og þessir staðir, stekkir, náttból o.fl. verða sfðan færðir inn á landakort. Til að gera grein fyrir þessum málum fékk Morgunblaðið Atla Rúnar Halldórsson til að segja frá. — Kveikjan eða upphafið að þessu öllu saman var alhliða söfn- un þjóðfræða í Skagafirði í fyrra- sumar, sagði Atli. — Könnun þessa kostuðu einstaklingar og ýmis félagasamtök, og sýndi þetta okkur að ýmislegt er hægt að gera þó að áhugi hins opinbera sé ekki sem skyldi. Því var það að við ákváðum I vetur að reyna að skipuleggja sambærilega könnun og taka fyrir eitthvert verkefni. Við erum 21 sem frá þvi i febrúar höfum komið saman einu sinni í viku til að undirbúa okkur fyrir þetta og vinna ýmiss konar skipu- lagsstarf. Meðal annars skrifuð- um við 500 bréf til sýslufélaga, hreppsfélaga, búnaðarsambanda og kvenfélaga, svo að eitthvað sé nefnt og fengum yfirleitt mjög góðar undirtektir við beiðni okkar um fjárstuðning og aðra iðstoð. Jákvæðastir voru Norð- iendingar, en undirtektir aðila á .itór-Reykjavikursvæðinu, í Borg- rfirði og á Vestfjörðum hafa ckki verið nógu jákvæðar, segir tii Rúnar. I byrjun júní hófst siðan sjálf könnunin og var byrjað á því að ræða við fólk í Reykjavik, sem sjálft man fráfærurnar. Með því að byrja á því að tala við fólk í Reykjavík, en ekki fara á staðina sjálfa til að byrja með, töldu háskólanemarnir sig vinna tvennt. Þau vildu samræma starfsaðgerðir sínar áður en hald- ið yrði út í héruðin og einnig fá æfingu áður en sjálft starfið hæf- ist. — Höfuðverkefni okkar í þess- ari könnun eru fráfærur og efni nátengd þeim, sagði Atli. — Við munum tala vió fólk úr hverjum hreppi og þá eftir ábendingum kunnugs manns í héraðinu, en I vetur gerðu 4 viðskiptafræði- nemar skrá fyrir okkur yfir alla Islendinga 67 ára og eldri. Mein- ingin er að teikna stekki, sel og slíkt inn á laridakort og sömuleið- is staði þar sem kornmyllur hafa verið á. — Fyrir hvern viðmælanda okkar leggjum við ýmsar spurn- ingar, sagði Atli og lagði á borðið mikinn doðrant sem hafði að geyma svör við spurningum, sem lagðar höfðu verið fyrir Ingólf Þorsteinsson fyrrverandi yfir- lögregluþjón. Ingólfur var smali á Nesi i Grafningi á fyrsta tug aldarinnar og hafði frá ýmsu að segja í sambandi við fráfærur, en til að gefa nokkra mynd af því sem hann var spurður um má nefna stekk, kvíar, náttból, mjólkurær, stekktíð, hjásetu, mjaltir og þjóðtrú. Sjálf könnunin fer fram átíma- bilinu frá 1. júni til 1. september, en framúrvinnsla síðan í septem- bermánuði. Áætlað er að kostnað- urinn við þessa könnun verði um 400 þús. í hverri sýslu landsins og er langmesti hlutinn gjafafé frá einstaklingum, félögum og stofn- unum. NÝVERIÐ barst Borgarspftalan- um f Reykjavfk stórgjöf frá fyrir- tæki f Reykjavfk. Fyrirtækfð, sem óskar ekki eftir að vera nafn- greint, færði stofnuninni tæki til gjörgæzlu á hjartasjúklingum. Tækin, eru frá Hewlett Packard í Bandaríkjunum. Eru þau mjög fullkomin að allri gerð. Hluti tækjanna ét.við rúm sjúklings og tengdur honum. Sendir hann það- an allar upplýsingar til miðstöðv- ar, sem er f vaktherbergi sjúkra- deildar. Þaðan er þannig hægt að fylgjast með mörgum sjúklingum samtímis og koma fram á tækjun- um breytingar og truflanir sem verða á hjartslætti sjúklinganna. Þessi búnaður kemur til viðbótar hliðstæðum búnaði sem fyrir er, og bætir þessi höfðinglega gjöf stórlega aðstöðu til læknismeð- ferðar hjartasjúklinga. Tæki þessi sem eru að verð- mæti u.þ.b. 2 millj. króna sýna höfðingslund og ræktarsemi fyr- irtækisins í garð sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar; ræktarsemi sem seint verður fullþökkuð, seg- ir í fréttatilkynningu frá spítalan- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.