Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 36
Viðskiptafræðideildin:
/?, hefur fallið
á 1. án
FALLPRÓSENTAN í bókfærslu
og almennri rektrarhagfræði á
f.vrsta ári í viðskiptafræði hefur
verið nákvæmlega hin sama sfð-
ustu tvö árin og hefur liðlega
þriðjungur stúdenta fallið í þess-
um tveimur greinum þessi tvö ár,
að sögn Arna Vilh jálmssonar,
deildarforseta viðskiptafræði-
deildar Háskólans.
Árni tjáði Morgunblaðinu, að
hann hefði borið saman árangur
sl. 2 ár
nemenda i þremur greinum á
fyrsta hluta námsins. t fyrsta lagi
hefði það verið útkoman í tveim-
ur prófum sem venja væri að
fyrsta árs nemendur gengjust
undir — þ.e. í bókfærslu og al-
mennri rekstrarhagfræði. í
janúar 1975 hefðu 63 gengizt und-
ir próf í bókfærslu en 25 ekki
staðizt það, þannig að fallprósent-
an hefði verið um 40%. I vetur í
Framhald á bls. 20
Arfleiddi þjóðkirkjuna að
r
Arbæjarhjáleigu í Holtum
„ÞJÓÐKIRKJUNNI hefur verið
tilkvnnt það með bréfi til biskups
að Guðni heitinn Ólafsson apótek-
ari í Ingólfsapóteki hafi arfleitt
þjóðkirkjuna að jörðinni Árbæj-
arhjáleigu i Holtum skuldlausa
með húsum og mannvirkjum,"
sagði Egill Sigurgeirsson hrl. f
viðtali við Morgunblaðið í gær, en
Egill er skiptaráðandi f dánarbúi
Guðna.
Egill kvað jörðina því koma til
umsjónar og ráðstöfunar fyrir
biskup, en 60 hektarar ræktaðs
lands eru á jörðinni, nýstandsett
7 herbergja hús auk eldhúss og
kjallara og peningshús eru ný-
reist, en Guðni heitinn rak þar
sauðfjárbúskap og var með
60—80 hross.
Egill kvað Guðna hafa rætt
þessi mál við biskup og hafði
Guðni óskað eftir því að jörðin
yrði notuð sem sumardvalarheim-
ili á vegum þjóðkirkjunnar fyrir
unglinga, prestsekkjur, gamla
presta eða annað starf á vegum
kirkjunnar. Einnig kom til orða
að þjóðkirkjan gæti rekið jörðina
í sambandi við Skálholt.
Fákamyndin
vítt um Evrópu
„B*ði sendi- og
hlustunartæki”
— segir deildarstjóri jarðyísindastofu
Raunvísindastofnunar Háskólans
Ljósmvnd Mbl. RAX.
SÖGULEG þingsetning var f Alþingishúsinu f gær, en þar var sett
90. þing Stórstúku tslands og var skipað f hvert sæti þingmanna f
sal Alþingis og ráðherrar rfkisstjórnarinnar, biskup, borgarstjóri
og konur þeirra voru við þingsetninguna, en Stórstúka Islands
var stofnuð f Alþingishúsinu 24. júnf 1886 og voru ir.argir af
framámönnum hennar þá úr hópi þingmanna. Sjá frétt á bls. 18.
SJÓNVARPSKVIKMVNDIN
Fákar vakti mikla athygli á
Stokkhólmskvikmyndahátfðinni,
sem fram fór um sfðustu helgi.
Var mvndin seld til margra landa
Evrópu og fleiri myndir frá ís-
lenzka sjónvarpinu vöktu einnig
mikla athygli. Má þar nefna leik-
ritin Sigur og Keramik eftir Þor-
varð Helgason og Jökul Jakobs-
son. Lúðvfk Albertsson skrif-
stofustjóri Sjónvarpsins var á
þessari hátíð sem fulltrúi Islands,
en Norðurlöndin tóku sig saman
um þessa sýningar- og kynningar-
hátíð og buðu til hennar sjón-
varpsmönnum vfðs vegar að úr
heiminum.
Að sögn Emils Björnssonar
frétta- og dagskrárstjóra var
myndín Fákar seld til allra Norð-
urlandanna og auk þess til
margra landa Vestur-Evrópu,
m.a. til Belgíu, Hollands, Vestur-
Þýzkalands, Sviss og einnig til
Austur-Þýzkalands og Pbllands.
Gæzluvarðhald
framlengt
GÆZLUVARÐHALD mannsins
sem rannsóknarlögreglan í Kefla-
vík hefur til yfirheyrzlu vegna
fíkniefnamáls, hefur nú verið
framlengt um 15 daga en maður-
inn var upphaflega úrskurðaður í
10 daga gæzluvarðhald. Að sögn
Hauks Guðmundssonar, rann-
sóknarlögreglumanns hefur þetta
mál reynzt umfangsmeira en í
fyrstu virtist.
Sjónvarpsleikritin Sigur eftir
Þorvarð Helgason og Keramik eft-
ir Jökul Jakobsson vöru einnig
seld til allra Norðurlandanna og
til ítaliu og Hollands, en leikstjóri
þeirra beggja var Hrafn Gunn-
laugsson.
Rússnesku duflin:
RUSSNESKA hlustunarduf lið,
sem fannst við Krfsuvfkurbjarg,
er það sjöunda sem finnst við
landið á tveimur árum. S.l. ár
fundust 5 slfk dufl og eitt 1974.
