Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULÍ 1976
— Aukin harka
Framhald af bls. 2
Páll Lindal, hefðu sviösett á skrif-
stofu byggingarfulltrúa árekstur
milli verkfallsvarða og viðskipta-
vinar sem kom á skrifstofu full-
trúans á sama tíma og þeir. Hefði
lögreglan komið á vettvang um
sama leyti og haft óbein áhrif á
verkfallsvórzluna með nærveru
sinni. Tókst að koma nokkrum
teikningum til byggingarfulltrú-
ans þrátt fyrir nærveru verkfalls-
varða, en auk þeirra voru þarna
viðstaddir um hádegisbilið í gær,
þegar atburðir þessir urðu, aðrir
verkfræðingar sem i húsinu vinna
og annað starfsfólk. Ragnar Aðal-
steinsson lögfræðingur verkfræð-
inga mótmælti síðdegis í gær i
símskeyti til lögreglustjórans í
Reykjavík nærveru lögreglunnar
á skrifstofu byggingarfulltrúans
og taldi hana brjóta i bág við 10.
grein laga um Jógregiumenn.
Magnús Oskarsson tjáði Mbl. að
Reykjavíkurborg hefði ekki beðið
um nein afskipti lögreglunnar af
vinnudeilunni sjálfri, heldur að-
pins farið fram á það að lögreglan
skráði niður það sem fram færi.
Gunnar H. Gunnarsson sagði að
enda þótt óvenjulegt væri að boða
verkfall hjá svo litlum starfshópi
teldu verkfræðingar og lögfræð-
ingar þeirra það þó fullkomlega '
löglegt, enda hefði borgin ekki
kært verkfallið. Gunnar sagðist
ekki hafa átt von á því að borgin
mundi reyna að fara í kringum
verkfallið með þvi að opna póst-
hólf fyrir móttöku gagna til af-
greiðslu byggingarfulltrúa og
myndu verkfræðingar gera hvað
þeir gætu til að hindra slík verk-
fallsbrot sem hann nefndi svo.
Þess má geta að Stéttarfélag
verkfræðinga hefur boðað verk-
fall hjá fimm öðrum félagsmönn-
um sínum og er þar um að ræða
starfsmenn í mælingadeild borg-
arverkfræðings. Kemur verkfall
þetta til framkvæmda á miðnætti
5. júlí hafi samningar ekki náðst
fyrir þann tíma. Deila þessi er nú
í höndum sáttasemjara ríkisins.
— Kópasker
Framhald af bls. 36
leiðis að rannsaka 300 tonna
vatnsgeymi, sem vitað væri að
læki, en ekki hve mikið. Byrjað
væri á vegabótum og sömuleiðis
að steypa stöpla við brýr þær sem
skemmdust. Hafnarviðgerðir
væru hins vegar lítið komnar af
stað enn þá, en við höfnina hefði
verið unnin töluverð undir-
búningsvinna. Hefði komið í Ijós
að mati sérfróðra manna að
skemmdirnar á bryggjunni væru
allar vegna jarðskjálftans, en
ekki vegna sjógangs.
Um tjón á innbúi sagði Friðrik
að erfitt væri að meta það til fulls,
en i vetur hefði verið áætlað að
það hefði numið um 85 þúsund
krónum á hvern tryggjanda að
meðaltali. — Óbeint tjón er hins
vegar geysilega mikið og það
verður aldrei bætt og þá ekki öll
þau óþægindi sem hlutust af jarð-
skjálftunum, sagði Friðrik.
— Nokkrir einstaklingar hér
hafa lýst yfir megnri óánægju
með mat Viðlagatryggingar á
húseignum og hafa þeir nefnt
tölur sem eru langt frá þeim 17.3
milljónum, sem matsmenn segja
tjónaupphæðina vera. Þegar
verklýsing matsmanna liggur
fyrir reikna ég fastlega með að
við munum áfrýja til uppgjörs-
nefndar, sagði Friðrik að lokum
— Líbanon
Framhald af bls. 1
friðargæzlulið fimm Arabaríkja
til Líbanons, en þangað eru
aðeins komnir hermenn frá Líbýu
og Sýrlandi. Alsír hefur dregið
sig út úr friðargæzlustarfinu, en í
kvöld sagði yfirmaður hinna
væntanlegu friðarsveita, að
hermenn frá Saudi-Arabíu og
Súdan væru væntanlegir alveg á
næstunni.
