Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Pascal
Rogé
HLJÓMBORÐSTÆKNIN á sér
ekki i raun og veru langa sögu.
Virginalistarnir á 16. og 17 öld
réðu yfir töluverðri tækni, en tón-
stilling og hljómgun hljóðfær-
anna þá var mjög óllk þvl sem
slðar gerðist, er planóið kom til
sögunnar. Fram að þeim tima var
ekki mögulegt að móta blæ og
styrk tónsins nema að litlu leyti.
Um 1750 er planóið orðið
nokkuð þekkt, en á engan hátt
sambærilegt við pianó nútlmans.
Þróunarsaga þess nær hámarki
með tilkomu stálhörpunnar og
verður þá, hvað snertir hljóm-
styrk og tónmótunarmöguleika,
eitt áhrifamesta tjáningartæki
rómantlskra tónskálda. Saga
píanóleiks spannar þvl raunveru-
lega yfir 150 ár, en á þessum
tlma hefur leiktækni mótazt mjög
af viðhorfum manna til listar al-
mennt. Fyrst er tilfinningaleg
tjáning aðalatriðið og tónskáld
semja rismikla tónbálka. sem
pfanóleikarar seinni tlma „stúd-
era" og taka síðan að leggja
áherzlu á yfirvegaða túlkun
þeirra. Á eftir þessari
kaldhreinsun brýzt fram þörfin
fyrir hömlulausan leik. Að sleppa
fram af sér beizlinu er I dag sú
tizka, sem valdastétt nútima tón-
listarlifs, þ.e. tónflytjendur leggja
mesta áherzlu á meðferð eldri
tónlistar. Hætta er á að hömlu-
laus tjáning ræni leik manna allri
hlýju og verði dæmigerð fyrir
miskunnarlausa baráttu nú-
timans. Það er stutt leið frá
glæsimennsku og „klárheitum"
nútimans til hrottaskapar
og miskunnarleysis. í rapsód-
iunum eftir Brahms op. 79,
sem eru elskulegar og falleg-
ar tónsmiðar, var meðferð Pascal
Rogé allt að þvi harðneskjuleg og
I Hándeltilbrigðunum sem undir-
ritaður vill lita á sem „klassik",
sveiflaðist túlkun hans á milli
„mótoriskrar hörku og róman-
tfkur. f sjö prelúdium eftir
Debussy var leikur Rogé ekki
gæddur þeirri mýkt, sem undirr.
vi11 heyra i Debussy, heldur miklu
fremur rómantiskur og allt að þvi
ástriðufullur Franz Liszt var
glæsilega fluttur og þar fór
Pascal Rogé á kostum, sem án
tillits til aldurs verðureð teljast til
fádæma. Þrátt fyrir fyrrgreindar
aðfinnslur, sem eru tilraun til að
skýra hvers vegna leikur þessa
unga snillings snart undirr. ekki,
verður það að segjast eins og er.
að Pascal Rogé er frábær pianó
leikari, en. .
—Frakkar hyggja
Framhald af bls. 1
bandalaginu fengju rétt til veiða
innan 200 mílnanna, þar sem
„ekki þyrfti nauðsynlega að verða
um samræmda línu umhverfis
alla strönd Frakklands að ræða“,
eins og þeir tóku til orða.
— Noregur
Framha j af bls. I
60 milljarðar norskra króna
jafngilda nú rúmlega 2 þúsund
milljörðum íslenzkra króna. Sé
reiknað með 12 milljarða (í
norskum krónum) meðal-
hagnaði Norðmanna af olíu-
vinnslunni á ári, verður sú
upphæð sem næst 396
milljarðar íslenzkra króna.
Þess má geta til samanburðar
að verg þjóðarframleiðsla
íslendinga á árinu 1975 nam
rúmlega 185 miíijörðum
króna.
Málverkasýning
á Selfossi
JÓN Þ. Haraldsson opnar í dag
málverkasýningu í samkomusal
Safnaðarhúss Arnessýslu á Sel-
fossi. Jón sýnir þarna þrjátíu olíu-
myndir og eru þær allar til sölu.
Sýningin er opin til 20. þ.m. og
aðgangur ókeypis.
— Vorkuldar
Framhald af bls. 36
væri einnig mjög seint við Breiða-
fjörð og væri miklum vorkuldum
þar kennt um. Kvaðst Arnþór
hafa verið þar á ferð fyrir
skömmu og kannað ástandið.
