Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976
Minnina:
Margrét Jóhannesdótt-
ir Stóru-Ásgeirsá
Þann 15. júlf síðastliðinn lézt í
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
Margrét Jóhannesdóttir fyrrum
húsfreyja að Stóru-Ásgeirsá f
Víðidal, nálega 87 ára að aldri.
Verður útför hennar gerð í dag
frá Melstaðakirkju f Miðfirði.
Margrét var fædd að Utibleiks-
stöðum á Heggstaðanesi í Miðfirði
31. ágúst 1889. Foreldrar hennar
voru hjónin Jóhannes Jóhannes-
son bóndi þar og bátsformaður f.
10. febrúar 1848, d. 19. nóvember
1922 og Margrét Björnsdóttir frá
Kolugili f Vfðidal f. 14. nóvember
1850, d. 25. júlí 1908. Þeim hjón-
um, Jóhannesi og Margréti, varð
12 barna auðið, en 5 dóu í
bernsku. Þau 7 sem upp komust,
voru þessi:
Ingibjörg f. 15. marz 1875, lengi
bústýra hjá Hirti Lfndal að Efra-
Núpi f Miðfirði, ógift.
Björn Lfndal f. 5. júnf 1876,
lögfræðingur, bóndi að Svalbarði
við Eyjafjörð og um skeið alþing-
ismaður Akureyringa, kvæntur
Berthu Hansen frá Flensborg á
Suður-Jótlandi.
Salóme f. 27. ágúst 1886, hús-
freyja að Söndum f Miðfirði sfðar
f Reykjavík, gift Jóni Skúlasyni
bónda þar.
Guðmundur Theodór f. 23. des-
ember 1887, lengi vélgæzlumaður
á Hvammstanga, ókvæntur.
Margrét, sem hér er minnzt.
Guðrún Jakobfna f. 1. septemb-
er 1891, lengst af búsett á Akur-
eyri, ógift.
Elfnborg f. 19. júní 1893, hús-
freyja að Dúki í Sæmundarhlíð f
Skagafirði, gift Sæmundi Ólafs-
syni.
Öll eru nú þessi systkini látin
og kveður Margrét síðust þeirra.
t
Eiginmaður minn
EYJÓLFUR BJARNASON,
Holtsgötu 22, Ytri-Njarðvlk
sem varð bráðkvaddur 18. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 2 7 júli kl 10 30
Fyrir hönd barna minna og annarra vandamanna
Halldóra Hjartardóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
EYLEIFUR ÍSAKSSON
skipstjóri
Mánabraut 4. Akranesi
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 24 júli kl. 1 e h
Böm, tengdabörn og bamabörn.
t
Útför föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS SVEINS SVEINSSONAR
SySra-Velli,
er lést 17 júlí s.l. verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn
24 júlí kl 14 30
Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð
við fráfall og útför
ÓLAFS ÓSKARS JÓNSSONAR.
bifreiðastjóra,
Grjótagötu 12.
Reykjavik.
Ingibjörg Sveinsdóttir,
böm, tengdabörn. barnabörn
og aðrir vandamenn.
t
Innilegt þakklæti færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför
SIGURÐAR S. KRISTJÁNSSONAR
Smárahvammi, Kópavogi
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir,
Kristrún Sigurðardóttir.
Fanney Sigurðardóttir,
Kristján Sigurðsson,
Guðrún Kristjánsdóttir.
t Innilegt þakklæti færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð við
andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa
JÓSEFS EGGERTSSONAR
vélstjóra
Hátúni 10 A.
Marta S.H. Kolbeinsdóttir
Hulda Jósefsdóttir Jón Ágústsson
Gréta Jósefsdóttir Þorsteinn Halldórsson
Esther Jósefsdóttir Guðbergur Ólafsson
Eggert Jósefsson Sígurborg Friðgeirsdóttir
Ágúst Jósefsson Elín Þorvaldsdóttir
og barnaböm
Auk barna sinna ólu þau Mar-
grét og Jóhannes upp fjögur fóst-
urbörn, en af þeim varð kunnast-
ur Sigurður Jónasson lögfræðing-
ur, sem lengi var forstjóri
Tóbakseinkasölu ríkisins og um
skeið umsvifamaður I stjórnmál-
um og atvinnulffi.
Ekki voru þau Utibleiksstaða-
hjón auðug, en þó bjargálna og
aldrei var þar skortur. 1 heimili
voru venjulega 12—14 manns og
af frásögnum Margrétar ræð ég,
að þar hafi ríkt glaðværð og góður
andi. Sjálf minntist Margrét
bernsku sinnar á þessa leið:
Bernska mín var björt og heið
brostu unaðsstundir.
Vegferð lífsins virtist greið
vonar-himni undir.
Ekki var neinn kostur reglu-
legrar skólagöngu í uppvexti Mar-
grétar; faðir hennar kenndi þeim
systkinum lestur, en annars
dvöldust kennarar á heimilinu
stund og stund og veittu tilsögn i
undirstöðu helztu fræða. Árið
1905 réðust þær systur, Salóme og
Margrét, í að setjast í kvenna-
skóla, sem þá starfaði á Akureyri
og stunduðu nám þar veturinn
1905—1906. Með þeim fór Ingi-
björg systir þeirra og vann fyrir
þeim meðan á skólavistinni stóð.
