Morgunblaðið - 25.06.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.06.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNl 1976 Tjónvaldar á ferð við Lögreglustöðina SLYSADEILI) lögreglunnar hef- ur beðið Morgunblaðið að auglvsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum. A tímabilinu frá 16. — 18. júní var ekið á bifreiðina R—48666, sem er Austin-mini-fólksbifreið, þar sem hún stóð við husið nr. 11 við Leifsgötu. Bifreiðin er dælduð og rispuð hægra megin að aftan. Mánudaginn 21. júní var ekið á bifreiðina G—9942, sem er gul Mazda-fólksbifreið, þar sem hún stóð í sundi vestan við hús númer 27 við Laugaveg. Gerðist þetta á tímabilinu kl. 9.30 til 10.30 að morgni. Vinstri hurðir eru skemmdar. Miðvikudaginn 23. júni var ekið á bifreiðina R—45284, blá Lada- fólksbifreið, þar sem hún var á merktum stöðureit við austur- enda Lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, Rauðarárstígsmegin. Þetta gerðist á tímabilinu 16.05 til 16.20. Hægri framhurð var dæld- uð og rispuð. Loks var fimmtudaginn 24. júní ekið á bifreiðina R—75, bronz- gula Pontiac-fólksbifreið, þar sem hún stóð annaðhvort á Lindargötu við Skuggasund eða á bifreiða- stæðinu við Lögreglustöðina að norðanverðu. Gerðist þetta á tímabilinu 15.30 til 16.00. Aftur- aurbretti vinstra megin töluvert dældað. Prestastefnan hefst á þriðjudag PRESTSTEFNA íslands í ár hefst á þriðjudaginn með messu í Dómkirkjunni kl. 10.30, en fundir hennar verða að öðru leyti f Bústaðakirkju í nýju safnaðar- heimili þar. t nýútkomnu Frétta- bréfi Biskupsstofu er viðtal við biskupinn, herra Sigufbjörn Einarsson, þar sem hann greinir m.a. frá þvf, að aðalumræðuefni prestastefnunnar verði um sál- gæzlu. Flutt verða fjögur erindi um sálgæzlu og umræðuhópar munu starfa út frá þeim erindum. Þá verða einnig flutt útvarps- erindi á vcgum prestastefnunnar. I viðtalinu segir biskup einnig um hvað hann haldi að verði athyglisverðasta mál prestastefn- unnar: „Eg reikna með því að Vilcabamba fundin? Lima 24. júní. Reuter. PERUSKUR rannsóknaleiðangur staðhæfir að hann hafi fundið hina týndu Inkaborg Vilcabamba, en hún var síðasta höfuðborg þeirra. Segir leiðangurinn að borgin sé inni í þéttum frumskóg- inum fyrir austan Cuczo. Inkarnir flýðu frá borginni á 16. öld þegar Spánverjar herjuðu á þá. Einn fulltrúi í leiðangrinum segir að komið hafi verið að borg- inni þann 6. júní. Hafi hún verið hulin frumskógargróðri og sé að flatarmáli um 15 ferkílómetrar. I Reuterfrétt segir að svo virð- ist sem ekki hafi lifandi vera nálgazt borgina síðan á 16. öld. Rannsóknum þessum stjórnar sagnfræðingurinn Edmundo Guillen. Komst hann að borginni eftir að hafa kynnt sér fornar heimildir og frásagnir Spánverja um það er þeir reyndu að vinna borgina. Nýr framkvæmda- stjóri umferðarráðs FRAMKVÆMDANEFND um- ferðarráðs hefur veitt Pétri Sveinbjarnarsyni, framkvæmda- stjóra ráðsins, leyfi frá störfum í eitt ár, frá og með 1. júlí, vegna starfa sem framkyæmdastjóri Is- lenzkrar iðnkynningar. Nýr fram- kvæmdastjóri h-efur verið settur fyrir þetta