Útvarpið í Beirut sagði í dag að
ljóst væri af öllu að Sýrlendingar
létu ekki af stuðriíngj sínum við
hægriöflin í landinu og í bar-
daganum við Tel Al-zaatar hefði
það komið í |jós. >á sagði tals-
maður Pai'stímimanna, að
falangistar flykklus.t áleiðis til
'Nabaa og het'ou er:n hert stór-
skotahrið á fjölmenn hverfi
múhameðstrúarmanna. Utvarp
Palestínumanna sagði að sú stað-
reynd að Sýrlendingar sem ættu
að vera farnir langt frá Sidon
væru örskammt þaðan, sýndi að
marklaust væri það samkomulag
sem gert var varðandi brott-
flutning þeirra þaðan, og for-
sætisráðherra Líbýu, Jalloud, átti
meðal annars aðild að því að gera
þetta samkomulag. Hann sagði í
dag áður en hann fór til Damask-
us að sýrlenzk íhlutun væri röng
og hann lét í það skina, að hann
héldi til Sýrlands til að fá upplýs-
ingar um, af hverju brottflutningi
Sýrlendinga væri ekki hraðað frá
Sidon. Áframhaldandi vera sýr-
lenzkra hersveita i grennd við
Sidon og á leiðinni Beirut —
Damaskus virðist vera talin enn
ein ógnun við vinstri menn og
Palestínumenn, vegna þess að
Sýrlendingar eiga þá hægara um
vik að þrengja aðhersveitum and-
stæðinganna. Að því er
palestinskur talsmaður sagði eru
árásir hafnar á Hermel og myndi
bærinn sennilega falla í hendur
hægrimanna og sömuleiðis hefði
hinn forni bær Baalbek verið um-
kringdur af hægrimönnum.
1 kvöld var ástandið aðeins
rólegra og svo virtist þá sem
dregið hefði úr bardögum að
sinni, en allar fréttir virtust
heldur óljósar og á reiki.
Eimaði
Framhald af bls. 36
kunningjum með litlum hagnaði.
Eimaði spírinn var seldur í 3,8
litra plastbrúsum og kostaði brús-
inn 16—18 þúsund krónur, þann-
ig að láta mun nærri að verðmæti
framleiðslunnar sé um og yfir 1.5
milljónir króna. Hins ber þó að''
gæta að framleiðslukostnaður er
töluverður, því að kiló af iðnaðar-
spíra kostar um 1200 kr.
— Gjaldeyris-
hömlur
Framhald af bls. 36
banni, að yfirfærsla fengist fyrir
ferðir af þessu tagi, sem seldar
hefðu verið áður en þessi nýja
regla tók gildi — með því skilyrði
eftir sem áður að ferðirnar yrðu
innan þessa 700 danskrar kr.
hámarks, sem áður hefði gilt.
Varðandi Tjæreborgarferðina nk.
laugardag á vegum Utsýnar sagði
Björgvin, að sú ferð kostaði allt að
1000 danskar krónur fyrir
einstakling og hún samrýmdist
þannig ekki þeim reglum sem í
gildi hefðu verið.
í tilefni af þessu hafði Morgun-
blaðið samband við Ingólf Guð-
brandsson, forstjóra Otsýnar, og
leitaði álits hans á þessum hertu
gjaldeyrisreglum. Ingólfur sagði,
að honum þætti sem ferðafrelsi
Íslendinga væri mjög skert með
núverandi gjaldeyrishömlum.
Gjaldeyrisskammturinn hrykki
ekki einu sinni fyrir brýnustu
lifsnauðsynjum þeirra sem til
sólarlanda fara og ekki væri gert
ráð fyrir að ferðaskrifstofurnar
veittu ferðamönnunum neina
þjónustu umfram það að koma
þeim á baðströnd. Sala kynnis-
ferða væri bönnuð, þannig að
ekki mætti gefa íslendingum, sem
dveldust á Costa del Soi, kost á að |
fara í dagsferð til Granada til að
skoða merkasta sögustað Spánar
né islendingum á Ligniano kost á
því að fara spölkorn til Feneyja
til að skoða einhverja sögu-
frægustu borg veraldar.
„Þessa einhæfni sem ríkt hefur
í ferðamálum undanfarin ár
hefur Utsýn reynt að bæta upp
með því að hafa nokkurt val um
ferðalög á meginlandi Evrópu,
þar sem farið er um fögur lönd og
merkar borgir, kynnzt list og
sögu, og hefur haft nána sam-
vinnu við stórfyrirtækið Tjaere-
borg um ferðir af þessu tagi,"
sagði Ingólfur ennfremur. „Með
banni við því að halda slíkum
ferðum úti sem eru orðnar hefð
mörg undanfarin ár, er ennþá
þrengdur kostur íslenzkra ferða-
manna í þessu efni."
