Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULÍ 1976 111 milljón króna tap á BÚR 1975 TAP á rckstri Bæjarútgerðar Rcykjavíkur varð rúmlega 111.6 milljónir króna á árinu 1975, en var rúmar 98 milljónir árið áður að þvf er segir í ársskýrslu út- gerðarinnar. Afskriftir á árinu 1975 námu tæpri 61 milljón króna. Bæjarútgcrðin á nú einn síðu- togara, b.v. Þormóð goða, og þrjá Vínveitingar í Þórscafé? Veitingastaðurinn Þórscafé í Reykjavik hefur verið Iokaður frá 1. juni og er nú unnið að breyting- um og endurbótum á húsnæðinu. Að sögn Björgvins Arnasonar framkvæmdastjóra staðarins hefur verið sótt um vínveitinga- leyfi fyrir staðinn og er ráðgert að opna að nýju í september. Sagði Björgvin að talsverðar breytingar yrðu gerðar á húsnæðinu, m.a. yrði dyrum hússins breytt þannig að framvegis yrði gengið inn í húsið frá Brautarholti. Er ráðgert að bjóða upp á gömlu dansana um helgar í framtíðinni ásamt innlendum og erlendum skemmti- atriðum. skuttogara, Bjarna Benediktsson, Snorra Sturluson og Ingólf Arnarson. Að jafnaði starfa 400—500 manns hjá Bæjarútgerð- inni, en alls unnu 1382 menn hjá fyrirtækinu árið 1975 í lengri eða skemmri tíma. Beinar launa- greiðslur til verkafólks, sjómanna og annarra starfsmanna B.U.R. voru á árinu 352.317.854 krónur og cru þá ekki lalin greidd vinnu- laun við uppskipun úrtogurunum og fyrir aðra þjónustu fyrirtækja í Rcykjavík. Togarar B.U.R. fóru samtals 67 vciðifcrðir á rckstrarárinu 1975, landað var 64 sinnum i Reykjavík, en 3 sinnum crlcndis. Heildarafli togaranna var árið 1975 12.303 tonn að vcrðmæti kr. 372.761.063 krónur. Undanfarna daga hafa dvalist f Reykjavík f boði borgarstjórnar Reykjavfkur nokkrir bæjarstjórnarfull- trúar frá Þórshöfn f Færeyjum. Hafa þeir kynnt sér starfsemi Reykjavfkurborgar, farið f skoðunarferðir' um hverfi borgarinnar og skoðað borgarstofnanir. Heimsókninni lýkur f dag. Myndin er tekin f samsæti sem borgarstjórn Reykjavfkur hélt Færeyingunum á Kjarvalsstöðum. Aukin harka verkfræðinga í launadeilu við borgina VERKFRÆÐINGAR f þjónustu Reykjavfkurborgar héldu í gær áfram verkfallsvörzlu á skrifstofu byggingarfulltrúa borgarinnar og Hjólhýsaeigendur: Gjaldið ekki óeðlilegt ef þjónusta eykst á mótí1 „Við teljum ekki óeðlilegt að hciztu sumardvalarstaðirnir taki gjald fyrir þá aðstöðu sem þeir veita, enda verði þessir f jármunir sem inn koma notaðir til að bæta aðstöðuna á svæðunum," sagði Einar Mathiescn, formaður H.jól- húsaklúbbs íslands þegar hann var spurður álits ágjaldi pví sem Félag eijícda sumardvalarsvæða hefur nú sett upp fyrir tjald- og hjólhúsaaðstöðu á ýmsum vinsæl- ustu ferðamannastöðum landsins. 'i Einar sagði ennfremur, að ein- hvers konar gjald hefði ætíð verið í gildi á þeim stöðum sem einhver þjónusta hefði verið fyrir hendi, og nú í sumar hefðu Þingvellir bætzt í þennan hóp. Einar sagði, að auðvitað bæri að stilla þessu gjaldi í hóf og gæta þess að þaó rynni til að bæta aðstöðuna á svæðunum. „Við höfum líka veitt. þvi eftirtekt, að þjónustan hefur verið bætt, t.d. á Þingvöllum, Húsafelli og Laugarvatni, svo að við tökum aðeins þrjá staði sem dæmi. Og það er ekkert óeðlilegt heldur að forráðamenn þessara svæða stofni með sér samtök til að vinna saman að framgangi ýmissa mála í sambandi við þetta. Þeir vilja líka hafa góða samvinnu við okkur, og buðu okkur t.d. á stofn- fund sinn, þar sem við lýstum þvi yfir að við vonuðumst eftir því að fá sem bezt samstarf við þá í því skyni að vinna að meiri uppbygg- ingu þessara staða," sagði Einar ennfremur. Einar benti ennfrem- ur á, að gjöld af þessu tagi væru hvarvetna tekin á samsvarandi svæðum erlendis og þætti sjálf- sagt mál þar. Nokkuð mun bera á því að hjól- húsaeigendur leggi húsum sínum -------------»_?