Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 36
Al'GLYSINGASÍMJNN ER: 22480 |Wor0unl>l«í>ií) AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHerguniilAbit) FÖSTUDAGUR 23. JÚ’LÍ 1976 Loðnu- veiðar EINS og fram hefur komið f Mbl. þá eru loðnuskipin, sem stunduðu veiðar við Nýfundnaland, komin heim. Afli þeirra varð ekki mikill, ekkert skipanna náði 2000 lesta afla. Þessar myndir tók Þórleifur Ólafsson um borð f Hilmi SU, á miðunum við Nýfundnaland. Stærri myndin var tekin er nýlokið var við að fylla bátinn og flæðir loðnan eftir dekkinu. Minni myndin sýnir Hilmi f höfn f Port Union á Nýfundnalandi með 500 tonn af loðnu og fyrir innan Hilmi liggur Grindvfkingur GK, einnig með fullfermi. FFSI fyrir stefnir LÍU Félagsdóm Telur ólögmætt að gert sé upp eftir nýju samningunum FARMANNA- og fiskimannasam- band Islands hefur stefnt Lands- sambandi fslenzkra útvegsmanna fyrir Félagsdóm vegna þess að útvegsmenn hafa gert upp við sjó- menn eftir þeim samningum, sem felldir voru af sjómönnum vfða um land s.l vor. „Við getum ekki unað þvf, að útvegsmenn geri upp eftir samn- ingum, sem flestir sjómenn hafa fellt, og þvf settum við málið fyrir félagsdóm. Við viljum fá að vita hvort gömlu samningarnir eru í gildi eða hvort engir samningar eru f gildi og ef ekki að fá skýr svör við þessu máli f dómi.“ sagði Ingólfur ingöifsson formaður Vélstjórafélags Islands þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Ingólfur sagði, að það væri mik- ið ófremdarástand að engir algild- ir samningar væru í gildi og við það mætti ekki búa miklu lengur. Hann var þá af því spurður hvort eitthvað hefði gerzt í samn- ingamálunum að undanförnu. Sagði hann, að fyrir viku hefði verið haldinn fundur hjá sátta- semjara með útvegsmönnum og Framhald á bls. 35 Skattskráin í Reykjavík: Heildarálagningin er 31 milljarður — Einstakling- ar greiða um 10 milljarða Þjófurinn var handtekinn eft- ir átta mínútur BROTIZT var inn f mannlausa íbúð við Hverfisgötu f gærdag og stolið þaðan talsverðum fjármunum, bæði fslenzkum peningum og gjaldeyri, en þannig stendur á að sá sem býr í fbúðinni er á förum til út- landa eftir örfáa daga. Lög- reglan fékk tilkynningu um þjófnaðinn rétt eftir kiukkan 19 f gærkvöldi og átta mfnút- um sfðar var búið að handtaka þjófinn og finna mest af pen- ingunum. Það voru óbreyttir en árvökulir lögregfumenn á eftirlitsferð sem handtóku kauða, sem var ölvaður og hafði eytt einhverjum hluta peninganna f áfengiskaup. Naut lögreglan góðrar aðstoð- ar borgara við að hafa uppi á manninum. SKATTSKRÁIN í Reykjadvk kemur út í dag og eru tilkynningar skattstofunnar á leið til gjaldenda f pósti. Allir gjaldendur f Reykjavík ættu að vera búnir að fá tilkynningu skattstofunnar á morgun. Skattskrá- in mun liggja frammi á Skattstofunni til 5. ágúst nk., en þá rennur út frestur til að kæra álögð gjöld. Hæstu gjaldendur f Reykjavík f röðum einstaklinga eru nú Pálmi Jónsson kaupmaður f Hagkaup, sem greiðir tæplega 15.5 milljón- ir króna f opinber gjöld. Næstur er Sveinbjörn Sigurðsson, Safa- mýri 73, sem greiðir tæplega 14.5 milljónir f opinber gjöld, en þriðji hæsti gjaldandinn í ár er Sigfús Jónsson, Hofteigi 54, en samanlögð gjöld hans nema tæp- lega 14.3 milljónum króna. Hæst gjöld fyrirtækja greiðir Samband íslenzkra Samvinnufé- laga eða 136.7 milljónir króna, en næsthæst gjöld greiða Flugleiðir eða 76.3 milljónir króna. Eim- skipafélag Islands hf. greiðir 63.1 milljón króna og Olfufélag Is- lands 59.4 milljónir. Þar næst kemur Ölgerðin Egill Skalla- grfmsson sem greiðir 46.8 millj- ónir í opinber gjöld. A bls. 3 f blaðinu f dag er lengri listi yfir einstaklinga og félög sem greiða hæst gjöld samanlagt og einnig sundurliðaðar upplýs- ingar um röð þeirra einstaklinga og félög sem greiða hæstan tekju- skatt og aðstöðugjald og röð þeirra félaga sem greiða mestan eignarskatt, landsútsvar