Um ferðina með Tjæreborg á
laugardag kvaðst Ingólfur ekki
geta tjáð sig, þar eð hann biði enn
eftir svari gjaldeyrisyfirvalda og
ferðaskrifstofan hefði þar af leið-
andi enn ekki afturkallað ferðina,
enda teldi hann sér það ekki fært
með svo litlum fyrirvara. Híns
vegar kvað hann fyrirtæki sitt
vera orðið stórkostlega skaðabóta-
skylt bæði gagnvart erlendum
þjónustuaðilum ýmsum og ís-
lenzku farþegunum sem í þessa
ferð ætluðu, ef ekki yrði af henni.
Kvaðst hann vænta þess að lausn
á þessu máli væri á næsta leiti.
Ingólfur sagði varðandi núgild-
andi gjaldeyrishömlur að vert
væri að benda á það enn einu
sinni að heildarferðamannagjald-
eyriseyðslan, þ.e. vegna allra
ferðalaga — skemmtiferða, við-
skiptaferða, ferða opinberra
starfsmanna, einkaferða, náms-
manna — væri aðeins um 3% af
heildargjaldeyriseyðslunni, svo
að naumast gæti skipt sköpum
þótt landsmenn fengju mann-
sæmandi fyrirgreiðslu til ferða-
laga erlendis.
— Samvinnu-
tryggingar
Framhald af bls. 3
niðurstöðu, sem fæst, þegar tjón
ársins og umboðslaun eru dregin
frá iðgjöldunum ársins) ársins
1975 er 151.7 millj. króna. Af-
koma tryggingagreinanna hefur
því batnað um 35.2 millj. króna,
ef töp á fiskiskipum og erlendum
endurtryggingum eru dregin út.
1 stjórn félaganna voru endur-
kosnir Erlendur Einarsson, for-
stjóri, Ingólfur Oskarsson, kaup-
félagsstjóri, og Ragnar Guðleifs-
son, kennari.
— 15 íslenzkir
Framhald af bls. 36
þeirra" fþróttamanna, sem
valdir voru til fararinnar, hafa
enn ekki náð Ólympíulág-
mörkum, sem sett voru fyrir
leikana, en nánar er skýrt frá
vali íslenzku keppendanna á
blaðslðu 34.
— Iþróttir
Framhald a/ bls. 34
til þjálfunar íþróttafólks og
undirbúning þess, og hefði hún
því orðið að afla verulegs fjár-
magns á eigin spýtur. Hefði það
tekizt vonum framar, og fjöl-
margir aðilar og fyrirtæki sýnt
starfi hennar áhuga. Mestan
fjárstuðning hefði nefndin þó
fengið frá þremur stórum fyrir-
tækjum: Coca-Cola, Álafossi og.
Sambandi íslenzkra samvinnu-
félaga, sem fá að nota Ölympiu-
hringina i auglýsingar allt
þetta ár.
— Lokayfir-
lýsing
Framhald af bls. 1
viðurkenningu af þessu tagi,
heldur hafa þeir jafnan lagt
áherzlu á forystuhlutverk sitt
meðal kommúnista allra ríkja.
Yfirlýsingin er 47 síðna plagg
þar sem m.a. er lögð áherzla á
jafnræði kommúnistaflokkanna
og sjálfstæði þeirra gagnvart
hverjum öðrum.
Talið er, að Tító Júgóslavíufor-
seti líti á yfirlýsinguna sem mik-
inn sigur i viðskiptum sínum við
leiðtogana í Kreml, en hann hefur
verið i andstöðu við þá síðan hann
gerði uppsteit gegn Stalín árið
1948. i lok fundarins í dag lék
Tító á afe oddi. Brezhnev fékk
hins vegar hófsamlegar viðtökur
á fundinum i dag, en kvaddi
nokkra fundarmenn með handa-
bandi þegar hann yfirgaf fund-
inn.
Ljóst er, að lokayfirlýsing
fundarins i dag hefur verið það
gjald, sem sovézkir kommúnistar
hafa orðið að greiða fyrir það, að
fundur kommúnistaflokkanna
yrði haldinn. >
Kommúnistaflokkar þeir, sem
óháðir vilja teljast, hafa ekki ver-
ið áfjáðir í að halda sllkan fund,
en Sovétleiðtogunum hefur hins
v.egar verið það mikið keppikefli.
Athygli vekur, að í yfirlýsingunni
er hvergi minnzt á „alþjóðlega
öreigahreyfingu". Þar er heldur
ekki minnzt á sögulega þýðingu
marx-leninismans.
