Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976 Mjólkurframleiðsla á Suðurlandi eykst um 11—12%:__________ Enginn smjör- skortur í vetur MJÓLKURFRAM- LEIÐSLA ásvæói Mjólkur- bús Flóamanna jókst i júní- mánuði sl. um milli 11 og 12%, ef miöað er við sama mánuð i fyrra. Þá hefur aukningin haldiö áfram í júií en ekki er vitað hvað hún verður mikil. Þetta kom fram í samtali, sem blaðamaður Mbl. átti við Pétur Sigurðsson, mjólkur- H^k \%m^ I DAG cr spáð hægri brcyti- legri átt um landið og nær óbreyttu veðri frá þvf f gær. Gert er ráð fyrir sólskíni á suðaustanverðu landinu en sólarlausu annars staðar. Víða má búast við Iftils háttar úr- komu. Gert er ráð fyrir svip- uðu veðri á laugardag. ÞESSUM stúlkum var ósköp kalt þegar þær stigu á land á Keflavíkurflugvelli á dögun- um, encia veður hér síóustu daga ólíkt óblióara en gengur og gerist í flestum löndum Evrópu um þessar mundir. tæknifræðing hjá Fram- leiösluráði landbúnaðar- ins, i gær. Hjá Pétri kom fram að mjólkurfram- leiðsla sumarsins í landinu er nú orðin til muna meiri en gert hafði verið ráð fyr- ir í áætlunum í vor og væri því fyrirsjáanlegt að ekki yrði skortur á ákveðnum mjólkurvörum s.s. smjöri á næsta vetri. Sem dæmi um hversu mjólkur- framleiðslan hefði orðið með öðr- um hætti en áætlað hef'ði veriri nefndi Pctur, að gert hefði verið ráð fyrir 5% minnkun hjá mjólk- urbúinu á Sauðárkróki en innveg- in mjólkar hefði hins vegar aukist um 5% A Akureyri var gcrt ráð fyrir að mjólkurmagnið yrði óbreytt en það hefði aukist um 4—5%. Þessi aukna mjólkurframleiðsla hefur það í för með sér að meira cr nú framleitt af ostum en áður auk þcss, scm smjör cr framleitt upp í birgðir fyrir veturinn. Í vor hafði verið gert ráð fyrir 700 tonna birgðum 1. októbcr n.k. og þótti nokkuð tvísýnt um að það næðist, en nú þykir séð að mógu- legt verði að ná þessu marki og þurfa landsmenn, því ekki að kvíða smjörskorti á komandi vetri. Trunt, trunt — og lukkutröllin í fjöllunum MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að nokkurrar undrun- ar gæti meðal viðskiptavina Kaupfélags Héraðsbúa á Egils- stöðum með þjónustu fyrirtæk- isins. Er haft eftir bændum þar um slóðir, að miklum erfiðleik- um sé bundið að fá þar nauð- synlegustu amboð til heyvinnu en á sama tíma sé í kaupfélag- inu hið ótrúlegasta úrval af alls kyns dönskum lukkutröllum af öllum stærðum og gerðum. Grálúð- an horfin NOKKRIR bátar, aðallega frá Vestf jörðum, voru gerðir út á grá- lúðuveiðar með lfnu f sumar. Framan af gekk þessi veiði sæmi- lega, en fyrir nokkrum dögum virtist sem öll grálúða hyrfi skyndilega af miðunum. Jón PáJl Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtanga á isa- firði, sagði i samtali við Morgun- blaðið i gær, að Þorri hefði komið til hafnar fyrir nokkru með 60 lestir af grálúðu eftir 10 daga útivist. Siðan hefði báturinn hald- ið út á ný, en ekkert fengið. Leit- aði báturinn að grálúðu frá suð- vesturhluta Vestfjarða allt austur fyrir Langanes, en varð hvergi var. Fríhöfnin: Fíkniefnamálið: Snýst um kannabish- 9% SÖLUAUKNING meðferð FYRRI HLUTA ÁRS SALA frfhafnarinnar á Keflavík- urflugvelli jðkst nokkuð á fyrri- hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. 