Morgunblaðið leitaði upplýsinga
um þessi dufl hjá Raunvfsinda-
stofnun Háskólans og Landhelgis-
gæzlunni, en báðar stofnanir hafa
rannsakað þessi tæki.
„Við höfum skoðað eitt af þess-
um duflum af sömu tegund og
þau eru flest," sagði Sveinbjörn
Björnsson deildarstjóri jarðvís-
indastofu Raunvisindastofnunar-
innar. „Við eigum nú þetta dufl,“
hélt hann áfram," en hér er um að
ræða tæki, eða dufl, til þess bæði
að senda hljóðmerki og taka á
móti þeim. Á duflunum eru alls
!32 hljóðnemar f 4 röðum, en við
eigum eftir að mæla út hvort rað-
irnar eru samsíða tengdar eða
eitthvað sérstaklega innbyrðis.
Þessi dufl eru til þess að hlusta á
hijóð af ákveðinni tíðni og geta
sent frá sér hljóð á sömu tíðni og
þannig er til dæmis eftir því sem
við teljum mögulegt, unnt að
trufla önnur hlustunarkerfi sem
ef til vill eru að hlusta eftir ferð-
um kafbáta eða annarra skipa, en
allt virðist þetta miðast við hljóð-
bylgjur sem berast í hafinu. Þessi
rússnesku dufl hafa fundizt á
Ströndum og á svæðinu frá
Stokksnesi og að Krísuvíkur-
bjargi, en við teljum mögulegt að
þau hafi verið tjóðruð á um 400 m
dýpi í sjó, lóðrétt við botn.“
Berent Sveinsson hjá Landhelg-
isgæzlunni kvað þá hafa kannað
þessi rússnesku dufl og fylgzt
með þvi hvar þau hafa fundizt og
í dag kvað hann þá ætla að kanna
nýjasta duflið, en það er í
geymslu hjá lögreglunni i Kefla-
vík. Berent kvað Landsímann
einnig hafa kannað gerð þessara
tækja.
„Keppzt við
endann á
pjooveginum
„Við erum að keppast við að ljúka
við endann á þjóðveginum hér,“
sagði Páll Zóphóníasson bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum i samtali
við Mbl. í gær þegar við inntum
frétta af ferjubrúnum fyrir nýja
Eyjaskipið, Herjólf. „Þetta tefst
þó aðeins hjá okkur vegna þess að
pöntunin á stáli í brúna lenti á
flakki milli Pontíusar og Pílatus-
ar hjá Innkaupastofnuninni og
það munar því að brúin verður
ekki tilbúin hér fyrr en líklega
um 10. júlf eða nokkrum dögum
eftir að Herjólfur kemur. Að öðru
leyti er allt tilbúið í brúna, en í
Þorlákshöfn verða þeir því miður
ekki tilbúnir fyrr en um mánaða-
mótin júlí-ágúst.“
Röðull tíl sölu
VEITINGAHUSIÐ Röðull hefur
nú verið auglýst til sölu og er um
að ræða annaðhvort sölu á starf-
seminni eingöngu með leigurétti
að húsnæðinu, eða sölu á húsnæð-
inu sjálfu ásamt starfseminni.
Hafsteinn Baldvinsson hrl., sem
er umbjóðandi seljenda, kvað
fyrri kostinum fylgja leigusamn-
ingur fyrir skemmtistaðinn til 10
ára og væri gert ráð fyrir að fyrir
hann yrðu greiddar 20 millj. kr.
Söluverð hússins yrði hins vegar
líklega 50—55 millj. kr., en hér er
um 800 fm húsnæði að ræða.
Herjólfur
gamli til
sölu
„FRAMUNDAN er að selja
Herjólf," sagði Guðjón Teits-
son forstjdri Skipaútgerðar
rfkisins þegar við inntum eftir
þvf hvað yrði um gamla Herj-
ólf þegar nýja Eyjaskipið, sem
einnig heitir Herjólfur, kemur
til landsins um mánaðamótin.
„Við höfum sett Herjólf á
söluskrá hjá Ottó Daníelssen í
Kaupmannahöfn," sagði Guð-
jón, „og við settum um 100
millj. ísl. kr. á skipið, en litil
hreyfing hefur verið á málinu
sfðan skipið fór á söluskrá fyr-
ir liðlega mánuði.
Við höfum engin not fyrir
Herjólf hér eftir að hann hætt-
ir í Eyjaferðunum, Skipið er
ekki hentugt fyrir margar
hafnir þar sem það hefur að-
eins eina lest, djúpa, og ekkert
millidekk. Þá er farþegarými
ekki heldur til skipta á margar
hafnir þar sem aðeins eru 20
kojur í klefum.“
Guðjón kvað tekjur Herjólfs
s.l. ár hafa verið 32 millj. kr. og
þar af hefðu 18.7 millj. komið
inn fyrir stykkjavöru, 1.2
millj. kr. fyrir bíla og fargjöld
fyrir 13.262 farþega á árinu
hefðu gefið 10.8 millj. kr.
Guðjón kvaðst telja hyggi-
legast eins og málin stæðu að
stefna að því að fá þriðja skip-
ið að líkri gerð og Hekla og
Esja, bæði til öryggis ef eitt-
hvað færi úrskeiðis með hin
skipin og til þess að gegna
þjónustu þegar álag væri mik-
ið þannig að unnt væri að
tryggja örugglega reglulegar
ferðir á milli hafna lands-
byggðarinnar. Til dæmis kvað
Guðjón aðeins annað skipið í
strandferðum nú, því Esja
væri í Rotterdam í viðhaldi.