í ræðu sinni varaði Tító alvar-
lega við því, að utanaðkomandi
afskipti af málefnum einstakra
ríkja gæti haft skaðleg áhrif á
friðarhorfur í heiminum. Hann
hvatti til þess, að látið yrði af
„nafnakalli" í samskiptum
kommúnista. George Marchais,
leiðtogi franskra kommúnista,
lýsti þeirri skoðun sinni, að ráð-
stefnur af þessu tagi væru óþarf-
ar og tók sérstaklega fram, að
sósialisminn í Frakklandi yrði „í
frönsku fánalitunum". Bæði
Marchais og Berlinguer, leiðtogi
ítalskra kommúnista, lýstu því
yfir, að flokkar þeirra væru
fylgjandi lýðræði og pólitisku val-
frelsi og styddu áframhaldandi
aðild þjóða sinna að Atlantshafs-
bandalaginu, en hann tók fram
um leið að mikilvægur þáttur í
uppbyggingu hvers kommúnista-
flokks hlyti að vera alþjóðahyggja
og samstaða kommúnistaflokk-
anna væri nauðsynleg.
Berlinguer sagði, að frjálsar
umræður um hugmyndafræðileg
efni væri mikilvægur þáttur í
framsókn kommúnismans, eink-
um meðal yngri kynslóðarinnar.
Fréttamenn, sem fylgdust með
fundinum, telja að ræðumenn
hafi skipzt í tvo aðalhópa, —
Sovétmenn og tryggustu
stuðningsmenn þeirra, sem varð
tíðrætt um nána samvinnu
sovézka kommúnistaflokksins og
annarra flokka, og óháða, sem
lögðu megináherzlu á jafnrétti og
sjálfstæði einstakra flokka.
— Landhelgis-
gæzlan
Framhald af bls. 19
Friendship flugvél, TF-SÝR, og í
Hollandí er verið að smíða aðra
slíka fyrir Landhelgisgæzluna. Þá
á hún og eina þyrlu af Hughes-
gerð, TF-GRÖ. Fyrirsjáanlegt er
að þáttur flugsins í störfum Land-
helgisgæzlunnar mun aukast
mjög er fiskveiðilandhelgin hefur
nú verið færð út í 200 mílur.
BJÖRGUNARSTÖRF
Þótt hér hafi að mestu verið
drepið á ga'zlu fiskveiðilandhelg-
innar, ber að geta annars hlut-
verks Landhelgisgæzlunnar, sem
ekki er síður mikilvægt. Það eru
björgunarstörf varðskipanna. i
þvi efni hefur starfslið Landhelg-
isgæzlunnar margsinnis unnið af-
rek og talar þar ef til vill skýrast
sú staðreynd að margir af skip-
herrum hennar hafa t.d. hlotið
viðurkenningu fyrir björgunar-
störf, ekki aðeins hérlendis held-
ur erlendis, m.a. í Bretlandi. Á
undanförnum árum hefur og
skipakostur Landhelgisgæzlunn-
ar verið notaður til þess að fara i
rannsóknaleiðangra með fiski-
fræðinga til þess að komast að
hinu sanna um styrkleika og við-
gang fiskstofnanna. Þetta siðast-
nefnda verkefni er nú að mestu
úr sögunni, eftir að Hafrann-
sóknastofnunin eignaðist sin eig-
in skip og hefur þar með bætzt í
hóp rikisútgerðanna.
Að lokum skal þess getið — um
leið og starfsmönnum Landhelgis-
gæzlunnar, sigurvegurum úr
þremur þorskastríðum, er óskað
til hamíngju með daginn — að
upplýsingar, sem notaðar hafa
verið við samantekt þessarar
greinar, eru fengnar hjá yfir-
stjórn Landhelgisgæzlunnar.
— mf.
— Skoðanir
Framhaldaf bls. 13
legt að flýta sér hægt í þessum
efnum.
ANÆGÐUR MEÐ FRAMÞRÓUN
LANDHELGISMALA
Að lokum sagði Asgrfmur P.
Lúðvíksson að hann væri ánægð-
ur með framþróun landhelgis-
mála. Friðsamleg lausn landhelg-
isdeilunnar hefði falið í sér fullan
sigur okkar, þann veg að innan
örfárra mánaða réðum við einir
allri veiðisókn í fiskstofna okkar
innan 200 mílna. Tryggður væri
friður á miðunum, að hrygningar-
og uppeldissvæði ungfisks væru
ekki skröpuð botnvörpum, veiði-
sókn Breta skorinn verulega
þrengri stakkur en verið hefði
ella, tollafriðindi tryggð á Evr-
ópumarkaði, auk þeirrar viður-
kenningar á 200 mílna landhelgi
okkar sem skipti mestu máli og
ætti eftir að hafa sin áhrif á loka-
áfanga hafréttarráðstefnunnar.
