Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976
11
Allar símastöðvar
verði opnar minnst
sex tíma á dag
Afmælismót í heimabyggð Ingólfs
Arnarsonar í Rivedal í Noregi
1 ÁR eru liðin 15 ár frá þvi að
reist var og afhjúpuð f Rivedal f
Noregi stytta af Ingðlfi Arnar-
syni, en þar munu heimkynni
hans hafa verið áður en hann fðr
til Islands fyrstur landnáms-
manna. 1 tilefni þessa afmælis
hafa heimamenn í Rivedal ákveð-
ið að efna til móts íslendinga og
Norðmanna dagana 7.—8. ágúst
nk. f þvi skyni að styrkja enn
frekar vináttuböndin milli þjðð-
anna tveggja.
I tilkynningu sem Mbl. hefur
borizt frá Kjell Ask, sem sæti á í
undirbúningsnefnd mótsins, segir
að heimamenn þar um slóðir
hyggi gott til að taka á móti sem
flestum islendingum og er þeim
Islendingum, sem staddir kunna
að vera i Noregi á þessum tima,
boðið að koma til mótsins og vera
þar gestir heimamanna. í tilkynn-
ingunni segir að nokkrum íslenzk-
um ráðherrum hafi verið boðið til
mótsins og vonist aðstandendur
þess til þess að þeir sjái sér fært
að koma.
Þeim sem áhuga kunna að hafa
á að koma til Rivedal í Dalsfirði
umrædda daga er bent á að hafa
samband við Kjell Ask, 6982
Holmedal Dalsf jorden í Noregi.
A AÐALFUNDI Landssambands
símstöðvarstjöra 2. og 3. fl.
stöðva, sem haldinn var á Akur-
eyri 21. júnf, var þess óskað að
allar sfmstöðvar úti um land yrðu |
opnar að minnsta kosti 6 tfma á
dag. Taldi fundurinn ðverjandi i
að sfmhotendur f sveítum hefðu
ekki jafna aðstöðu til afnota af
sfma, sem telja yrði eitt nauðsyn-
legasta sambandstækið fyrir fólk
sem f einangrun byggi.
Fundur þessi var þriðji aðal-
fundur Landssambands simstöðv-
arstjóra á 2. og 3. flokks stöðvum
og sóttu hann auk stjórnar full-
trúar 7 félaga af 10 sem í sam-
bandinu eru. Síðan Landssam-
bandið var stofnað árið 1974 hef-
ur verið stefnt að þvi að allir
meðlimir þess, 95 að tölu, fengju
réttindi opinberra starfsmanna.
Náðist samkomulag þar að lút-
andi í byrjun desember sl., þann-
ig að því marki yrði náð i áföng-
um, fyrsti hópurinn 1. apríl sl.,
næsti um áramót, en sá siðasti, 3
fl. stöðvarnar, var látinn bíða.
Aðalmál landsfundarins á Ak-
ureyri var umræðan um 3. fl.
stöðvarnar, þ.e. 4 tíma stöðvarnar,
en nú stendur fyrir dyrum endur-
skoðun reglugerðar vegna þeirra.
Var ákveðið á fundinum að stefna
að því marki að þær 3. fl. stöðvar
sem ekki yrðu sameinaðar stærri
stöðvum, skyldu stækkaðar í 2. fl.
stöðvar, þ.e. með 6 tima afgreiðslu
a.m.k.
Aðalfundurinn lagði áherzlu á
að þegar 3. flokks stöðvar yrðu
lagðar niður, yrði þess gætt að
hvergi yrðu fleiri símar en 6 á
hverri línu. Sömuleiðis vakti
fundurinn athygli á þeirri nauó-
syn að allar handvirkar stöðvar
eigi aðgang að einhverri stöð, sem
opin er allan sólarhringinn.
Formaður Landssambands sim-
stöðvarstjóra var kosinn Bjarni
Pétursson á Fosshóli, en Guðrún
L. Ásgeirsdóttir fráfarandi for-
maður baðst eindregið undan
endurkjöri. Gjaldkeri er Einar
Sigurjónsson, en ritari Kristjana
Vilhjálmsdóttir.
