Morgunblaðið - 17.06.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1976
17
BLÚM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB.
Garðakobbar
Allir þekkja jakobsfífilinn
íslenzka, sem ennþá skreytir
þúfnakolla og holtabörð um
land allt þar sem átroðningur
og ræktun hafa ekki útrýmt
honum. Jakobsfífillinn
(Erigeron) er af körfublóma-
ætt. Sá íslenzki er smávax-
inn, gulur með bláum eða
hvítum tungukrónum, lagleg
steinhæðajurt í þurrum, létt-
um jarðvegi. Nú eru tvær
útlendar tegundir af erigeron
búnar að vinna sér þegnrétt
meðal fjölærra garðplantna
hér á landi og virðast láta sig
engu skipta kulda og mis-
jafnt tíðarfar. Það eru
GARÐAKOBBI og GULLJAK-
OBSFÍFILL. Garðakobbinn
(Erigeron speciosus) er um
hálfur metri á hæð. Upp úr
myndarlegri blaðhvirfingu
vaxa margir stinnir stönglar
með allt að 6—7 blómum
sem eru með gulri miðju en
bláum tungukrónum 4—5
sm í þvermál. Blómin eru í
hálfsveip og springa út svo
að segja öll í einu svo þetta
er mjög skrautlegur brúskur
þegar hann er orðinn sæmi-
lega stór og hann stendur
lengi í blóma. Blómin eru
mjög góð til borðskreytinga.
Gulljakobsfífillinn (Eriger-
on aurantiacus) er allur
minni, 30 sm á hæð og
blómin rauðgul, færri á hverj-
um stöngli og ekki eins stór.
Báðir eru „kobbarnir" afár
harðgerðir og mynda með
tímanum stóra fallega toppa
sem vagga sér mjúklega í
golunni svo yndi er á að
horfa. Þeir ættu skilið meiri
útbreiðslu. Báðum tegund-
unum er auðvelt að fjölga
með skiptingu.
H. P.
Grein þessa fékk BLÓM
VIKUNNAR senda norðan úr
Hörgárdal og er ekki fyrsta
greinin sem því hefur borizt
utan af landsbyggðinni, því
nú þegar hafa verið birtar
þrjár ættaðar úr Austur-
Skaftafellssýslu, og eru fleiri
væntanlegar þaðan og einnig
frá Akureyri. Ekki hirðum við
um að gera frekari grein fyrir
höfundum pistlanna að sinni
en hyggjum á allsherjar út-
tekt í því efni á áramótum ef
þættinum verður svo langra
lífdaga auðið.
Okkur er það óblandin
ánægja hversu vel tilmælum
okkar um að senda pistla
hefur verið tekið og viljum
hvetja fleiri að láta sér þetta
að fordæmi verða.
Utanáskriftin er: Garð-
yrkjufélag íslands — Blóm
vikunnar — Pósthólf 209,
Reykjavík.
ÁB
Engin útsala
Rém, 15. júní — AP, NTB.
EKKERT varð úr kjötútsölunni f
Róm, sem kommúnfskir skærulið-
ar þar f borg kröfðust sem lausn-
argjalds fyrir kjötkaupmann, er
þeir rændu í gær. Lögreglan fékk
í dag ábendingu um aðsetur
mannræningjanna, réðst inn í
fbúðina og leysti kjötkaupmann-
inn úr haldi. Einn ræningjanna
var handtekinn.
Borgarskæruliðarnir, sem
nefna sig „kommúníska bardaga-
sveit“, réðust á kaupmanninn,
Giuseppe Ambrosio, í gær er
hann var að fara að heiman, settu
yfir hann poka og köstuðu honum
inn í bíl, sem svo var ekið á brott.
Kröfðust þeir þess að nautakjöt
yrði selt i Róm i dag á 1.500 lirur
kílóið (um 325 krónur), en það er
um þriðjungur venjulegs útsölu-
verðs. Sögðu ræningjarnir að ef
70 lestir af nautakjöti yrðu ekki
seldar á þessu verði í dag, yrði
Ambrosio tekinn af lifi.
Mannræningjarnir földu Am-
brosio í húsi einu í miðborginni,
sem er i eigu hins opinbera, en
hefur staðið autt og ónotað um
skeið. Þar vildi svo til að eftirlits-
maður átti leið um i embættiser-
indum í dag. Þegar hann kom upp
á aðra hæð, var ráðizt á hann og
hann keflaður. Tókst honum að
komast undan og kalla á hjálp.
Þegar lögreglan kom á vettvang
fann hún Ambrosio bundinn uppi
í rúmi.
Verð á nautakjöti hefur hækk-
að um 20 — 25% á undanförnu
ári, og er stór liður í verðbólg-
unni, auk þess sem innflutningur
á nautakjöti á sína sök á miklum
gjaldeyrisskorti þar í landi.
Ránið á Ambrosio er 28. mann-
ránið á Italíu á þessu ári.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
<§>
Philips hljóðritarar gera öllum, sem
þurfa að skrifa bréf og skýrslur lifið
mun léttara. Þeir sem handskrifa slíkt,
nota til þess allt.að 15 sinnum lengri
tíma en nauðsynlegt er. Þannig fer
mikill nýtanlegur tími til spillis — tími
sem til annars væri betur varið og
kostar peninga.
Philips hljóðritarakerfið er fjölbreytt og
með tæki til hvers konar nota. Veljið
milli borðtækja eða vasaminnistækja til
að skrá minnispunkta, i bílnum, úti
við, á sýningum og fundum. Öll tækin
nota sömu spólu, „mini-kassettuna",
sem tekur allt að 30 minútna efni.
Kassettuna erauðvelt að pósta.
Philips hljóðritarakerfið er fullkomn-
asta kerfi sinnar tegundar. Leitið nán-
ari upplýsinga strax í dag.
| Vinsamlegast sendið mér nánari upplýsingar um
| Philips hljóðritara
I
1 Nafn ___________________________________________
I
I Fyrirtæki --------------------------------------
I
I Heimilisfang -----------------------------------
heimilistæki sf
Sœtúni 8 þjónusta