Ennfremur var hún við nám í
Kvennaskólanum á Blönduósi
1908. Minntist Margrét oft þessar-
ar skólagöngu sinnar og taldi
hana hafa orðið sér mjög nota-
drjúga, þótt stutt væri. Annars
dvaldist Margrét að Utibleiksstöð-
um og veitti börnum tilsögn auk
þess sem hún vann venjuleg störf
er til féllu.
1 apríl 1912 giftist hún Ólafi
Jónssyni f. 6. nóvember 1888 frá
Söndum í Miðfirði, syni Jóns
Skúlasonar bónda þar og konu
hans Guðbjargar Ólafsdóttur. Er
hann bróðir Jóns, manns Salóme,
systur Margrétar. Hófu þau bú-
skap að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í
fardögum 1912 og helgaði Mar-
grét sfðan húsfreyjustarfinu ná-
lega alla krafta sfna, þannig að
það varð ævistarf hennar. Félags-
mál leiddi hún þó ekki alveg hjá
sér; var um meira en þriggja ára-
tuga skeið í stjórn kvenfélagsins
Freyju í Víðidal og gegndi þar
ritarastarfi. Hefur þetta féiag
m.a. stutt að byggingu sjúkra-
hússins á Hvammstanga. Haustið
1967 var heilsu hennar tekið svo
að hraka, að hún varð að hverfa
frá Ásgeirsá og hafði þá búið þar í
rúm 55 ár. Eftir það dvaldist hún
ýmist í sjúkrahúsinu á Hvamms-
tanga eða hjá dætrum sínum; í
sjúkrahúsinu þó alveg síðustu
2—3 árin. Þar dvelst nú Ólafur
maður hennar háaldraður.
Þeim varð þriggja barna auðið,
sem upp komust, og eru þau
þessi:
Jón Unnsteinn skólastjóri Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum f
Ölfusi, f. 11. febrúar 1913, d. 22.
nóvember 1966, kvæntur Elnu
Christiansen ættaðri frá Vendil-
sýslu á Jótlandi.
Jóhanna Margrét f. 30. júlí
1916, gift Birni Daníelssyni skóla-
stjóra Gagnfræðaskólans á Sauð-
árkróki. Hann er nú látinn.
Ingibjörg f. 5. ágúst 1917, gift
Jóhannesi Guðmundssyni bónda
að Auðunnarstöðum í Vfðidal.
Barnabörn þeirra eru 13 og
barna-barnabörn einnig 13.
— 0 —
Kynni okkar Margrétar hófust,
er ég ungur að árum réðst til
Minning og kveðja:
Rita Steinsson
F. 23. júlf 1908. Rita fór oft út til Bretlands að
D. 25. febrúar 1976.
Þetta er síðbúin kveðja frá mér,
en það er nú einu sinni svo, að ég
á erfitt með að trúa því, að mín
elskulega og góða vinkona Rita sé
farin frá okkur. Aðdragandinn að
veikindum hennar var svo snögg-
ur, að það tekur sinn tíma að átta
sig á slíku reiðarslagi.
Rita var alltaf hress og glöð og
kát, hún var trú og trygg sínum
vinum, og hafði hlýlegt viðmót og
glaðlegt bros. Mér leið alltaf vel
aó heimsækja og hitta Ritu og fá
„a nice cup of tea“. Mér fannst
hún alltaf búa til besta tesopann,
þó svo, að ég hefði sömu aðferð og
Rita við minn tesopa, þá var hann
alltaf bestur hjá Ritu.
Vinátta okkar Ritu byrjaði
þegar Rita var ung kona, og ég
smástelpa. í mörg ár bjuggum við
hlið við hlið f vesturbænum, á
Holtsgötu 12 og 14A.
Ung að árum giftist hún Þorkeli
Steinssyni lögregluþjóni, sem er
móðurbróðir æskuvinkonu minn-
ar Unnar. Rita var skosk að ætt,
og var hún mjög stolt af að vera
skoti. Hún unni íslandi, og var
ánægð að eiga heima hérna.
t
Eiginmaður minn
INDRIÐI
GUÐMUNDSSON
frá Þórshöfn
verður /arðsettur frá Fossvogs-
klrkju þriðjudaginn 27 júli kl
13.30
Fyrir hönd barna, tengdabarna
og barnabarna
Soffia Jóhannssdóttir
heimsækja ættingja og vini. Hún
bjó stundum hjá mér, þegar ég
var við nám í London. Tengdist
vinátta okkar sterkari böndum,
þó að ég væri langdvölum
erlendis.
Rita og Þorkell voru mjög sam-
rýmd hjón, og er því söknuður
Þorkels mikill. Ef talað var um
Ritu, þá var líka sagt Keli, Rita og
Keli voru ailtaf eitt fyrir okkur
vinunum.