Foreldra- og
vinafélag Kópavogs-
hælis stofnað
TUTTUGASTA og fjórða júnl s.l. var
haldinn stofnfundur Foreldra- og
vinafélags Kópavogshælis. Tilgangur
félagsins verður einkum stuSningur
viS vistfólk og starfsemi hælisins.
Um eitt hundrað manns sóttu
fundinn og voru eftirtaldir kjörnir t
fyrstu stjórn félagsins: Sigurður
Garðarsson formaður, Auður Hann-
esdóttir gjaldkeri. Þóra Sigurðardótt-
ir ritan, Anna Magnúsdóttir og Jó
hann Sófusson meðstjórnendur.
Þess er vænzt, að félögum fjölgi á
næstunni, þannig að starfsemi fé-
lagsins megi aukast að mun.
Glaumbæjarkirkja 50 ára
Sauðarkróki 27 júní
Á TRINITATIS var hátfðarguðsþjón-
usta f Glaumbæjarkirkju. Þá var þess
minnzt að kirkjuhúsið er 50 ára en
kirkjan var vígð 13. júní 1926 og
framkvæmdi vfgsluna sr. Hálfdán
Guðjónsson prófastur Skagfirðinga.
Glaumbæjarprestakalli þjónaði þá sr.
Hallgrfmur Thorlacius og vann hann
af áhuga og skörungsskap að kirkju-
smfðinni og gaf þá stórfé til kirkjunn-
ar.
í tilefni afmælisins bárust kirkjunni
margar og góðar stórgjafir. Kristin
Gunnlaugsdóttir I Geldingaholti, börn
hennar og tengdabörn gáfu skirnarsá
til minningar um bónda Kristínar, Tobí-
as Sigurjónsson, en hann átti sæti i
sóknarnefnd i 40 ár. Efemía Gisladótir
frá Halldórsstöðum gaf gullinn kross,
greyptan geislasteini, til minningar um
mann sinn, Felix Jósafatsson. sem var
kennari í Syluhreppi um áratugi Enn-
fremur gaf Efemia 50 þúsund krónur
til kaupa á hátiðarhökli Agnes Guð-
finnsdóttir, fyrrum húsfreyja á Ytra-
Skörðugili, gaf 100 þúsund krónur til
minningar um dóttur sína Unni Jóns-
dóttur, en Agnes og börn hennar hafa
áður gefið stórgjafir til minningar um
mann sinn Jón Jóhannesson, sem
lengi hafði átt sæti I sóknarnefnd
Á afmælisdaginn gáfu prestshjónin i
Glaumbæ og börn þeirra kirkjunni
vandaða Bibliu Þá voru kirkjunni gefn-
ar sessur á kirkjubekkina og gerði það
Viðimýrarsöfnuður Við guðsþjónust-
una var einnig minnzt annarra gjafa
sem kirkjunni höfðu borizt og þökkuðu
Sigurjón Jónasson, formaður sóknar-
nefndar, og séra Gunnar Gislason
rausn og góðan hug allra þessara gef-
enda
Guðsþjónustan var mjög fjölsótt og
hátiðarbragur yfir öllu enda dýrðarfag-
ur sumardagur Kirkjukór Glaumbæjar-
kirkju hafði vandað vel til söngs fyrir
messuna undir stjórn organistans,
Jóns Björnssonar, tónskálds á Haf-
steinsstöðum Hann hefur venð organ-
isti við Glaumbæjarkirkju á sjötta tug
ára og var honum þakkað frábært starf
Þá fagnaði sóknarpresturinn þvi að
Hjörtur Benediktsson á Marbæli, hátt á
93. aldursári, gat verið við messu
þennan dag en Hjörtur var allt í senn,
meðhjálpari í Glaumbæjarkirkju, for-
maður sóknarnefndar og safnaðarfull-
trúi svo áratugum skipti og hefir eng-
inn honum fremur látið sér annt um
Glaumbæjarkirkju og safnaðarstarfið.
Séra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli
sýndi það vinarbragð að vera viðstadd-
ur guðsþjónustuna þrátt fyrir annir
heima fyrir og flutti hann erindi um
Glaumbæjarstað og Glaumbæjar-
klerka, sem var hvort tveggja i senn
fróðlegt og skemmtilegt.
