Morgunblaðið - 17.06.1976, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.06.1976, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 35 5 mörk á 15 mínútum og ísland vann 6:1 FIMM mörk sem Islendingar skoruðu á sfðasta stundar- fjórðungi landsleiks þeirra við Færeyinga í Þórshöfn f gærkvöldi færðu liðinu stórsigur í leiknum, en allt fram til þess tfma hafði staðan verið jöfn 1—1. Vegna sambandsleysis við Færeyjar gekk Morgunblaðinu erfiðlega að afla sér upplýsinga um leikinn, en náði þó sambandi við fslenzkan áhorfanda að leiknum, Gumund Jónasson og er eftir- farandi byggt á upplýsingum hans. Leikurinn var fremur jafn framan af. Færeyingar börðust af miklum krafti og gáfu íslending- unum lítinn tima til þess að at- hafna sig. Var leikurinn mjög þóf- kenndur og tímunum saman gekk knötturinn mótherja á milli. Þar kom þó nokkuð snemma í hálf- leiknum að íslendingar skoruðu mark og náðu forystu í leiknum. Hún stóð þó ekki lengi þar sem Færeyingum tókst að jafna skömmu síðar eftir mistök í ís- lenzku vörninni og var staðan þannig 1—1 í hálfleik. Matthfas Hallgrfmsson skoraði tvö mörk f landsleiknum f gær- kvöldi. 1 seinni hálfleik fór íslenzka liðið að ná betur saman, en Fær- eyingarnir vörðust mjög vel, ákaft hvattir af um 2000 áhorf- endum sem fylgdust með leiknum af lífi og sál. Þegar um 15 mínút- ur voru til leiksloka var staðan enn 1:1, og Færeyingar voru farnir að sjá fram á sitt fyrsta jafntefli í landsleik við íslend- inga. En þær 15 mínútur sem eftir voru af leiknum nægðu íslending- um til þess að skora fimm mörk. Var um algjöra einstefnu að ræða síðustu mfnúturnar, og var fær- eyska liðið leikið sundur og saman, þrátt fyrir að það legði alla áherzlu á vörnina. Sum marka islenzka liðsins komu úr mjög fallegum skotum sem voru óverjandi fyrir færeyska mark- vörðinn, sem þrátt fyrir mörkin sex var einn bezti maður liðs síns. Ekki tókst Morgunblaðinu að afla nákvæmra upplýsinga um hverjir skoruðu mörkin, en þó er vitað að Matthias Hallgrímsson gerði 2 mörk, Arni Sveinsson 1, Guðmundur Þorbjörnsson 1 og líklega Ólafur Danivalsson, sem kom inn á í seinni hálfleik fyrir Teit Þórðarson 1. Tékkar í úrslit Elías Sveinsson — náði 7135 stigum í Póllandi en reynir við Olympíulág- markið um helgina. TÉKKÓSLÓVAKlA tryggði sér rétt til þess að leika til úrslita f Evrópubikarkeppni landsliða í knattspyrnu með því að sigra Hol- lendinga með þremur mörkum gegn einu í undanúrslitaleik lið- anna sem fram fór í gærkvöldi. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 1:1 og var þá framlengt f 30 minútur. Þá höfðu Tékkar heppnina með sér og skoruðu tvf- HIÐ árlega Bláskógaskokk Héraðssambandsins Skarphéðins fer fram að þessu sinni sunnudag- inn 27. júní n.k. og hefst kl. 14.00. Skokkað verður að venju um -Gjábakkaveg. Hefst hlaupið við bæinn Gjábakka og endar við pípuhliðið hjá Laugarvatni. Keppt verður í 10 aldurs- flokkum, þ.e. 5 karla og 5 kvenna- flokkum. Þrenn verðlaun verða veitt i hverjum flokki. Þátttökugjald er kr. 200.00 — fyrir 14 ára og eldri, en fyrir yngri er ókeypis þátttaka. Sæta- ferðir verða frá Laugarvatni að Gjábakka kl. 13.15 Aætlað er að verðlaunaafhending