Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1976 21 Ulf Andersson í millisvœðamót Frá því var slýrt í skákþætti hér í blaðinu fyrir nokkru, að á svæðamótinu í Pula í Júgósavíu í haust urðu þeir Ulf Anderson og Búlgarinn N. Padevskv jafn- ir í öðru til þriðja sæti. Þeir tefldu einvígi um sætið í milli- svæðamótinu og lauk því með sigri Anderson 2.5 gegn 1.5. Með þvi er tryggt, að Norður- lönd eigi fulltrúa á millisvæða- móti, og Sviar eiga þar fulltrúa aftur eftir 21 ár. Enginn Svíi hefur komist í millisvæðamót síðan Gideon Sthálberg tefldi í Gautaborg árið 1955. Við birt- um nú 3. einvígisskák þeirra Andersson og Padevsky og er stuðzt við skýringar Andersson í Tidskrift för Schack. Hvítt: U. Andersson Svart: N. Padevskv Enskur leikur 1. Rf3 — g6, 2. g3 — Bg7, 3. Bg2 — e5, 4. d3 — d6, 5. 0 - 0 — Rfg, 6. c4 — 0-0, 7. Rc3 — Rc6, 8. Hbl — a5, 9. a3 — Bf5, 10. b4 — axb4, 11. axb4 — Dd7, 12. b5 — Rd4, 13. Be3 (Eftir 13. Rxd4 — exd4, 14. Rd5 — Rxd5, 15. cxd5 — Ha2 hefur svarturgott mótspil). 13.-c5. (Skemmtilegur möguleiki var 13. — Rxf3, 14. Bxf3 — c6). 14. Bg5 (Svartur hagnaðist á uppskipt- unum bxc6 o.sv.frv. Hugmynd- in að baki textaleiknum er að koma riddaranum til d5). 14. — Ha3, 15. IIcl (Auðvitað hvorki 15. Dcl né 15. Dd2 vegna Hxc3). 15. — Be6, 16. Bxf6 — Bxf6, 17. e3 — Rf5, 18. Rd2 — Bg7, 19. Rdbl (19. Df3 — Hb8, 20. Rde4 kom einnig til greina). 19. — IIa5, 20. Rd5 — Re7, 21. Skák eftir JÓN Þ. Þór Rbc3 — Rxd5, 22. Rxd5 — Kh8, 23. Dd2 — Ha7, 24. Hal — Hxal, 25. Hxal — e4. (Svartur hyggst loka skálin- unni, auk þess sem hann hótar að skapa sér hættulegt frípeð með 26. — Bxd5, 27. cxd5 — exd3). 26. Rc3 — exd3, 27. Dxd3 — Bf5, 28. Dd2 — De6, 29. Ha4 — De5, 30. Rd5 — h5, 31. h4 — Be4, 32. De2 — Hb8, 33. Bf3 — Df5, 34. Kg2 — Bd3, 35. Del (Ekki 35. e4? vegna Dx5! og svartur hefur að minnsta kosti jafnt tafl). 35. — He8, 36. Rf4 — Be4, 37. De2 — Be5, 38. Rd5 — Dg4, 39. Ha2 — Kg7, 40. Rb6 — He6. 41. Bxe4 (biðleikurinn) —Dxe4+, 42. Df3 — d5, (Betra var 42 — Dbl. Nú vinn- ur skákin sig sjálf fyrir hvit- an). 43. Dxe4 — dxe4, 44. Rd5 — Bb8, 45. Kfl — He8, 46. Rc3 — f5, 47. Hd2 — Kf7, 48. Ra4 — He5, 49. Ke2 — Ke8, 50. Rc3 — IIe6, 51. Ha2 — IId6, 52. Rd5 — Ild8, 53. Kd2 — Kf7, 54. Kc2 — He8, 55. Kb3 — g5. 56. b6 — gxh4, 57. gxh4 — Be5, 58. IIa7 — Hb8, 59. Ha4 — Bh2, 60. Kb5 — Bd6, 61. Rf4 — Be7, 62. Rxh5 — Bxh4, 63. Ha2 — IId8. 64. Rf4 — Hdl, 65. Rd5 — Ilfl, 66. ÍIa7 — Bxf2, 67. Hxb7 — Kg6. 68. Ha7 — Hbl 69. Kc6 og svartur gaf. Bústaðakirkju berst rausnarleg gjöf 8. júní s.l. andaðist Elíseus Jónsson. Var hann fæddur að Ósi i Arnarfirði 1. júlí 1902, sonur Jóns Dagbjarts Guðmundssonar útvegsbónda Ósi og i Hokinsdal og konu hans Bjarnfriðar Benja- mínsdóttur frá Litla-Múla í Saur- bæ, en Benjamín, faðir Bjarnfríð- ar, var sonur Hjálmars skálds Jónssonar í Bólu. Jón/ faðir Elíseusar andaðist árið 1907, en móðir hans dó árið 1950. Ölst Elíseus upp hjá hjónunum Elíasi Elíseussyni og Hallfriði Jóns- dóttur i Skógum í Arnarfirði eftir lát föður síns, og lifir Hallfríður enn háöldruð. Elíseus fluttist hingað suður í atvinnuleit þegar um tvítugt og gekk að ýmsum störfum, en í 23 ár starfaði hann hjá hf. Shell á Islandi. Konu sína, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, missti hann 16. júlí 1971. Attu þau saman eina dóttur, en auk þess gekk hann fjórum dætrum konu sinnar frá fyrra hjónabandi hennar i föður- stað. Nú hefur Sigrún, dóttir Elíseusar og Ingibjargar fært Bústaðakirkju í Reykjavík stór- gjöf