tímabil og er það Árni Þór Eymundsson. k’erndum Kemdúm voLndi þetta verði allt athyglisvert, en þarna eru fjögur erindi um þetta mikilvæga mál, sálgæzlu, það er þáttur í starfi prestsins, sem ekki er mikið auglýstur og það er hins vegar ákaflega ríflegur hluti af starfi hvers prests, sem starf sitt rækir, en gerist yfirleitt I kyrr- þey. Það leita fjölmargir á fund presta I margvíslegustu erindum og vegna margvíslegustu vanda- mála, sem presturinn reynir að bæta úr eftir beztu getu. Ef svo ber undir vinnur presturinn þetta starf I samvinnu við aðra aðila, oft er nauðsynlegt að leita sam- starfs við lækni t.d. ef auðsætt er að um vanheilindi er að ræða, sem Iæknar geta bætt úr. Eins kemur það fyrír, þar sem samstarf presta og lækna er eðlilegt, að læknar vísi sjúklingum til presta." — Góðtemplara- reglan Framhald af bls. 18 Góðtemplarareglan hefir staðið af sér storma og hafrót mestu um- brotatíma sem gengið hafa yfir ís- land — frá öndverðu að flestra dómi Starf hennar verður aldrei metíð til fjár Og það er erfitt að afmarka og meta raunsönnu mati þýðingu þess fyrir þjóðfélagið og fyrir einstklinginn Leiða má llkur að þvi að reglan hafi markað djúp spor á vegferð Islenzku þjóðarinnar Og það fer ekki á rrrilli mála að hún hefir bjarg- að mannslifum Einstaklingurinn er ætið dýrmæt- ur en ekki sizt i litlu samfélagi Innt inni bera íslendingar djúpa virðingu fyrir llfinu þótt ekki fari ætíð mikið fyrir þvi á hrjúfu yfirborði hvers- dagsleikans Liðsveitir góðtemplara etja kappi við voldugan óvin sem gervallt mannkyn skelfur fyrir. Varla er nokkrum Ijósari en þeim þö.rfin fyrir betri vopn og verjur, þörfin fyrir enn harðari baráttu við bölvaldinn En það sem unnizt hefur má aldrei vanmeta Slysavarnafélögin eru viðurkennd og vinna ómetanlegt starf Góð- templarareglan helgar sig sannar- lega slysavörnum á afmörkuðu sviði að vísu, en I orðsins fyllstu merk- ingu Þvl skal hún virt vel." FRUMSKILYROI AÐ ÆSKANTAKI UPP HANSKANN Helgi Seljan alþingismaður sagði m.a. I ræðu sinni: „Og nltiu ára starfsafmæli þessar- ar hreyfingar verður ekki á verðugri hátt minnzt en með því að leitast við að fá svar við þeirri spurningu hvað unnt sé að gera i dag, hversu á ný megi sækja fram, þó ekki væri til endanlegs sigurs, heldur til þess eins að hefja okkur upp úr þeim öldudal sljóleika og kæruleysis, sem I dag ríkir hjá öllum þorra þjóðarinn- ar. Reisi bindindismenn innan regl- unnar ekki merkið með liðsstyrk annarra þeirra, er leggja vilja hönd á plóginn verða ekki aðrir til þess Og frumskilyrði þess, að árangur náist, er að æskan I landinu, hið hrausta glæsilega æskufólk, sem nú fyllir öldurhúsin I samfylgd áfengis sem hins imyndaða gleðígjafa, að sú djarfa æska megi snúast á sveif með okkur, að liðsinni hennar megi fást til athafna og átaka." — Bókun 6 . . . Framhald af bls. 2 Bretlandi og Danmörku áður en þau gengu I bandalagið, verða strax 1. júlí 1976 tollfrjáls á nýjan leik. Þannig lækkar tollur á flök- um í stofnríkjum EBE úr 15% I 3% 1. júlí 1976 og verður svo alveg felldur niður 1. júlí 