fari fram kl. 16.30. Þátttökutilkynningar eiga að vegis án þess að Hollendingum tækist að svara fyrir sig. Leikurinn var annars nokkuð jafn, en leikaðferðir liðanna mjög ólík. Tékkarnir lögðu mikla áherzlu á að spila þétta vörn og gæta hinna hættulegu framherja Hollendinga vel. Tókst þetta mjög vel hjá þeim, og af og til áttu þeir svo skyndiupphlaup, sem voru hin hættulegustu. berast til skrifstofu íþróttasam- bands íslands, íþróttamiðstöðinni Laugardal, Reykjavík, sími 83377 og skrifstofu Héraðssambandsins Skarphéðins Eyrarvegi 15, Selfossi, simi 991189. Vðúngur AÐALFUNDUR Knattspyrnufé- lagsins Víkings verður haldinn í Félagsheimilinu við Hæðargarð föstudaginn 25. júni og hefst klukkan 20.30. Upphaflega, átti fundurinn að fara fram næstkom- andi mánudag en hefur verið frestað um fjóra daga. Bláskógaskokkið — Tekur Elkem við... Framhald af bls. 36 félagar Gunnar og Asgeir vildu engu spá um, hvenær verk- smiðjan kæmist í gagnið, en þegar nefnt var, hvort það yrði síðari hluta árs 1978, töldu þeir það ef til vill ekki ólíklegan tíma. 1 meginatriðum verður samningurinn við Elkem hinn sami og samningur sá, er gerður var við Union Carbide á sínum tima. Eignaraðild verður hin sama, 55% íslenzk hlutafjáreign og 45% norsk hlutafjáreign. Hins vegar reyndist þörf á að gera verulegar breytingar á teikning- um verkfræðinga vegna ofna verksmiðjunnar, sem eru á að gizka 6% af kostnaði við fjár- festingu og stofnkostnað verk- smiðjunnar, sem upphaflega var 68 milljónir króna. Ofnar þessir voru i framleiðslu á ítalíu, en hún hefur nú verið stöðvuð. Jafnframt krefst ofnabreytingin þess að ofnahús verksmiðjunnar verður að breytast og verður því að vinna þar upp verkfræðivinnu að nýju. Þessar breytingar eru vegna þess að Elkem notar eilítið aðra tækni við framleiðslu kísiljárns en Union Carbide. Frumkvæðið að samningunum við Elkem var hjá iðnaðarráðu- neytinu, en Elkem, sem svo til eingöngu er norskt fyrirtæki, er mjög mikill aðili í framleiðslu kisiljárns og er áhorfsmál, hvort fyrirtækið er fyrirferðarmeiri að- ili í þeirri framleiðslu á alþjóðleg- um markaði. Ástæður, sem Union Carbide hefur gefið fyrir því að það dregur sig nú út úr þessari samvinnu, eru þær að hið banda- ríska fyrirtæki telur Grundar- tangaverksmiðjuna ekki nægilega arðbæra og leggur þar til grund- vallar spár um verðlagsþróun á framleiðslu verksmiðjunnar. Elkem er hins vegar á annarri skoðun og telur arðsemi fyrir- tækisins nægilega góða til þess að ráðizt sé í byggingu hennar. Hið sama sögðust þeir Gunnar Sigurðsson og Ásgeir Magnússon hafa komizt að er þeir reyndu að gera sér grein fyrir horfum og afkomumöguleikum íslenzka járnblendifélagsins. Markaðsverð á kísiljárni á Bretlandseyjum er nú um 500 dollarar fyrir hvert tonn, en á Evrópumarkaði er verðið um 700 dollarar. Á Banda- rikjamarlcaði er verðið á tonninu nú um 600 dollarar og hefur heimsmarkaðsverð verið á upp- Ieið undanfarið, komst lægst í 480 dollara í janúar síðastliðnum. Gunnar Sigurðsson sagði að erf- itt væri að gera upp á milli þess- ara tveggja fyrirtækja og hefði þau bæði kosti og galla. Union Carbide er mun stærra fyrirtæki, þar sem