Aðspurður kvaðst Arnþór ekki
trúaður á það að varpið i Grímsey
væri svo lélegt vegna þess að
náttúran væri að grípa i taumana
vegna of mikillar stofnstærðar
rytunnar. Sagði hann að stofnar
sjófugla væru reyndar í vexti
enda væri miklu minna tekið af
fugli til matar nú á dögum en
verið hefði áður fyrr.
— Andófsmenn
Framhald af bls. 14
hinu alræmda Lubyanka-
fangelsi og Serbskystofnuninni
þar sem andófsmenn fá „lyfja-
meðferð".
Myndirnar frá Serbskystofn-
uninni hljóta að ieiða athyglina
að síðasta fórnardýri stofnunar-
innar, sagnfræðingnum
Valentiu Moroz, sem var
færður þangað í maí eftir fimm
mánaða hungurverkfall. Sögðu
fangelsisyfirvöld að hann hefði
„hegðað sér einkennilega"
meðal annars legið á bæn.
Aðili að kvikmyndatöku
þessari hefur sagt: „Það kald-
hæðnislega við þetta allt er að
samkvæmt Helsinkisáttmálan-
um hefðum við átt að geta gert
þessa mynd fyrir opnum tjöld-
um. Við höfum skrifað sovézka
sendiráðinu og spurt hvaða
grein sovézku stjórnarskrár-
innar hafi réttlætt að filmurnar
voru teknar af okkur á flug-
vellinum í Moskvu.
— Ég verð
skammaður...
Framhald af bls. 2
mánuðum, og fór þá að fitla við
krít, pastel og gouach, en i
gamla daga var ég í krít og
málaði þá talsvert fígúratívt.
Ég hef alla tíð málað mikið af
bátum, allt síðan í barnaskóla
og einnig í gegnum abstrakt-
tímabilið. Þegar ég fór svo
aftur að fitla við krítina upp á
síðkastið fór að kvikna á
perunni hjá mér og þetta er
útkoman“
Sýning Valtýs er opin í dag
frá kl. 1—6, en annars á venju-
legum verzlunartíma. Allar
myndirnar, liðlega 40 talsins
eru jafn stórar og það er sama
verð á þeim öllum, 30 þús,
kr. „Það er ekki mikið,“ sagði
Valtýr, „þegar maður kaupir
eitt púströr undir bflinn sinn
fyrir 17 þús. kr. Annars er
þetta árangur tímabils þar sem
ég hef ekki haft fullt þrek, en
ég get ekki setið auðum
höndum, það er hlutur sem Val-
týr Pétursson kann ekki. Svo er
hitt að ég er ómögulegur maður
ef ég kemst ekki niður að höfn
a.m.k. einu sinni á dag og ef
maður kemst það ekki er að búa
umhverfið til í kringum sig og
það gerði ég í þessum myndum,
en það sérkennilega við þessa
sýningu frá mínu sjónarmiði er
það, að það er engin fullkomin
abstrakt mynd á henni.“
„Hvað meinar þú með því að
það hafi farið að kvikna á
perunni?"
„Þegar maður skiptir um efni
tekur það nokkurn tíma að láta
það virka, en svo fer maður allt
í einu að sjá að það er eitthvað
vit i þessu og þá ger maður að
vinna þetta allt öðruvisi."
„Mótifin? Jú, höfnin, blóm og
Vesturbærinn. I 25 ár hef ég
verið á kafi i abstraktinu,
geómetriunni, en um 1950
sýndi ég nokkuð af fígúratívum
myndum sem ég hafði unnið í
París.“
,Já, bátar hafa alltaf heillað
mig. Þegar ég var í 12 ára bekk
í barnaskóla kunni ég að teikna
upp úr mér alla íslenzka báta
og togara og á slikum teikning-
um býttaði ég við félaga mina
og fékk kanínur, dúfur og ann-
að í staðinn. En nú sigla bátarn-
ir á ný í þessum litlu myndum,
en ég veit að ég verð skammað-
ur fyrir þessa sýningu, þar
verður sagt að ég sé búinn að
svíkja mitt ídeal, en það eina
sem skiptir mig í rauninni máli
er málverkið sjálft, ekki stefn-
an, og sjálfur er ég stefnulaus
um þessar mundir og geri það
sem mér sýnist í málverkinu.