í guðsþjónustunni voru skirð tvö
börn náskyld Tobíasi i Geldingaholti
og siðan buðu prestshjónin kirkjugest-
um að þiggja veitingar á heimili sínu.
FASTEIGNAVAL
Skólavörðustíg 3a, 2 hæð
Símar 22911 og 19255.
2ja herb.
til sölu 2ja herb. nýtízku íbúðar-
hæð við Nýbýlaveg. Bilskúr
fylgir. Gæti verið laus fljótlega.
Rauðarárstígur
3ja herb. ibúð í góðu standi á 1.
hæð. 2 svefnherbergi.
4ra herb. íbúðir
Við Mverfisgötu, Klepps-
veg, og Leirubakka.
Sumar íbúðirnar gætu
verið lausar fljótlega.
Hverfisgata
efri hæð og ris i steinhúsi við
Hverfisgötu.
Ljósheimar
skemmtileg um 130 fm íbúðar-
hæð i háhýsi við Ljósheima.
Góðar svalir. Mikið útsýni. Laus
fljótlega.
Eskihlið
6 herb. vönduð jarðhæð, 4
svefnherbergi.
Einbýlishús
Höfum úrval af einbýlishúsum á
Selfossi. Hveragerði og Hellis-
sandi. Einnig einbýlishús í Blesu-
gróf, Reykjavik. Húsin komin í
skipulag. Sanngjarnt verð
í smíðum
sérlega skemmtileg raðhús með
innbyggðum bilskúr i Garðabæ
Seljast fullfrágengin að utan. Til
afhendingar i ágúst n.k. Sann-
gjarnt verð. Teikningar á skríf-
stofu vorri.
ATH.OPIÐTILKL.
10 1 KVÖLD.
Jón Arason hdl ,
málflutnings og
fasteígnasala,'
símar 22911 og 19255.
Utsölustaöir
GOOD/yEAR
Hjólbarða
Reykjavík:
Hjólbarðaþjónusta Heklu h.f.,
Laugaveg 170—172, simar 21245 —
28080
Gúmmivinnustofan,
Skipholt 35, sími 31055
Hjólbarðaverkstæði
Sigurjóns Gíslasonar,
Laugaveg 171, simi 1 5508
Borgarnes:
Guðsteinn Sigurjónsson,
Kjartansgötu 12, sími 7395
Ólafsvík:
Marís Gilsfjörð
bifreiðastjóri, simi 6283
Húnavatnssýsla:
Vélaverkst. Víðir,
Viðidal
Sauðárkrókur:
Vélsmiðjan Logr,
sími 51 65
Hofsós:
Bílaverkstæði Páls Magnússonar,
sími 6380
Ólafsfjörður:
Bílaverkstæðið Múlatindur,
sími 62194
Akureyri:
Hjólbarðaverkstæðið
Glerárgötu 34, sími 22840
Bílaþjónustan s.f.
Tryggvagötu 14, sími 21715
BNaverkstæðið Baugur,
sími 22875, Akureyri.
Dalvík:
Bílaverkstæði Dalvíkur,
simi 61 122
Egilsstaðir:
Véltækni s.f.,
simi 1 455
Seyðisfjörður:
Jón Gunnþórsson,
sími 2305
Neskaupstaður:
Bifreiðaþjónustan
sími 7447
Reyðarfjörður:
Bílaverkstæðið Lykill,
simi 4199
Hella:
Sigvarður Haraldsson
Bílaverkstæði
Keflavík:
Gúmmiviðgerðin
Hafnargötu 89, sími 1713
Grindavík:
Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur,
c/o Hallgrimur Bogason
Vestmannaeyjar:
Hjólbarðastofa Guðna,
v/Strandveg simi 1414
Hafnarfjörður:
Hjólbarðaverkst. Reykjavíkurveg 56,
sími 51 538
Garðabær:
Hjólbarðav. Nýbarðinn,
sími 50606.
GOOD-YEAR HJOLBARÐAR UNDIR BÍLINN
DRÁTTAVÉLINA OG VINNUVÉLINA
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Sími 21240