1977. Hins vegar fellur strax niður 12% tollur, sem verið hefur í gildi í Bretlandi og Danmörku. Á sama hátt lækkar tollur á frystri rækju í stofnríkjum bandalagsins úr 20% í 4% og verður svo afnuminn að ári, en í fyrri aðildarríkjum EFTA, Bretlandi og Danmörku, fellur 16% tollur alveg niður strax. Slíkur tollamunur í eitt ár verð- ur samt ekki á ísfiski, sem féll ekki undir EFTA samkomulagið, heldur verður sami tollur á íáfiski I öllum bandalagslöndum, 3.7% á þorski, ýsu og ufsa í stað 12% og 15% og 2% á karfa í stað 6.4% og 8%. Með framkvæmd á bókun nr. 6 hefur fríverzlunarsamningur Is- lands og Efnahagsbandalagsins frá 22. júlí 1972 tekið að fullu gildi. Við samningsgerðina var talið, að vörusvið samningsins næði til 71% af heildarútflutn- ingi íslands, en auk þess voru þá 19% af útflutningnum, þ.á m. saltfiskur og síld, tollfrjáls i Efna- hagsbandalaginu. Verður því magnið af útflutningi Islands til ríkja Efnahagsbandalagsins toll- frjáls og óhindrað af innflutn- ingshöftum framvegis. Vegna tímabundinna ákvæða bandalagsins eru ákveðnar teg- undir sjávarafurða tollfrjálsar eða á lækkuðum tollum, venju- lega til eins árs í senn. Eru þessar undanþágur veittar vegna þarfa fiskiðnaðar innan bandalagsins. Þar má sérstaklega nefna frystan lax og ísvarða grálúðu eða frysta. Þessar fisktegundir eru tollfrjáls- ar. Þá er saltaður ufsi, heill, haus- aður eða skorinn i stykki með 7% tolli, sömuleiðis söltuð ufsaflök, og síld, krydduð og söltuð í tunn- um fyrir fiskiðnað, ber 8% toll. — Iþróttir Framhald af bls; 35 sinni voru þeir Óskar Tómasson og Eiríkur Þorsteinsspn í Víkings- liðinu, en af Þrótturum þeir Bald- ur Hannesson og Jóhann Hreið- arsson, Dómari var Sævar Sig- urðsson og var hann seinn að átta sig er línuverðirnir veifuðu auk þess sem sá brotlegi hagnaðist oft á dómum hans. — Þriðjungur hefur fallið . . Framhald af bls. 36 janúar hefðu hins vegar verið haldið próf í bókfærslu þar sem 71 gekkst undir próf og 32 ekki staðizt eða 45%. 1 almennu rekstr- arhagfræðinni hefðu 63 gengizt undir próf I maí 1975 og 20 fallið eða 32% en I almennu rekstrar- hagfræðinni hefðu nú i mai 67 gengizt undir próf og 18 mistekizt að ná tilskildu lágmarki eða 27%. Árni sagði síðan, að ef bókfærslu- prófin og rekstrarhagfræðin væru tekin saman í eina heild fyrir bæði árin kæmi í ljós að fallprósentan væri nákvæmlega hin sama eða 36% I hvorri grein. Árni kvaðst hafa tilgreint þess- ar greinar sérstaklega, þvi að í þeim báðum væru gerðar strang- ari kröfur á fyrsta ári viðskipta- fræði en i öðrum, þar eð til að standast þyrftu nemendur að hljóta 6V4 stig af 10 en I öðrum greinum væri lágmarkið 4 stig. Einnig sgaði Árni að mætti nefna til þriðju greinina í fyrri- hluta námsins, þar sem sett væri hátt lágmark en það væri almenn þjóðhagsfræði, sem venjulega væri tekin til prófs á öðru ári. Árið 1975 hefðu 36 gengizt undir prófið og 9 fallið eða 25% en í ár hefði 51 tekið prófið og 13 mistek- izt eða einnig 25%. — Vígvöllur Framhald af bls. 1 in vildi að sögustaðurinn yrði varðveittur i þágu brezkra