Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR I. JULI 1976 13 „Ég er þeirrar skoðunar að þegar til lengdar lætur muni enginn hagnast og heimurinn allur hafi misst af einstæðu tækifæri til að koma réttlátu skipulagi á nýtingu hafsins. Þegar til skamms tima er litið er ljóst að þau ríki, sem hafa langar strandlengjur, hafa hagnazt. En ég skal rökstyðja nánar hvers vegna ég tel það svo verði ekki til langframa. í fyrsta lagi mun sú niður- staða hafréttarráðstefnunnar að úthluta til hálfs þriðja tugar strandríkja víðáttumiklum haf- svæðum og þar með raunveru- lega þjóðnýta þau, leiða til vax- andi ójafnaðar í heiminum. Aukinn ójöfnuður ríkja í milli er ekki í takt við tímann og slíkt verður ekki þolað til lang- frama. I öðru lagi er ljóst að strand- ríkin munu leggja áherzlu á hagnýtingu auðlinda á þessum hafsvæðum, sem koma mun niður á öðrum notum sem höfð eru af hafinu, svo sem vísinda- legum rannsóknum, siglingum, fjarskiptum o.fl.þ.h. Þá er lík- legt að aukin áherzla á nýtingu auðlinda muni valda meiri verðbólgu i heiminum. I þriðja lagi er samkomulagið ekki lfklegt til að verða fisk- stofnunum í höfunum til mikill- ar verndar. Það er nauðsynlegt að hafa stjórn á fiskveiðunum og strandríkin geta ekki gert það upp á eigin spýtur. Víðtæk- ari samvinna verður að koma til, en fyrir henni er ekki nægi- lega vel séð f uppkastinu sem fyrir liggur. Ég tel því liklegt að við munum í framtíðinni þurfa að horfa upp á frekari ofnýtingu fiskstofna, sem á eft- ir að koma öllum þjóðum i koll." VANTAR AFRAM- HALDANDI UMRÆÐUVETTVANG „Hvaða skipulagi hefðuð þér komið á fót hefðuð þér mátt ráða?" „Ég hefði viljað setja á lagg- irnar alþjóðastofnun sem hefði það hlutverk að fjalla um alla þætti þessara mála, allt frá fisk- veiðum, mengunarstöðlum og vísindarannsóknúm til námu- vinnslu, siglinga og orkuleitar og alls þar f milli. Ég hef alltaf talið að höfin byggju yfir þeim auðævum, sem nauðsynleg væru til að tryggja framtíðar- velferð mannkynsins. Fram til þessa hefur hafið verið sáralít- ið nýtt, ef undanskildar eru fiskveíðar og siglingar en þýð- ing þess mun fara ört vaxandi. Ég tel nauðsynlegt að þær þjóð- ir sem aðild eiga að hafréttar- ráðstefnunni komi á með sér áframhaldandi samstarfi eftir að henni lýkur, til þess að unnt verði að bæta fyrir þau mistók sem nú er verið að gera. Það er alveg nauðsynlegt að hafa vett- vang fyrir áframhaldandi um ræður um þessi mál, þar sem jafnframt er hægt að taka fyrir deilur sem kunna að rísa. Þegar deilur hafa risið til þessa, eins og t.d. fiskveiðideila íslendinga og Breta og deila Bandaríkj- anna og Perú hefur ætíð vðrið fengizt við vandamálið á tví- hliða grundvelli, nema hvað kvartað hefur verið á vettvangi S.Þ Annan umræðuvettvang hefur alveg skort og það er von min, að hafréttarráðstefnunni ljúki ekki án þess að gert verði samkomulag um einhvers kon- ar eftirlit með framkvæmd samkomulagsins og lagfæring- ar á því. Það yrðu slæm mistök ef ráðstefnunni lyki í eitt skipti fyrir öll í Caracas, næst þegar þar verður komið saman, og hver færi til síns heima." „Þér virðist vera ákaflega vonsvikinn yfir úrslitum mála á hafréttarráðstefnunni. Eruð þér svartsýnn á framtíðina að því er tekur til þessara mála?" „Þjóðrfkin haga sér stundum heimskulega, ekki síður en ein- staklingar, en ég er viss um að mannkynið tekur sífelldum framförum og á eftir að læra af mistökunum. Það eru vafalaust miklir erfiðleikar framundan. Eftir eiga að koma fram á sjónarsviðið nýir möguleikar til að hagnýta hafið. Við erum aðeins að byrja að notfæra okk- ur þessa