það spannar mun meiri rekstrarþætti, en Elkem er sizt minna fyrirtæki á sviði kisiljárns- framleiðslu. Elkem er norskt al- Uppsetning véla hafin við Kröflu ELÍAS HLAUT 7135 STId 06 MM AI) 6ERA DUIIK — ÉG er nokkuð ánægður með hvar ég varð f röðinni, en hins vegar ekki með heildarárangur- inn, sagði Elías Sveinsson tug- þrautarmaður f viðtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, en Elfas tók þátt f miklu tugþrautar- móti f Póllandi um sfðustu helgi og varð þar f 12. sæti af rösklega 40 keppendum og hlaut 7135 stig. Elfas keppir nú að þvf að ná Ólympíulágmarkinu f tugþraut sem fram fer um helgina. Árangur Elfasar f Póllandi bendir til þess að hann eigi mjög góða möguleika á að ná 7500—7600 stigum, og jafnvel að setja íslandsmet, verði hann heppinn. Stærsta spurning er auðvitað hvernig veðrið verður, en kuldi og rok geta gert vonir Elfasar að engu. 1 tugþrautinni f PóIIandi hljóp Elfas 100 metra hlaupið á 11,3 sek. f mótvindi, stökk 6,40 metra í langstökki, kastaði kúlu 13,87 metra, stökk 1,92 metra í hástökki og hljóp 400 metra hlaup á 51,7 sek. 110 metra grindahlaup hljóp hann á 15,9 sek., kastaði kringlu 44,92 metra, stökk 3,60 metra f stangarstökki, kastaði spjóti 59,64 metra og hljóp 1500 tnetra hlaup á 4:48,8 mfn. Elfas náði sínu bezta í einni grein, 400 metra hlaupinu, og bætti þar fyrri árangur sinn veru- lega. Hann var hins vegar langt frá sfnu bezta í stangarstökki og spjótkasti, og sagði Elfas að stangarstökksbrautin hefði verið mjög hál í mikilli rigningu sem var seinni daginn, og hann hefði ekki verið eini tugþrautarmaður- inn sem var langt frá sfnu bezta f þeirri grein. Elías kvaðst mjög bjartsýnn á að hann næði Ólvmpfulágmark- inu 7500 stigum, f Reykjavíkur- mótinu um helgina, og víst er að árangur hans f Póllandi bendir til þess að það ætti að takast. FRAMKVÆMDIR við Kröflu- virkjun ganga vel, að sögn Einars Tjörva Elfassonar verkfræðings á staðnum. t gær var lokið við að steypa syðri undirstöður aflvéla, og hefst uppsetning þeirra á næstunni, en þegar er bvrjað að setja upp hluta af vélabúnaði. Einar Tjörvi sagði að fram- kvæmdum yrði haldið áfram að öllu óbreyttu. Hann sagði að vitað væri um virkni á Kröflusvæðinu, en hún væri ekki svo mikil að talið væri rétt að breyta áætlun- um. Hann sagði að menn væru vel á verði, og ef virknin ykist, myndu gerðar viðeigandi ráðstaf- anir. Að sögn Páls Einarssonar hjá Raunvisindastofnun hafa engar breytingar orðið á Kröflu- og Mývatnssvæðinu nú i nokkra daga og Kristján Þórarinsson, fréttaritari Mbl. í Mývatnssveit, sagði I gær, að þar í sveit yrði fólk ekki vart við jarðhræringar, enda þótt þær kæmu fram á mælum. Sagði Kristján að Mývetningum fyndist of mikið gert úr ástandinu þar nyðra í fjölmiðlum. þjóðlegt fyrirtæki, sem m.a. á verksmiðjur i Bretlandi, Belgiu og Brasilíu. Samkvæmt norskum lögum mega útlendingar ekki eiga nema 20% htutafjár félaga, eigi þau að teljast norsk. Erlent hlutafé í Elkem er 8% og meiri- hluti þessara 8% er í eigu fyrir- tækja í Noregi, sem teljast erlend, þar sem erlend hlutafjáreign þeirra er yfir 20% Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist að nýju á