1 lok júnfmánaðar nam sala frfhafnarinnar frá ára- mótum 298,9 milljónum króna, en var á sama tímahili f fyrra 216,4 milljónir. Er þetta um 36,1% aukning í fslenzkum krónutn en Loðnulöndunarnefnd tekin til starfa á ný LOÐNULONDUNARNEFND tók til starfa á ný f gær. Aðsetur nefndarinnar er á sama stað og áður, en ekki er gert ráð fyrir að menn verði þar nema tvo tfma á dag fyrst f stað. Þar fékk Mbl. upplýst að állnokkrar verksmiðj- ur væru reiðubúnar að taka á móti loðnu allt frá Bolungarvík til Neskaupstaðar, og þegar væri búið að landa loðnu á fimm stöð- um. Hjálmar Vilhjálmsson leiðang- Reykjavík liðinna daga Ljósmyndasýning opnar í dag ursstjóri á Bjarna Sæmundssyni sagði í samtali við Mbl. í gær að loðnusjómenn þyrftu að hafa nokkuð fyrir tilverunni, því mörg köst þyrfti almennt til að fá sæmi- legan afla í bátana. Kvað Hjálmar bátunum fara dagfjölgandi en ekki vissi hann nákvæma tölu á þeim. Loðnuflotinn var í gær að veið- um á svípuðum slóðum og áður, þ.e. 70—80 sjómíiur NNA af Horni. Þar hefur fundist mikið af loðnu á 15 fermílna svæði, en torfurnar standa yfirleitt djúpt. Þó fengu nokkrir bátar yfir 100 tonna köst á þessum slóðum í gær og vitað var að Gullberg fékk tvö slík köst. 9,2% aukning ef miðað er við Bandarfkjadali. Að sögn Ólafs Thordersen fri- hafnarstjóra hefur salan þannig verið ákaflega svipuð því sem var í fyrra svo og allur rekstur fri- hafnarinnat. Þó kvað hann mega greina, að heldur væri aukning í sölu til islenzkra ferðamanna, sem um frihöfnina færu. Einnig kvað hann bera á því, að farþeg- arnir sem í fríhöfninni verzluðu, keyptu nú meira af hinum ódýr- ari varningi og gæfu sér þá meiri tíma við verzlunina, en samdrátt- ar gætti hins vegar i hinum dýrari varningi. Verðlag í Fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli er eftir sem áður mjög hagstætt, að sögn Ólafs, og er Keflavíkurflughöfnin ásamt flugstöðinni í Amsterdam álitnar hinar ódýrustu hér i nágranna- löndunum. Enda kvað Ólafur fulla nauðsyn á því, að þar sem svo stór hluti þeirra sem um flug- höfnina færu væru viðkomufar- þegar eða svokallaðir transit- farþegar, sem í mörgum tilfellum færu um fleiri flughafnir en Keflavík og keyptu þar sem ódýr- astan varning væri að fá Rannsókn er haldið áfram á fíkniefnamáli því, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, en sem kunnugt er hefur ungur Reykvík- ingur nú verió úrskurðað- ur í allt að 30 daga gæzlu- varðhald í tengslum við málið. Að sögn Arnar Guðmundssonar fulltrúa hjá fíkniefnadómstólnum er rannsókn málsins enn á byrj- unarstigi, og enn ekki hægt að fullyrða am hversu mikið af fikni- efnum hér er á ferðinni, en hér er fyrst og fremst um kannabismeð- ferð að ræða. Þegar hafa nokkrir verið yfirheyrðir vegna þessa máls og leiddi það til þess að ástæða þótti til að úrskurða mann- inn, sem áður er nefndur, í gæzlu- varðhald. Fíkniefnalögreglan hef- ur áður þurft að hafa afskipti af honum vegha svipaðra mála. ÓSKAR Gíslason opnar í dag Ijós- myndasýningu á Kjarvalsstöðum, sem hann nefnir Reykjavfk lið- inna daga og heldur hann hana f tilefni 50 ára afmælis Ljðsmynd- arafélags íslands. Sýningin er op- in alla virka daga frá kl. 14. til 22. í veglegri sýningaskra ritar Er- lendur Sveinsson svo: Ljósmyndasýning