til minningar um föður sinn, en hann unni þeirri kirkju mjög. Hafði hann, meðan hann var búsettur í Hólmgarðinum í rúm — Vænlegri afkoma Framhald af bls. 13 leyti yrði ekki fjallað um einstak- ar framkvæmdir. Fjárlög og láns- fjáráætlun fyrir árið 1977 gætu verið upphaf þessa verks. Könn- un á útgjaldaáformum hins opin- bera virðist sérlega mikilvæg vegna þeirrar miklu athygli, sem óefað mun beinast að skiptingu þjóðarútgjalda milli hins opin- bera og einkaaðila á næstu árum og þar með stefnunni í skattamál- um. 20 ár tekið þátt i áætlunum safn- aðarins um að reisa hús Guði til dýrðar og lét hann ekki þar við sitja að fagna vigslu kirkjunnar, heldur sótti hann þangað helgar tíðir, meðan heilsan leyfði. Var hann líka jarðsunginn frá þeirri kirkju 16. júní s.l. Fyrir hönd safnaðarins leyfi ég mér að færa þeim hjónum Sigrúnu Elíseusdóttur og Herði Jónassyni innilegar þakkir fyrir höfðingsskap þeirra og efa ég það ekki, að þar hafa þau framkvæmt verk, sem hefur verið hinum látna að skapi, svo vildi hann veg þessarar kirkju sem mestan og þráði, að hún mætti á allan hátt vera veglegur rammi safnaðar- og félagslifs i hverfinu. Blessuð sé minning góðs drengs. Ólafur Skúlason — Lýst yfir . . . Framhald af bls. 17 Grænlandi, makríll, kclmúli og sild úti fyrir Nova Scotia, Nýju- Brunswick og Nýja Englandi. Kanada og Bandarikin setja það skilyrði fyrir áframhaldandi starfi innan ICNAF að ríkin við- urkenni væntanlega 200 mílna út- færslu þeirra á næsta ári. — Carter F’ramhald af bls. 17 að aðkallandi væri að taka upp nánari samvinnu við lönd V- Evrópu, Japan, ísrael, Ástra- líu. Kanada og Nýja-Sjáland. Hann sagði að þyngstu áhyggjur sinar væru ekki vegna þess augljósa harmleiks sem Víetnam hefði verið, held- ur vegna almenns siðgæðis- skorts, sem hefði's'ett sitt mark á stefnu Bandaríkjanna gagn- vart umheiminum. — Réttur USA Framhald af bls. 17 nam draga ekki dulur á, að þar sé við mikla erfiðleika að stríða síð- an styrjöldinni lauk fyrir 14 mán- uðum. Þeir segja, að efnahags- ástandið i S-Víetnam sé í rúst. og enda þótt verksmiðjur séu nú óð- um að taka til starfa að nýju sé verulegur skortur á hráefnum. Sú staðreynd kann að vera til marks um þessa erfiðleika, að N- Víetnamar segja Bandaríkin hafa gefið loforð um 3.250 milljón dala efnahagsaðstoð árið 1973, en Bandarikjastjórn neitar þvi hins vegar að hafa gefið nokkurt lof- orð um ákveðna upphæð. Áður en þingfundurinn hófst i dag komu þingmenn saman við grafhýsi Ho Chi Minhs og vottuðu hinum látna foringja virðingu sína. Engin hætta er á því, að þingmenn gleymi hinum látna foringja. þvi að mikið likneski af honum gnæfir yfir þeim í salnum. þar sem þingfundurinn var hald- inn í dag. — I tilefni af . . Framhald af bls. 24 okkur hafa áhuga á umbótum í þessum efnum. ættum ekki að hnýta i einn eða neinn, sem að þessum umbótum vinnur. þó starfsaðferðir séu eitthvað frá- brugðnar. Það hentar ekki öllum það sama í þessum efn- um frekar en mörgum öðrum. Einn getur aðhyllst Góð- templararegluna, annar AA- samtökin. þriðji sértrúarsam- tök, fjórði beina la'knisaðgerð o.s.frv. — Hver um sig getur haft meira eða minna gagn af sinni aðferð. En öruggasta slysavörnin í þessum efnuni er að drekka aldrei fvrsta sopann. 19. júní 1976 Guðgeir Jónsson ■■Kdí) w » ibm NYKOMIÐ Dömudeild Hvítar gallabuxur Kápur Kúrekastígvél Herradeild Mittisjakkar Bolir Kúrekastígvél OPIÐ TIL KL. 22 I KVOLD LOKAÐ LAUGARDAG BANKASTRÆTI 9 — SÍMI 1-18-1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.