og skila mestu sölugjaldi (þ.e. söluskatti og öðrum gjöldum sem innheimt eru með honum). Heildarálagning opinberra gjaida í ár nemur rúmlega 31 milljarði króna en þar af greiða 44644 einstaklingar 10,2 milljarða og 2879 félög 3,4 milljarða. í fyrra nam heildarálagningin 20,6 millj- örðum króna og nemur hækkunin alls 50.32%. Söluskattur nemur nú tæpum 15 milljörðum og aðrir liðir samtals eru um 2,5 milljarð- ar. Tekjuskattur einstaklinga nem- ur nú 4,448 milljörðum króna en var í fyrra 3,371 milljarður. Hækkunin er 31.97%. Eignar- skattar einstaklinga nema nú 307.2 milljónum króna, en voru í fyrra 131 milljón. Hækkun eign- arskatta einstaklinga nemur 134.64%. Önnur gjöld einstakl- inga hækka um 23—31%, en með- altalshækkun skatta einstaklinga Framhald á bls. 35 Mjólkárvirkjun II vígð í gær SlÐDEGIS í gær var vfgð 5,7 MW viðbótarvirkjun við Mjólkárvirkj- un f Arnarfirði en þessi nýja virkjun hefur verið nefnd Mjólk- árvirkjun. II. Það var Matthfas Bjarnason ráðherra sem vfgði virkjunina f fjarveru Gunnars Thoroddsens orkumálaráðherra, sem ekki komst vestur þar sem ekki var flugveður í gær. Með tilkomu þessarar virkjunar tvöfaldast orkuframboð á Vest- fjörðum, hægt verður að draga úr keyrslu díselvéla til raforkufram- leiðslu sem hefur verið mjög kostnaðarsöm síðustu ár. Nánar segir frá vígslúnni og þessari nýju virkjun á bls. 16 1 blaðinu 1 dag. Gæzlu- fangelsi á Tungu- LAGT hefur verið fram í borgar- ráði bréf dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins varðandi úthlutun á lóð við Tunguháls til byggingar gæzluvarðhaldsfangelsis ásamt teikningum af byggingunni. Að sögn Baldurs Möller ráðuneytis- stjóra f dómsmálaráðuneytinu, hefur verið unnið að teikningum þessarar byggingar hjá húsa- meistara ríkisins lengi eða um tveggja ára skeið og sagði Baldur að með þessu bréfi hefði ráðu- neytið viljað tryggja sér um- rædda lóð, sem áður hefði verið rætt um að fengist úthlutað undir húsnæði af þessu tagi. Þarna verður fyrst og fremst um gæzluvarðhaldsíangelsi að ræða, enda kvað Baldur þörfina brýnasta á því sviði, en þó er gert ráð fyrir nokkurri deildaskipt- ingu innan fangelsisins. Fangels- inu er fyrst og fremst ætlaó að leysa hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg af hólmi en reynt verð- ur áð notast við húsnæðið við Framhald á bls. 35 Falsaðir 5000 kr, seðlar í umferð RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur nú upplýst mál ér varðar fölsun á nokkrum 5000 króna seðlum, en tveir slíkir seðlar komust f umferð f Reykjavík fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú, að fyr- ir nokkrum árum var prentari hér í borg að ljúka verki f prentvél. Hann var með brún- leitan lit í vélinni og kom til hugar að gaman væri að renna 5000 kr. seðli f gegn. A þennan hátt bjó hann (il milli 40 og 50 5000 kr. seðla, sem hann sfðan fór með heim og setti ofan f skúffu hjá sér. Sfðan gerðist ekkert þar til fyrir nokkru, að dóttir prentarans var með gleð- skap heima hjá sér. Tók hún þá upp seðlana og sýndi 3 piltum er þar voru. Stóðust þeir ekki freistinguna og tók hver einn seðil. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk hjá rannsóknarlögreglunni í gær- kvöldi þá gerðist það næst í málinu, að einn af kunningjum lögreglunnar borgaði leigubíl- stjóra 600 kr. upp í skuld með einum þessara seðla. Leigubíl- stjórinn tók ekki strax eftir því að seðillinn var falsaður, en er maðurinn var horfinn sá hann að myndin á bakhlið seðilsins var á hvolfi. Hann hafði þá sam- band við lögregluna, sem fékk seðilinn í rannsókn. Kom í ljós, að seðillinn var heldur ljósari en venjulegir 5000 kr. seðlar, en hins végar var pappírinn mjög áþekkur. Fljótlega tókst að ná mannin- um, sem hafði borgað leigubil- stjóranum. Við yfirheyrslu kom í ljós, að hann átti kunnings- Framhald á bls. 35 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.