Grundatanga í haust. Búizt er við að þar muni þá hefja vinnu um 50 manns, en Gunnar Sigurðs- son kvað það mundu taka ein- hvern tíma að hefja framkvæmd- ir. Hann bjóst við að á þeim tíma, sem versmiðjan yrði í byggingu, yrði að flytja inn eitthvað af sér- hæfðu starfsfólki, sérstaklega i sambandi við gangsetningu og fyrirkomulag tækjabúnaðar og véla. Þegar verksmiðjan verður komin í gagnið, mun hún gefa um 140 manns vinnu. Ársframleiðsl- an verður 50 þúsund tonn og mið- að við markaðsverðið 500 til 600 dollarar, má gera ráð fyrir verð- mæti um 25 til 30 milljónir doll- ara á ári, en það er í islenzkum krónum 4,6 til 5,5 milljarðar. Gunnar Sigurðsson, stjórnar- formaður sagði að forystumenn fyrirtækisins gætu ekki séð að arðsemi fyrirtækisins biði hnekki við þessa breytingu, sem sé að verða á eignaraðild þess. í frum- varpinu um Járnblendifélagið var gert ráð fyrir 17,4% í arðsemi og er það meðalarðgjöf af fjárfest- ingu við stofnun verksmiðjunnar. Miðað við breyttar forsendur Un- ion Carbide lækkaði þessi arð- semi í 14,8%, en Gunnar kvaðst enn ekki vera búinn að fá út- reikninga Elkem á þessari arð- semi. Fundum með Elkem lauk i Ösló um síðustu helgi og er næsti fundur ráðgerður í lok mánaðar- ins í Reykjavík. Gunnar Sigurðsson ságði að staðið hefði lengi vel i stappi um þá upphæð, sem Union Carbide hefði átt að greiða við brotthvarf sitt úr fyrirtækinu. Síðan hefði verið sæzt á áðurnefnda tölu, 4,6 milljónir dollara. Hann kvaóst ánægður með þá niðurstöðu og taldi að hinn bandariski aðili gæti einnig verið það. í samvinnu við Union Carbide var gert ráð fyrir því að Grundartangaverksmiðjan framleiddi aðallega fyrir Evrópu- markað, en við tilkomu Elkem i stað Union Carbide verður sú breyting á að aðalmarkaður verk- smiðjunnar verður í Bandaríkjun- um. Þessi verksmiðja, sem í eign- araðild Bandaríkjamanna lá bet- ur fyrir þá við Evrópumarkaði, en við tilkomu Norðmannanna snýst dæmið við. Elkem hefur einu sinni áður sýnt áhuga á stóriðju á íslandi. Var það fyrir nokkrum árum, að fyrirtækið spurðist fyrir um það, hverjir væru möguleikar á því að setja hér upp verksmiðju, sem framleiddi ferromangan. — Sendiherra myrtur Framhald af bls. 1 fremja svona verk, en ég vil ekki nefna þá með nafni,“ bætti hann við. Talið er að hér hafi Edde ótvirætt átt við Sýrlendinga, sem sendu 10 þúsund manna herlið til Líbanons í byrjun júní i þvi skyni að ná óbeinum yfirráðum yfir vinstri sinnuðum Líbönum og Palestínuaröbum, sem voru álur bandamenn þeirra. Ford Bandaríkjaforseti hefur vottað fjölskyldum hinna látnu samúð sína, en hann tók um leið fram, að atburður þessi mundi ekki hafa áhrif á stefnu Banda- rikjanna i málefnum Libanons. Hann kvaðst í kvöld .hafa falið Henry Kissinger að hafa samband við stjórnir þeirra rikja, sem hlut eiga að málinu, í því skyni að koma upp um morðingjana og fullnægja réttlætinu. Forsetinn var harorður í ummælum sínum um morðin og sagði þau glórulaus hryðjuverk. 1 gærkvöldi sagði fulltrúi stjórnarinnar i Damaskus, að morðin væru „ómennsk og skaö- leg“, og Sýrlendingar væru ávallt andsnúnir morðum á einstakling- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.