Öskars Gísla- sonar á Kjarvalsstöðum 1976 er fyrsta einkaljósmyndasýning hans. Elstu Ijósmyndir Oskars á sýningunni eru frá árinu 1915 cða Oskar Gíslason ári áður en hann hóf nám í ljós- myndun. Yngstu Ijósmyndirnar eru teknar frá sama sjónarhorni rúmri hálfri öld síðar. Meginvið- fangsefni sýningarinnar er að sýna Reykjavik, lif hennar og vöxt á fyrra helmingi aldarinnar. Til stuðnings þessu viðfangsefni og í virðingarskyni við frumherja ljósmyndunar á íslandi hefur Óskar unnið upp eftir glerplötum, sem varðveittar eru í Þjóðminja- safni, ljósmyndir frá því um og eftir aldamót. Hér er um að ræða ljósmyndir teknar af Sigfúsí Eymundssyni, Pétri Brynjólfs- syni, Ölafi Magnússyni, kennara Oskars, og Magnúsi Olafssyni. Flestar myndirnar hafa ekki kom- ið fyrir almenningssjónir áður. Óskar Gíslason er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og bærinn því honum kær. Hug- myndina að þessari sýningu fékk hann fyrir um 30 árum, þegar hann var að vinna að hinni um- fangsmiklu heimildarkvikmynd sinni „Reykjavík vorra daga". Reykjavik liðinna daga, gæti ver- ið eins konar yfirskrift þessa nýjasta þrekvirkis hins 75 ára sí- unga ofurhuga. Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur, aðstoðaði Óskar við val flest- allra ljósmyndanna á sýningunni en Björn Björnsson, leikmynda- teiknari, við uppsetningu hennar. Djúprækjan: Höfrungur enn að — Sólborg hætt FRÁ'þvf að Dagný hætti tilrauna- veiðum á djúprækju við Kolbeinsey hafatvö önnur skip stundað samsvarandi veiðar — Sólborgin fyrir Austfjörðum og Höfrungur fyrir vestanverðu landinu. Að því er Þórður Ásgeirsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, tjáði Morgunblað- inu er Sólborgin nú hætt þessum veiðum. Leitaði skipið á nokkrum stöðum út af Austfjörðum, en varð litið sem ekkert vart við rækju. Þó kvað Þórður ráðuneyt- ismönnum þykja það miður, að ekki skyldi vera haldið áfram þessum tilraunum og kannað til þrautar hvort ekki væri þarna rækju að finna. Höfrungur er hins vegar enn að þessum veiðum. Fann skipíð tölu- vert af rækju austur af Horni og fékk þar þolanlegan afla en Höfrungur er nú kominn sunnar og mun hafa verið að leita fyrir sér á Kolluálnum. Mun ætlunin að skipið kanni eitthvað frekar svæðið sunnanvert út af Vestur- landi. ívar Guðmundsson Þáttur Islands í 200 ára afmæli Bandaríkjanna AÐALRÆÐISMAÐUR íslands f New York, ívar Guðmundsson, er staddur hér á landi um þessar mundir í sumarleyfi ásamt fjöl- skyldu sinni. Morgunblaðið spurði hann um þátt íslands f 200 ára afmæli Bandarfkjanna, er það náði tali af honum. Sagði ívar, að það væru aðal- lega þrjú atriði sem hann gæti nefnt í því sambandi. Fyrst bæri að nefna þátttöku íslenzku hest- anna 15 í þolreiðinni þvert yfir Bandaríkin, sem nú stendur yfir og er meira en hálfnuð. Hafa is- lenzku hestarnir staðið sig ein- staklega vel, einkum fyrir þol frekar en flýtj. í öðru lagi minntist hann á þátt víkingaskipsins Leifs Eirfkssonar í seglskipasýningunni i New York þann 4. júlí s.l. og í þriðja lagi þátt íslands á norrænu handa- vinnusýningunni, sem haldin var I Smithsonian-safninu í Washing- ton D.C. Þar var sérstök norræn vika og var sýnd tógvinna frá íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.