Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 4
MORGyNB.LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23, JÚLl 197&
LOFTLEIDIR
'ZT 2 11 90 2 11 88
BILALEIGAN—
&1EYSIR £
lCAR LAUGAVEGI66 ^
j RENTAL 24460 Jf
28810 n
(ytvarpogstereo,. kasettutaeki.
Lækkandi
verð á mjöli
HEIMSMARKAÐSVERÐ á fisk-
mjöli hefur nú lækkað aftur, eftir
að Islendingar höfðu selt mjöl á
verði sem náði hæst 6.72 dollur-
um á próteineiningu.
Gunnar Petersen hjá Bernhard
Petersen hf. sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að mjölmark-
aðir virtust nú nokkuð veikari en
þeir voru fyrir skömmu. Vitað
'væri að soyamjöl hefði fallið í
verði og fiskmjöl fylgdi verðlagi á
því að venju. Hvort hér væri um
tímabundið ástand að ræða, ætti
eftir að koma í ljós.
Reykjaborg keypt
til Siglufjarðar
Siglufirði 21. júlí
DAGNÝ kom hingað í dag með 90
lestir af góðum þorski.
Hlutafélagið Þormóður rammi
hér i bæ hefur fest kaup á nóta-
skipinu Reykjaborg og er skipið
nú farið til loðnuveiða héðan.
Þetta er fyrsta nótaskipið, sem
Siglfirðingar eignast um árabil.
mj.
Gestamót Vest-
ur-lslendinga á
sunnudagskvöld
HÉR Á landi hefur að undan-
förnu dvalist stór hópur Vestur-
tslendinga og er hópurinn nú á
förum vestur um haf. Þjóðræknis-
félag íslendinga efnir til gesta-
móts fyrir hópinn á Hótel Sögu á
sunnudagskvöld kl. 20.30.
Þar verða staddir allir þeir
Vestur-íslendingar, sem nú gista
tsland en í fréttatilkynningu frá
Þjóðræknisfélaginu segir að
þarna gefist gott tækifæri til
ánægjulegrar kveðju- og sam-
verustundar fyrir heimanenn.
Kaffiveitingar verða á boðstólum
og ýmsir aðilar munu flytja
skemmtiefni, en síðan verður stig-
inn dans.
Á morgun, laugardag kl. 13.30
sýnir Ríkisútvarpið litkvikmynd
þá, sem sjónvarpið lét gera á sl.
ári af hátíðarhöldum íslendinga-
dagsins á Gimli. Verður sýningin í
Laugarásbíói og við það tækifæri
flytur Andrés Björnsson útvarps-
stjóri ávarp og afhendir myndina
að gjöf Ted Árnason, formanni
íslendingad agsnefndarinnar.
AIGLYSINGA
SÍMINN ER:
Útvarp ReykjavíK
FOSTUDfcGUR
23. JÚLÍ
MORGUNNINN
07.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 <og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Hallfreður Örn Eirfks-
son byrjar lestur þýðingar
sinnar á tékkneskum ævin-
týrum.Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli atriða.
Spjallað við bændur kl.
10.05.
Tónleikar kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
János Starker og György Se-
bök leika Sónötu fyrir selló
og pfanó f D-dúr op. 58 eftir
Mendelssohn / Rfkishljóm-
sveitin f Dresden leikur Sin-
fóniu nr. 5 f B-dúr eftir
Schubert; Wolfgang
Swakkisch stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Frá Ólympfuleikunum f
Montreal: Jón Ásgeirsson
segir frá.
Tilkynningar.
SIÐDEGIÐ
Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Römm
er sú taug“ eftir Sterling
North
Þórir Friðgeirsson þýddi.
Knútur R. Magnússon les
(11).
15.00 Miðdegistónleikar
Tékkneska fflharmónfusveit-
in leikur Slóvanska svftu op.
32 eftir Vftézslav Novák;
Václav Talich stjórnar.