tvo þriðju hluta jarðar- innar. En við misstum af'gull- vægu tækifæri nú." Ásgrfmur P. Lúðvfksson, formað- ur félags sjálfstæðisfólks f Hlfða- og Holtahverf i. stærstum hluta í verkahring iðn- aðar og iðju að veita móttöku, atvinnu og afkomu því viðbótar- vinnuafli, sem vaxandi þjóð skil- aði á vinnumarkað á komandi ár- um og áratugum. Hins vegar skorti nokkuð á, að iðnaðurinn væri byggður upp til að mæta þessu hlutverki sinu; að hann sæti t.d. við sama borð og aðrar atvinnugreinar varðandi lánamál, lánakjör eða opínbera sköttun, t.d. um tolla á hráefni, vélar o.þ.h. Þó hefði núverandi ríkisstjórn sýnt á ýmsan hátt vax- andi skilning á iðnaðaruppbygg- ingu. Greinilegt væri að nú rofaði til i skilningi landsfeðra á fram- tfðarhlutverki þessarar atvinnu- greinar í þjóðfélaginu. Asgrímur sagði að iðnaðurinn risi þegar undir 13590 mannárum í atvinnu í Reykjavfk (af 42.590) eða 32.5% Ef á landið allt væri litið bæri iðnaðurinn uppi 36% mannára í atvinnu þjóðarinnar. ORKUGJAFAR OG IÐNAÐUR. Ásgrímur sagði að við núver- andi efnahagsaðstæður væri nauðsyn vaxandi aðhalds f rfkis- fjármálum. í þvf efni væri þó góðs viti, að ríkisstjórnin hefði sett orkuframkvæmdir f efsta sæti mögulegrar fjárfestingar i land- inu, bæði vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmanýtingu. Orkan væri undirstaða alls iðnaðar og inn- lendir orkugjafar væru einmitt forsendur þess, að iðnaðurinn mætti gegna sínu framtíðarhlut- verki. I þvf sambandi mætti ekki horfa fram hjá þýðingu hins smærri iðnaðar, fjölþættu hand- verki, sem veitt gæti vaxandi hópi starfsaðstöðu, ef rétt væri að mál- um staðið. Eftir langt vinstristjórnarhlé á orkuframkvæmdum, bæði að þvi er varðaði rafmagn og jarðvarma, væru stjórnvöld nú á ný á réttum vegi í orkuöflun, stórvirkjanir i gangi bæði syðra _og nyrðra og jarðvarmavinnsla meiri en um langt árabil. Ásgrímur vék lítilsháttar að svokölluðu meistarakerfi, sem sætt hefði vaxandí ámæli. Hann sagði eðlilegt að þessi mál væru skoðuð ofan f kjölinn, en flas væri sjaldnast til fagnaðar. Hvort- tveggja væri, að það yrði þjóðfé- laginu kostnaðarsamt að færa alla verklega kennslu inn í skólakerf- ið, verkþjálfun yrði naumast jafn f jölþætt og þar yrðu nemar ekki á launum við nám sitt. Hann vitnaði og til reynslu í Svfþjóð af breyt- ingum í þessa átt og tal'di hyggi- Framhald á bls. 20 Skeifan kynnir Onasse sófasettid. Onasse,sófasettið sem jarið hefur sigurför um Evrópu. Frábær hönnun oq fagvinna byður þá hvíld sem sóst er eftir. Selt gegn póstkröfu. Onasse sófasettið fæst hjá okkur: SMIDJUVEGI6 SlMI44544WlKJÖRGARDI SÍMI16975 Sumir versla dyrt-aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð Éh heldur árangur af m hagstæðum innkaupum. 1 KG.EGG ............................................................... KR. 390 1 KG.TÓMATAR ...................................................... KR. 648 Kínverskar niðúrsuðuvörur NÝSENDING: V2 DÓS BLANDAÐIR ÁVEXTIR .................................. KR. 148 V2 DÓS BLANDAÐ GRÆNMETI ................................ KR. 109 ÁVAXTASULTA .............................................. KR. 128 1 DÓS PERUR......................... ................................ KR. 189 TÓMATSÓSA, LIBBYS ............................................KR. 142 NAUTAHAKK 1. FL. 1 KG......................................... KR. 650 SÖLTUÐ RÚLLUPYLSA ......................... ..................KR. 470 REYKT RÚLLUPYLSA ............... ..............................KR. 490 CyEmgs Austurstræti 17 starmýri 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.