Rita og Keli eignuðust 3 góða
syni, Eric lögregluþjón, Stein
dýralækni og Raymond lögreglu-
þjón, sem dáðu foreldra sína.
Tengdadæturnar Sigríður, Þor-
gerður og Anna reyndust þeim
hjónum með afbrigðum vel.
Þetta var mjög samrýmd fjöl-
skylda, þ.ví er sár söknuður hjá
Kela, sonum, tengdadætrum og
barnabörnum, sem voru mikið
fyrir ömmu sína.
Rita var söngelsk, sat hún oft
við orgelið á Holtsgötunni, og
söng og spilaði, heyrðum við
krakkarnir það út á götu, og
hlustuðum við vel.
Hún var mjög ljóðelsk og var
vel hagmælt á enska tungu.
Uppáhalds ljóðskáld Ritu var
Robert Burns, eða Robby Burns,
eins og hún talaði um hann.
Þegar ég var unglingur, gaf ég
Ritu ljóðabók f skosku bandi með
Ijóóum Roberts Burns. Ég vissi að
henni þótti mjög vænt um þessa
bók, og gætti hún hennar vel.
Rita samdi nokkur lög við henn-
ar eigin ljóð. Hún var félagslynd,
og var hrókur alls fagnaðar. Hún
var glæsilega klædd, og valdi sér
alltaf Ijósa liti, hún vildi alltaf
hafa bjart f kringum sig. Hún
elskaði blóm, og ræktaði fallegan
garð á Holtsgötu 14A.
Fyrir nokkru síðan var ég í
sumarstarfa að Ásgeirsá árið
1942. Kunni ég þegar vel við mig,
enda var ég þar fjögur sumur, og
átti Margrét ekki minnstan þátt í
að laða mig þangað. Bærinn, sem
þá var búið í, virtist mér nokkuð
kominn til ára sinna; að mestu
var hann úr timbri, svo sem öll
fveruhús, en að nokkru úr torfi,
þar á meðal eldhús, sem sjaldan
var notað og búr.
Bærinn stendur enn og væri
ástæða fyrir menn fróða um bygg-
ingarsögu að gefa honum nokk-
urn gaum. En þessi húsakynni
bjuggu yfir sérstökum þokka,
þannig að engum duldist, að vel
var staðið að öllum innanbæjar-
störfum. Allt var þar hreint og
fágað, þiljur hvítskúraðar og jafn-
vel moldargólfið í búrinu eins og
úr steinsteypu, slétt og vandlega
öskuborið. Hvarvetna gat að líta
gamla gripi, enda var sú dyggð í
heiðri höfð að fara vel með allt. í
samræmi við þetta var og allur
viðurgerningur mikill og góður;
mjólk var meiri en nóg til heimil-
isþarfa og aldrei sást annað á
borðum en heimatilbúið smjör;
þar var og gert skyr, búinn til
ostur, brauð bökuð, kaffi brennt
og malað, jafnvel búin til sápa —
að vfsu til grófari þvotta- og þann-
ig mætti lengi telja. Var gott að
setjast að borði Margrétar eftir
erfiði dagsins, þegar þar beið
glóðheitt brauöið og nýstrokkað
smjörið auk annars góðgætis. Bar
hún ávallt mikla umhyggju fyrir
þvf, að allir væru vel haldnir í
mat og drykk. Er auðsætt, að störf
húsfreyju á slíku heimili hafa
verið drjúgum umfangsmeiri en
nú gerist almennt, enda man ég
varla til, að henni félli verk úr
hendi.
Þótt heimilið hefði á sér yfir-
Leiðrétting
NAFN greinarhöfundar að minn-
ingargrein um Hjalta Lýðsson,
sem birtist hér f blaðinu í gær,
misritaðist. Greinarhöfundur er
dr. Oddur Guðjónsson sendiherra,
— stóð Friðjónsson, — og biður
blaðið velvirðingar á mistökum
þessum.
afmælishófi hjá Huldu vinkonu
minni, hún býr i þeirri ibúð, seríl
var einu sinni æskuheimili mitt.
Þegar ég kem í vesturbæinn,
streyma að mér æsku- og
ungdómsminningar mínar. Við
Hulda vorum að fara niður
tröppurnar, leit ég þá yfir að húsi
nr. 14A, og segi: Þarna er húsið
og garðurinn hennar Ritu. Þá
segir Hulda: Og blómin hennar
standa líka ennþá. Þessi hugsun
lét mig ekki í friöi og mun ég
ljúka þessari kveðju með ljóði
eftir Robert Burns:
My love is like a red, red rose
Thats newly sprung in June.
IVIy Iove is like the melodie,
Thats sweetly played in tune.
As fair art thou, my bonnie lass,
So deep in in luve am I,
and I will luve thee still, my dear,
TiII a the seas gang dry.
TiII a the seas gang, dry, my dear
And the roekks met wi the sun
O, I will luve the still, my dear
YVhiIe the sands o'life shall run
And fare thee weel, my only luve'
And fare thee weel a while'
And I vill eome again m.v luve,
Tho it were ten thousand mile,
Hvfl í friði.
Guðrún Á. Sfmonar