_»------------- Skipan Blake staðfest Washifií^ton :í0. júni. Kinka.skc.vli lil Ml)l. fiá Al'. BANDARÍSKA öldungadeildin staðfesti í dag útnefningu Jamcs í. Blake sem sendiherra Bandarikjanna á Islandi. Blake er 54 ára og hefur að undanförnu verið aðstoðarráðherra um mál- efni Afríkulanda. til langs tíma, t.d. á Þingvöllum, og komi þangað til dvalar um helgi hverja. Samkvæmt þeim af- slætti sem Hjólhúsaklúbbfélögum er veittur þurfa þessir hjólhúsa- eigendur að greiða um 4500 krónur á mánuði fyrir aðstöðuna. Til samanburðar fékk Mbl. upp- lýsingar hjá Herði Bjarnasyni, formanni Þingvallanefndar, um það hver leiga af sumarbústaða- lóðum á Þingvallasvæðinu væri á ári. Að því er Hörður sagði, er lóðaleigan fyrir sumarbústaði í nýjasta svæðinu — í Kárastaða- landi — um 5 þúsund krónur en á eldri svæðunum töluvert lægri enda samningarnir um þær lóðir frá eldri tíma en bindandi engu að siður. Hins vegar sagði Hörður að öll þessi mál væru nú til endur- skoðunar hjá nefndinni og mætti búast við þvi að lóðarleigan hækk- aði verulega eftir þetta sumar. hindruðu þar afgreiðslu teikn- inga sem embættið annast. Tveir af þrjátfu verkfræðingum sem starfa hjá borginni eru nú f verk- falli og vinna þeir báðir hjá bygg- ingarfulltrúa. Birgir Isl. Gunn- arsson borgarstjóri sagði í gær- kvóldi við Mbl. að það væri sfn i skoðun að verkfræðingar hefðu | gengiö of langt f aðgerðum sínum og hindrað að embættismenn ¦ borgarinnar gætu gegnt þeim störfum sem þeir hefðu rétt og skyldu til að gegna. Sagði borgar- stjóri að haldinn yrði fundur stjórnenda borgarinnar fyrir há- degi í dag og þar ákveðið hvernig aðgerðum verkfræðinganna skyldi svarað. Reykjavíkurborg hefur nú ákveðið að auglýsa að teikningum og öðrum gögnum sem koma þurfi til skrifstofu byggingarfulltrúa megi koma i ákveðið pósthólf á bréfapóststofunni í Reykjavik. ' Magnús Óskarsson vinnumála- stjóri'Reykjavíkurborgar sagði i gær, að greinilegt væri að verk- fræðingar hygðust láta tvo menn stöðva allar byggingaframkvæmd- ir i borginni og ná með því móti fram krófum sínum án þess að félagar þeirra í Stéttarfélagi verkfræðinga, sem störfuðu hjá borginni, þyrftu að leggja niður vinnu. Magnús sagði, að sam- kvæmt byggingarsamþykkt Reykjavikur væri það hlutverk Gjaldeyrisstaðan: Hreyfingin í maí hag- stæð um 434 millj. kr. NETTÓGJALDEYRISSTAÐAN f lok mafmánaðar var óhagstæð um 5431 milljón króna. Hreyfingin f mánuðinum var á hinn bóginn hagstæð um 434 milljónir en frá áramótum er hreyfingin neikvæð um 1790 milljónir króna. I maimánuði í fyrra var nettógjaldeyrisstaðan neikvæð um 3641 milljón króna. Breyting- in þá var hins vegar hagstæð um 1058 milljónir króna en frá ára- mótum 1975 til mafloka s.á. var hún neikvæð um 4162 milljónir króna. Allar tölurnar hafa verið umreiknaðar á gengi er gilti í mailok sl. 'iiaiiiiiiti iii tiiiuiiim nnii HIIMIIIIII IIIMIIIM lltltlllll Rússneska skemmtiferðaskipið Maxfm Gorkí á ytri höfninni í Reykjavík f gær. Skipið hafði hér dags viðdvöl, en hélt áleiðis til Svalbarða f gærkvöldi. Með skipinu voru 650 þýzkir ferðamenn. Maxfm Gorkf mun væntanlegur hingað til lands á nýjan leik um miðjan júlf með annan hóp Þjóðverja. byggingarfulltrúa borgarinnar að ganga frá og samþykkja bygginga- uppdrætti og sagði hann að Reykjavíkurborg gæti ekki unað því að verkfræðimenntaðir embættismenn borgarinnar væru með valdbeitingu hindraðir í því að veita þá þjónustu sem hinn almenni borgari á kröf u á og þeim bæri skylda til að inna af hendi. Magnús sagði að eftir að al- mennir kjarasamningar voru gerðir í lok febrúar sl. hefði Reykjavíkurborg haft frumkvæði að því að bjóða verkfræðingum almennar kauphækkanir sem voru hlutfallslega jafn miklar eða meiri en um hafði verið samið á hinum almenna vinnumarkaði. Verkfræðingar hefðu hafnað þessu tilboði, en i staðinn sett fram kröfur, sem væru í algeru ósamræmi við þá samninga sem aðrir launþegar hefðu sætt sig við. Sagði Magnús, að algengt væri að verkfræðingar hefðu um 1140—150 þúsund krónur á mán- ;uði í föst laun. Gunnar H. Gunnarsson formað- ur samninganefndar verkfræð- inga hjá Reykjavíkurborg sagði Mbl. í gær, að lögfræðingar borg- arinnar, Magnús Óskarsson og Framhald á bls. 20 Gæzluvarð- hald framlengt Gæzluvarðhaldsvist eins mannanna sem nú sitja inni i tengslum við fíkniefnamálin þrjú, sem fíkniefnadómstóllinn i Reykjavik hefur til meðferðar, átti að renna út á miðnætti í fyrradag. Það hefur nú verið framlengt í allt að 30 daga. Stöðugt er unnið að rannsókn þessara mála. Jarðskjálfti á Reykjanesskaga 1 FYRRINÓTT varð smávægi- legur jarðskjálfti á Reykjanes- skaga, sem menn urðu varir við á Reykjanesvita og bænum Merki- nesi skammt frá Höfnum. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarð- skjálftafræðings voru upptök skjálftans um 5 km frá landi vestur af Reykjanesi og mældist hann 3,4 stig á Richter-kvarða. Sagði Ragnar að kippir sem þessir væru alvanalegir á þessum slóð- um og væri þessi skjálfti á engan hátt fráburgðinn því sem þarna gerðist. .-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.