Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976
25
S-Afríka:
Skólar taka til starfa á ný
SKÓLAR I hverfum blökkumanna f nágrenni Jóhannesarborgar og f
Pretórfu tóku aftur til starfa f dag, en skóiarnir hafa verið lokaðir frá
þvf að óeirðir hófust þar um miðjan júnf.
1 Prétórfu var skólasókn yfirleitt góð f dag, en margir skólanna f
nágrenni Jóhannesarborgar stóðu auðir. Telja yfirvöld ástæðuna þá,
að nemendur hafi ekki verið búnir að frétta af þvf að skólarnir hefðu
verið opnaðir að nýju.
Þar var aðallega um að ræða
skólabörn, og réðust þau með
grjótkasti að lögreglubifreið og
flutningabifreið, sem er í eigu
hins opinbera. Enginn særðist í
þessum átökum.
Einu alvarlegu átökin, sem vit-
að er um, voru í Boipatong, sem
er um 50 km sunnan við Jóhann-
esarborg. Þar dreifði lögreglan
þvögu blökkumanna með tára-
gasi.
AUGLYSINGASÍMINN ER:
22410
JRarðunbUhiþ
Sprengingar
í Lissabon
Lissabon, 22. júlí.
Reuter.
MIKIL sprenging varð fyrir utan
skrifstofur hins ríkisrekna flug-
félags Mosambique (DETA) f
Lissabon f dag. Skrifstofan stend-
ur á bak við Ritz-hótelið, og
myndaðist öngþveiti þegar ótta-
slegnir gestir þustu út úr hótel-
inu hundruðum saman.
Réttum sólarhring áður sprakk
sprengja við skrifstofur MPLA f
borginni. Hvorug sprengingin olli
slysum á mönnum.
Samskipti Portúgala og þjóð-
anna, sem byggja fyrrverandi ný-
lendur þeirra í Afriku, hafa
versnað að undanförnu, en um
650 þúsund manns úr nýlendun-
um hafa tekið sér bólfestu i
Portúgal síðan nýlendurnar
fengu sjálfstæði.
1 tilkynningu portúgalska utan-
rikisráðuneytisins í gær sagði, að
sprengjutilræðið við skrifstofur
MPLA í gær, væri á áb.vrgð afla,
sem vildu koma í veg fyrir frið-
samleg samskipti Portúgals og
Angóla.
— Tekinn
Framhald af bls. 1
verkamanna sem vestur-þýzk yfir-
völd slepptu í fyrra í skiptum
fyrir Peter Lorenz, leiðtoga kristi-
legra demókrata í Vestur-Berlin.
í Vestur-Berlín var ein fjögurra
kvenna úr samtökum stjórnleys-
ingja er flýðu úr fangelsi i borg-
inni fyrir hálfum mánuði, Monika
Berberich, handtekin á götu í dag.
Hún drö upp skammbyssu en lög-
reglumönnum tókst aðp yfirbuga
hana.
Pohle reyndi einnig að veita
viðnám þegar hann var handtek-
inn í miðri Aþenu. Hann er grun-
aður um að hafa haft samstarf við
Ilich Ramirez Sanchez, öðru nafni
„Sjakalinn“ eða „Carlos“, og lýst
var eftir honum vegna morðs á
vestur-þýzkum lögreglumanni i
marz 1972. Hann var dæmdur i
sex og hálfs árs fangelsi i marz
1974 fyrir aðild að glæpasamtök-
um.
Yfirvöld í Vestur-Þýzkalandi
settu 10.000 mörk til höfuðs Pohle
og munu nú fara fram á framsal
hans. Hann kom til Grikklands á
fölsuðu perúsku vegabréfi.
Pohle var einn helzti sprengju-
sérfræðingur Baader-Meinhof.
Kona úr samtökunum, Gabriele
Kroecher-Tiedemann, var ein
hryðjuverkamannanna sem féllu
í árás Israelsmanna á Entebbe-
flugvöll í Uganda.
Ein þeirra þriggja kvenna sem
enn leika lausum hala eftir flótt-
ann úr fangelsinu i Vestur-Berlin,
Inge Viett, var meðal þeirra
hryðjuverkamanna sem flugvél-
arræningjarnir í Entebbe kröfð-
ust að leystir yrðu úr haldi.
Monika Berberich, sem var
handtekin samkvæmt ábendingu
á Kurfúrstendamm, einni aðal-
götu Vestur-Berlínar var dæmd í
12 ára fangelsi 1974 fyrir banka-
rán og aðild að glæpasamtökum.
í Stuttgart sagði vitni í Baader-
Meinhof-réttarhöidunum þar i
dag að samtökin hefðu ætlað að
ræna yfirmönnum hernámsliðs
vesturveldanna í Vestur-Berlin
1972.
Gulur, rauóur,
grænn&blár
Brauöbær
gerduraf
^ meistarans
® höndum
Kráin isbdð
VlÐ HLEMMTORG -
Komnar mm
aftur
Þessar
margeftirspurðu
gallabuxur eru nú aftur
fáanlegar.
Mittisjakkar í úrvali.
GEíSiP
Pappírsskurðarhnífur
rðárhnífur KRAUSE A 72
OHN, vélknúinn, til sölu. Mjög vel með farinn.
Hagstætt verð.
Borgarfell hfsími 86153.
Nr. 4.
Litir: Ljós, svartur,
og brúnn.
Kr. 12.490.
Laugavegi 69, sími 16850
Miðbæjarmarkaði, sími 19494
Nr. 6
Litir: Ljós, svatur
og brúnn.
Kr. 11.850.
Nr. 1. (lágir). Litir: Ljós, svartur, brúnn.
Kr. 8.980.