Mér hefur þótt gaman að
þessu." — á.j.
— Norrænir
músíkdagar...
Framhald af bls. 2
ríður E. Magnúsdóttir söngkona
flytur við undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar, „Monoiog" eftir
Magne Hegdal, sem höfundurinn
leikur sjálfur á píanó, og „I call
it“ eftir Atla Heimi Sveinsson,
sem Ruth L. Magnússon söngkona
og hljóðfæraleikararnir Pétur
Þorvaldsson, Jónas Ingimundar-
son, Reynir Sigurðsson og Árni
Scheving flytja undir stjórn höf-
undar.
Eftir hlé eru þrjú verk á dag-
skrá. „Spell“ eftir Per Nörgárd,
sem hljóðfæraleikararnir Gunnar
Egilson, Pétur Þorvaldsson og
Halldór Haraldsson flytja. „Ein-
leitung und fúnf Galgenlieder"
eftir Herbert H. Ágústsson, sem
söngkonan Elísabet Erlingsdóttir
og hljóðfæraleikararnir Bernard
Wilkinsson, Sigurður Snorrason,
Christina M. Tryk og Hafsteinn
Guðmundsson flytja undir stjórn
höfundar. Loks verður flutt
verkið „Quintetto“ eftir Joonas
Kokkonen, en það verk flytja
hljóðfæraleikararnir Bernard
Wilkinson, Kristján Stephensen,
Sigurður Snorrason, Christina M.
Tryk og Hafsteinn Guðmundsson.
Þeir Atli Heimir Sveinsson,
Joonas Kokkonen og Per Nörgárd
hafa allir hlotið tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs.
í uptalningu um íslenzku verk-
in á hátíðinni í blaðinu í gær féll
eitt verk niður. Er það „Fiðlukon-
sert“ eftir Leif Þórarinsson sem
verður fluttur á sinfóníutónleik-
um þann 24. júní. Einleikari er
Einar G. Sveinbjörnsson konsert-
meistari og stjórnandi Karsten
Andersen. Verk þetta var flutt
hér fyrir nokkrum árum, og
heyrist nú hér í annað sinn endur-
skoðað af höfundi.
— Gigtlæknar
Framhald af bls. 2
verður horfur í gigtsjúkdómum.
Fyrirlesarar á þinginu eru um 60,
þar af fimm íslenzkir. Til þingsins
er boðið þremur heimskunnum
vlsindamönnum, sem flytja yfir-
litsfyrirlestra, en það eru dr. W.
Carson Dick frá miðstöð gigtlækn-
inga í Glasgow og ræðir hann um
liðagigt, dr. F. Dudley Hart frá
Westminster Hospital og Hariey-
street í London og fjallar hann
um gigt í hrygg og vöðvum og
prófesson John J. Calabro frá
læknadeild Háskóla Massachu-
setts í Bandaríkjunum, en hann
ræðir um króníska gigtsjúkdóma I
börnum og mun skýra frá
merkum rannsóknum I því efni.
Sérstakir umræðufundir verða
um ónæmisfræði gigtsjúkdóma,
um lyfjameðferð þeirra og skurð-
aðgerðir. Þá verða einnig lyfja-
sýningar í sambandi við þingið.
A blaðamannafundinum kom
fram, að gigtsjúkdómar hafa mik-
il þjóðfélagsleg áhrif, bæði heilsu-
farslega og efnahagslega. Þeir
eru algengir og langvarandi og
einn algengasti sjúkdómaflokkur-
inn, sem heilbrigðisþjónustan
þarf að fást við. I skýrslu Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar
þegar árið 1962 segir að I Vestur-
Evrópu sé gigt að verða algeng-
asti, dýrastLog vanræktasti sjúk-
dómur, sem þjakar þjóðirnar.
Stofnunin og alþjóðasamtök gigt-
lækna hafa tekið höndum saman
og helgað árið 1977 baráttu gegn
gigt, „World Rheumatism Year“.
Til stuðnings þeirri baráttu er
ætlunin að stofna Gigtarfélag ís-
lands og verður það opið öllum
áhugámönnum um gigtvarnir,
greiningu og meðferð gigtsjúk-
dóma.