Hér hefði verið hyggilega á mál-
um staðið af forsætisráðherra og
ríkisstjórninni allri. sf.
— Aðilar
Framhald af bls. 17
skip frá Aberdeen og á nú í smiðum
þrjá litla togara sem gerðir verða út frá
höfnum ! Skotlandi Nýlega lagði fyrir-
tækið tveimur af fjórum togurum, sem
hingað til hafa verið gerðir út á íslands-
mið
Fulltrúi brezkra togaraeigenda
heldur þvf fram, að á siðustu á'tján
mánuðum hafi fjórðung togaraflotans
verið lagt, og likur séu á að enn fleiri
togurum verði lagt á næstunni og sé
þetta bein afleiðing af fiskveiði-
sammngunum við íslendinga.
Amin
Framhald af bls. 1
matar síðustu þrjá dagana og
hefði hann verið þann tíma önn-
um kafinn að reyna að bjarga
lífum gislanna.
i Jerúsalem í dag sagði Yigal
Allon útanríkisráðherra að stjórn
hans myndi ekki unna sér hvíldar
fyrr en allir gíslarnir hefðu verið
frelsaðir og málið þannig farsæl-
Iega til lykta leitt. Allon sagði á
þingfundi að ísraelar væru bjart-
sýnni en áður vegna afstöðu
frönsku stjórnarinnar til málsins
sem virtist vera hin staðfastasta
og kvaðst vona að ekkert þeirra
ríkja sem hlut ætti að máli myndi
sýna undanlátssemi við ræningj-
ana. Sérfræðingar túlka orð hans
og svo Rabins forsætisráðherra á
þá lund að israelar muni ófáan-
legir til að opna fangelsisdyr fyrir
ýmsum þeim föngum, sem ræn-
ingjarnir krefjast að verði látnir
lausir.
Chirac, forsætisráðherra Frakk-
lands, sagði að „vegna hugsan-
legra afleiðinga" sem það gæti
haft mynd franska ríkisstjórnin
ekki gefa út yfirlýsingu fyrr en á
morgun um málið en franska
stjórnin væri á móti þvi að ræn-
ingjar gætu þvingað fram slíkar
aðgerðir. Utanríkisráðherra
Frakka, Sauvagnargues, sagði i
gær að Frakkar myndu ekki láta
undan þrýstingi frá ræningjun-
um.
Utanrikisráðherra Egypta-
lands, Ismail Fahmy, fordæmdi í
dag ránið á flugvélinni. „Slíkar
aðgerðir skaða aðeins málstað
Palestínumanna," sagði hann og
bætti þvi við að Egyptar væru á
móti slikum aðferðum.
Vestur-þýzka stjórnin skipaði í
dag sendiherra sínum í Uganda
sem var i leyfi, að fara tafarlaust
til Kampala og vera fulltrúi V-
Þýzkalands og Bandaríkjanna í
þeim tilraununum sem gerðar eru
til að fá fangana leysta úr haldi.
Engir Vestur-Þjóðverjar eru
meðal gislanna en aftur á móti
hafa flugræningjar karfizt að fá
leysta úr haldi fanga sem eru í
vestur-þýzkum fangelsum þar á
meðal fólk sem tilheyrt hefur
Baader-Meinhof-samtökunum.
1 fréttum frá Sviss síðdegis
sagði að stjórnin hefði rætt kröfu
ræningjanna um að sleppa úr
haldi stjórnleysíngjanum Petru
Krause, en að fundinum loknum
vildi talsmaður stjóVnarinnar
ekki láta uppskátt um hvaða af-
staða yrði tekin. Hins vegar sagði
hann að mjög náið samráð yrði
haft við allar ríkisstjórnirnar sem
hlut ættu að máli.
Talsmaðurinn sagði að sviss-
nesk stjórnvöld hefðu ekki fengið
beina kröfu frá ræningjunum en
hann sagði að franska utanríkis-
ráðuneytið hefði staðfest að
Petra Rrause væri á listanum yfir
þá 53 fanga sem flugræningjar
vildu ná úr fangelsunum í nokkr-
um Evrópuíöndum, ísrael og
Kenya. Hann sagði rangt að annar
fangi sem Palestínumennirnir
hefðu krafizt að fá leystan úr
svissnesku fangelsi, væri þar. Þar
væri um að ræða konuna Amparo
Silviu Masmala, vinkonu
„Carlosar", hins alræmda glæpa-
manns. Hún hefði ekki verið og
væri ekki í svissnesku fangelsi.