Hallé-hljómsveitin leikur
„Dóttur Pohjola", sinfóníska
fantasíu op. 49 eftir Jean
Sibelius; Sir John Barbirolli
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 „Fótgangandi um fjöll
og byggð“
Brynja Benediktsdóttir les
ferðaþætti eftir Þorbjörgu
Árnadóttur.
Fyrri lestur.
18.00 Tónleikar. Tiikynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ
19.35 Daglegt mál
Helgi J. Halldórsson flytur
þáttinn.
19.40 Iþróttir
Umsjón: Bjarni Feiixson.
20.00 Sinfónfskir tónleikar
frá útvarpinu í Köln
Flytjendur: Rose Wagemann
og Sinfónfuhijómsveitin f
Vestfalen. <
Sigfried Landau stjórnar.
a. „Egmont", forleikur op. 84
eftir Beethoven.
b. „Ah, perfido", komsert-
aría op. 65 eftir Beethoven.
c. Forleikur og ástarandlát
Isoldar úr óperunni Tristan
og tsold eftir Wagner.
20.40 Til umræðu: Hugsan-
legar breytingar á fslenzkri
kjördæmaskipan. — Þátt-
takendur: Svavar Gestsson,
ritstjóri og Halldór Blöndal.
Baldur Kristjánsson sér um
þáttinn.
21.15 Kórsöngur
Danski útvarpskórinn syngur
sjö Ijóðasöngva eftir Svend
S. Schultz.
Höfundurinn stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „Stúikan
úr Svartaskógi" eftir Guð-
mund Frfmann
Gfsli Halldórsson leikari les
<2).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: „Litli dýrling-
urinn“ eftir Georges Sime-
non
Ásmundur Jónsson þýddi.
Krístinn Reyr les (16).
22.40 Áfangar
Tónlistarþáttur f umsjá Ás-
mundar Jónssonar og Guðna
Rúnars Ágnarssonar.
L4UG4RD4GUR
24. JÚLI
MORGUNNINN
07.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Hallfreður Örn Eiriks-
son les þýðingu sfna á tékk-
neskum ævintýrum (2).
Óskaiög sjúklinga kl. 10.25:
Kristfn Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Frá Ólympiuleikunum f
Montreai: Jón Ásgeirsson
segir frá.
Tilkynningar. Tónleikar.
SIÐDEGIÐ
13.30 Út og suður
Ásta R. Jóhannesdóttir og
Hjalti Jón Sveinsson sjá um
sfðdegisþátt með blönduðu
efni.
(16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir).
17.30 „Fótgangandi um fjöll
og byggð“
Brynja Benediktsdóttir les
ferðaþætti eftir Þorbjörgu
Árnadóttur.
Sfðari lestur.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
cl8.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÓLDIÐ
19.35 Fjaðrafok
Þáttur f umsjá Sigmars B.
Haukssonar.
20.00 Óperutónlist: Þættir úr
„La Boheme" eftir Puccini
Renata Tebaldi, úarlo Ber-
gonzi, Ettoro Batfani, Césare
Sieppe og fleiri syngja með
kór og hljómsveit Tónlistar-
skólans f Róm; Tullio Sera-
fin stjórnar.
20.45 Framhaldsleikritið:
„Búmannsraunir" eftir Sig-
urð Róbertsson
Fjórði og sfðasti þáttur:
„Hve gott og fagurt“.
Leikstjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikendur:
Geirmundur ...............
..........Rúrik Haraldsson
Jóseffna .... Sigrfður Hagalfn
Sfsf.. Sigrfður Þorvaldsdóttir
AIIi .......Bessi Bjarnason
Baddi ....................
.... Hrafnhildur Guðmundsd.
Þiðrandi .... Árni Tryggvason
Albfna .. Guðrún Stephensen
Þyrlumaður ...............
..........Klemenz Jónsson
21.40 Nýsjálenzka trfóið „The
Sabre"
leikur létt lög.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
EH!"
rbI
HEVRR
þingmanni í einstokum kjördæm-
um. Það sem leiddi huga minn að
þessu máli er m.a. undirskrifta-
söfnun, sem nokkrir ibúar á
Reykjanesi stóðu fyrir sl. vetur, en
f því kjördæmi hefur fólksfjölgun-
in orðið mest, sagði Baldur
Kristjánsson, umsjónarmaður
þáttarins, þegar við ræddum við
hann.