Gigtsjúkdómafélag íslenzkra
lækna hefur verið starfandi frá
árinu 1963. Félagsmenn eru 25
læknar, sem á einn aða annan
hátt starfa að greiningu og með-
ferð gigtsjúkdóma.
Margir telja gigtsjúkdóma með
ellisjúkdómum, en svo er ekki.
Gigtsjúkdómar finnast I fólki á
öllum aldri, einnig meðal barna,
en tíðnin eykst með aldrinum, svo
að um sjötugt hafa 9 af hverjum
10 fundið til gigtar. Gigt er því
algengasti sjúkdómurinn, sem
hrjáir fólk og hérlendis hafa
rannsóknir leitt í ljós, að af þeim,
sem leita læknis, leitar tíundi
hver sjúklingur vegna gigtar.
Gigt er ein algengasta orsök
fjarvista frá vinnu og algengasta
orsök örorku. í aldursflokknum
20 til 29 ára eru 7.4% allrar ör-
nrku af völdum gigtsjúkdóma og í
aldursflokknum 50 til 69 ára stafa
um 20% af gigtsjúkdómum. Um
það bil 1/5 þeirra íslendinga, sem
verða öryrkjar, verða það vegna
gigtsjúkdóma.
Heildarkostnaður íslenzka þjóð-
félagsins vegna gigtsjúkdóma er
eigi þekktur. 1 Bretlandi hefur
þessi kostnaður verið reiknaður
og lætur nærri að gigtsjúkdómar
einir kosti Breta jafn mikið á ein-
um og hálfum degi eins og áætl-
að hefur verið að allt þorskastríð-
ið við íslendinga hafi kostað þá.
Líkur benda til að hlutfallslega
kosti gigtin íslendinga álíka mik-
ið og hún kostar Breta.
Það kom fram á fundinum, að
liðagigt af völdum hálsbólgu, sem
ekki hefur hlotið læknismeðferð i
tima, er nú að mestu horfin og þar
má m.a. þakka fúkkalyfjum. Hins
vegar hefur liðagigt sem band-
vefssjúkdómur aukizt meðal
fólks.
— Hallbjörg
Framhald af bls. 15
til þess a8 fara inn i málverkiS,
fara inn I þetta fag á fullri ferS. Nú
ætla ég að mála, mála, mála og
mála og reyna a8 komast eins
langt og ég get I Bandarikjunum.
Næsta ár ætla ég að skrifa bók,
ævintýri verður það Ég er með
höfuðið fullt af þessu, Guð hefur
gefið mér þessa hæfileika og þaS
er þá ekki hægt að láta sinn hlut
eftir liggja og þvi bezt að nota
olnbogana, ég hef alltaf haft svo-
litla olnboga, en mikið er annars
gaman að vera komin hingað heim
og sjá hve öllu hefur farið fram,
svo mikill trjágróður og allt annað
sjónarhorn fyrir unga fólkið nú en
fyrr, sjónarhorn sem hlýtur að
gefa tilverunni bjartari svip."
Og i einum af sölum Casa Nova
var Fischer að hengja upp myndir
sinar, en hann hóf málverk fyrir
nokkrum árum, en um langt árabil
hefur hann verið kunnur teiknari.
Sýning þeirra hjóna verður opin
til mánaðamóta og áður en við
kvöddum tók Hallbjörg að sjálf-
sögðu lagið fyrir okkur: „Ég hef
elskað þig frá okkar fyrstu kynn-
um," og það var hennar gamli og
góði undirleikari Jónatan Ólafs-
son sem var þarna staddur á
spjallferðog lék undir.
— 17. júní
Framhald af bls. 3
Að lokum verður kvöldskemmtun I
íþróttahúsinu og hefst hún kl. 21.
Þar verða á dagskrá söngur, ávörp
og skemmtiatriði
MOSFELLSSVEIT
HÁTÍÐAHÖLDIN I Mosfellssveit
hefjast með skrúðgöngu úr Tanga-
hverfi kl. 13.30 að hátíðarsvæðinu
við Varmá og fer lúðrasveit fyrir
göngunni ásamt ungum hestamönn-
um. Að lokinni skrúðgöngunni verð-
ur hátlðin sett og siðan hefst sam-
felld hátföardagskrá á svæðinu við
Varmá. Gert verður kaffihlé og að
því loknu verður safnazt saman við
sundlaugina og þar verður ýmislegt
til skemmtunar fyrir yngri kynslóð-
ina. Lions- og Kiwanismenn keppa i
knattspyrnu á iþróttavellinum og um
kvöldið verður dansleikur i Hlégarði
til kl. 1.00 eftir miðnætti.
