Morgunblaðið - 25.06.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.06.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976 EFTIR INGIBJÖRGU Á JOHNSEN: ALDALANGUR draumur mannkynsins hefur verið um bættan heim. Beztu menn hvers tíma, hverrar kynslóöar, hafa sett sér það markmið að stuðla að fegurra mannlífi, glæða og efla guðseðlið i mannssálinni. I fegursta dæminu, Kristi, er ekki hægt að komast lengra í fórn og friðþægingu, kærleika og umburðarlyndi. Þótt sá boð- skapur hafi nú hljómað í nær 2000 ár, er ástæða til að staldra við andartak og íhuga nokkuð hvar við erum á vegi stödd. Margir hafa tekið upp merkið og aldrei hveikað frá hugsjón sinni. En öfl haturs og heiftar, úlfuðar og ómenningar hafa lika átt sína talsmenn, sem reynt hafa að særa manssálirn- ar til fylgis við sig. Alltaf hefur tíminn þó leitt í ljós að sterkari stofn var af hinu góða og fagra, að sól sigrar hríð og kærleikur hatur. Mörg eru í dag þau öfl þjóðfélagsins, sem vinna að því að grafa undan siðgæði og menningu lands okkar, bæði til orðs og æðis. Oft verður þeim furðumikið ágengt og hafa þá afgerandi áhrif á almennings- álitið, spinna upp tízkutildur án hugsunar, án gildis fyrir betra mannlif og oft til hins verra. Samt hafa þau öfl aldrei þá rödd, sem vekur til þroska og fegurra lífs, örvar til nýrra dáða og starfa í þágu þess draums sem við hljótum að vona að verði veruleikinn að lokum. Að leggja hönd á plóginn til hins betra getur hver og einn á Gegn orðskrípinu „áfengismenning” og aðstandendum hennar sinum stað, sinni stund. Hvert ráð á sína rödd. Nefna vil ég rödd reglu okkar, Góðtemplara- reglunnar. Hvað skyldi hún boða? — Hvað skyldi hún bjóða friðvana mannkyni í leit að hamingju og heillum. Hún boð- ar okkur baráttu gegn einu versta böli, sem heiminn þjáir, áfengisbölinu. Hún býður okk- ur til starfs fyrir göfuga hug- sjón grundvallaða á kristni, hugsjón sem í veruleikanum býður betra mannlíf. Með orðs- ins brandi skal baráttan háð, með beittu sannleikans sverði skal höggvið. Öll þekkjum við áfengisbölið, sem er andstæða mannlifsins i sannri og eðlilegri mynd. Öll þekkjum við þau öfl, sem vinna með ráðum og dáð að aukinni áfengisneyzlu þjóðarinnar auk- inni ómenningu hennar, þau öfl sem eru háð hugsunarlausri tízku, öfl peninga þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Öll vit- um við um orðskripið áfengis- menning, sem hljómar af vör- um þeirra sem bjóða æsku jafnt sem elli að bergja af bikar þess eiturs, sem lamar viljaþrótt og siðgæðisþrek framar öllu öðru og berst mót guðsneistanum í hvers manns sál. Til baráttu Reglunnar um áratugi hefur að vonum andað köldu frá boðberum þessarar frumstæðu menningar. Þeir hafa haldið þeirri kenningu að fólki að þar sem ekki væri vin væri engin menníng. Sjálfs- ánægja hófdrykkjumannanna minnir á úlfinn i sauðagær- unni. Þeir forðast að halda sig við staðreyndir en ginna æsk- una til fylgis við sig með fagur- gala og blekkingum. Loka aug- unum fyrir öllu því illa sem af áfengi stafar, loka augunum fyrir því slysi sem áfengið er, svo sem raun ber vitni í okkar þjóðfélagi sem öðrum. Sjálf- stæðir vilja menn vera og eiga að vera, en áfengi á ekki sam- leið með sjálfstæðum manni, því það gerir ekkert annað en auka á samfélagsvandamálin um leið og reisn einstaklingsins fjarar út. Þeir menn sem boða áfengi sem sjálfsagðan granna í tilveru okkar eru hættulegustu andstæðingarnir sem við er að glíma, það eru fyrst og fremst þeir sem skapa hið óhugnan- lega almenningsálit sem svo víða mætir manni á opinberum vettvangi sem í helgustu véum heimilisins þar sem allt virðist leika í lyndi á yfirborðinu. Orsakanna til svo almennrar ofneyzlu áfengis má víða leita. Ein meginorsökin er sú hömlu- lausa áfengissala, sem rikið stendur að. Það verður að telj- ast vafasamur heiður ungu lýð- Landsmálafélagið Vörður Sumarferð Varðar um Þingvelli, Þjórsárdal, Sigöldu og Landssveit sunnudaginn 27. júní 1976 | | Varðarfélagið mun efna til ferðar um Þingvelli — Þjórsárdal — Sigöldu — Landssveit, sunnudaginn 27. júni n.k. Mannvirkin við Sigöldu verða skoðuð undir leiðsögn. Áætlað fargjald er kr. 2.500 - fyrir fullorðna og kr. 1 .500 - fyrir börn. Innifalið í verðinu er hádegis- og kvöldverður. Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu, Bolholti 7 kl. 8.00árdegis. | | Til að auðvelda undirbúning óskast þátttaka tilkynnt sem fyrst í sima 82900. | | Miðasala í Sjálfstæðishúsinu Bolholti 7. [J Einstakt tækifæri til að ferðast um stórbrotið landslag. | | Varðarferðir eru ódýrar; bjóða upp á traustan og ódýran ferðamáta í góðum félagsskap. [[] Allir eru velkomnir í Varðarferðina. Innifalið í fargjaldi hádegis- og kvöldverður Miðasala alla daga til kl. 21. Vonin æsku landsins veldi að byggja eina aðaltekju- lind sína á því að eyðileggja þjóðfélagsþegnana i stað þess að hlynna að þeim, rífa niður i stað þess að byggja upp. Vald- hafar á Islandi eru líka hrifnir af vínmenningunni, því að í öll- um opinberum veizlum nema hjá núverandi menntamálaráð- herra, flóir vin á borðum og oft er þar lítill munur á skömm og heiðri. Á almennum vettvangi sjáum við æ oftar drukkna karla og konur, unga sem aldna, streyma úr samkomu- húsunum og hanastélsboðum og almenningsálitið stendur glottandi álengdar, oft með sýndarmennsku hófdrykkju- mannsins i svipnum. Sorglegasta afleiðingin af víninu er þó ofdrykkjumaður- inn. Maðurinn, sem hefur glat- að trú á lifið og sjálfan sig og lifir aðeins til þess að drekka meira. Þessar hryggðarmyndir götunnar vekja þó furðu fáa til umhugsunar um þessi mál og lítils vilja verður vart hjá því opinbera til að gera eitthvað til bjargar þessum fórnarlömbum ofdrykkjunnar. Þannig er þjóð- líf okkar og almenningsálit ger- spillt í þessum málum. Ríkis- valdið sjálft vinnur að þvi að leggja framtíð fjölda þegna sinna í rústir og stuðlar þannig að afbrotum, heimilisófriði, sorg mæðra, eiginkvenna, barna og siðast en ekki sízt, viðheldur almenningsálitinu og andvaraleysi þeirra sem sofandi fljóta að feigðarósi. Á allra siðustu árum hefur bindindisstarfsemi í landinu nokkuð vaxið fiskur um hrygg, en í gegn um tíðina er það aðeins ein hreyfing í landinu, sem aldrei hefur misst sjónar á draumi hugsjónar sinnar og aldrei hvikað í oft vonlítilli bar- áttu sinni gegn myrkraöflum þjóðfélagsins. Þetta er sú hreyfing sem ég sagði áðan að byði okkur til starfs og baráttu fyrir fagurri hugsjón, betra mannlífi. Eina hreyfingin sem vínmenningarpostularnir óttast að ráði er Góðtemplarareglan, sem er skipulögð og byggð upp í trú á manninn sjálfan. Þess vegna hefur verið ráðizt á Regluna af óvægnum boðber- um þeirrar hentistefnu, sem ríkjandi er í áfengismálum. Þegar á reynir, skjótast rógberarnir í felur, þvi að þeir vita vafalaust, að skúma- skot hæfa bezt iðju þeirra. En þrátt fyrir árásir og löggjöf sem brýtur í bága við hugsjón Reglunnar, hefur hún barizt ótrauðri baráttu og líf sitt á hún að þakka göfugri hugsjón. Heyra má menn kasta fram þeirri firru að starfið hafi engan árangur borið, en rök og staðreyndir stenzt sú firra ekki. Ég vil spyrja, hvar værum við á vegi stödd í áfengismálum ef engin Góðtemplararegla hefði verið, engin hreyfing sem spornað hefði á móti og barizt á móti hvers konar áfengis- nautn? Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda, því að þá vær- um við að tala um sökkvandi skip á rúmsjó. -— Til heilla hefur starf AA-samtakanna eflzt í okkar landi og þar hefur Regian eignazt góðan banda- mann, enda er góð samvinna á Hjallabraut — Leiguhúsnæði. Til leigu nú þegar 5 — 6 herbergja íbúð við Hjallabraut í Hafnarfirði. Teppi í gólfum. Gluggatjöld fylgja. Semja ber við undirritaðan, sem gefur allar nánari upplýsingar. Hilmar Ingimundarson, hæstaréttarlögmaður, Ránargötu 9, sími 27765. Fósturheimili Gott heimili hjá eldri konu eða hjónum í Reykjavík, óskast gegn endurgjaldi fyrir rólega °g snyrtilega 46 ára konu. Uppl. veitir Sigrún Júlíusdóttir yfirfélagsráðgjafi, Kleppsspítala í síma 38160 eða 21428.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.