þjóðar- hagsmuna og til minningar um varanleg tengsl Bandaríkjanna og Bretlands á tvö hundruð ára af- mæli Bandaríkjanna. Seinna sagði brezka stjórnin að hún ætlaði aðeins að halda víg- vellinum sjálfum og klaustrinu sem Vilhjálmur bastarður reisti eftir sigur Normanna við Hast- ings, siðustu orrustunni þar sem enskir hermenn biðu ósigur fyrir erlendu innrásarliði á enskri grund. Borgarar í Hastings reyndu að koma í veg fyrir uppboðið þar sem þeir óttuðust að staðurinn yrði gerður að skemmtigarði eins og ýmsir aðrir merkir sögustaðir en allt kom fyrir ekki. Uppboðið var haldið i Mayfair- leikhúsinu i London. 450.000 pund höfðu verið boðin þegar tveir dularfullir skeggjaðir menn hækkuðu boðið. Viðstaddir klöpp- uðu þegar tilkynnt var að silfur- skeggjaður maður, sem eignin var slegin, væri fulltrúi brezku stjórnarinnar. — ítalskir Framhald af bls. 1 vinnu við sósialista. Yfirlýsing de Martinos i dag var svar við áskorun formanns Kristi- lega demókrataflokksins, Amin- tore Fanfani, þess efnis að sósíal- istar og litlir miðflokkar mynd- uðu stjórn með kristilegum demó- krötum til að bjarga ítalíu úr sjálfheldunni eftir kosningarnar. — Rhódesíu- menn Framhald af bls. 1 er að þeir ræddu um var sá mögu- leiki að flytja hvita Rhódesíu- menn til Vestur-Efrópu og Suður- Afríku ef meirihlutastjórn blökkumanna verður mynduð. Hann sagði að viðræður sem þessar væru nauðsynlegar til að leiðrétta misskilning og til þess að hvor aðili gæti kynnst sjónarmið- um hins. Hann sagði að viðræð- urnar hefðu verið „mjög árang- ursríkar", en vildi ekki fara út í einstök atriði. „Ég komst að raun um að hann var reiðubúinn að hlusta á mig á sama hátt og ég var reiðubúinn að hlusta á hann“, sagði Vorster. „Hvaó sem gerist hlýtur gott eitt að leiða af slíkum viðræðum," bætti hann við. Kissinger kvaðst hafa kynnzt betur hugmyndum Vorsters og ráðherra hans um Suður-Afriku og Suðvestur-Afrfku (Namibiu) á fundum þeirra. Hann kvaðst hafa tekið eftir þvi að „skilning á nauðsyn lausnar" væri að finna hjá Suður-Afrikumönnum og sagði að hafin væri þróun í átt til myndunar meirihlutastjórn. Jafnframt tilkynnti Kissinger að hann mundi senda aðstoðarráð- herra sinn til blökkumannarikja Afríku til að skýra frá viðræðun- um við Vorster og sagði að þegar leiðtogar þeirra hefðu látið í ljós skoðanir sínar mætti athuga hvaða ráðstafanir skyldi gera næst. Bandarískir embættismenn segja aðeins að Bandaríkjamenn og Suður-Afríkumenn . muni standa í nánu sambandi en Vorster sagði blaðamönnum að annaðhvort yrði þetta samband beint eða milli sendiherra land- anna. Seinna fór Vorster til Bonn til viðræðna við Helmut Schmidt kanzlara en dr. Kissinger fór til London. Kissinger sagði að hann vonaði að Bretar tækju virkan þátt i þvf að finna lausn á Rhódesíumálinu. Hann kvaðst gera ráð fyrir að á fundi vestrænna ríkja um efna- hagsmál á Puerto Rico um helg- ina gæfist tækifæri til að ræða afstöðunatil suðurhluta Afríku. I Suður-Afríku lagði lögregla hald á flugmiða í námabænum Witbank 120 km austur af Jóhannesarborg. Þar voru