— Það er ekki hægt að segja að
kjördæmamálið sé neitt stórmál
nú, en það á örugglega eftir að
Morqunstund barnanna kl. 8.45:
Lesið úr tékknesk-
um œvintýrum
Til umrœðu kl. 20.40:
Breytingar á
dœmaskipun
í ÞÆTTINUM Til umræSu. sem er
á dagskrá hljóðvarpsins kl. 20.40
ræða þeir Haraldur Blöndal lög
fræðingur og Svavar Gestsson rit-
stjóri hugsanlegar breytingar á ís-
lensku kjórdæmaskipuninni.
Stjómandi þáttarins er Baldur
Kristjánsson.
-— Siðasta kjördæmabreyting
var gerð árið 1959, en síðan hef-
ur orðið stórfelld byggðaröskun,
eins og kunnugt er. Þar sem
kjördæmin hafa fasta tölu þing-
manna, hefur raskazt mjög sá
fjöldi, sem er að baki hverjum
Útvarpssagan kl. 21.30:
kjör-
landsins ?
verða það fyrr eða siðar. Jafnvel
mikið hitamál, þvi að hingað til
hafa stjórnmálaf lokkarnir ekki
náð samstöðu um kjórdæmabreyt-
ingar. Fólkið í landinu hefur hing-
að til verið afskiptalitið um þetta
mál. þó það hafi grundvallarþýð-
ingu fyrir styrkleikahlutföll flokk-
anna á þingi, sagði Baldur, og tók
fram að umræður þeirra félaga,
sem mæta i þættinum snerust um
ofangreind atriði og kæmu þeir
með ýmsar hugmyndir um það
hvernig breyta megi kjördæma-
skipuninni.
í MORGUNSTUND barnanna
kl. 8.45 byrjar Hallfreður Örn
Eiríksson að lesa þýðingar á
tékkneskum ævintýrum. Að
sögn Hallfreðar er hér um að
ræða ævintýri, sem skráð voru
á 19. öld, og eru þetta allmargar
stuttar sögur. Fyrir nokkrum
árum las Hallfreður tékknesk
ævintýri í útvarpið en næsta
fáar þýðingar eru til á
tékkneskum ævintýrum á
íslenzku. Hallfreður er cand.
mag. í íslenzkum fræðum og
vinnur nú við stofnun Árna
Magnússonar hér á landi að
söfnun þjóðsagna, en auk náms
við Háskóla íslands nam hann
um tíma í Tékkóslóvakíu og á
irlandi.
Hún er ekki rómantísk-
ari en lífið sjálft
ÞESSI saga var upphaflega skrif-
uð sem smásaga en fyrir áeggjan
Þorsteins M. Jónssonar skóla
stjóra, er sá söguna hjá mér, en
síðan fór ég að teygja úr henni og
þetta endaði sem 200 síðna skáld-
saga, sagði Guðmundur Frimann,
höfundur útvarpssögunnar Stúik-
an i Svartaskógi, sem Gisli Hall-
dórsson leikari er nú að lesa. Ann-
ar lestur sögunnar er á dagskrá
hljóðvarpsins kl. 21.30 i kvöld.
— Sagan er eiginleg til orðin
vegna sögu. sem mér var sögð af
þýzkri stúlku. er kom hingað til
lands og réðst á sveitaheimili.
Þetta sveitaheimili var í mikilli
niðurníðslu. en þýzka stúlkan festi
hér rætur og tókst að rétta við
heimilið svo um munaði. Sumir
sögðu að þessi saga væri einum of
rómantlsk, en hún er ekki róman-
tiskari en lifið sjálft. sagði Guð-
mundur.
Guðmundur Frímann hefur nú
gefið út 6 Ijóðabækur auk þriggja
smásagnasafna, en sagan Stúlkan
úr Svartaskógi er eina skáldsagan,
sem hann hefur látið frá sér fara,
og kom hún á prenti árið 1968.