KEFLAVÍK
KEFLVÍKINGAR hefja hátlðarhöld
sln I Skrúðgarðinum kl. 14. Þegar
fáni hefur verið dreginn að húni
hefjast skemmtiatriði. Klukkan 17
verður safnazt saman á iþróttavellin-
um og fara þar fram hlaup, keppni í
handknattleik og knattspyrnu. í
knattspyrnunni verða það iþróttafor-
ystan í Keflavik og bæjarstjórn, sem
leika Klukkan 20.30 hefst kvöld-
skemmtun við barnaskólann Fyrst
verða skemmtiatriði og slðan leikur
hljómsveit fyrir dansi.
SKÁLATÚN
AÐ VENJU verður 1 7. júní hald-
inn hátíðlegur á vistheimilinu Skála-
túni í Mosfellssveit. Hátfðarhöldin
hefjast milli kl. 2.15—2.30 þegar
lúðrasveit heimsækir heimilið en
síðan verður farið í skrúðgöngu. Á
eftir verður síðan skemmtun með
söng og leikjum.
— Observer
Framhald af bls. 18
ástæða þess. að menn telja ólik-
legt, að hann ráðist gegn Ródesíu,
er sú, að hann fer mjög varlega í
sakimar i viðskiptum sinum við
hægri öflin i Suður-Afriku. Þaðeru
þessi öfl. sem berjast fyrir aukn-
um stuðningi við hvita bræður
sina i Ródesiu, og Vorster hefur
verið gagnrýndur fyrir að vera
þeim of eftirlátur að nauðsynja-
lausu.
Allt bendir nú til þess að al-
menningsálitið i Suður-Afriku sé
ekki eins hliðhollt hvita minnihlut-
anum I Ródesiu og álitið hafði
verið. Frá þvi að viðræðurnar um
stjórnarskrá Ródesiu fóru út um
þúfur fyrir skömmu, hafa verið
haldnar tvennar aukakosningar i
Suður-Afriku og við þær virtist
málstaður Ródesiumanna litlu
máli skipta.
í aukakosningunum i Durban
North, varð þingmaður, sem hafði
beitt sér mjög ötullega fyrir stuðn-
ingi við Ródesiu, fyrir miklu fylgis-
hruni. Það er þó ekki þar með
sagt, að Vorster taki úrslit þessi
sem visbendingu um að draga úr
hálfvelgjunni, sem afstaða hans til
Ródesiu hefur markazt af. og ger-
ast harðari i horn að taka en
hingað til.
— Verðbólgu-
vandinn
Framhald af bls. 10
sem kjör þegnanna yrðu sem jöfn-
ust.
Fundurinn ítrekar jafnframt
fyrri viljayfirlýsingar um, aö sem
nánustu samstarfi verði komið á
með samvinnuhreyfingunni og
samtökum launþega og bænda, og
heitir á þessi samtök að taka
höndum saman við samvinnu-
hreyfinguna í nýrri framfarasókn
þjóðarinnar".
—Menntaskólinn
Framhald af bls. 14
kjörsviði en 20 af raungreina-
kjörsviði, þ.a. 12 af náttúrusviði
en 8 af eðlissviði, 15 voru frá
ísafirði, 9 annars staðar af
Vestfjörðum og 11 utan Vest-
fjarða.
Dúxinn úr hópi nýstúdenta,
Jónas Guðmundsson frá Siglu-
firði, hlaut verðlaun úr aldar-
afmælissjóði Isafjarðarkaup-
staðar, sem námu 40 þúsund
krónum. Jónas flutti ræðu við
skólaslitin, þar sem hann
kvaddi skólann, skólameistara
og kennara f.h. bekkjarsyst-
kiná, þakkaði fyrir dvöl sfna í
skólanum og árnaði honum
allra heilla I framtíðinni. 14
nemendur hluta sérstaka viður-
kenningu við skólaslitin fyrir
framúrskarandi árangur í
einstökum námsgreinum.
Skólameistari kvaddi útskrif-
aða stúdenta með ræðu og sagði
þar með Menntaskólanum á ísa-
firði slitið.