námu- menn hvattir til verkfalla gegn hækkun húsaleigu og lögregla fór á vettvang til að bæla niður hugsanlegar óeirðir. M. Botha Bantumálaráðherra sagði á þingi að deiluna um tungumálakennsluna í Soweto yrði að leysa fyrir byrjun næsta skólaárs en fór ekki út í einstök atriði. Beiðni skólastjóra þar um sameiginlega útför þeirra sem féllu í óeirðunum var hafnað á þeirri forsendu að það gæti leitt til óeirða. — Mars Framhald af bls. 1 þessar séu þær beztu og skýr- ustu sem nokkurn tima hafa verið teknar af reikisstjörn- unni. Þær sýna hátt fjall rísa upp af miðju gfgs, með vfðáttu- miklum, eyðilegum breiðum f kring sem virðast lagskiptar og eru taldar vera storknað hraun. Á myndunum eru einnig gfgar, margir kflómetrar f þvermál og — að þvf er talið er — upp- þornaður árfarvegur. Yfirborð reikisstjörnunnar virðist alsett litlum holum sem klettar er þeytzt hafa upp í sprengingum f gfgunum eða loftsteinar virð- ast hafa valdið. Ánægja vfsindamannanna var þó nokkuð blandin vegna þess að þetta ójafna yfirborð kann að reynast hættulegt er að lendingu Vfkings kemur. Myndirnar eru teknar úr um 1000 mílna hæð, eða úr nánast sömu hæð og myndirnar sem Mariner 9. tók á árunum 1971—72. Vísindamenn segja hins vegar að þessar myndir séu tvöfalt skýrari, einkum vegna betri myndavéla og minna ryks i lofthjúpnum yfir Mars. Ef það er rétt að á myndun- um sjáist uppþornaður árfar- vegur skammt frá lendingar- stað Vikings er þar líklegur staður til að leita að merkjum um líf á reikistjörnunni. Hins vegar hefur þetta vatn runnið á Mars fyrir ævalöngu, því loftið þar er nú of þunnt til þess að vökvi geti verið á yfirborðinu. Vísindamenn telja að mikil veðurfarsbreyting hafi skyndi- lega orðið á reikistjörnunni. Víkingur mun taka mun fleiri myndir áður en ákveðið verður 1. júlí hvort lendingar- staður verður óbreyttur eða hvort hann verður færður til. — Azevedo Framhald af bls. 1 væru 50:50. I kvöld var ekki sagt að hann væri úr lífshættu. Innanrfkisráðherrann, Vasco Almeida e Costa sjóliðsforingi, hefur tekið við starfi forsætisráð- herra til bráðabirgða. Antonio Ramlaho Eanes hers- höfðingi hefur verið talinn sigur- stranglegastur í kosningunum þar sem hann nýtur stuðnings sósíal- ista, alþýðudemókrata og mið- demókrata og sigurlíkur hans hafa enn aukizt við veikindi Azevedos. Kosningabáráttunni er haldið áfram, en er miklu rólegri en áður. Gert er ráð fyrir að kjósendur sem hafa verið tortryggnir í garð Eanes vegna fyrri ferils hans fylki sér um hann en kjósi ekki kommúnistann Octavio Pato eða frambjóðanda róttækra vinstri- manna, Otelo Carvalho major. Andstæðingar Eanes hafa vonað að hann fái ekki hreinan meirihluta þannig að kjósa verði aftur, en nú er talið vafasamt að þeim verði að ósk sinni. „Fylgi Eanes mun aukast þar sem Azevedo aðmíráll var sá fram- bjóðandinn sem gagnrýndi hann mest,“ sagði Carvalho í dag. Sá möguleiki er fyrir hendi að Azevedo dragi framboð sitt til baka, hann hefur frest til mið- nættis í dag til að undirrita skjal þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.